Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ekkert að marka Pírata? Engin prinsip?

Þetta er að mörgu leyti merkileg frétt. Því miður þykir mér hún að ýmsu leyti lýsandi fyrir Pírata, sem svo oft kjósa að tala eins og þeir tali ofan af einhverri "siðferðislegri hæð".

Slíkt reynist mörgum auðvelt þegar aldrei hefur reynt á eitt né neitt.

Það hafa margir stjórnmálamenn komist að því að það er auðveldara að tala digurbarkalega í stjórnarandstöðu, en þegar í ríkisstjórn er komið eða hillir undir það.

Ef til vill kynnast Píratar þeim sannleik nú.

Hvort að þeir muni svo þegar á hólminn er komið gefa eftir hvað varðar upptöku nýrrar stjórnarskrár óbreyttrar á eftir að koma í ljós.

Ég held að sú eftirgjöf yrði bæði Pírötum og þjóðinni til heilla. Ef til vill ekki Pírötum hvað varðar stuðning, en yrði þeim ef til vill þörf lexía á hinni pólítísku þroskabraut.

Slíkt yrði svo Íslendingum til heilla, svokölluð "win - win" uppákoma.

En ef til vill reyna Píratar að sníða slíkum "forneskju aðförum" ný klæði.  Það gæti verið skemmtilegt að fylgjast með því.

 

 

 

 


mbl.is Verður þetta minnihlutastjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa og leyfa skoðanir

Það hefur oft komið fram á þessu bloggi að ég er ekki hrifinn af því að setja tjáningarfrelsi margar skorður, eða að banna með öllu tilteknar skoðanir.  Þær skoðanir hafa ekki yfirgefið mig.

Það gladdi mig því þegar ég rakst á grein eftir Stephen Pollard, sem er ritsjóri Jewish Chronicle, sem styður skoðanfrelsi og rennir góðum rökum þar undir.

Eins og flestir gera sér líklega greinn fyrir er Pollard gyðingur, en þeir þekkja ofsóknir og hatursáróður líklega betur en flestir ef ekki allir aðrir hópar.

Í greininni segir Pollard m.a.:

Should you choose to believe what has been written about me on social media, you will think I am a paedophile who threatens to rape women who disagree with me. I suppose I should point out that these are lies.

Unfortunately for me, so too is the assertion that I control the media, which is also said about me. That’s not just Jews generally controlling the media – but me, personally.

According to some posts on Twitter and Facebook, I determine not only what other Jews write, taking orders from my Israeli masters – I also order around the many non-Jews in my (heavily moneyed) pocket.

So the accusations contained in a now infamous video by the former Grand Wizard of the Ku Klux Klan, David Duke, titled “Jews admit organising white genocide”, are pretty standard fare to anyone who has ever seen what Jew hate looks like.

The video was posted on YouTube in 2015 but has only attracted attention this week when it was used as a stick by the Home Affairs Select Committee with which to beat Google, which owns YouTube.

Giving evidence to the committee on Tuesday, Peter Barron, Google’s vice-president for communications, said that the video was certainly antisemitic but that YouTube nonetheless had no intention of removing it.

...

It’s clear that the video is indeed antisemitic. In it, Mr Duke says: “The Zionists have already ethnically cleansed the Palestinians, why not do the same thing to Europeans and Americans as well? No group on earth fights harder for its interests than do the Jews. By dividing a society they can weaken it and control it.” So there’s no debate that this is Jew hate in all its traditional poison.

And I’m sure Ms Cooper is right when she says: “Most people would be appalled by that video and think it goes against all standards of public decency in this country.”

But the near universal assumption among politicians and policymakers that because the video promotes repellent views it should therefore be banned takes us into very dangerous territory. Had the video told viewers that their duty was to seek out Jews and attack them – as many posts on social media do – then clearly it should be banned. Incitement to violence is an obvious breach of any coherent set of standards.

...

In some countries, such as Germany and Austria, it is illegal to deny the Holocaust. Given their particular histories, one can understand why.

But understanding why a view might be banned is not the same as accepting it should be. Silencing the Holocaust-denier David Irving and his ilk through the law achieves nothing except a larger prison population. Silencing them through the destruction of their reputation and the exposure of their lies actually defeats them.

It was not Irving’s incarceration in an Austrian cell that destroyed his reputation. It was his lost libel action against the legitimate historian, Deborah Lipstadt.

Hér get ég tekið undir hvert einasta orð. Við eigum að berjast gegn og fordæma skoðanir sem okkur þykja miður geðslegar eða hreinlega rangar, en lausnin fellst ekki í því að banna þær. Með því, rétt eins og Pollard segir er farið inn á varasamar brautir.

 

 

 


Að gefa gjafir og að upplýsa en ekki sakfella

Þetta er að ýmsu leyti býsna merkileg frétt þó að hún sé ekki stór.

Trúarriti er haldið að börnum.  Er eitthvað rangt við það?  Ég sé að ýmsum þykir of langt gengið þegar skóli ákveður að láta foreldra vita af þessu.

Ég er ekki sammála því og mér þykja viðbrögð skólans að ýmsu leyti til fyrirmyndar.

Vissulega er ekkert saknæmt við það að bjóða börnum að þiggja trúarrit að gjöf. En í sjálfu sér er hægt að segja það sama um sælgæti, hasarblöð og flesta aðra hluti.

Skólinn hefur enga lögsögu utan skólalóðar og lögregla getur ekkert gert nema lögbrot sé framið, þó að hún geti kannað kringumstæður.

Enda get ég ekki skilið fréttina svo að skólinn sé að kalla eftir aðgerðum. Hann hefur einfaldlega látið foreldra vita. Þeir geta þá í framhaldinu rætt málið við börn sín og mælt með hvernig þau bregðast við.

Hreint til fyrirmyndar af hálfu skólans, að mínu mati. Hann veitir upplýsingar en sakfellir ekki eða kallar eftir aðgerðum lögreglu.

Staðreyndin er sú að það er engin ástæða fyrir kristið fólk að voma í kringum skólalóðir og bjóða upp á trúarrit, ekki frekar en nokkur önnur trúarbrögð.

Það vantar ekki aðstöðu til samkomuhalds, kirkjur eru í svo gott sem hverju hverfi og hægur vandi að auglýsa samkomu fyrir ungmenni og að boðið verði upp á ókeypis trúarrit.

Það væri enda í anda þess sem eignað er Jesú, leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki.  Aldrei man ég eftir því að talað hafi verið um að hann mælti með því að setið væri fyrir þeim.

P.S. Það er að mínu mati óttalega leiðinlegur blær yfir því að sitja fyrir krökkum á leið heim úr skóla. Engum til sóma.

Ég get sömuleiðis ímyndað mé að viðbrögð margra ef um önnur trúarbrögð væri að ræða.


mbl.is Býður börnum Nýja testamentið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðuneyti í kosningabaráttu?

Fyrrverandi fjármálaráðherra (frá og með deginum í dag) hefur setið undir býsna hörðum ásökunum fyrir að hafa ekki opinberað skýrslu um aflandsfélög tengd Íslandi og Íslendingum sem borist hafið Fjármálaráðuneytinu fyrir kosningar.

Að sumu leyti á þessi gagnrýni fullan rétt á sér og að öðru leyti ekki. Eins og oft  eru fæst málefni svört eða hvít.

Það er hins vegar alveg ljóst að ef ráðuneyti gæfi út skýrslur stuttu fyrir kosningar þar sem ráðstafanir sitjandi ríkistjórnar kæmu út í hagstæðu ljósi, yrði það ekki síður gagnrýnt.

Þá þætti það ljóst að ríkisstjórn væri að nota almannafé til þess að kosta hluta kosningabaráttu sinnar.

Stjórnarandstaðan væri, eðlilega, ekki ánægð með slíkt.

Þetta vandamál er að sjálfsögðu ekki bundið við Ísland.

Þess vegna hafa, td. í Bretlandi, verið sett lög þar sem ráðuneytum er bannað að gefa út skýrslur eða annað efni all nokkrum vikum fyrir kosningar.  Þar um slóðir er það kallað purdah.

Ef til vill væri ekki úr vegi fyrir Alþingi Íslendinga að samþykkja reglur í þá átt.

Þagnartímabil ráðuneyta gæti t.d. verið 4. eða 6 vikur.

 

 


Dapurlegir aðgerðarsinnar

Ég fyllist alltaf depurð þegar ég horfi á skemmdarverk eins og voru unnin á kirkjum norður á Akureyri nú.

Þó vita líklega flestir sem hafa átt leið um þetta blogg að ég er ekki "kirkjunnar maður". Þvert á móti hef ég oft skrifað hér um þörfina á því að skilja á milli ríkis og kirkju og að þeir sem ekki eru "kirkjunnar menn" séu leystir undan þeirri ánauð að standa undir rekstri hennar.

En skemmdarverk eru ekki réttu verkfærin í þeirri baráttu, rétt eins og gildir um þær flestar.

Jafn sjálfsagt og það er að berjast á móti forréttindum þjóðkirkunnar, eða ef svo ber undir trúarbrögðunum sjálfum, eru skemmdarverk af þessu tagi ekki rétta leiðin.

Það er alltaf jafn dapurlegt að einhverjir skuli grípa til slíkra aðgerða.

En aðgerðarsinnar hafa vissulega notið vaxandi samúðar víða um íslenskt samfélag undanfarin ár, jafnvel innan þjóðkirkjunar.

En það er þetta með að lög skuli gilda, og jafnvel að gjalda skuli keisaranum það sem keisarans er.

 

 

 

 


mbl.is Skemmdarverk unnin á kirkjum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórlíki og trúarlíki

Þegar undarleg lög og skattar gilda er algengt að viðbrögð einstaklinga verði nokkuð skrýtin, en einstaklingar eru hugmyndaríkir grípa til ýmissa ráða til að sniðganga eða milda áhrifa undarlegra ákvarðana hins opinbera.

Þannig varð hið "sér íslenska" bjórlíki til þegar Alþingi þverskallaðist lengi við að aflétta banni við sölu áfengs bjórs á Íslandi.

Bjórlíkið dró fram fáranleika bannsins og átti án efa þátt í því að banninu var á endanum aflétt.

Þar fóru Sjálfstæðismenn í fararbroddi, eðlilega, enda sjálfsagt að aflétta banninu og treysta einstaklingum til að ákveða sjálfir hvort að áfengi sem þeir kjósa að innbyrða sé í formi bjórs eða annars, kjósi þeir á annaðborð að neyta þess.

Nú er hins vegar farið að bera nokkuð á því sem mætti kalla "trúarlíki".

Vegna undarlegra ráðstafana hins opinbera, sem hefur fellt "sóknargjöld" inn í almenna skattheimtu þannig að þeir sem standa utan trúfélaga þurfa að greiða jafnt gjald og þeir sem "telja" í afhendingu "sóknargjalda", hafa einstaklingar komið á fót trúfélögum og til þess að "endurheimta" fé sem þeir telja í raun sitt.

"Lífsskoðunarfélög" (hvað sem það svo þýðir) hafa einnig fengið stöðu trúfélaga og og fá sama "sóknargjald" og trúfélögin.

Rétt eins og bjórlíkið, dregur þetta fyrirkomulag fram fáranleika þess kerfis sem hið opinbera hefur byggt upp.

Annars vegar má halda því fram að um ekkert "sóknargjald" sé að ræða, einungis sé um að ræða "styrk á hvern haus", og þá má spyrja hver vegna hið opinbera á að standa í slíkri styrkveitingu?

Hins vegar er að um "sóknargjald" sé að ræða, hvers vegna þeir sem standa utan trú, lífskoðunar og trúarlíkisfélaga eigi að greiða gjaldið?

Réttast væri að að fella styrkveitinguna niður og lækka skattprósentuna samsvarandi, eða jafnvel hækka skattleysismörkin um "sóknargjaldið".

Hitt er svo einnig möguleiki, að breyta "sóknargjaldinu" í nefskatt, þar sem framteljendum væri boðið upp á þann möguleika að "haka í reit" þar sem framteljandi samþykkti að af honum væri dregið "sóknargjald" samkvæmt skráningu hans í Þjóðskrá.

Þannig fengist upplýst samþykki framteljanda, þeir sem svo kysu greiddu, aðrir ekki.

Að sjálfsögðu ætti flokkur sem kennir sig við frelsi einstaklingsins að vera í fararbroddi í slíkum breytingum, það segir sig eiginlega sjálft.

 

 


Rétttrúnaðarlögreglan lætur til sín taka

Ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega steinhissa. Persónulega þykir mér ótrúlegt að ég sé að fylgjast með atburðum sem þessum á Íslandi árið 2016.

Sjálfur er ég svo illa "tjúnaður" inn á hinn pólítíska rétttrúnað að ég get einfaldlega ekki séð neitt hatur í þeim ummælum sem birt eru í þessari frétt.

Ég sé einfaldlega tjáningu á andstæðum skoðunum.

Og slíku framferði er ég vel kunnugur. Hér á þessari bloggsíðu (og víðar) hef ég átt í "útistöðum" við alls kyns fólk, um hin mismunandi málefni. Þannig gerast skoðanaskipti.

Einn af þeim sem ég hef átt í "rifrildum" við hér er "sökudólgurinn" Jón Valur Jensson. 

Oftar en ekki erum við á algerlega öndverðum eiði.  Jón er enda einn af þeim sem ég kalla stundum "kristilega talíbana".  Það er ekki vegna þess að ég sé að saka þá um að fara um með morðum og limlestingum, heldur vegna þess að fyrir minn smekk eru þeir full trúaðir á "bókstafinn".

En þó að enga hafi ég trúnna, get ég vel unnt öðrum slíkrar bábilju.  Slíkt verður hver að eiga og velja fyrir sig.

Ég get vel unnt þeim að slengja á mig "ritningunni" og jafnvel þó þeir hóti mér helvítisvist skiptir það mig engu máli.

Ég hef fulla trú á því að þeir eigi jafnan rétt og ég að tjá sig, og hef haft það að reglu hér á bloggi mínu, að allt sem er kurteislega sett fram fái að standa.

En sagan geymir vissulega margar ljótar sögur af rétttrúnaði.  Fjöldi einstaklinga hefur hefur dæmdur fyrir villutrú, píndir, limlestir og drepnir.

Réttarhöld í nafni kristilegs rétttrúnaðar eru svartur blettur á sögunni, en þau sem hafa verið haldin í nafni "pólítísks rétttrúnaðar" eru ekki hætis hótinu skárri.

Nú stefnir allt í réttarhöld "pólítísks rétttrúnaðar" á Íslandi.  Það er miður.

Það er að mínu mati umræðunni ekki til framdráttar og réttindabaráttu samkynhneigðra ekki heldur.

"Kristilegir píslarvottar", verða umræðunni ekki til framdráttar.

Skerðing á tjáningarfrelsi er það ekki heldur.

P.S. Það hljóta einhverjir að vera farnir að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að lögin um guðlast taki gildi aftur.  :-)

 


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á Barroso að gjalda?

Það er merkilegt hve margir telja að lög og reglur gildi ekki í "Sambandinu". Ekki séu heldur nauðsynlegt að efna gerða samninga.

Ég hef nú aldrei getað talist aðdáandi stjórnmálamannsins Barroso, en hér hefur hann þó allan rétt sín megin.

Hann er ekki að gera neitt sem brýtur í bága við skilmála þá sem fylgdu ráðningu hans, eða neinum þeim skilmálum sem fylgdu því að hann lét af störfum.

Það er enda varla hægt að ætlast til þess að "aldraður" maóisti lifi af eftirlaununum einum saman?

En vissulega kann það að vera talinn alvarlegur siðferðisbrestur af vinstrimönnum að ganga "í björg" Goldman Sachs.  Líklega mun alvarlegri brestur en þegar sósíalistarnir gerast "veggspjaldadrengir" Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

En það má svo aftur kalla það dónaskap að neita að taka við undirskriftasöfnun, því þó að krafan eigi sér enga lagastoð, er það vissulega lýðræðislegur réttur þegnanna að koma skoðunum sínum á framfæri, jafnvel við jafn "háa herra" og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Og þó að engin rök hnígi að því að svifta Barroso eftirlaunum sínum, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera neitt til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. En það kann einmitt að vera núverandi Framkvæmdastjórnarmönnum lítt að skapi.

En það má líka benda þeim sem að undirskriftasöfnuninni stóðu, að ekki er síður mikilvægt og ef til vill mikilvægara að berjast á móti því að t.d. þingmenn á Evrópusambandsþinginu séu út um allar trissur að sinna öðrum störfum, t.d. stjórnarsetum.

En þeir sem best gera hafa fast að einni og hálfri milljón á mánuði(ISK) í aukatekjur, svona meðfram þingstörfunum.

Það þætti einhversstaðar sjálfsagt ekki góð latína, en eins og sagt er, hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni?

 


mbl.is Vilja svipta Barroso eftirlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ástæða til þess að halda í úrelta lagabókstafi

Það er nákvæmlega engin ástæða til að skylda sveitarfélög til þess að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur eða önnur tilbeiðsluhús.

Því er þetta frumvarp fagnaðarefni.

En það er heldur ekki ástæða til þess að banna slíkt, og ef ég skil rétt gerir þetta frumvarp ekki ráð fyrir því.

Eftir sem áður geta kjörnir fulltrúar í stjórnum sveitarfélaga ákveðið að gefa lóðir undir tilbeiðsluhús, ef þeim svo sýnist og samþykkja.

En þá verður það á valdsviði viðkomandi stjórna, sem svo aftur þurfa að standa kjósendum skil á gjörðum sínum.

Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt.


mbl.is Vilja afnema lög um kirkjulóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru rökin fyrir fyrir því að banna "búrkíni"?

"Búrkíní" hylur vissulega meira af líkama þeirra kvenna sem það kjósa að nota en við vesturlandabúar erum vanir, alla vegna á síðustu árum, en er það ekki einkamál hvers og eins?

Það er ekki hægt að halda því fram að "búrkíni" hylji meira af andliti eða höfði einstaklinga en flestar sundhettur gera, hvað þá t.d. lambhúshetturnar frá 66°N sem börnin mín voru svo hrifin af að nota á veturna. 

Og víða í sundlaugum er skylda að nota sundhettur, fyrir bæði konur og karla.

Ég get ekki fundið neina skynsamlega ástæðu fyrir því að banna notkun "búrkína" og það er ef til vill rétt að leiða hugann að því að fyrir ekki svo mörgum áratugum voru bíkíní bönnuð hér og þar, vegna þess að þau þóttu sýna of mikið.

Allt annað er að mínu mati að vilja banna notkun hinna eiginlegu "búrka" og "niqab".

Þar eru andlit notenda algerlega hulin og í raun erfitt að gera sér grein fyrir því er þar er á ferð. Slíkt getur valdið margvíslegum vandræðum í nútíma Vestrænum samfélögum og getur hindrað þátttöku einstaklinga í þjóðfélaginu á ýmsan hátt.

En að banna "búrkíni" er of langt gengið í hina áttina, ef svo má að orði komast.

En því miður er hætta á slíkum "yfirboðum" frá stjórnmálamönnum sem vilja láta líta svo út fyrir að þeir séu að "tækla vandamálin", og slíkt virkar í allar áttir.


mbl.is Frönsk stjórnvöld verja búrkíníbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband