Ráđuneyti í kosningabaráttu?

Fyrrverandi fjármálaráđherra (frá og međ deginum í dag) hefur setiđ undir býsna hörđum ásökunum fyrir ađ hafa ekki opinberađ skýrslu um aflandsfélög tengd Íslandi og Íslendingum sem borist hafiđ Fjármálaráđuneytinu fyrir kosningar.

Ađ sumu leyti á ţessi gagnrýni fullan rétt á sér og ađ öđru leyti ekki. Eins og oft  eru fćst málefni svört eđa hvít.

Ţađ er hins vegar alveg ljóst ađ ef ráđuneyti gćfi út skýrslur stuttu fyrir kosningar ţar sem ráđstafanir sitjandi ríkistjórnar kćmu út í hagstćđu ljósi, yrđi ţađ ekki síđur gagnrýnt.

Ţá ţćtti ţađ ljóst ađ ríkisstjórn vćri ađ nota almannafé til ţess ađ kosta hluta kosningabaráttu sinnar.

Stjórnarandstađan vćri, eđlilega, ekki ánćgđ međ slíkt.

Ţetta vandamál er ađ sjálfsögđu ekki bundiđ viđ Ísland.

Ţess vegna hafa, td. í Bretlandi, veriđ sett lög ţar sem ráđuneytum er bannađ ađ gefa út skýrslur eđa annađ efni all nokkrum vikum fyrir kosningar.  Ţar um slóđir er ţađ kallađ purdah.

Ef til vill vćri ekki úr vegi fyrir Alţingi Íslendinga ađ samţykkja reglur í ţá átt.

Ţagnartímabil ráđuneyta gćti t.d. veriđ 4. eđa 6 vikur.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er nú gáfulegasta afstađan til ţessa skýrslumáls sem ég hef séđ hingađ til. 

Ţađ ţarf alltaf ađ fara varlega međ upplýsingar sem geta valdiđ ólgu rétt fyrir kosningar.  

Trúlega í ţví ljósi skynsamlegt hjá RÚV ađ sýna ekki mynd um Hruniđ og lélega eftirfylgni stjórnvalda og litla vernd einstaklinganna, fyrr en eftir kosningarnar. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 11.1.2017 kl. 19:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţetta var spuni argra Vinstri grćnna og Pírata sem vildu koma í veg fyrir ţessa stjórnarmyndun. Aldrei var minnst á efni skýrlunnar né hvort ţađ var til vansa eđa bóta fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Ţarna var bara gargađ um dagsetningar, líklega af ţađ heppnađist svo vel viđ ađ bola síđustu stjorn frá ađ ósekju.

Efni skýrslunnar var svo, ţegar upp var stađiđ, hvorki fugl mé fiskur. Benti helst á ađ Evrópusambandiđ og hjálendur ţess eru ein alsherjar aflandsskjól, enda er ţađ eitt af eđlum fjórfrelsisins ađ geta flutt fé, félög og fyrirtćkjaskáningar ţar sem rekstrar og skattaumhverfi var hagstćđast, hvađ mátti í ţeim málum og hvađ ekki, en flest leyfilegt og löglegt.

Upplýsingar sem voru jú ekki lengra undan fingurgómum vinstri gramra en á Wikipediu undir "tax haven".

Ţeir einu sem höfđu eitthvađ ađ óttast um ţessa skýrslu voru evrópusambandsdindlarnir í Svartri framtíđ og lágreisn, sem stukku á Panamavagninn sér til framdráttar í kosningabaráttunni međ dyggri hjálp RUV og Baugsmiđlanna.

Nú skipta stađreyndir, innihald og málefni engu heldur vinnur sá sem teiknar stćsta upphrópunarmerkiđ aftan viđ ekkert og sýpur dýpstu hveljur heilagrar hneykslunnar yfir engu. Viđ lifum á öld almannatengdrar móđursýki og svo verđur međan fólk gleypir viđ henni og hún virkar.

Ţađ ţarf ekki meira til en "helvitins fokkíng fokk" og ţađ slokknar á háaloftinu hjá greindustu mönnum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2017 kl. 01:14

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur Ţakka ţér fyrir ţetta. Ţađ er rétt ađ ţađ ţarf alltaf ađ fara varlega fyrir kosningar. Sérstaklega auđvitađ opinberir ađilar og fjölmiđlar í opinberri eigu.

Fjölmiđlar í einkaeigu sem vilja láta taka sig alvarlega ţurfa ţess einnig en hafa vissulega frjálsari hendur.

Ríkisútvarpiđ var réttilega gagnrýnt fyrir "drottningarviđtal" viđ Evu Joly, en hún var "flutt inn" af einum stjórnmálaflokknum. Slíkt er vissulega á gráu svćđi.

Líklegt getur talist ađ ţađ sama hefđi gilt um "Ránsfeng", ég vil ekki fullyrđa um ţađ.  En ţeir eru margir pyttirnir sem hćgt er ađ falla í. 

En umfram allt er ađ um ţetta séu nokkuđ skýrar reglur ţar sem hćgt er.

@Jón Steinar Ţakka ţér fyrir ţetta. Pólítísk upphlaup hafa veriđ partur af pólítíkinni um langa hríđ og ég sé ţađ ekki breytast í bráđ.

Allt tal og hjal um "ný vinnubrögđ" og ađ "fókusa á málefnin", "vinna lausnamiđađ" og svo framvegis er gjarna fljótt ađ gleymast ţegar pólítísk fćri gefast.

Ég hygg ađ ţađ sé rétt hjá ţér ađ eini tilgangurinn međ ţessu upphlaupi var ađ reyna ađ koma "sandi í tannhjólinn" hvađ varđađi stjórnarmyndun.

Í sjálfu sér ef til vill lítiđ athugavert viđ ţađ.

Ţađ má heldur ekki líta fram hjá ţví ađ međhöndlunin hjá Bjarna bar nokkurn klaufasvip, sem gerđi fćriđ stćrra.

En upphlaup eru eins og margt annađ nokkuđ sem getur snúist í höndunum á ţeim sem beitir ţeim.  Og sé ţeim beitt of oft, breytast ţau í "niđ".

Ég hef rétt ađeins gluggađ í skýrsluna, hef ekki haft mikinn tíma.  Er sammála ţví ađ hún er ekki međ mikiđ kjöt á beinunum, enda ekki hćgt ađ ćtlast til ţess í málefni sem ţessu á fáum vikum. Ţó eru í henni athygliverđir punktar.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2017 kl. 08:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband