Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020

Kúrfan í mismunandi löndum

"Kúrfan" hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og hlýtur ásamt "samkomubanni" og "fordæmalaust" að koma til greina við útnefningu á orði ársins.

Reuters fréttastofan hefur nú tekið saman kúrfur hinna ýmsu landa.

Þær eru að mörgu leyti svipaðar, en þegar betur er að gáð er mismunurinn mun meiri en við fyrstu sýn.

En það þarf að hafa í huga að allar kúrfur byggjast á tölum.  Og það er flestum orðið ljóst að tölum um kórónuveiruna er safnað og settar fram á mismunandi máta eftir ríkjum.

Gríðarlegur munur er á því hvað mikið af skimunum búa að baki fjölda smit tilfella.

Það kann einnig að vera munur á hvernig dauðsföll eru talinn o.frv.

Það er í fyllilega óraunhæft að bera saman á milli ríkja, enn sem komið er.  Margir óttast að langt muni líða þangað til áreiðanlegar tölur fást, ef það verður nokkurn tíma.

Upplýsingar t.d. um fjölda smitaðra verða víða ekki áreiðanlegar fyrr en rannsóknir um hve margir hafa þegar mótefni gegn veirunni verða gerðar.  Slíkt er í undirbúningi hér og þar.

 

 

 


Hið dreifða vald

Eftir ábendingu fór ég og horfði á Kastljósið frá mánudegi.  Þar var rætt við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor um hvernig Kórónuveiran gæti haft áhrif á stjórnmálin, bæði innlend og erlend.

Spjallið var ágætlega fróðlegt, þó að Ólafur tæki rækilega fram að of snemmt væri að segja til um nokkuð hvernig myndi spilast úr málum.

Það er að mínu mati hárrétt og oft hálf vandræðalegt hvernig fjölmiðlafólk reynir að ýta viðmælendum sínum til að tala eins og framtíðin sé eiginlega ákveðin og hægt sé að segja hvernig hún komi til með að verða.

Við bestu aðstæður má segja að það sé næsta vonlaust verk, hvað þá undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja.

En besti punkturinn í þáttinum fannst mér þegar talið barst að því hvað valdið lægi víða í Bandaríkjunum.

Því mér finnst oft nokkuð augljóst að margir gera sér littla grein fyrir því hvernig valdið dreifist í ríkjum s.s. Bandaríkjunum og einnig t.d. Kanada.

Forseti Bandaríkjanna er vissulega valdamikill, en hin 50. ríki Bandaríkjanna passa þó svo sannarlega upp á sinn hluta valdsins, enda er landlægur ótti, réttlátur eða ímyndaður, við valda ásókn alrikisins víða um Bandaríkin.

Heilbrigðismál eru t.d. mál ríkjanna, þó að alríkið leggi vissulega til fé. Reyndar eru hlutfall fjármagns sem opinberir aðilar leggja í heilbrigðisþjónustu mun hærra en margir gera sér grein fyrir, eða u.þ.b. 40% af heildareyðslu.  En hún er það há per íbúa að líklega eyða opinberir aðilar littlu minna fé, ef nokkru, á íbúa en önnur ríki.

"Another way to examine spending trends is to look at what share of the economy is devoted to health. In 1970, the U.S. devoted 6.9% of its gross domestic product to total health spending (both through public and private funds). By 2018, the amount spent on healthcare had increased to 17.7% of GDP. Health spending as a share of the economy often increases during economic downturns and remains relatively stable during expansionary periods. From 2017 to 2018, the share of GDP attributable to health spending decreased slightly from 17.9% to 17.7% as the general economy outpaced health spending."

"Most of the recent health spending growth is in insurance programs, both private and public. Private insurance expenditures now represent 34% of total health spending (up from 21% in 1970), and public insurance (which includes Medicare, Medicaid, CHIP, and the Veterans Administration and Department of Defense), represented 41% of overall health spending in 2018 (up from 22% in 1970). Although out-of-pocket costs per capita have also been rising, compared to previous decades, they now make up a smaller share of total health expenditures."

Fengið héðan.

Og ríki Bandaríkjanna ráða hvernig "greiðsluformið" hvað varðar heilbrigðisþjónustuna er. Þannig gerði t.d. Vermont (heimaríki Bernie Sanders) tilraun með ríkisrekið heilbrigðiskerfi á síðasta áratug, en gafst upp.

Vald ríkjanna má líka sjá dæmi um nú nýlega þegar DJ Trump kastaði fram hugmynd um að loka landmærunum að New York, New Jersey og Connecticut.

Ríkisstjóri New York, Cuomo, aftók það með öllu og sagði að það jafngilti stríðsyfirlýsingu af hálfu alríkisstjórnarinnar.

Ekkert varð af lokuninni og ekki ætla ég að dæma um hvor hefur rétt fyrir sér, en mörg ríki í Evrópu virðast þeirrar skoðunar að það virki.

Það sama gildir um Quebec, sem hefur takmarkað (en ekki stoppað) ferðir á milli Quebec og Ontario.

Án þess að ég vilji fullyrða um málið, held ég að yfirvöld í Ontario hafi ekki verið látin vita af lokunum.

Eitt af minni sveitarfélögum í Ontario hefur svo ákveðið að loka fyrir vatn í sumarbústaði að sinni. Þar kæra menn sig ekkert um að "city slickers" komi og beri með sér veiruna frá borgunum.

Í Kanada stjórna fylkin (eða héruðin) sömuleiðis heilbrigðismálum.  Ríkið leggur hins vegar til mikið peningum.  En í Ontario er megnið greitt af ríkinu (líklega um 70% af heildar heilbrigðiskostnaði), en spítalar og læknastofur eru allar í einkaeigu.  Oft í eigu félaga sem eru ekki rekin í ágóðaskyni, en vilja að sjálfsögðu hafa rekstrarafgang til uppbyggingar.

Það má líka nefna að sveitarfélög reka sínar lögreglusveitir.  Það gera fylkin og ríkin einnig.  Síðan eru RCMP og FBI.

Ég efast ekki um að þegar Kórónuvírusinn verðu yfirgenginn mun hefjast umræða um að efla þurfi völd alríkjanna.

Þannig verði hægt að bregðast skjótar og öflugar við.

En ég hef enga trú á því að núverandi fyrirkomulagi verði breytt.

Vantraustið gagnvart alríkinu, bæði í Bandaríkjunum og Kanada er það ríkt.

P.S. Það er skiptar skoðanir um það hvort að ríki Bandaríkjanna geti lokað landamærum sínum, nú eða hvort forsetinn geti það.

Alríkið ræður hins vegar yfir ytri landamærum og getur þannig lokað flugvöllum og svo landamærunum að Mexíkó og Kanada.

Hér hefur aðeins verið stikklað á stóru, en valdskiptingin er fróðlegt fyrirbæri sem er vel þess virði að skoða.


Forsætisráðherra Ontario birtir spálíkan fyrir útbreiðslu og tímalengd kórónuveirunnar.

Forsætisráðherra Ontario, mannflesta fylkis (eða hérað) Kanada birti spálíkan hvað varðar Kórónuveiruna á blaðamannafundi í gær.

Það er óhætt að segja að rétt eins og annars staðar í heiminum er slíkt líkan enginn skemmtilestur.

Í stuttu máli gerir spáin ráð fyrir því að á milli 3.000 to 15.000 einstaklingar í Ontario deyi í faraldrinum.

Enn fremur er því spáð að faraldurinn geti varað í 18 til 24 mánuði.

Forsætisráðherrann, Doug Ford hefur fengið lof fyrir framgöngu sína hvað varðar baráttuna gegn Kórónuveirunni, hann hefur verið duglegur við að miðla upplýsingum.

Ontario er fyrsta fylki Kanada sem birtir slíkt spálíkan, ríkisstjórn Kanada hefur ekki gert slíkt, en kallað hefur verið eftir því.

Ríkisstjórnin hefur einmitt verið gagnrýnd fyrir frekar slælega upplýsingagjöf, en hún hefur þó lofað að birta slíka spá "á næstu dögum".

Ríkisstjórnin hefur einnig verið sökuð um að reyna að notfæra sér neyðarástandið og reyna að aftengja þingið, eins og með tillögu um að rikisstjórn yrði heimilt að hækka skatta, án samþykkis þingsins, út árið 2021.

Það er víða sem reynt er að aftengja lýðræðið að hluta undir þessum kringumstæðum.

En á blaðamannafundinum í Ontario voru einnig Matthew Anderson, yfirmaður "Ontario Health", Adalsteinn Brown rektor  "public health" deildar Toronto háskólans (hér vantar mig gott orð yfir "public health"). og Dr Peter Donnelly, yfirmaður "Public Health Ontario".

PDF skjal sem útskýrir spálíkanið betur má finna hér.

 

Þeir sem vilja horfa a lengra myndband af fréttamannafundinum geta gert það hér.

 

 

 

 


 P.S.  Nafn eins og Adalsteinn Brown vakti að sjálfsögðu athygli Íslendingsins í mér.  Ég þekki ekkert til hans, en mér þykir líklegt að hann sé einn af fjölmörgum Kanadabúum af Íslenskum uppruna.  Ekki síst vegna þess að örlítil hjálp frá Hr. Google, leiddi í ljós að hann er oft kallaður "Steini".

 


Kínverskur kattarþvottur

Það gengur margt þessa dagana "kórónutímar" kalla á breytingar og munu án efa hafa áhrif um víða veröld.

En það er líka áróðursstríð háð á sama tíma.

Pólítíkin hverfur aldrei alveg.

Hjálpargögn eru send, slúðri og falsfréttum er dreift.

Það má lesa að veiran hafi átt uppruna sinn í í Kína, sem er lang líklegast, en Kínverjar reyna að dreifa því á hún hafi átt uppruna sinn á Ítalíu eða hafi verið búin til af Bandaríkjamönnum. 

Síðan koma matarvenjur Kínverja til sögunnar og frekar "grótesk" matarmarkaðir þeirra.

Síðan kemur tilkyning um að borg í Kína hafi bannað hunda og kattaát.

Persónulega gæti mér ekki verið meira sama.

Vissulega finnst mér skrýtið að éta hunda, nú eða kettlinga, en í mínum huga er það ekki vandamálið.

Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaða dýr það eru sem eru étin.

Hundar eru étnir hér og þar og t.d. í Sviss, þykja kettlingar skemmtilegur jólamatur.

Ekki það sem ég myndi kjósa, en það er ekki það sem skiptir máli.

Sjálfur hef ég oft borðað hrossakjöt og geri mér grein fyrir því að mörgum þykir það ekki rétt.  Það sama gildir um hvalkjöt sem mér þykir herramannsmatur.

En þó að ég hafi ekkert á móti því að Kínverjar banni katta og hundaát, þá er það annað sem mér þykir mikilvægara að þeir taki föstum tökum.

Hreinlæti.

Hreinlæti á útimörkuðum og almennt.

Það gildir reyndar ekki eingöngu um Kína, en þar væri svo sannarlega tækifæri fyrir þá að ganga á undan með góðu fordæmi og herða reglur.

Það er mun mikilvægara að góðar hreinlætisreglur ríki t.d. um slátrun á fiðurfé, sem og öðrum dýrum, en hvort að hundar, kettir, rottur eða hvað annað sé étið.

Hreinlætið er lykilatriði.

Það ætti að vera forgangsatriði fyrir Kínverja, en hefur ekki verið og verður líklega ekki í bráð.

Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef sniðgengið öll matvæli sem líklegt er að hafi haft viðkomu í Kína í mörg ár.

Þeim er einfaldlega ekki treystandi.

Sjálfsagt hef ég neytt einhvers sem rekja má til Kína óafvitandi, en ég hef reynt að sneyða hjá slíku eftir fremsta megni.

 

 


mbl.is Banna át á hundum og köttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífshættulegur leiðangur - eða fór ég bara út í búð?

Ég fór út í búð i morgun. Margfaldaði reyndar áhættuna því ég fór í tvær búðir, fyllti bílinn af bensíni (fór inn og borgaði) og lagði leið mína í hraðbanka (fjórða staðsetningin)í sömu ferð.

Var þetta lífshættulegur leiðangur, eða nokkuð hefðbundin verslunarferð á föstudegi?

Á þessum síðustu og "verstu", þá fara hugsanir á flug ef maður gætir sín ekki.

Hugsið bara um hvað oft þið hafið notað hugtakið "síðustu og verstu", án þess að það væri á nokkurn hátt verðskuldað.

En vikuleg verslunarferð slagar hátt upp í það að vera hápunktur þeirra sömu viku hjá mér sem er einn í samgöngubanni.

En samt læðist alltaf að þessi hugsun, að það þurfi að fara varlega þó að það sé gaman að sjá annað fólk, þó að það sé bara starfsfólki í matvörubúð eða aðrir einstaklingar í matarinnkaupum.

En þessi verslunarferð var ánægjuleg.

Ekkert bólar á vöruskorti hér í Eistlandi.  Allir viðskiptavinirnir ganga rólega um búðina, þó að einstaka kunni ekki mannasiði (frekar en áður) og rekist út í annað fólk.

Hér mátti sjá góð tilboð á ýsmum vörum.

Mér kom til dæmis á óvart að sjá tilboð á makkarónum og pastaskrúfum.  En það freistaði mín ekki.

Gott tilboð á grísalundum gerði það hins vegar.  Það er gott á grillið. 

Svo rauk upp í mér Íslendingurinn, þegar ég sá hálfs líters vodka flöskur á tilboði á 7 euro.  Ég tók 3. síðustu flöskurnar í hillunni :-)

Gin var líka á tilboði svo ég tók eina flösku af því. Og smjör á lækkuðu verði.  Lét það ekki fram hjá mér fara. 

Nóg til af klósettpappír, það gildir líka hjá mér.

Rjómi á lækkuðu verði freistaði líka og það sama gilti um brauð. Nóg til af þurrgeri svo ég tók nokkra pakka af því.

Eitthvað í kringum helmingur viðskiptavinana (og hluti af starfsfólkinu) var með andlitsgrímur.  Ótrúlegur fjöldi af grímunum virtist vera af "medical standard", en það er önnur saga og útskýrir ef til vill að hluta til hvers vegna svo mikill skortur er á slíkum útbúnaði um víða veröld.

Báðar matvöruverslanirnar buðu upp á handspritt við innganginn, en engum virðist hafa dottið í hug að bjóða upp á hreinsiklúta til að hreinsa handföngin á innkaupakerrunum.

Ég hafði þá hins vegar með í í frystipoka. LOL

Önnur matvöruverslunin hafði reist plexiglas skjólvegg í kringum afgreiðslumanninn á kassanum, en hin ekki.

Bensínstöðin hafði sömuleiðis sett upp plexigler en hafði að öðru leyti ekki miklar áhyggjur og þar úðuðu viðskiptavinir í sig pylsum, sem voru réttar undir hið sama plexigler.

En það er eitthvað óþægilegt og óraunverulegt við að hugsa um að vita ekki hvor að búðarferðin var "lífshættulegur leiðangur" eða ekki, fyrr en eftir viku eða eða.

En auðvitað er lífshættulegt sömuleiðis að fara ekki og kaupa mat, það segir sig sjálft.

Þannig er lífið á þessu "síðustu og verstu", alls ekki alslæmt, en samt vissulega ýmsar áskoranir og betra að fara varlega.

En það er þessi tilfinning að labba um verslun og hugsa um alla sem þú sérð sem hugsanlga smitbera sem er svo óþægileg og ég reyni að ýta í burtu.

Og á leiðinni heim er maður feginn að enginn hnerraði eða hóstaði svo ég yrði var við.

Þetta eru skrýtnir tímar.

 

 

 

 


Skynsamleg leið í "útflutningi" á skyri.

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvernig skyrneysla breiðist út um heiminn.  Skyr hefur verið mér afar kært frá barnæsku og því ánægjulegt að geta keypt skyr án vandræða hér og þar um heiminn.

En það er líka ánægjulegt að sjá að skynssamleg leið var valinn við "útflutning" á skyri. 

Framleiðsla erlendra aðila undir sérleyfi er skynsamleg, getur tryggt hraðari útbreiðslu og er áhættuminni.

Alls kyns "spekúlantar", töluðu fyrir all nokkrum árum um að skyr gæti verið framleitt á Íslandi og flutt út um allan heim, og þannig þanið út Íslenskan landbúnað.

Slíkt var aldrei raunhæft.

Það er hægt að frameleiða skyr hvar sem er í heiminum, og það er nú þegar framleitt (án sérleyfis frá Íslandi) í fjölmörgum löndum.

Skyr er til frá ótal framleiðendum um víða veröld og þeir eiga það flestir sameiginlegt að hráefnisverð þeirra er mun lægra en Íslenskir framleiðendur geta boðið upp á.

Einnig héldu því ýmsir fram að hægt yrði að frá "upprunavernd" fyrir skyrið, þannig að bannað væri að framleiða það í öðrum löndum en Íslandi.

Það er að mínu mati ekki raunhæft. 

Camembert er framleiddur um allan heim, þar á meðal á Íslandi.  Það sama gildir um gouda, brie, jógúrt, cheddar, Napóli pizzu og jafnvel Viský, þó að það sé vissulega misjafnlega stafsett.

Það má reyndar geta þess, svona til gamans, að hér og þar hefur skyr verið markaðsett sem "Icelandic style yogurt".

En það er hins vegar eitt sem Íslendingar gætu staðið sig betur í hvað varðar skyrið.

Víða er það markaðssett sem "Icelandic Style Skyr" og í raun ekkert út á það að setja.  En á sumum umbúðum hef ég séð "Icelandic Skyr", og það á auðvitað ekki að líða, nema að varan sé framleidd á Íslandi.

Það þarf að passa upp á að upprunamerking sé rétt.

 

 

 

 

 


mbl.is Ísey Skyr í um 50.000 verslanir í Japan í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband