Færsluflokkur: Tónlist

Örlítil getraun

Þegar ég er að þvælast um á netinu dett ég oft um ýmsar skrýtnar staðreyndir sem koma mér á óvart.  Eitthvað sem skiptir oftast engu máli en mér þykir þó athyglivert.

Því er það þessi litla getraun:

 Hvað eiga kvikmyndaleikstjórinn Guy Maddin og kántrýsöngkonan k.d. lang sameiginlegt, og þá er ég að meina fyrir utan það að vera bæði Kanadamenn.


Rússnesk Reykjavík

Fékk þetta sent í tölvupósti í dag.  Mér þótti þetta nokkuð skondin tónlist og þekkileg þó að ég hafi ekki skilið textann.

Með fylgdi að þetta lag hefði notið mikilla vinsælda í Rússlandi ca. 2000.

Hljómsveitin  Masha & Medvedi (Masha og birnirnir) hefði notið mikilla vinsælda á þeim tíma og þar á meðal lagið Reykjavík.

En hljómsveitina skipa:

Masha: Söngur, flauta

Maksim Khomich: Gítar

Denis Petukhov: Bassi, hljómborð

Vyacheslav Motylyov: Gítar

Vyacheslav Kozyrev: Trommur, ásláttur


Föstudagsbít: Það hringsnýst allt í höfðinu á mér. Stórkostlegt lag

Sjálfsagt er ég langt á eftir með þetta, enda ekki mikil kynning á skandínavískum lögum og hljómsveitum hér í Toronto.  En Finnskur kunningi minn sendi mér slóðina á þetta stórkostlega lag. Det Snurrar i Min Skalle. 

Ég er nú ekki nógu vel að mér í Sænskunni, en fannst þó líklegast að þýða þetta sem, það hringsnýst allt í höfðinu á mér.  Þeir sem eru betur að sér í Sænskunni mega þó gjarna senda mér leiðréttingu ef þörf er á.

En þetta er stórkostlegt lag og frábært myndband.  Þetta "reif upp" gamla "díjeyinn" sem var eiginlega löngu gróið yfir.

Klárlega það besta sem hefur komið frá Svíþjóð síðan ABBA.


Hvað borgar STEF fyrir vinsælt lag?

Núna fer fram mikil umræða um höfundarrétt og stuld á honum.  Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum og ólík sjónarmið koma fram.

Ég fékk í tölvupósti í morgun link á nokkuð skemmtilegan og upplýsandi bloggpistil hjá Dr. Gunna, en þar fer hann yfir hvað höfundar bera úr býtum fyrir að semja vinsæl lög.  Þar segir m.a.:

"Ég hef stundum álpast til að semja lög sem hafa orðið vinsæl og fengið mikla spilun í útvarpinu. STEF gjöldin fyrir spilun í útvarpi eru borguð einu ári eftir á og einu ári eftir að "Prumpufólkið" hafði verið spilað í tætlur á öllum útvarpsstöðvum landsins var ég svo viss um að spikfeitur tékki væri að koma í póstinum frá STEFi að ég eyddi 20 þúsund kalli í hárkollu fyrir fram. Ég hefði betur sleppt því, því ég fékk bara 12.000 kall fyrir spilun á laginu og hef þar að auki aldrei þorað að láta sjá mig með kolluna á almannafæri. Jón Gnarr, sem samdi textann og átti því að fá 1/3, fékk 6 þúsund kall. Svona græðir maður nú mikið á vinsælu lagi, krakkar mínir!
Ég var ekki alveg sáttur við þetta og fór og vældi í STEF og talaði við Magga Kjartans, sem fannst þetta líka skrítið. Hann sagði mér að redda útprentun á spilun lagsins hjá útvarpsstöðvunum og leggja fram. Ég gerði það og nokkru síðar ákvað STEF að borga mér tuttugu þúsund kall í viðbót fyrir Prumpufólkið. Þá var ég orðinn svo pirraður á barningnum að ég nennti ekki að heimta svör um það hvernig sú tala hefði verið fundin út. "

Þetta er vissulega athygliverð tala og ég verð að viðurkenna að hún er miklu mun lægri en ég hafði ímyndað mér.  Sömuleiðis er það athyglivert að upphæðin meira en tvöfaldaðist þegar Doktorinn kvartaði.

En þar sem það er nú almenningur sem borgar STEFgjöldin með einum eða öðrum hætti, t.d. með greiðslu afnotagjalds RUV, með því að ganga inn í verslun (þar sem verslunin lætur auðvitað stefgjöldin inn í vöruverðið), með því að láta klippa sig (því rakarinn er auðvitað sömuleiðis með stefgjald innifalið í verðinu), með því að kaupa bjór á barnum (því barinn er auðvitað sömuleiðis með stefgjald innifalið í verðinu), með því að kaupa tóma geisladiska (því þar er auðvitað stefjgjald á sömuleiðis, þó að engin finnist á þeim tónlistin), þá væri nú vel til fundið að fjölmiðlafólk gengi eftir þvi við STEF hvernig þessum sjóðum er ráðstafað og eftir hvaða reglum.

Líklegast væri það ekki óeðlilegta að gera þá kröfu í "opnu og gegnsæju" þjóðfélagi að STEF birti ársreikninga sína og upphæðir sem hver einstaklingur fær opinberlega, t.d. á netinu, því varla eru það minna mikilvægar upplýsingar en t.d. hvað hver Íslendingur greiðir í skatt, eða hvað?


... and that's what gets results.

Ég get ekki að því gert að mér þykir það dulítið skondið að fylgjast með Samfylkingarfólki þessa dagana.  Mér var að vísu ungum kennt að það væri ekki til fyrirmyndar að gleðjast yfir óförum annara, en ég er ekki viss að að það gildi í pólitík.

En Samfylkingin á erfitt uppdráttar þessa dagana og Ingibjörg nýtur ekki vinsælda hjá landsmönnum, það er alveg sama hvað hún og Samfylkingarmenn "spinna vefinn", það er ekki hægt að líta fram hjá þessari staðreynd.

Og þó að Ingibjörg reyni að flissa og tala um að hún sé eðlilega óvinsæl hjá Sjálfstæðisfólki fyrir að hafa sigrað í Borginni 3svar sinnum, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að hún er óvinsæl hjá Framsóknarfólki, hátt í 40% af VG stuðningfólki treystir henni ekki, og hjá stuðningsfólki annara flokka er yfir 50% hlutfall sem ber ekki hlýjan hug til hennar.  Þó starfaði hún með Framsókn og VG í borginni, en sigraði þá ekki. Hún er einfaldlega einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins.  Punktur.

En æ oftar þessa dagana, þegar ég heyri minnst á Ingibjörgu og Samfylkinguna, þá dettur mér í hug lagið "It Aint What You Do, It´s The Way That You Do It", sem Fun Boy Three ásamt Bananarama gáfu út á plötu fyrir u.þ.b. 25 árum.  Stórskemmtilegt lag.

 

It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
And that's what gets results

You can try hard, don't mean a thing
Take it easy, then your jive will swing

It ain't what you do, it's the place that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
And that's what gets results

Do-do-do-do-do-do do-do do do
Do-do-do-do-do-do do-do do do
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)
Do-do-do-do-do-do do-do do do (oh oh oh-oh-oh)

I thought I was smart but I soon found out
I didn't know what life was all about
But then I learnt, I must confess
That life is like a game of chess

It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the place that you do it
And that's what gets results

You can try hard, don't mean a thing
Take it easy, then your jive will swing

It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results

It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it
And that's what gets results

It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
It ain't what you do, it's the time that you do it
And that's what gets results
It ain't what you do, it's the way that you do it
It ain't what you do, it's the way that you do it

 

 


Papa Got a Brand New Bag

Ekki kemst ég í Appollo leikhúsið til að votta James Brown virðingu mína, en mér er bæði ljúft og skylt að gera það hér í þessum orðum, því fáir ef engir tónlistarmenn hafa veitt mér meiri ánægju í gegnum tíðina.

Þó að ég hafi ekki verið fæddur þegar Brown hljóðritaði meistarastykki eins og hljómleika sína í Apollo, þá leituðu tónsmíðar hans mig uppi og ég þær.  Þetta eru einfaldlega meistararstykki, rétt eins og James Brown var meistari á sínu sviðum, og kom fram á þeim mörgum.

Fáir tónlistarmenn hafa átt fleiri "smelli" en Brown, og líklega hefur enginn tónlistarmaður verið "samplaður" meira.  Þannig hefur t.d. meistarastykki hans "Funky Drummer" líklega getið af sér fleiri lög en tölu er hægt að festa á.

En þau eru mörg meistarastykkin, allir þekkja líklega "I Feel Good" og "(Get Up) I Feel Like a Sex Machine", en lög eins og "Try Me", "It's A Man´s Man´s Mans World", "Papa Got a Brand New Bag", "Funky Drummer" sem koma upp í hugann ásamt fjölda annara.

En nú er James Brown endanlega "Out of Sight", en tónlistin hans mun lifa, líklega í einhverri mynd að eilífu.


mbl.is James Brown í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Rock N Roll Kid

Ég horfði á í ríkissjónvarpinu hérna í Kanada heimildamynd um rokkstjörnu, sem er rétt skriðinn á táningsaldur.

CBC sýndi í kvöld "The Rock & Roll Kid", þar sem  viðfangsefnið er 13. ára drengur sem þykir eitthvert mesta gítarleikaraefni sem sést hefur lengi.  Danny Sveinson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað með hljómsveitum í nokkur ár, troðið upp í næturklúbbum og "túrað" víða um Kanada. Hann spilaði lengst af með hljómsveitinni "Sonic City", en hljómsveitin lagði upp laupana og ef marka má heimildamyndina, eru umboðsmaður Danny og Warner Brothers hér í Kanada að reyna að setja saman nýja hljómsveit í kringum strákinn.

Það verður að teljast afar líklegt að það eigi eftir að heyrast meira í Danny Sveinson í framtíðinni, en hér er umfjöllun um hann í Globe and Mail í dag og hér er frétt úr "lókalblaði" í Vancouver, en Danny býr með foreldrum sínum í Surrey B.C.

Það má finna þó nokkuð af klippum með Danny og Sonic City á YouTube, en geislaplöturnar þeirra fást ekki víða skilst mér.

Ef einhverjir eru síðan að velta því fyrir sér hvaðan nafnið Sveinson kemur, þá er það auðvitað ofan af Íslandi, en ég þekki þá sögu ekki til hlýtar, en drengurinn er af Íslenskum ættum.


Ekki eyðileggja þokkalega gott kerfi

Ég er í sjálfu sér ekki að mótmæla því að íslensk tónlist eigi að standa jafnfætis öðrum listgreinum, en í raun væri miklu nær að hækka aðrar listgreinar upp að tónlistinni, nú eða það sem væri allra besta að hreinlega lækka allan virðisaukaskattinn.

En ég held að það sé ákaflega varhugavert að vera sífellt að hræra í virðisaukaskattsálagningu.  Ef tillögur um lækkun á virðisaukaskatti á matvörum nær fram að ganga þá verða hér í gangi þrjú virðisaukaskattsþrep.

Það verður þá ef til vill 7% skattur á matvæli (nema þau sem ríkisvaldinu eru ekki þóknanleg), síðan 14% skattur af einhverjum því "dóti" sem rétt þykir að njóti vilvilja ríkisvaldsins og loks hinn almenni 24.5% virðisaukaskattur.

Ekki er að efa að síðan eiga eftir að koma fram mýmargar tillögur um "jákvæðar" atvinnugreinar og framleiðslu sem á skilið að vera færð niður í 14% þrepið. 

Með þessu móti verður allt skattaeftirlit og umstang í kringum skattgreiðslur þyngra í vöfum og flóknara.

Svo velti ég því líka fyrir mér, hvernig stendur á því að íslensk tónlist er tekin þarna út úr?  Þarf ekki jafnræðisregla að gilda um íslenska og erlenda framleiðslu?  Í það minnsta þá hluta framleiðslunnar sem kemur frá EES svæðinu? 

Gæti þá þurft upprunavottorð um flytjendur að fylgja með?  Hvað ætli hátt hlutfall flytjenda þurfi að vera til að tónlistin sé frá EES svæðinu?

Eigum við svo von á því að lagt verði til að íslensk bjór og áfengisframleiðsla fari í lægra þrepið?

Hvað um íslenska sælgætisframleiðslu?

"Góðu málefnin" eru endalaus.


mbl.is Ríkisstjórn hefur rætt um að breyta neðra stigi virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ný Bítlaplata" eftir 25 ára hlé

Bítlarnir voru "sándtrakkið" fyrir mörg fyrstu ár ævi minnar.  Ekki það að ég hefði mikið vit á tónlist, eða væri treyst fyrir því að stjórna plötuspilara.  En elsta systir mín var á "réttum aldri" og Bítlarnir voru spilaðir lon og don ásamt íslenskum "stórstjörnum".

En nú er sagt að von sé á nýrri Bítlplötu, eftirlifandi Bítlar ásamt ekkjum þeira Lennons og Harrisons eru að vinna í því.

"Sir Paul McCartney and Ringo Starr, with Yoko Ono and Olivia Harrison representing John Lennon and George Harrison, agreed to the release on EMI under the Beatles banner. Sir George Martin, the octogenarian producer, used original master tapes to create a new musical suite with the opening chord of A Hard Day’s Night merging into Get Back, the Eastern drone of Within You, Without You accompanied by the drums from Tomorrow Never Knows and phrases from Penny Lane weaving in and out of Strawberry Fields Forever.

The soundtrack accompanied spectacular aerial acrobatics by Cirque du Soleil in the stage show at the Mirage Hotel in Las Vegas."

Sjá frétt The Times.

Það má telja fullvíst að það verða skiptar skoðanir um þetta, en ég hlakka samt til að heyra þetta.


Eru þeir ekki alltaf...... ?

Eingöngu af því að ég er í einhverju hálfgerðu "fimmaura brandara" skapi, og er búinn að vera það í það minnsta tvo sólarhringa, þá ræð ég ekki við mig.

Eru innipúkar ekki alltaf feitir?

 Annars hljómar þetta sem hin ágætasta skemmtun, alla vegna eru Hjálmar ljúfir áheyrnar.  "Ballantines" er einnig hið ljúfasta bæði innvortis sem útvortis, nokkuð viss um að það hljómar vel  "læf" hjá Baggalút.


mbl.is Feitur Innipúki í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband