Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Fyrirsjáanleiki - í raforkuverði. Kaldur vetur framundan víða í Evrópu?

Orðið fyrirsjáanleiki er líklega eitt af tískuorðum undanfarinna missera.  Mikið hefur verið talað um að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur fyrir fyrirtæki og einnig einstaklinga.

Vissulega er alltaf gott að vita hvað er framundan eða hvað framtíðin ber í skauti sér, en lífið er þó oft á tíðum allt annað er fyrirsjánlegt.

En vissulega leitumst við (flest) að búa í haginn fyrir okkur þannig að við vitum hvers er að vænta.

Það þarf ekki að koma á óvart að erlend fyrirtæki velti fyrir sér að setja á fót starfsemi á Íslandi, þar sem raforkuverð er nokkuð fyrirsjáanlegt.

Þannig er málum ekki háttað víðast um Evrópu þessa dagana, þar sem enginn veit hvaða raforkuverð verður á morgun (bókstaflega), hvað þá lengra inn í framtíðina.

Ný met á raforkuverði líta reglulega dagsins ljós og jafnvel er talin hætta á því að framtíðin feli hreinlega í sér orkuskort.

Lognið sem mörg okkar kunna vel að meta verður til þess að raforkuverð hækkar vegna þess að vindmyllur snúast ekki.

"In Italy, electricity bills have risen by 20 percent in the last quarter and are expected to rise by 40 percent from October, according to Minister for the Ecological Transition Roberto Cingolani."

"In Spain, the government is facing a political crisis caused by record-breaking power prices — which have tripled to €172.78 per megawatt-hour over the last half-year."

Sjá hér.

Rafmagnsverð náði nýlega methæðum í Eistlandi, þar sem rafmagnsverð hækkaði "yfir nótt" um u.þ.b. 100%.

"The price of electricity in the Estonian price area of the Nord Pool power exchange will rise to an average of €160.36 per megawatt-hour on Wednesday. A year ago, electricity cost €94 euros less at the same time.

The price will be the highest on Wednesday in the morning and evening, at 9 a.m. electricity will cost €192.11 per megawatt-hour, at 7 p.m. it will rise to €192.86 per megawatt-hour. 

After midnight, the price will drop again to €90.05."

Í Bretlandi hefur heildsöluverð á gasi hækkað sexfallt síðastliðið ár og reiknað er með að rafmagnreikningar hækki um fast að 40% á næstu 12. mánuðum, jafnvel meir.

Sumir notendur hafa fest raforkuverð til lengri tíma (og borga jafnan hærra verð en aðrir) en margir greiða markaðsverð á hverjum tíma (sem hefur gjarna verið ódýrara til lengri tíma).

En orkufyrirtæki sem hafa mikið selt á föstu verði hafa einmitt lent í vandræðum og sum farið á höfuðið, sbr þessa frétt Bloomberg.

Flestar spár eru á þann veg að veturinn muni verða Evrópubúum erfiður í orkumálum, verð hátt og hugsanlegur orkuskortur.

Lítið má út af bregða og þó að framleiðslugetan sé til staðar eru mörg eldri orkuver þannig úr garði gerð að framleiðsla í þeim borgar sig ekki með hækkuðum CO2sköttum.

Fyrirsjáanleiki í raforkuverðlagningu getur vissulega skapað Íslendingum tækifæri.

En hvort að Íslendingar hafa áhuga á að nýta sér slíkt tækifæri er annað mál og alls óvíst.  

En það kemur m.a. í ljós þegar þeir greiða atkvæði á laugardaginn. 

 

 


mbl.is Íslenska orkan eftirsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið í Kanada - Sigur, en vonbrigði fyrir Trudeau

Kanadabúar gengu til kosninga í gær. Úrslitin eru ekki enn að fullu ljós, enda mörg atkvæði greidd utankjörstaða og send í pósti.

Þó hafa meginlínur komið í ljós og breytingin er ekki mikil.  Frjálslyndi flokkurinn (Liberal Party) og minnihlutastjórn hans undir forsæti Justin Trudeau heldur velli, en nær ekki þeim meirihluta sem hann vonaðist eftir og kannanir bentu til þegar boðað var til kosninga.

Rétt eins og í síðustu kosningum er Frjálslyndi flokkurinn með flest þingsæti, en færri atkvæði heldur en Íhaldsflokkurinn (Conservatives) sem hefur næst flest þingsæti.

Eitt af því sem hefur vakið athygli er að næsta víst er að Frjálslyndi flokkurinn fái 1. þingsæti í Alberta.

En í heild sinni hafa kosningarnar, sem boðað var til með stuttum fyrirvara þegar Frjálslyndi flokkurinn hafði gott forskot í könnunum (í kringum 10%) engu breytt.  Flokkurinn hafði vonast eftir hreinum meirihluta.

Það er líka rétt að taka eftir að, Flokkur fólksins (sem telja má klofning út úr Íhaldsflokknum), fær hvergi nóg til að fá þingsæti, en hafði hafði nokkur þingsæti af Íhaldsflokknum, ef flest atkvæði hans eru talin hafa fallið þangað (sem er líklegt, en ekki hægt að fullyrða um). En í einstaka kjördæmum fékk hann ríflega 15% ef ég man rétt.

En víða má sjá skoðanir viðraðar að ekkert hafi áunnist í þessum kosningum, nema að þjóðin sé klofnari og heiftúðugri í garðs hvers annars en nokkru sinni fyrr.

Hér má sjá hvernig staðan er þegar þetta er skrifað, og hvað reiknað er með að hver flokkur fái marga þingmenn.

Frjálslyndi flokkurinn     32,2%              158

Íhaldsflokkurinn           34%                119

Nýi lýðræðisflokkurinn    17,7%               25

Quebec blokkin            7,7%                32

Flokkur fólksins          5,1%                 0

Græningjar                2,3%                 2

Aðrir                     0,9%                 0

Eins og glöggir menn sjá þá er ekki hægt að segja að samræmi sé á milli prósentu atkvæða og fjölda þingmanna.

En slík niðurstaða er alls ekkert sem þarf að koma á óvart þar sem einmenningskjördæmi eru kosningafordæmið.

Sjálfsagt yrði þessi niðurstaða mörgum Íslenskum stjórnmálaspekingum tilefni til þess að segja að það sé lýðræðið sé alvarlega brogað í Kanada.  En þetta er einfaldlega það kosningakerfi sem þjóðin hefur valið sér.

Þó er vissulega skiptar skoðanir um núverandi kerfi og eitt af kosningaloforðum Trudeau´s í kosningunum 2015 (þá vann hann meirihluta) var að skipta yfir í hlutfallskosningu.  En það loforð gleymdist fljótt, því hann hefur haft hagsmuni af núverandi kerfi bæði í kosningunum 2019 og nú.

En eins og um margt annað eru verulega skiptar skoðanir um núverandi kerfi, eða hvernig sé best að breyta.

En væri hlutfallskosningar viðhafðar, væri Íhaldsflokkurinn stærsti flokkurinn, örlittlu stærri en Frjálslyndi flokkurinn.

En i stóru og víðfeðmu landi eru ekki einfalt að setja upp kerfi sem sættir öll sjónarmið.

P.S. Var rétt í þessu að heyra fréttalestur á Bylgjunni frá í morgun, þar sem fullyrt var að Frjálslyndi flokkurinn hefði fengið flest atkvæði.  Þannig skolast staðreyndir til.


Verðbólga og gjaldmiðlar - Er hærri verðbólga á Eurosvæðinu en Íslandi?

Það hefur oft mátt heyra að Íslenska krónan sé verðbólguvaldandi.  Því hefur líka oft verið haldið fram að verðbólga landa með sama gjaldmiðil verði svipuð eða jafnvel sú sama.

Hvorugt er rétt.

Smærri gjaldmiðlum er vissulega hættara við gengissveiflum en þeim stærri, ekki síst ef atvinnulífið byggir á fáum stoðum. Það getur valdið verðbólgu eða dregið úr henni, en verðbólga þekkist ekki síður á stærri myntsvæðum og er gjarna misjöfn innan þeirra.

Núna er verðbólga á uppleið í mörgum löndum, enda hefur "peningaprentun", eða "magnbundin íhlutun" eins og þykir fínt að kalla það, verið "mantra dagsins".

Þannig er verðbólga í Bandaríkjunum hærri en á Íslandi, verðbólgan í Kanada er svipuð þeirri Íslensku og í Eurosvæðinu eru bæði lönd með lægri verðbólgu og hærri en Ísland.

(Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fyrirsögnin er að því marki röng, að meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er lægri en á Íslandi, en þar eru lönd með hærri verðbólgu en Ísland. En hærri verðbólga finnst á Eurosvæðinu.)

Hér miða ég við verðbólgutölur frá "Hagstofu Evrópusambandsins", enda fer best á að nota tölur þar sem sami grundvöllur er notaður.

Þar er verðbólga á Íslandi hvoru tveggja í júlí og ágúst 3.7%.  Í Eistlandi er hún hins vegar 4.9 og 5% í sömu mánuðum.

Euroið virðist ekki halda verðbólgu þar niðri.

Verðbólgan í Grikklandi er hinsvegar aðeins 0,7 og 1,2% í þessum mánuðum, enda ríkti þar verðhjöðnun framan af ári.

Í Belgíu jókst verðbólga skarpt í ágúst og er nú 4.7%, 5% í Litháen, 3.4% í Þýskalandi. Meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er hins vegar 3%, en Írland er eina landið sem sú tala gildir um.

Það hlýtur því að vera ljóst að það er ekki gjaldmiðillinn sem skapar verðbólgu né verður hún sú sama á myntsvæði.

En stýrivextir í öllum löndum á Eurosvæðinu eru þeir sömu, það þýðir ekki að vextir á húsnæðislánum eða öðrum lánum séu eins á milli landa.  Stýrivextir eru langt frá því eina breytan þegar slíkir vextir eru ákveðnir.

Það er vert að hafa þetta í huga þegar hlustað er á Íslenska stjórnmálamenn í kosningahug.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband