Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Hefur Rússland rétt á því að gúkna yfir nágrönnum sínum?

Ein af stóru spurningunum þessa dagana er hvort að Rússland muni ráðast inn í Ukraínu á næstu vikum eða mánuðum?

Mér hafur á margan hátt fundist athyglisvert að fylgjast með umræðum um hættuna á innrás Rússa og hvað eigi til bragðs að taka.

Mest á óvart hefur mér komi hve margir "Rússadindlar" er enn að finna í Vestur-Evrópu og jafnvel á Íslandi.

"Rómantík roðans í austri" virðist alls ekki hafa liðið undir lok.

Ótrúlega margir virðast telja að nágrannaríki Rússlands eigi að sitja og standa eins og Rússum þóknast og sjálfstæði þeirra vegi ekkert á móti kröfum Rússa.

Rússar eigi á ákveða hvort nágrannaþjóðir þeirra gangi í NATO, gangi í "Sambandið", nú eða yfirleitt vingist við það sem studnum er kallað "Vesturveldin".

Skyldu slíkir "Rússadindlar" telja að að slíkt gildi aðeins um Ukraínu og Georgíu, aða hvaða ríkjum skyldu þeir vilja bæta við listann?

Finnlandi?  Svíþjóð?  Eystrasaltsríkjunum? Póllandi? Noregi. Einhverjum fleiri?

Steðreyndin er sú að ekkert þessara ríkja, Ukraína þar með talin, er eða hefur verið ógn við Rússland/Sovétríkin, nema ef farið er aftur um margar aldir.

Heldur einhver að Ukraína eða Svíþjóð hyggi á innrás í Rússland? Nú eða Finnland?  Ég vona ekki, en öll þessi lönd eru að stórauka varnir sínar vegna ótta við hegðun Rússa.

Ég held að það væri hollt fyrir marga að leita á náðir Hr. Google með orðið "finnlandization". 

Hvers vegna ætti það að teljast eðlilegt ástand fyrir nágrannaríki Rússlanda að Rússar stjórni viðamiklum þáttum í utanríkisstefnu þeirra?

Er sá tími ekki liðinn?

Hins vegar er ákjósanlegt að gott samband sé á milli Rússa og nágranna þeirra, en Rússar verða að læra að bjóða eitthvað annað en "bjarnarhramminn" og yfirgang.

Ég vona að sem flestir Íslendingar (sem og aðrir) styðji sjálfsákvörðunarrétt þjóða, alþjóðalög og að virða beri landamæri.

 


mbl.is Johnson ræðir við Pútín um Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór mótmæli i Kanada - Bein útsending

Þúsundir einstaklinga hvaðan æva að úr Kanada safnast nú saman nálægt þinghúsinu í höfuðborginni Ottawa.

Trukkalestir frá vestur og austurstöndinni sem og suðurhluta Ontario hafa keyrt til Ottawa til að mótmæla réttindaskerðinum bílstjóra sem skyldaðir eru í bólusetningu vilji þeir keyra yfir landamærin til Bandaríkjanna.

Sjónvarpsstöðin Global News hefur verið með margra klukkustunda beina útsendingu

 

 

Ýmsir einkaaðilar eru einnig með beinar útsendingar, og má sjá þá koma inn á YouTube með útsendingar, t.d. þennan

 

 

 

 

 

 

 

 


Lest fyrir frelsið ekur til Ottawa

Mér virðist sem víða um lönd séu einstaklingar að vakna upp við þann vonda draum að erfiðara geti orðið að endurheimta frelsi en að tapa því, og verði ekki gripið til aðgerða kunni stjórnvöld að stjórna með tilskipunum og reglugerðum um langa framtíð.

Einn hópur sem hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að neita tilskipun um skyldubólusetningu er skipaður Kanadískum trukkabílstjórum.

Langar trukkalestir hafa lagt upp frá bæði vestur sem austurströnd Kanada og bílalestir hafa einnig lagt upp frá Ontario (Windsor).

Allir stefna til höfuðborgarinnar Ottawa og er meiningin að safnast saman þar á laugardag og eyða nokkrum dögum í höfuðborginni.

Engin veit hvað er von á mörgum til höfuðborgarinnar, sumir reikna með 500.000 til milljón manns en það á eftir að koma í ljós.

En þrátt fyrir að kalt sé í Kanada á þessum árstíma hafa þúsundir Kanadabúa safnast smaan þar sem trukkalestirnar fara um, veifa skiltum og Kanadíska fánanum og sýna stuðning við baráttu trukkabílstjóranna.

Það er rétt að hafa það í huga að mótmælin snúast ekki um að vera á móti bólusetningum, heldur á móti skyldubólusetningu, eða skerðingu réttinda óbólusettra.

Sumir af þeim sem taka þátt í mótmælunum hafa lýst því yfir að þeir séu bólusettir.

"Go Fund Me" síða til að hjálpa til við kostnaðinn af akstrinum hefur þegar safnað yfir 6. milljónum Kanadadollar, en mísvísandi fréttir hafa verið um hvort að "Go Fund Me" hafi fryst söfnunarféð eða ekki.

Hvaða áhrif þetta hefur á Kanadísk stjórnvöld eða Kanadísk stjórnmál á eftir að koma í ljós.

En það er þó ljóst að trukkabílstjórnarnir munu ekki hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada í Ottawa. 

Hann var svo "óheppinn" að hitta Covid smitaðan einstkling og er farinn í 5 daga sóttkví.

En þó að trukkabílstjórarnir hafi lýst yfir að mótmælin eigi að fara friðsamlega fram, óttast ýmsir að aðrir hópar muni notfæra sér mannjöldann.

En rétt eins og er oft í mótmælum sem þessum er "tjaldið býsna" stórt og þátttakendur hafa mismunandi skoðanir og eru að mótmæla mismörgum atriðum, ef svo má að orði komast.

En margir telja þetta verða stærstu mótmæli í Kanada í langan tíma.

Mikið myndefni frá akstri lestanna má finna á YouTube og hefur fjöldi beinna útsendinga verið þar um lengri eða skemmri tíma.

P.S.  Fyrir þá sem hafa gaman af "Íslenskum tengingum", þá keyrði Vesturlestin í gegnum Árborg í Manitoba.

 


Undarlegur fréttaflutningur

Það er vissulega frétt að Neil Young vilji ekki deila streymisveitu með Joe Rogan og eðlilegt að um slíkt sé fjallað.

Persónulega hef ég aldrei hlustað á Rogan eða hlaðvarp hans og ætla ekki að dæma eða fullyrða neitt um sannleiksgildi þess sem þar hefur verið sagt.

En það er ein setning í þessari frétt mbl.is sem vert að gera athugsemd við.

"Þá hef­ur hann einnig lof­samað orma­lyfið Iver­mect­in, sem helst er gefið hest­um."

Joe Rogan Neil YoungÉg veit ekkert um hvort að Rogan hafi lofað Ivermectin, en að kalla lyfið "hrossalyf" eða segja að það sé helst gefið hestum, er alvarleg rangfærsla sem dregur alla fréttina í svaðið og gerir hana svo gott sem að "falsfrétt".

Það er alvarleg vanvirðing við vísindamennina sem þróuðu Ivermectin og Avermectin og hlutu fyrir það Nóbelsverðlaunin árið 2015.

Það er alvarleg vanvirðing fyrir þá  einstaklinga sem hafa tekið Ivermectin í "milljarðavís" við hinum ýmsu kvillum, ekki sís "River Blindness" og er lyfið talið hafa bjargað ótrúlegum fjölda frá því að missa sjónina eða jafnvel lífið.

En fyrst og fremst er það vanvirðing við lesendur, sem margir vita betur og á að koma fram við af virðingu.

En það er einmitt fréttaflutningur margra "meginstraumsmiðla" í þessa veru sem hefur orðið til að lesendur missa á þeim tiltrú og fara að leita upplýsinga annars staðar.

Það er hins vegar svo að vissulega eru fjölda mörg lyf sem gagnast bæði mannfólki sem öðrum dýrum.  Sem dæmi má nefna algengt lyf eins og Amoxicillin.  Það gerir það ekki að hænsna eða svínalyfi, þó að það gagnist þeim vel.

En ég vil taka það fram að ég hef enga sérstaka skoðun á gagnsemi Ivermectin gegn Covid-19.  Hef ekki af því neina reynslu en hef séð ágætar greinar sem benda í sitthvora áttina um gagnsemi þess.

En það er athyglisvert að Ivermectin (eða skyld lyf) eru tekin í 10 til 15 ár, gegn "River Blindness", mér er ekki kunnugt um í hvaða magni, en það bendir ekki til þess að lyfið valdi miklum skaða við inntöku (en hugsanlega getur það verið spurning um magn).

P.S. Sumir fjölmiðlar segja að bréfið hafi verið fjarlægt af vef Young eftir skamma hríð, en ég læt það liggja á milli hluta enda ekki það sem hér er fjallað um.

En vísunina í Ivermectin sem "hrossalyf" hef ég ekki séð í fréttum annara fjölmiðla en mbl.is um þetta mál.


mbl.is Neil Young vill af Spotify vegna Rogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur Euroið verðbólgu? Tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu

Nú er "heimsins forni fjandi", verðbólgan kominn aftur á kreik.  Það er reyndar ekki langt síðan það mátti heyra sósíalista hér og þar fullyrða að ríkið gæti fjármagnað sig með peningaprentun án þess að nokkur yrði þess var.

En "faraldurinn" færði okkur þau gömlu sannindi að peningaprentun þýðir verðbólga.  Skertar flutningalinur þyðir verðbólga.  Sé peningamagn aukið án þess að framleiðsla eða framboð sé það sömuleiðis þýðir það verðbólga.

En desember hefur líka fært ökkur þá staðreynd að verðbólga á Íslandi í nýliðnum desember var lægri en á Eurosvæðinu (meðaltal) og í Bandaríkjunum.

Líklega hefa einhverjir ekki átt von á því að lifa slíka tíma.

Nu er reyndar svo komið að finna má tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu, því verðbólgan var 12% í Eistlandi og 10.7% í Litháen í desember.

Á Íslandi var hún (best er að nota samræmdar mælingar og ´því eru notaðr tölur frá "Hagstofu" Evrópusambandsins hér) 3.9%.

Lægst er verðbólgan á Eurosvæðinu hjá Möltu, 2.6%.  Það er sem sé næstum 10 %stiga munur á hæstu og lægstu verðbólgu innan svæðisins.

Það ætti að kveða í kútinn í eitt skipti fyrr öll þá mýtu að verðbólga innan sama mynsvæðis verði áþekk, eða að verðbólg hlyti að minnka á Íslandi ef euro yrði tekið upp (það segir þó ekki að slikt væri ekki mögulegt).

En svo spurningunni í fyrirsögninni sé svarað, er það auðvitað ekki euroið sem veldur þessari verðbólgu, heldur efnahagsaðgerðir og efnahagskringumstæður í mismunandi löndum.  Rétt eins og sambandið er á milli efnahagsmála og krónunnar Íslandi.

En það er mikill misskilningur að gjaldmiðill valdi verðbólgu.

En ef að Íslandi hefði tekið upp euro sem gjaldmiðill er auðvitað engin leið að segja hvort að verðbólga væri 12% eins og í Eistlandi, nú eða 5.7% eins og í Þýskalandi.  Hún gæti jafnvel verið sú aama og hún er nú, 3.9%.

Nú spá margir því að vaxtahækkanir séu í farvatninu hjá Seðlabönkum heims (flestum) en ýmsir þeirra, þar á meðal Seðlabanki Eurosvæðisins og sá Bandaríski eiga erfiðar ákvarðanir fyrir höndum, sérstaklega Seðlabanki Eurosvæðisins, því vaxtahækkanir hans gætu sett ríki innan svæðisins svo gott sem á höfuðið.

Að ýmsu leiti eru Íslendingar því í öfundsverðri stöðu, vaxtahækkunarferli hafið og skuldastaða hins opinbera enn viðráðanleg.

Enn margt getur farið úrskeiðis.

En það er vissulega umhugsunarefni að upptaka euros skuli enn vera þungamiðja efnahagsstefnu tveggja Íslenskra stjórnmálaflokka.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband