Rétttrúnaðarlögreglan lætur til sín taka

Ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega steinhissa. Persónulega þykir mér ótrúlegt að ég sé að fylgjast með atburðum sem þessum á Íslandi árið 2016.

Sjálfur er ég svo illa "tjúnaður" inn á hinn pólítíska rétttrúnað að ég get einfaldlega ekki séð neitt hatur í þeim ummælum sem birt eru í þessari frétt.

Ég sé einfaldlega tjáningu á andstæðum skoðunum.

Og slíku framferði er ég vel kunnugur. Hér á þessari bloggsíðu (og víðar) hef ég átt í "útistöðum" við alls kyns fólk, um hin mismunandi málefni. Þannig gerast skoðanaskipti.

Einn af þeim sem ég hef átt í "rifrildum" við hér er "sökudólgurinn" Jón Valur Jensson. 

Oftar en ekki erum við á algerlega öndverðum eiði.  Jón er enda einn af þeim sem ég kalla stundum "kristilega talíbana".  Það er ekki vegna þess að ég sé að saka þá um að fara um með morðum og limlestingum, heldur vegna þess að fyrir minn smekk eru þeir full trúaðir á "bókstafinn".

En þó að enga hafi ég trúnna, get ég vel unnt öðrum slíkrar bábilju.  Slíkt verður hver að eiga og velja fyrir sig.

Ég get vel unnt þeim að slengja á mig "ritningunni" og jafnvel þó þeir hóti mér helvítisvist skiptir það mig engu máli.

Ég hef fulla trú á því að þeir eigi jafnan rétt og ég að tjá sig, og hef haft það að reglu hér á bloggi mínu, að allt sem er kurteislega sett fram fái að standa.

En sagan geymir vissulega margar ljótar sögur af rétttrúnaði.  Fjöldi einstaklinga hefur hefur dæmdur fyrir villutrú, píndir, limlestir og drepnir.

Réttarhöld í nafni kristilegs rétttrúnaðar eru svartur blettur á sögunni, en þau sem hafa verið haldin í nafni "pólítísks rétttrúnaðar" eru ekki hætis hótinu skárri.

Nú stefnir allt í réttarhöld "pólítísks rétttrúnaðar" á Íslandi.  Það er miður.

Það er að mínu mati umræðunni ekki til framdráttar og réttindabaráttu samkynhneigðra ekki heldur.

"Kristilegir píslarvottar", verða umræðunni ekki til framdráttar.

Skerðing á tjáningarfrelsi er það ekki heldur.

P.S. Það hljóta einhverjir að vera farnir að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að lögin um guðlast taki gildi aftur.  :-)

 


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gat ekki staðist að byðja um ritskoðun svo maður lendi ekki í ógöngum.

Til Lögreglustjórans í Reykjavík.

Í ljósi þess að blogg félagi minn Jón Valur hefir verið kærður, maður sem við öll þ.e. bloggvinir höfum talið vera mjög orðvar maður þá vil ég biðja ykkur framvegis að fylgjast vel með blog síðu minni og láta mig vita strax ef það er einhvað sem þið gatið kallað Rasisma af minni hálfu og ef það er þá er það ekki mín meining og hugsun.

Ég hugsa að fleiri munu gera þetta í kjölfarið en ykkur ber skilda að athuga þessi mál en þið viljið ekki þjóðernissinna sem er augljóst.

Virðingarfyllst. Valdimar Ps Óska eftir svari strax

Valdimar Samúelsson, 29.11.2016 kl. 17:44

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

afsakið innsláttarvilluna biðja

Valdimar Samúelsson, 29.11.2016 kl. 18:03

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég leyfi mér hér á miðri nóttu Valdemar að meðtaka ósk þína (smb.að biðja ykkur ofrv.)í ath.semd,eftir afbragðs pistil Tómasar.- Væri það ekki of seint að vara þig við eftir að "meint villa" er komin á prent vinur. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2016 kl. 05:09

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Valdimar Þakka þér fyrir þetta. Það er ef til vill nauðsynlegt að hið opinbera og sér í lagi "rétttrúnaðarlögreglan" gefi út góða leiðbeiningar fyrir "þegnana" og skilgreini með skýrum og góðum hætti hvað "hatursorðræða" er.

Jafnvel mætti hugsa sér að útvarp allra landsmanna fari á undan með góðu fordæmi og verði með sérstaka þætti um hvernig beri að forðast hugsanir sem brjóta gegn lögunum og hvernig beri að verjast þeirri freistni að setja þær fram, ef svo illa skyldi til vilja að þær komi upp í hugann.

Svo verður hið opinbera líklega að koma á fót meðferðarúrræðum fyrir "þegnana".

Það er víða hægt að leita fyrirmynda að slíkum þarfaþingum.  Castro er að vísu hrokkinn upp af, en það þýðir að að ekki séu til reynslumiklir menn hér og þar og "handbækurnar" má sjálfsagt fá lánaðar til þýðinga.

@Helga Þakka þér fyrir þetta. Þær eru margar villurnar á prenti. Líklega er ekki vanþörf á því að koma á fót Leiðréttingarstofnun á vegum hins opinbera, sem fer í það að breyta áður útgefnu efni.

Líklega yrði stærsta verkefni stofnunarinnar að endurskoða Bíblíuna.  Hvort að Kóraninn yrði endurskoðaður jafnframt, væri auðvitað þarft, en spurning hvort að það væri ekki of harkalega fram gengið gagnvart minnihlutahóp?

Eftir að hafa leyft sér að setja annað eins og þetta fram á vefinn, er algerlega nauðsynlegt að setja hér Glitnisbroskall  :-)  Annars gætu dómarar framtíðarinnar haldið að ég meinti eitthvað með því sem ég er að skrifa hérna, en væri ekki bara að grínast.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 07:43

5 identicon

Nýjasta útgáfa biblíunnar er reyndar ofurlítið endurskoðuð frá fyrri útgáfum og þá með tilliti til pólitísks réttrúnaðar.

Hins vegar má sjá þann kost við ákærurnar að þá fást fram dómar, vonandi jafnvel frá Hæstarétti, sem hjálpa þá til við að skilja hvað er bannað og hvað ekki.

ls (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 08:41

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta. Ég verð að viðurkenna það á mig að vera það áhugalítill um trúmál að ég fylgist lítt eða ekkert með hvernig kristindómurinn breytist í takt við tískuna og pólítískan réttrúnað og sveiflar þá líklega guðs orði (er það annar ekki enn notað um bíblíuna?) með.

Það má segja að það sé alltaf gott að fá dómsúrskurð og dómafordæmi í málum sem þessum.

En þó að slíkt geti vissulega verið gott, getur það aukið á þunglyndi ef staðfest er að tjáningarfrelsi hafi verið skert jafn mikið og þessi ákæra gefur til kynna.

Ennfremur getur það reynst einstaklingum og fyrirtækjum þung fjárhagsleg byrði að standa í málsvörnum, jafnvel þó að staðið sé uppi saklaus í lokin.

Persónulega hef ég enga trú á því að þessar ákærur verði til góðs. Ég hef meiri trú á því að þær auki "pólaríseringu" í þjóðfélaginu.

Því hvernig sem dómsniðurstaðan verður, verður líklega stórir hópar ósáttir.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 09:38

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka ykkur en líklega verðum við að fá leiðbeiningar en ég man þegar ég var að vinna fyrir Gadaffi í Lýbíu þá gaf hann út græna kverið fyrir þegna sína en það var aðallega unga fólkið þar sem hylltist hugmyndafræði hans þeir gömlu eða höfðingjarnir vildu ekkert með hann hafa. Hvað gætum við kallað svona kver.? Kennslu bók í Glóbalisma. (Fjölþjóða fræðum.) 

Valdimar Samúelsson, 30.11.2016 kl. 11:06

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Saksóknarar eiga ekki að berjast við vindmyllur og "kerfið" á ekki að skikka þá til þess!  Munum hjúkrunarfræðinginn sem var ákærður fyrir morð í vinnunni, málið tók 3 ár og á meðan missti viðkomandi starfið, fjölskylduna og framfærsluna.  Hæstiréttur sýknaði svo að lokum en þá var allt hennar líf í rúst.

Kolbrún Hilmars, 30.11.2016 kl. 13:21

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Valdimar Þakka þér fyrir þetta. Ef uppástunga þín yrði að veruleika, myndi gamla setningin að "læra kverið" ganga í endurnýjun lífdaga.  Ef til vill er þörf á slíkur.

Titillinn gæti sem best verið: Pólítísk rétthugsun - í 101. auðveldu skrefi.

@Kolbrún Þakka þér fyrir þetta.  Við megum ekki líta fram hjá því að vindmyllur eru stór partur af pólítískri rétthugsun, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Saksóknarar og lögreglumenn eru skipaðir til þess að elta þær.

Eiga ekki allir að vera glaðir með að fá tækifæri til að koma fyrir dóm og fá að halda uppi vörnum?  Það voru einmitt rökin sem sumir "vinstri snillingarnir" notuðu til að réttlæta að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 15:55

10 identicon

... að allt sem er kurteislega sett fram fái að standa... væri það satt þá hefðir þú ritskoðað illhvittnisleg ummæli Jóns Vals gagnvart minnihlutahópi hefði hann sett þau inn hjá þér. Nokkuð sem ég efast stórlega um. Þið eruð hvorugur þekktir fyrir að taka tillit til annarra eða sjá útfyrir ykkar þrönga heim.

Það að þú skulir vera blindur fyrir því hvernig ummæli virka á þá sem þeim er beint gegn réttlætir þau ekki. Að þú skulir ekki móðgast er ekki mælikvarðinn. Enda væru þá perrar flassandi á leikskólum í skjóli þess að fólk sem mótmælti væri haldið hinni illu pólitísku rétthugsun.

Gústi (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 16:35

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gústi Þakka þér fyrir þetta. Að sjálfsögðu er enginn annar en ég sjálfur sem met framsetningu á þessari síðu.

En ef til vill fræðir þú okkur fávísa um hvað það er í þeim ummælum sem vitnað er til fréttinni, sem er svo stuðandi.  Því væri vel tekið og raunar fagnað.

Ég er þeirrar skoðunar almennt að það skipti engu máli hvort ummæli eru höfð um "meirihlutahóp", eða "minnihlutahóp", það séu ummælin sem skipta máli, ekki hvað stór hópurinn er.

Það er alveg rétt hjá þér að ég er ekki mjög móðgunargjarn, ég hef heldur ekki trú á því að einstaklingar eigi "rétt" á því að fara í gengum lífið án þess að móðgast. Reyndar held ég að það yrði erfitt í framkvæmd, sérstaklega gagnvart þeim sem virðast leggja sig alla fram um að móðgast, en það er vissulega skiptar skoðanir um slíkt eins og flest önnur mál.

Persónulega finnst mér þú flytja mál þitt illa, færir í raun engin rök fyrir máli þínu, en reynir að kasta eins miklum skít og þú getur í stuttu máli.

Ef þú móðgast við þau ummæli mín, er það mér að meinalausu.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband