Lífshættulegur leiðangur - eða fór ég bara út í búð?

Ég fór út í búð i morgun. Margfaldaði reyndar áhættuna því ég fór í tvær búðir, fyllti bílinn af bensíni (fór inn og borgaði) og lagði leið mína í hraðbanka (fjórða staðsetningin)í sömu ferð.

Var þetta lífshættulegur leiðangur, eða nokkuð hefðbundin verslunarferð á föstudegi?

Á þessum síðustu og "verstu", þá fara hugsanir á flug ef maður gætir sín ekki.

Hugsið bara um hvað oft þið hafið notað hugtakið "síðustu og verstu", án þess að það væri á nokkurn hátt verðskuldað.

En vikuleg verslunarferð slagar hátt upp í það að vera hápunktur þeirra sömu viku hjá mér sem er einn í samgöngubanni.

En samt læðist alltaf að þessi hugsun, að það þurfi að fara varlega þó að það sé gaman að sjá annað fólk, þó að það sé bara starfsfólki í matvörubúð eða aðrir einstaklingar í matarinnkaupum.

En þessi verslunarferð var ánægjuleg.

Ekkert bólar á vöruskorti hér í Eistlandi.  Allir viðskiptavinirnir ganga rólega um búðina, þó að einstaka kunni ekki mannasiði (frekar en áður) og rekist út í annað fólk.

Hér mátti sjá góð tilboð á ýsmum vörum.

Mér kom til dæmis á óvart að sjá tilboð á makkarónum og pastaskrúfum.  En það freistaði mín ekki.

Gott tilboð á grísalundum gerði það hins vegar.  Það er gott á grillið. 

Svo rauk upp í mér Íslendingurinn, þegar ég sá hálfs líters vodka flöskur á tilboði á 7 euro.  Ég tók 3. síðustu flöskurnar í hillunni :-)

Gin var líka á tilboði svo ég tók eina flösku af því. Og smjör á lækkuðu verði.  Lét það ekki fram hjá mér fara. 

Nóg til af klósettpappír, það gildir líka hjá mér.

Rjómi á lækkuðu verði freistaði líka og það sama gilti um brauð. Nóg til af þurrgeri svo ég tók nokkra pakka af því.

Eitthvað í kringum helmingur viðskiptavinana (og hluti af starfsfólkinu) var með andlitsgrímur.  Ótrúlegur fjöldi af grímunum virtist vera af "medical standard", en það er önnur saga og útskýrir ef til vill að hluta til hvers vegna svo mikill skortur er á slíkum útbúnaði um víða veröld.

Báðar matvöruverslanirnar buðu upp á handspritt við innganginn, en engum virðist hafa dottið í hug að bjóða upp á hreinsiklúta til að hreinsa handföngin á innkaupakerrunum.

Ég hafði þá hins vegar með í í frystipoka. LOL

Önnur matvöruverslunin hafði reist plexiglas skjólvegg í kringum afgreiðslumanninn á kassanum, en hin ekki.

Bensínstöðin hafði sömuleiðis sett upp plexigler en hafði að öðru leyti ekki miklar áhyggjur og þar úðuðu viðskiptavinir í sig pylsum, sem voru réttar undir hið sama plexigler.

En það er eitthvað óþægilegt og óraunverulegt við að hugsa um að vita ekki hvor að búðarferðin var "lífshættulegur leiðangur" eða ekki, fyrr en eftir viku eða eða.

En auðvitað er lífshættulegt sömuleiðis að fara ekki og kaupa mat, það segir sig sjálft.

Þannig er lífið á þessu "síðustu og verstu", alls ekki alslæmt, en samt vissulega ýmsar áskoranir og betra að fara varlega.

En það er þessi tilfinning að labba um verslun og hugsa um alla sem þú sérð sem hugsanlga smitbera sem er svo óþægileg og ég reyni að ýta í burtu.

Og á leiðinni heim er maður feginn að enginn hnerraði eða hóstaði svo ég yrði var við.

Þetta eru skrýtnir tímar.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband