Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020
26.4.2020 | 06:21
Pláneta mannanna - heimildamynd
Undir núverandi kringumstæðum eyði ég eins og sjálfsagt fleiri, all nokkrum tíma á netinu og þar kennir ýsmissa grasa þessa dagana.
Margir kannast við kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore, hann hefur verið gríðarlega umdeildur, myndir hans hafa skipt mönnum í háværa hópa.
Á YouTube síða hans var frumsýnd nýlega (líklega á Degi Jarðar) ný heimildarmynd eftir Jeff Gibbs, sem Moore hefur framleitt.
Myndin er vel gerð og vel þess virði að horfa á. Fyrir minn eiginn smekk er hún full "dómsdagspredikandi", ef svo má að orði komast, og margir myndu líklega segja að hún væri ekki "lausnamiðuð".
Það kemur líklega fáum að óvart að í myndinni er ráðist harkalega á orkuiðnaðinn og Koch bræðurnir fá sinn skammt.
En það kemur ef til vill mörgum á óvart að "umhverfisverndariðnaðurinn" fær jafn stóran, ef ekki stærri part gagnrýninnar. Sólarorka, vindorka, orka úr "lífmassa" fær algera falleinkunn í myndinni og ráðist er af hörku á marga "messíasa" umhverfisverndar.
Ég hef hvergi séð myndina "staðreyndatjékkaða" og ætla ekkert að fullyrða um slíkt. Það er hins vegar rétt að hafa huga að oft rísa upp deilur um "staðreyndir" í heimildamyndum og hafa gert það um fyrri myndir sem Moore hefur framleitt.
Ég hef ekki séð mikið fjallað um myndina og varð örlítið hissa hvað ég hef lítið orðið hennar var í "meinstrím" fjölmiðlum. En ég fann þó skrifað um hana í Guardian, Forbes og Hollywood Reporter. En vissulega gengur mikið á í heiminum.
En eins og alltaf er sjón sögu ríkari. Youtube.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2020 | 16:31
Svipmyndir frá Svíþjóð
Rakst á þetta myndband frá BBC Newsnight, þar sem farið er í heimsókn til Svíþjóðar og rætt um aðgerðir (eða aðgerðaleysi) Svía við Kórónufaraldrinum.
Rætt er við bæði vísinda- og stjórnmálamenn.
Þetta er ekki djúp greining á ástandinu, en samt nokkuð upplýsandi. En hvernig þetta allt fer og hver verður niðurstaðan að faraldri loknum á eftir að koma í ljós.
Eins og kemur fram í myndbandinu er Svíþjóð með verulega fleiri dauðsföll/höfðatölu miðað við hin Norðurlöndin. En ef miðað er við önnur lönd í Evrópu er niðurstaðan önnur. En það kemur fram í þættinum að faraldurinn sé lang sterkastur í Stokkhólmi. Það er eins og í ýmsum öðrum löndum, að stærri borgirnar verði verst úti. En eins og svo margt annað sem tengist Kórónuvírusnum, er ekki hægt að segja að neitt sé regla.
Alla vegna ekki enn þá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2020 | 16:36
20% allra íbúa New York borgar smitaðir af Kórónuvírusnum?
Þessi frétt (og reyndar margar aðrar sem hafa birtst undanfarna daga) er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.
Ef til vill fyrst og fremst vegna þess að hún sýnir okkur hvað lítið er vitað um þennan veirusjúkdóm enn sem komið er og hvað tölulegar upplýsingar geta verið misvísandi.
Það að mótefnamæling í New York borg sýni að 20% hafi smitast á einum eða öðrum tíma er sláandi. Bendir til þess að mun fleiri hafi smitast en áður var talið, en þarf samt sem áður að taka með miklum fyrirvara.
Líklega er úrtakið "gallað" og ýkir fjölda þeirra sem hafi smitast.
"State researchers sampled blood from the approximately 3,000 people they had tested over two days, including about 1,300 in New York City, at grocery and big-box stores."
Úrtakið er ekki slembiúrtak.
Það má telja líklegra að þeir sem eru í matvöru- og öðrum stórverslunum séu þeir sem síður eru hræddir við sjúkdóminn og þannig líklegri til að smitast. Einstaklingar í áhættuhópum og þeir sem eru smithræddir og fara ekki út fyrir hússins dyr (og hafa jafnvel ekki gert það svo vikum skiptir) eru ólíklegri til að hafa smitast og hafa mótefni.
En sú vísbending sem könnunin gefur að mótefni finnist í mun hærra hlutfalli í íbúum New York borgar, en almennt í ríkinu, er einnig vert að gefa gaum.
"In New York City, about 21 percent tested positive for coronavirus antibodies during the state survey. The rate was about 17 percent on Long Island, nearly 12 percent in Westchester and Rockland Counties and less than 4 percent in the rest of the state."
Þessar tvær tilvitnanir eru fengnar úr frétt NYT.
Það bendir til þess að smit hafi orðið algengari í New York borg en öðrum hlutum New York ríkis (enn og aftur er ekki rétti tíminn til þess að fullyrða).
Hvað veldur þvi?
Fyrstu vangaveltur snúast um meira þéttbýli og aukið vægi almenningssamgangna.
Eðlilega er nálægð varla meiri en í stórborgum á við New York. Það er sömuleiðis erfitt að hugsa sér "betri vettvang" fyrir smit en yfirfulla strætisvagna og neðanjarðarlestir. "Social distancing" er frekar erfið hvað varðar almenningssamgöngur.
En margar fréttir hafa verið að berast um að smit hafi hugsanlega borist til Bandaríkjanna og einnig Evrópu mun fyrr en áður hefur verið talið. Það er umhugsunarvert.
Einnig hafa fréttir um að ákveðnir lykilþættir smits hafi verið í kringum atburði s.s. íþróttakappleiki, trúaratburði og aðrar fjöldasamkomur vakið athygli og vekja upp vangaveltur um hvort rétt sé að beina sjónar meira að slíkum atburðum en "almennum aðgerðum".
Svo er svarti bletturinn sem verður æ dekkri, en það eru dánartölur frá dvalarheimilum víðs vegar um heiminn.
En ég veit ekki hversu dánartölur í "venjulegu árferði" t.d. frá hjúkrunarheimilum eru aðgengilegar, en þær sem ég hef séð eru engin skemmtilesning.
20% hafa myndað mótefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2020 | 12:57
Ábyrg forysta sjómannasambandsins
Oft hafa viðræður sjómanna og útgerðarmanna verið erfiðar og sjómenn þekkja það á fá á sig lagasetningu.
En það verður að hrósa forystumönnum sjómanna fyrir að taka ábyrga afstöðu og fresta kjaraviðræðum til haustsins.
Þeir gera sér grein fyrir því að nú er ekki rétti tíminn til að efna til karps um kaup og kjör. Það er ekki tími til að hóta verkföllum.
Enginn veit hvernig markaðsstaða Íslensks sjávarútvegs verður þegar heimurinn færist í hefðbundnari skorður, hvenær sem það verður.
Hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna sameinast í því að best sé að halda flotanum eins virkum og hægt er og semja um breytingar síðar þegar staðan er ljósari.
Skynsemin ræður er gott slagorð, þó að það hafi ef til vill beðið ofurlítinn hnekki þegar Trabant eigendur gerðu það að sínu.
Viðræður sjómanna settar á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2020 | 12:46
Diskó allan daginn og fram á kvöld
Það er hollt að dansa - heima sem annars staðar. Enn einn föstudaginn blæs tónlistarútgáfan Defected til beins streymis frá athyglisverðum plötusnúðum, hvaðanæva að úr heiminum.
Í dag koma fram Simon Dunmore, Dunmore Brothers, Dennis Ferrer, Catz n´Dogs, Dom Dolla, DJ Spen, Ferreck Dawn, Gorgon City og Themba.
Fjörið byrjar nú klukkan 13:00 að Íslenskum tíma og stendur til 22:00 í kvöld. Sent er út á Youtube og fleiri stöðum.
Þess má geta að ef einhver hefur áhuga á því að spreyta sig, er hægt að sækja um að koma fram í næstu viku.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2020 | 09:07
Verða það "forréttindi" að hafa mótefni gegn Kórónaveirunni?
Þetta er áhugaverð frétt frá fleiri en einu sjónarhorni. Í fyrsta lagi að einstaklingur hafi lagt á sig ferð (þó ekki mjög langa eða erfiða) með því markmiði að smitast af Kórónuveirunni.
Það kemur ekki fram í fréttinni hvers vegna honum þótti það æskilegt, en það má leyfa sér vangaveltur í þá átt að hann hafi talið að "illu væri best aflokið" og eftir veikindin væri hræðsla úr sögunni og hann gæti lifað eðlilegu lífi án ótta. Ferðast hvert sem er o.s.frv., hann væri ónæmur.
Sjónarmið sem er hægt að skilja.
En svo er spurningin hvers vegna hann hélt sig ekki heimavið þangað til ljóst væri hvort hann hefði smitast eður ei?
En mér þætti líka fróðlegt að vita hvernig hann bar sig að við að reyna að fá smit? Heimsótti hann einhvern sem staðfest var að væri smitaður eða sat hann bara og drakk öl á veitingastöðum?
Það er líka spurning hvort að einhver hætta hafi stafað af honum, ef sveitarstjórnin hefur virt allar reglur um fjarlægð og annað slíkt? Var einhver meira hætta af þessum einstakingi en öðrum sem hefur ef til vill farið til Stokkhólms, en í venjulegri tilgangi?
Ef svo hefur verið gert, hvernig er þá hægt að neita einstaklingi sem lítur út fyrir að vera heilbrigður að sitja fund?
En sá fyrirvari er hér að ég þekki ekki nógu vel þær reglur sem settar hafa verið í Svíþjóð.
En þá kemur að vangaveltum í þá átt hvort að það geti verið eftirsóknarvert að hafa mótefni gegn Kórónaveirunni.
Getur það komið sér vel og jafnvel skapað forréttindi þangað til bóluefni verður fundið upp og komið í almenna útbreiðslu? Fá þeir einstaklingar fullt ferðafrelsi, svo dæmi sé tekið.
Sjá hefur mátt vangaveltur í þá átt hér og þar, en ekkert hefur verið ákveðið.
Til dæmis sagði nýlega í frétt hér á mbl.is: "Þá gæti jafnvel farið svo að óskað verði eftir því að fólk geti sýnt fram á að það sé með mótefni við veirunni áður en það ferðast á milli landa."
Svipaðar vangaveltur má sjá í nýlegri grein í Kanadíska blaðinu National Post.
En sitt sýnist hverjum og andstæðar skoðanir koma fram. Ýmsir eru á þeirri skoðun að slík "flokkun" gæti skapað mikið stærri vandamál en hún leysir.
Í greininni má m.a. lesa:
"For years, decades, weve been writing about stigma in infectious disease and how its problematic and now people are thinking of actually employing something that is by definition stigmatizing as a way out, said University of Toronto bioethicist Dr. Ross Upshur, of the Dalla Lana School of Public Health."
...
"Its nice to think of an immunity passport if youre the one immune, Upshur added. Because that means there is at least the possibility that some of us would be able to freely move in the environment.
But how to do the testing fairly and equitably? You would need a regimen to give everybody the fair opportunity to have the test, and look at how well weve been rolling out testing in Ontario in the first place, he said.
The plan would also be premised on the idea that the non-immune would remain largely sheltered until vaccines become available. But Upshur, who has been on multiple meetings with top scientific minds on World Health Organization teleconferences, says the probability that there will be a vaccine in the near future with over 90 per cent efficacy and available in seven billion doses is almost non-existent."
...
"Its likely that people exposed to the pandemic virus in the past would have some reasonable degree of immunity. One hundred percent immunity? Probably not. One hundred per cent of the time? Definitely not. But better than nothing, said Amir Attaran, a professor of law and medicine at the University of Ottawa who has a PhD in immunology.
However, in our shelter-in-place isolation, we didnt magically develop immunity, Attaran noted. Weve been sitting on the couch watching Netflix and drinking beer."
...
"Attaran said we ought to consider immune passporting, giving those who are thought to be immune a bill of health that says they can circulate more extensively in society without risking the health of others.
But what level of immunity makes someone passport worthy? How would it work?"
Sem leiðir mig að næstu vangaveltum.
Hvað gerist þegar/ef bóluefni verður á boðstólum?
Hvað gerist þegar/ef einstaklingar/fjölskyldur/hópar neita bólusetningu?
Verður það gert refsivert? Mega "slíkir einstaklingar" sækja skóla, vinnu, vera í strætó, sækja tónleika, ferðast, fara í klippingu o.s.frv?
Viljum við að þeir verði auðkenndir á einhvern hátt?
Það er ekki komið að ákvörðunum um slík mál. En líklega er tímabært að fara að velta þeim fyrir sér.
Gleðilegt sumar.
Fór til Stokkhólms til að smitast af veirunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.4.2020 | 06:58
Greinar dagsins: Falsfréttir, gagnrýni og tjáningarfrelsi
Ég fékk senda tengingar á tvær fínar greinar sem birtast í Kvennablaðinu og eru báðar skrifaðar af Evu Hauksdóttur.
Þar er fjallað um falsfréttir, gagnrýni og tjáningarfrelsi.
Greinarnar heita: Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið? og Þrengt að tjáningarfrelsi í Evrópu
Athyglisverðar greinar sem ég hvet alla til að lesa og velta þessum málum fyrir sér. Hvað er rétt að banna, hvaða hagsmunir eru meiri og minni o.s.frv.
Í greinunum má lesa m.a.: "Þegar ég heyri orðið falsfréttir detta mér helst í hug staðhæfingar sem eru óumdeilanlega rangar. Allskyns snákaolíufréttir hafa flætt yfir og það er full ástæða til þess að heilbrigðisyfirvöld vari fólk við ráðum eins og klórdrykkju og bendi á fullyrðingar sem eru til þess fallnar að veita falskt öryggi eins og þær að tilteknar fæðutegundir verji mann gegn smiti. Mér þætti fengur að upplýsingasíðu í anda Snopes, til þess að fletta ofan af slíku bulli og mér þætti í góðu lagi að ríkið legði til fé til þess að halda slíkum upplýsingavef úti, á meðan þessi ósköp dynja yfir. En hér virðist eitthvað annað og alvarlegra vera í bígerð."
"Í öðru lagi eru dæmigerðar falsfréttir sem hafi það að markmiði að sá fræum [svo] efans og ýta undir tortryggni bæði gagnvart stjórnvöldum einstakra ríkja, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og til að grafa undan Evrópusambandinu með fullyrðingum um að samvinna Evrópuríkja sé ekki að virka, þau standi ekki saman."
Seinni tilvitnunin er í greininni, en ekki skrif Evu heldur tekin beint úr frétt Ruv.is um málið. Ég hvet alla til þess að lesa þá frétt sömuleiðis.
"Hatursorðræða er refsiverð ef hún felst í ógnunum eða hvatningu til ofbeldis eða mismununar eða ef hún er sett fram í þannig samhengi að fyrirsjáanlegt sé að hún verði tilefni ofbeldis eða mismununar. Það er ekki refsivert að hafa úreltar skoðanir. Engu að síður verður tjáning, sem rétthugsandi fólk telur hatursfulla, oft tilefni pólitískra ofsókna. Fólk er niðurlægt á samfélagsmiðlum og nuddað upp úr vömmum og skömmum sem koma málinu ekkert við. Félagsleg útskúfun fylgir í kjölfarið, sumir missa vinnuna og stundum er lögreglu sigað á fólk sem er ekki á nokkurn hátt hættulegt, bara með skoðanir sem falla ekki í kramið.
Þótt hatursorða sé algengasta réttlætingin fyrir takmörkun tjáningarfrelsis er líka ástæða til að hafa áhyggjur af hömlum við tjáningu um trúarbrögð. Í október 2018 lagði Mannréttindadómstóll Evrópu blessun sína yfir þá lagatúlkun austurrískra dómstóla að gagnrýni á Islam gæti varðað hóflegri refsingu ef hún væri til þess fallin að særa trúartilfinningar múslíma. Í því tilviki hafði stjórnmálakona lagt út af sambandi Múhammeðs spámanns við eiginkonu sína, sem samkvæmt trúarritum var 9 ára þegar hjónabandið var fullkomnað, og spurt: Hvað köllum við það ef ekki barnagrind?"
Þessi tilvitnun er úr seinni greininni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2020 kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.4.2020 | 11:51
Grímur eða ekki grímur?
Það er mikið rifist um alla heimsbggðina hvort það borgi sig að vera með grímu fyrir vitunum eður ei.
Stutta svarið hlýtur að vera að það marg borgar sig.
Ella væri heilbrigðisfólk ekki að hafa fyrir því að nota þær.
En svarið, eins og svo oft áður er mikið flóknara en það.
Líklega er betra en ekkert að hafa eitthvað fyrir vitunum, það er erfitt að sjá að það geti beinlínis skaðað nokkurn.
En það er margt sem er vert að gefa gaum.
Fyrst ber að nefna að grímur eru misjafnar að gæðum N95 eða ekki N95 er stór spurning og svo eru til fleiri flokkar.
En flestar grímur vernda þann sem notar þær ekki mikið lengur en klukkutíma, ef eitthvað af veirum eða bakteríum eru í umhverfinu.
Önnur hætta er ef einstaklingar kunna ekki að setja andlitsgrímur á sig, eða taka þær af sér.
Ef veirur eða bakteríur hafa safnast í grímuna þarf að sýna fyllstu varúð við að taka hana af sér og setja á sig nýja.
Þannig að ef gríman hefur "virkað" þarf að passa sig í umgengni við hana.
Þegar ég fer í búðina er staðan sú nú að líklega eru u.þ.b. 70% af viðskiptavinum með grímu og jafnvel hærra hlutfall af starfsfólki.
Það er augljóst að grímurnar eru misjafnar að gæðum, en margar þeirra eru þó af góðum "medical standard".
Hér hafa grímur enda verið seldar í apótekum og mátti sjá langar biðraðir þegar sendingin var auglýst.
Það var samt augljóst að margir höfðu lítt hirt um að vanda sig við að setja grímuna á sig og aðrir gefist upp, vegna þess að til lengdar getur verið þungt að anda í gegnum grímu, og höfðu grímuna undir nefinu en yfir munninn. Slíkt gerir næsta lítið gagn.
Það getur því vissulega verið falskt öryggi að vera með grímu.
Sjálfur set ég orðið á mig grímu núna, ef ég sé að flestir eru með grímu. Ég lít eiginlega á það sem nokkurs konar kurteisi og það eru færri hornaugu gefin. Klagar ekkert upp á mig að nota grímu fyrst ég á þær.
Það getur líka verið varasamt að bæta við fjölda notenda, ef svo má að orði komast, á meðan framboðið er takmarkað.
En ef að tekst að tryggja framboð hef ég trú á því rétt sé til að hvetja til aukinnar grímunotkunar.
Það getur hjálpað til að auka öryggi þegar einstaklingar byrja að hittast aftur, t.d. til að ná sér í persónulega þjónustu.
En það þyrfti að gera gera stuttar leiðbeiningar hvernig á að nota þær og gefa besta vörn.
Grímur skylda hjá Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2020 | 11:43
Vorboðinn ljúfi - og bragðgóði
Vorboðinn er örlítið misjafnur eftir löndum. Á Íslandi er vorboðinn auðvitað almennt talinn vera lóan, þó að reyndar hafi margir einstaklingar sinn "prívat" vorboða.
Hér í Eistlandi, þegar ég hef verið hér um vor eins og nú, hefur vorboðinn alltaf verið sá sami.
Það er villti hvítlaukurinn. Það er eitthvað svo unaðslegt að ganga um garðinn, sjá tréin byrja að skjóta út brumum, "snæbjöllurnar" blómstrandi og svo kemur villti hvítlaukurinn.
Ég ét blöðin, ég brytja þau út í smjör, ég nota þau á pizzur og ég bý til súpu. Villihvítlaukssúpa er "eiturgrænn" herramannsmatur og að mörgu leyti minn "prívat" vorboði, einstaklega ljúffeng.
Auðvitað dugar villti hvítlaukurinn ekki einn og sér, en vatn, rjómi, salt og pipar er allt sem þarf til viðbótar. Sumir bæta kartöflum út í til að gera hana aðeins matarmeiri og það virkar líka.
20.4.2020 | 18:35
Tvær greinar af Vísindavefnum sem ég hvet alla til að lesa
Faraldrar og smitsjúkdómar eru líklega vinsælasta umræðuefni heimsbyggðarinnar þessi dægrin.
Kórónuveiran geysar og æ fleiri eru "krýndir".
En það er vert að hafa í huga að þetta er ekki eini smitsjúkdómurinn sem er á ferðinni og víða hefur bæði á undan og samtímis geysað erfiður influensufaraldur.
En ég rakst á góðan fróðleik um influensur á Vísindavefnum (sem er afar jákvæð starfsemi) og hvet alla til að lesa þær.
Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Þar má til dæmis lesa:
"Árið 2017 voru dauðsföll af völdum inflúensu alls 18, helmingur þeirra af völdum greindrar súnu- eða heimsfaraldursinflúensuveiru. Að þessum tveimur árum undanskildum hafa tilfellin verið innan við 10 á ári á þessari öld, með einni undantekningu þó, því árið 2005 voru þau 29 og öll flokkuð þannig að veira hafi ekki verið greind."
Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?
Þar má lesa: "Almennt er talið að um 3-5 milljón alvarleg tilfelli inflúensu eigi sér stað á hverju ári um allan heim, með 290.000-650.000 dauðsföllum. Þar að auki veldur flensan miklu álagi á heilbrigðiskerfi þjóða og verulegum kostnaði vegna vinnutaps."
Og:
"Það er þannig mikilvægt að hafa eitt í huga þegar kemur að dánarhlutfalli. Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem vert er að taka fram að er ekki inflúensufaraldur) er mikið talað um dánarhlutfallið, sérstaklega mun milli landa. Það eru ótalmargar breytur sem hafa hér áhrif. Álag á heilbrigðiskerfið, aldursdreifing í samfélögum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, rannsóknaraðstaða, vangreining tilfella ásamt ýmsu fleiru sem skekkir myndina. Þannig ber að fara mjög varlega að oftúlka þessa tölu, enda er hún ekki fasti."
Virkilega fróðlegar greinar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)