Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Verkefni fyrir Neytendastofu?

Auglýsingar eiga það til að ergja einstakling og jafnvel keppinauta þeirra sem auglýsa.  En að sjálfsögðu er til ríkisstofnun sem sér um að slá á hendur þeirra sem brjóta lög um auglýsingar.

Ef mig misminnir ekki er slíkt eftirlit í höndum Neytendastofu.

Hún deilir út sektum og krefst breytinga á orðalagi o.s.frv.

Mér sýnist því engin ástæða til þess að vera að hnýta í VG, heldur ætti Amnesty að skjóta máli sínu til "systurstofnunar" Neytendastofu í Noregi.

Hún verður varla í vandræðum með að skrifa út sektir eða krefja Kínverja um leiðréttingar.

Eða gilda lögin ekki fyrir alla?


mbl.is Amnesty fyrtist við auglýsingu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eistlendingar finna flensuna

All nokkuð hefur verið rætt um að "Flensan" hafi lítið látið sjá sig undanfarið.  Ef einhver hefur "saknað" hennar er þó ljóst að hún er alls ekki horfin

Eistlendingar hafa fundið all nokkuð fyrir flensu á nýliðnum vikum, sértaklega yngri kynslóðin, eða eins og lesa má í frétt ERR:

"There were 1,450 confirmed cases of influenza across Estonia over the last seven days, an increase of 13 percent compared to the week before.

In total, more than 8,000 people contacted their doctors with suspected respiratory viruses. The highest number were in Pärnu County, Tartu County, Lääne County, Rapla County and Narva County.

The virus is widespread, the Health Board said, and school children make up 45 percent of cases. However, the number of working-age people contracting influence is starting to rise, increasing from 28 percent to 44 percent last week.

The trend shows it is first caught in schools and is then passed to parents and then elderly, who often need hospital treatment.

Twelve patients were admitted to hospital last week. Since the start of the flu season, 83 people have needed treatment.

Three people over the age of 70 died and none were vaccinated against the flu.

So far, 3,218 cases of influenza have been diagnosed."


Eini eftirlifandi forsætisráðherra sem vann að samningu Kanadísku stjórnarskrárinnar, lögsækir Kanadíska ríkið fyrir brot á henni

canadian charter rights freedoms eng1Það er stutt í að Kanadíska stjórnarskráin eigi 40 ára afmæli. Elísabet drottning Kanada skrifaði undir þann 17. apríl 1982.

Þá færðist valdið yfir stjórnarskránni frá Breska þinginu og heim til Kanada.  Þetta var samvinnuverkefni Alríkis (federal) stjórnarinnar og fylkjanna (provinces). Til að breyta stjórnarskránni þarf samþykki þingsins, öldungadeildarinnar (senate) og 7. af fylkjunum og þurfa þau að hafa 50% eða meira af heildaríbúafjölda fylkjanna.

Þegar núverandi stjórnarkrá kom til sögunnar, árið 1982, var Pierre Trudeau, faðir núverandi forsætisráðherra, forsætisráðherra Kanada.

Eini eftirlifandi forsætisráðherran sem sat og vann að samningu stjórnarskránnar, Brian Peckford, þáverandi forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, hefur nú stefnt Kanadísku ríkisstjórninni, vegna þess sem hann telur stjórnarskrárbrot.

canadian bill rights eng1

Hann telur að reglugerð (mandate) um skyldubólusetningu til þess að mega ferðast með flugvélum eða lestum brjóti gegn stjórnarskránni.

Í frétt National Post segir m.a.

"I’ve come to the conclusion now that I must, and as a Canadian, as one of the writers, founders of the Constitution Act of 1982, not only speak about it, I must act about it," Peckford told psychologist Jordan Peterson on a recent podcast, discussing the lawsuit.

Í fréttinni segir ennfremur:

"Eric Adams, a law professor at the University of Alberta, said numerous lawsuits against COVID-19 measures have failed to overturn public-health restrictions, and this case raises many of the same issues.

"It’s always going to be difficult to win a case for you where you’re bringing out arguments that have already failed in similar context,” Adams said. “But at some point, perhaps the pandemic’s duration becomes a variable that becomes a factor in one of these lawsuits."

Wilson said many of the cases that had come before the court were done on tight time schedules, with less well-developed scientific evidence and a "factual change in the risk profile of the pandemic."

"We’re building a different case than any case that’s been put before the courts to date," Wilson said.

Það verður vissulega fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessu máli reiðir af.

Hér að neðan má svo sjá Jordan Peterson og Brian Peckford ræða saman.  Virkilega áhugavert samtal.

 

 

 

 

 

 

 

 


Skuldir og verðbólga

Eins og flestir vita og hafa líklega orðið áþreifanlega varir við, hefur verðbólga stóraukist víða um heim, ekki síst í hinum Vestræna hluta hans.

Það ætti í raun ekki að koma á óvart, enda hafa "peningprentvélar" verið stöðugt í gangi og skuldasöfnun margra ríkja vaxið með ótrúlegum hraða.

Hér á neðan má sjá í hvaða ríkjum Evrópu (ég þori nú ekki að fullyrða að þau séu öll tekin með), skudlir stjórnvalda hafa aukist hraðast og hvar minnst.

Infographic: How European Government Debt Grew During the Pandemic | Statista You will find more infographics at Statista

Það er vert að taka eftir hvaða ríki raða sér í neðstu sætin. Þar eru þau ríki sem oft eru kölluð "skattaparadísir" Evrópusambandsins, og eitt til viðbótar, Svíþjóð.

Þau ríki sem hafa góðar tekjur frá risafyrirtækjum (sem mjög mörg hafa gert það gott í faraldrinum) sem takmarkanir hafa lítil áhrif á, vegna þess að starfsemi þeirra eru lítil, en skatttekjurnar skila sér sem aldrei fyrr.

En það á eftir að koma í ljós hvernig eða hvort leysist úr þeirri skuldakreppu sem framundan er.

Það hjálpar vissulega að vextir eru lágir og verðbólga há.  Verðbólgan eykur skatttekjur á meðan virði skuldanna rýrnar.

Spurningin er hvort að það verði eina leiðin sem verður talin fær?

 

P.S. Bæti hér við tengil á nýja frétt Viðskiptablaðsins um skuldastöðu Bandaríkjanna sem er langt frá því að vera glæsileg hefur aukist um 50% á fáum árum.  En verðbólga er þar hærri en hún hefur verið undanfarin næstum 40 ár. En þeir hafa þó sinn eigin gjaldmiðil.


Bara Í Kanada, eða?

Mótmæli trukkabílstjóra í Ottaway standa enn og virðist ekki vera lát á.  Vissulega eru mun færri sem standa vaktina nú en var um helgina, en búist er við mannfjölda um næstu helgi.

Það virðist vera ótrúlegur stuðningur við mótmæli, þó að vissulega sé gríðarleg andstaða við þau einnig.

En mótmælin hafa verið friðsöm (sé litið framhjá flautuhávaða, sem ég geri ekki lítið úr að sé óþolandi) þó að einn og einn hafi orðið sér til skammar.

Mér er það til efs að mótmælendur í öðru landi en Kanada hafi skipulagt Götuhokkíkeppni, eins og gert var í Ottaway í gær (1. Febrúar).  Mér skilst reyndar að slíkt hafi einnig gerst í dag (2.2.22)

Fjöldi Kanadabúa hefur verið að safna vistum fyrir bílstjórana, mat, nærfötum, sokkum, hreinlætisvörum o.s.frv.  En eins og áður sagði er einnig fjöldinn allur mótsnúin þeim.

En skipuleggjendur mótmælanna hafa skipulagt tínslu á rusli og á margan hátt verið til fyrirmyndar.

 

En það er athuglisvert að bera þessi mótmæli saman við t.d. mótmæli sem urðu þegar G20 ríkin funduðu í Toronto árið 2010.

Þá var kveikt í lögreglubílum, múrssteinum og grjóti hent, neðanjarðar og lestarsamöngur stöðvuðust o.s.frv. Mótmælin stóðu dögum saman í miðborg Toronto.

https://www.cbc.ca/news/canada/g20-protest-violence-prompts-over-400-arrests-1.906583

https://www.cbc.ca/news/canada/toronto/settlement-class-action-g20-summit-1.5689329

En lögreglan í Toronto endaði með að borga milljónir dollara í skaðabætur fyrir að hafa handtekið, friðsama mótmælendur.  Og vissulega var stór hluti mótmælenda friðsamur, en mótmælin urðu ofbeldisfull.

En þá var auðvitað hægri stjórn í Kanada og ekki verið að deila um rétt einstaklinga yfir eigin líkama.  Borgarstjóri Toronto var hins vegar vinstri sinni.

Nei, þá var verið að mótmæla "vondum kapítalistum":

Ég man heldur ekki eftir sérstakri samúðarbylgu í fjölmiðlum fyrir íbúa miðborgar Toronto, en 2010 bjó ég í Toronto, en vissulega ekki í miðborginni. Samt urðu þeir að þola mótmæli svo dögum skipti, þá voru sömuleiðis tugir þúsunda einstaklinga sem sóttu vinnu í miðborg Toronto, enda fjarvinna ekki jafn algeng og nú.

Reyndar finnst mér merkilegt hvað mikill fjöldi fjölmiðla hafa lagt sig fram við að "teikna" mótmæli trukkabilstjóranna upp í neikvæðu ljósi.

Löggæsla í kringum G20 fundinn kostaði vel á annað hundrað milljón dollara.  Nú er talað um 800.000 a dag eins og það sé skandall.  Kjörnir fulltrúar tala jafnvel um að nauðsyn sé að ná þeim peningum sem hefur verið safnað á GoFundMe til að íbúar Ottawa sitji ekki uppi með kostnaðinn (GoFundMe síða bílstjóranna hefur safnað meira fé heldur en flokkur Justin Trudeau náði að safna fyrir síðustu kosningar).

Það er hægt að rökræða fram og aftur um málstað trukkabílstjóranna, fjöldi er með og fjöldi á móti.

En hvar á að draga mörkin á réttinum til að tjá sig, réttinum til að mótmæla?

Það hafa margir dregið í efa áhrif þessara mótmæla og það er alls óvíst hver þau verða.  Það er ekki líklegt að ríkisstjórn Kanada láti undan kröfum þeirrar, það væri enda pólítískt mjög erfitt.l

En ég hygg að staða Justin Trudeau hafi veikst verulega, Íhaldsflokkurinn ákvað í dag að skipta um leiðtoga.  Í gær tilkynnti forsætisráðherra Quebec að ekkert yrði úr fyrirhugaðri skattlagningu á óbólusetta.

En síðast en ekki síst hafa trukkabílstjórar í Kanada gefið fjölda fólks um allan heim hugrekki til að láta í ljós andúð sína á skyldubólusetningum, annari nauðung og "dilkadrátti" eftir því hvort einstaklingar eru bólusettir eða ekki.

Hugrekki þeirra gefur fordæmi.

European Freedom Convoy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Talað er um "Convoy fra Kalíforniu til Washington", það á eftir að koma í ljós hvort af því verður.

P.S.  Mér þótti skrýtið að lesa frétt af mótmælunum og hugsanlegu útkalli Kanadíska hersins á Vísi.is.  Blaðamaðurinn sem skrifar þá frétt virðist ekki vera með á hreinu hvar Ottaw er og hva landamæri Kanada og Bandaríkjanna eru, eða hvar trukkabílstjórar hafa teppt landamærin.

En hvers vegna Íslenskri blaðamenn kjósa að leita til vinstrisinnaðs dagblaðs í London, til að birta fréttir af mótmælum í höfuðborg Kanada er mér hulin ráðgáta.  Vita þeir ekki að það eru til vinstrisinnaðir fjölmiðlar í Kanada og margir þeirra jafnvel lengra til vinstri en "The Guardian", lol.

 

 


Gott frumvarp

Það kemur stundum þægilega á óvart hvaðan gott kemur og þetta frumvarp frá Viðreisn er ágætt. Þó ég sé ekki 100% sammála því, myndi ég líklega styðja það (eða leggja fram breytingartillögu ef ég sæti á þingi).

Frumvarpi er að mínu mati gott, en gengur ekki nógu langt.

Engar reglugerðir um sóttvarnir ættu að gilda nema í skamman tíma, án samþykkis þingsins.

Það er engin ástæða til að bíða í þrjá mánuði.

Reglugerðir heilbrigðisráðherra ættu að sjálfsögðu að taka gildi jafnharðan og þær eru gefnar út.

Rétt væri að gefa ráðherranum viku til 10 daga til að fá samþykki þingsins, ella féllu reglurgerðirnar sjálfkrafa niður.

Lýðræðisríkjum á ekki að stjórna með "tilskipunum".  Á Íslandi á að ríkja þingbundin stjórn.

Einræðis- tilskipana og reglugerðarfár hefur verið alltof ríkjandi í heiminum í faraldrinum.

Margar ríkisstjórnir hafa vísvitandi reynt að sniðganga þing viðkomandi landa.

Það er mál að linni.

Þetta frumvarp er gott skref í rétta átt, þó heldur lengra megi ganga.

Það er hættuleg braut þegar ýmsir vilja gera lítið úr því að traustur lagagrunnur þurfi að vera undir sóttvarnaraðgerðum.


mbl.is Leggja til breytingu á sóttvarnalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Rússland rétt á því að gúkna yfir nágrönnum sínum?

Ein af stóru spurningunum þessa dagana er hvort að Rússland muni ráðast inn í Ukraínu á næstu vikum eða mánuðum?

Mér hafur á margan hátt fundist athyglisvert að fylgjast með umræðum um hættuna á innrás Rússa og hvað eigi til bragðs að taka.

Mest á óvart hefur mér komi hve margir "Rússadindlar" er enn að finna í Vestur-Evrópu og jafnvel á Íslandi.

"Rómantík roðans í austri" virðist alls ekki hafa liðið undir lok.

Ótrúlega margir virðast telja að nágrannaríki Rússlands eigi að sitja og standa eins og Rússum þóknast og sjálfstæði þeirra vegi ekkert á móti kröfum Rússa.

Rússar eigi á ákveða hvort nágrannaþjóðir þeirra gangi í NATO, gangi í "Sambandið", nú eða yfirleitt vingist við það sem studnum er kallað "Vesturveldin".

Skyldu slíkir "Rússadindlar" telja að að slíkt gildi aðeins um Ukraínu og Georgíu, aða hvaða ríkjum skyldu þeir vilja bæta við listann?

Finnlandi?  Svíþjóð?  Eystrasaltsríkjunum? Póllandi? Noregi. Einhverjum fleiri?

Steðreyndin er sú að ekkert þessara ríkja, Ukraína þar með talin, er eða hefur verið ógn við Rússland/Sovétríkin, nema ef farið er aftur um margar aldir.

Heldur einhver að Ukraína eða Svíþjóð hyggi á innrás í Rússland? Nú eða Finnland?  Ég vona ekki, en öll þessi lönd eru að stórauka varnir sínar vegna ótta við hegðun Rússa.

Ég held að það væri hollt fyrir marga að leita á náðir Hr. Google með orðið "finnlandization". 

Hvers vegna ætti það að teljast eðlilegt ástand fyrir nágrannaríki Rússlanda að Rússar stjórni viðamiklum þáttum í utanríkisstefnu þeirra?

Er sá tími ekki liðinn?

Hins vegar er ákjósanlegt að gott samband sé á milli Rússa og nágranna þeirra, en Rússar verða að læra að bjóða eitthvað annað en "bjarnarhramminn" og yfirgang.

Ég vona að sem flestir Íslendingar (sem og aðrir) styðji sjálfsákvörðunarrétt þjóða, alþjóðalög og að virða beri landamæri.

 


mbl.is Johnson ræðir við Pútín um Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór mótmæli i Kanada - Bein útsending

Þúsundir einstaklinga hvaðan æva að úr Kanada safnast nú saman nálægt þinghúsinu í höfuðborginni Ottawa.

Trukkalestir frá vestur og austurstöndinni sem og suðurhluta Ontario hafa keyrt til Ottawa til að mótmæla réttindaskerðinum bílstjóra sem skyldaðir eru í bólusetningu vilji þeir keyra yfir landamærin til Bandaríkjanna.

Sjónvarpsstöðin Global News hefur verið með margra klukkustunda beina útsendingu

 

 

Ýmsir einkaaðilar eru einnig með beinar útsendingar, og má sjá þá koma inn á YouTube með útsendingar, t.d. þennan

 

 

 

 

 

 

 

 


Lest fyrir frelsið ekur til Ottawa

Mér virðist sem víða um lönd séu einstaklingar að vakna upp við þann vonda draum að erfiðara geti orðið að endurheimta frelsi en að tapa því, og verði ekki gripið til aðgerða kunni stjórnvöld að stjórna með tilskipunum og reglugerðum um langa framtíð.

Einn hópur sem hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að neita tilskipun um skyldubólusetningu er skipaður Kanadískum trukkabílstjórum.

Langar trukkalestir hafa lagt upp frá bæði vestur sem austurströnd Kanada og bílalestir hafa einnig lagt upp frá Ontario (Windsor).

Allir stefna til höfuðborgarinnar Ottawa og er meiningin að safnast saman þar á laugardag og eyða nokkrum dögum í höfuðborginni.

Engin veit hvað er von á mörgum til höfuðborgarinnar, sumir reikna með 500.000 til milljón manns en það á eftir að koma í ljós.

En þrátt fyrir að kalt sé í Kanada á þessum árstíma hafa þúsundir Kanadabúa safnast smaan þar sem trukkalestirnar fara um, veifa skiltum og Kanadíska fánanum og sýna stuðning við baráttu trukkabílstjóranna.

Það er rétt að hafa það í huga að mótmælin snúast ekki um að vera á móti bólusetningum, heldur á móti skyldubólusetningu, eða skerðingu réttinda óbólusettra.

Sumir af þeim sem taka þátt í mótmælunum hafa lýst því yfir að þeir séu bólusettir.

"Go Fund Me" síða til að hjálpa til við kostnaðinn af akstrinum hefur þegar safnað yfir 6. milljónum Kanadadollar, en mísvísandi fréttir hafa verið um hvort að "Go Fund Me" hafi fryst söfnunarféð eða ekki.

Hvaða áhrif þetta hefur á Kanadísk stjórnvöld eða Kanadísk stjórnmál á eftir að koma í ljós.

En það er þó ljóst að trukkabílstjórnarnir munu ekki hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada í Ottawa. 

Hann var svo "óheppinn" að hitta Covid smitaðan einstkling og er farinn í 5 daga sóttkví.

En þó að trukkabílstjórarnir hafi lýst yfir að mótmælin eigi að fara friðsamlega fram, óttast ýmsir að aðrir hópar muni notfæra sér mannjöldann.

En rétt eins og er oft í mótmælum sem þessum er "tjaldið býsna" stórt og þátttakendur hafa mismunandi skoðanir og eru að mótmæla mismörgum atriðum, ef svo má að orði komast.

En margir telja þetta verða stærstu mótmæli í Kanada í langan tíma.

Mikið myndefni frá akstri lestanna má finna á YouTube og hefur fjöldi beinna útsendinga verið þar um lengri eða skemmri tíma.

P.S.  Fyrir þá sem hafa gaman af "Íslenskum tengingum", þá keyrði Vesturlestin í gegnum Árborg í Manitoba.

 


Undarlegur fréttaflutningur

Það er vissulega frétt að Neil Young vilji ekki deila streymisveitu með Joe Rogan og eðlilegt að um slíkt sé fjallað.

Persónulega hef ég aldrei hlustað á Rogan eða hlaðvarp hans og ætla ekki að dæma eða fullyrða neitt um sannleiksgildi þess sem þar hefur verið sagt.

En það er ein setning í þessari frétt mbl.is sem vert að gera athugsemd við.

"Þá hef­ur hann einnig lof­samað orma­lyfið Iver­mect­in, sem helst er gefið hest­um."

Joe Rogan Neil YoungÉg veit ekkert um hvort að Rogan hafi lofað Ivermectin, en að kalla lyfið "hrossalyf" eða segja að það sé helst gefið hestum, er alvarleg rangfærsla sem dregur alla fréttina í svaðið og gerir hana svo gott sem að "falsfrétt".

Það er alvarleg vanvirðing við vísindamennina sem þróuðu Ivermectin og Avermectin og hlutu fyrir það Nóbelsverðlaunin árið 2015.

Það er alvarleg vanvirðing fyrir þá  einstaklinga sem hafa tekið Ivermectin í "milljarðavís" við hinum ýmsu kvillum, ekki sís "River Blindness" og er lyfið talið hafa bjargað ótrúlegum fjölda frá því að missa sjónina eða jafnvel lífið.

En fyrst og fremst er það vanvirðing við lesendur, sem margir vita betur og á að koma fram við af virðingu.

En það er einmitt fréttaflutningur margra "meginstraumsmiðla" í þessa veru sem hefur orðið til að lesendur missa á þeim tiltrú og fara að leita upplýsinga annars staðar.

Það er hins vegar svo að vissulega eru fjölda mörg lyf sem gagnast bæði mannfólki sem öðrum dýrum.  Sem dæmi má nefna algengt lyf eins og Amoxicillin.  Það gerir það ekki að hænsna eða svínalyfi, þó að það gagnist þeim vel.

En ég vil taka það fram að ég hef enga sérstaka skoðun á gagnsemi Ivermectin gegn Covid-19.  Hef ekki af því neina reynslu en hef séð ágætar greinar sem benda í sitthvora áttina um gagnsemi þess.

En það er athyglisvert að Ivermectin (eða skyld lyf) eru tekin í 10 til 15 ár, gegn "River Blindness", mér er ekki kunnugt um í hvaða magni, en það bendir ekki til þess að lyfið valdi miklum skaða við inntöku (en hugsanlega getur það verið spurning um magn).

P.S. Sumir fjölmiðlar segja að bréfið hafi verið fjarlægt af vef Young eftir skamma hríð, en ég læt það liggja á milli hluta enda ekki það sem hér er fjallað um.

En vísunina í Ivermectin sem "hrossalyf" hef ég ekki séð í fréttum annara fjölmiðla en mbl.is um þetta mál.


mbl.is Neil Young vill af Spotify vegna Rogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband