Greinar dagsins: Falsfréttir, gagnrýni og tjáningarfrelsi

Ég fékk senda tengingar á tvær fínar greinar sem birtast í Kvennablaðinu og eru báðar skrifaðar af Evu Hauksdóttur.

Þar er fjallað um falsfréttir, gagnrýni og tjáningarfrelsi.

Greinarnar heita: Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið?  og Þrengt að tjáningarfrelsi í Evrópu

Athyglisverðar greinar sem ég hvet alla til að lesa og velta þessum málum fyrir sér. Hvað er rétt að banna, hvaða hagsmunir eru meiri og minni o.s.frv.

Í greinunum má lesa m.a.:  "Þegar ég heyri orðið „falsfréttir“ detta mér helst í hug staðhæfingar sem eru óumdeilanlega rangar. Allskyns snákaolíufréttir hafa flætt yfir og það er full ástæða til þess að heilbrigðisyfirvöld vari fólk við ráðum eins og klórdrykkju og bendi á fullyrðingar sem eru til þess fallnar að veita falskt öryggi eins og þær að tilteknar fæðutegundir verji mann gegn smiti. Mér þætti fengur að upplýsingasíðu í anda Snopes, til þess að fletta ofan af slíku bulli og mér þætti í góðu lagi að ríkið legði til fé til þess að halda slíkum upplýsingavef úti, á meðan þessi ósköp dynja yfir. En hér virðist eitthvað annað og alvarlegra vera í bígerð."

"Í öðru lagi eru dæmigerðar falsfréttir sem hafi það að markmiði að sá fræum [svo] efans og ýta undir tortryggni bæði gagnvart stjórnvöldum einstakra ríkja,  gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og til að grafa undan Evrópusambandinu með fullyrðingum um að samvinna Evrópuríkja sé ekki að virka, þau standi ekki saman."

Seinni tilvitnunin er í greininni, en ekki skrif Evu heldur tekin beint úr frétt Ruv.is um málið. Ég hvet alla til þess að lesa þá frétt sömuleiðis.

"Hatursorðræða er refsiverð ef hún felst í ógnunum eða hvatningu til ofbeldis eða mismununar eða ef hún er sett fram í þannig samhengi að fyrirsjáanlegt sé að hún verði tilefni ofbeldis eða mismununar. Það er ekki refsivert að hafa úreltar skoðanir. Engu að síður verður tjáning, sem „rétthugsandi“ fólk telur hatursfulla, oft tilefni pólitískra ofsókna. Fólk er niðurlægt á samfélagsmiðlum og nuddað upp úr vömmum og skömmum sem koma málinu ekkert við. Félagsleg útskúfun fylgir í kjölfarið, sumir missa vinnuna og stundum er lögreglu sigað á fólk sem er ekki á nokkurn hátt hættulegt, bara með skoðanir sem falla ekki í kramið.

Þótt hatursorða sé algengasta réttlætingin fyrir takmörkun tjáningarfrelsis er líka ástæða til að hafa áhyggjur af hömlum við tjáningu um trúarbrögð. Í október 2018 lagði Mannréttindadómstóll Evrópu blessun sína yfir þá lagatúlkun austurrískra dómstóla að gagnrýni á Islam gæti varðað hóflegri refsingu ef hún væri til þess fallin að særa trúartilfinningar múslíma. Í því tilviki hafði stjórnmálakona lagt út af sambandi Múhammeðs spámanns við eiginkonu sína, sem samkvæmt trúarritum var 9 ára þegar hjónabandið var fullkomnað, og spurt: „Hvað köllum við það ef ekki barnagrind?“"

Þessi tilvitnun er úr seinni greininni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er mjög mikið áhyggjuefni þegar litið er til orða þessarar Elfu. Það færi best á því að leggja þessa nefnd strax aftur niður.

Og hvað á líka nefndin að gera? Er þetta kannski bara leið til að láta líta út fyrir að þessir opinberu starfsmenn sem í henni sitja hafi eitthvað við að vera í "vinnunni"?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2020 kl. 13:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Þetta er brýnt málefni. Svo brýnt að ráðherrar gáfu sér tíma til að skipa nefnd, þrátt fyrir að vera upptekin við að bjarga þjóðinni.

Það blasir til dæmis við að ef að einhver fjölmiðill segir að samstarf "Sambandsríkjanna" virki ekki, þá hljóta að gilda viðurlög, ekki satt?

Von der Leyen bað að vísu Ítali afsökunar fyrir slæleg viðbrögð "Sambandsins", en það gefur engum leyfi til þess að segja að samstarfið sé ekki æðislegt. Segja ekki allir þjóðarleiðtogarnir það?

Það er eins með það þegar Íslenskir fjölmiðlar flytja fréttir af því að það sé stirt í stjórnarsamstarfinu.  Það er augljóslega falsfréttir.  Koma ekki forystumenn stjórnarflokkana alltaf fram í fjölmiðlum og segja að það sé ekkert til í því?

Auðvitað verður að stöðva svona "falsfréttaflutning", sérstaklega þegar fjölmiðlarnir geta ekki lagt fram nein sönnunargögn sem styðja mál þeirra.

Í svoleiðis tilfellum dugar ekkert minna en sekt, en líklega væri öruggarar að loka fjölmiðlinum.  Þú mannst orðtækið með barnið og brunninn, já svo þetta að skipa ef mönnum er hlýtt.

Fjölmiðlarnir þurfa ekkert að kvarta undan þessu.  Það verður hent í þá einhverjum milljónum, og ef vel gengur fá þeir að fara á fjárlög.

Hver þarf trúverðugleika undir svoleiðis kringumstæðum?

G. Tómas Gunnarsson, 22.4.2020 kl. 17:13

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég spái því að það muni ekki heyrast múkk frá þessari nefnd. Að þvi gefnu að allt sé satt og rétt sem Eva Hauksdóttir segir! 

En ég finn ekki listann yfir þá sem eru í nefndinni. 

Kristján G. Arngrímsson, 22.4.2020 kl. 19:03

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

COVID-19 fréttir eru falsfréttir ... hver sá sem lesa kann. Veit að þessi veira er lítið annað en flensa.  Svíþjóð hefur rétt fyrir sér, en Ísland fylgir fjöldamorðingjum kínverska kommúnistaflokknum að máli.

Örn Einar Hansen, 22.4.2020 kl. 20:42

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jahá, þú finnur ekki listann Kristján!

Það skyldi þó aldrei vera að það hafi verið fyrsta verk nefndarinnar að fela hann? Ég myndi passa mig að minnast ekki á hann oftar. Þú kynnir þá að verða tekinn fyrir á nefndarfundi sem boðberi falsfrétta og eitthvað miður skemmtilegt gert við þig.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2020 kl. 21:14

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jæja, þar slappstu fyrir horn embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2020 kl. 22:18

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég hef lesið ýmislegt eftir Evu Hauksdóttur í gegnum tíðina. Misjafnt að gæðum og ég stundum sammála, en líklega oftar ekki. 

En ég hef aldrei staðið hana beint að rangfærslum, þó að ég hafi ekki ritrýnt skrif hennar af alvöru eða kannað allar heimildir.

En ég er sammála Þorsteini, að það alvarlegasta sem kemur fram í greinum hennar hvað varðar Ísland og Íslendinga eru ummæli Elfu.

En er það eitthvað sérstakt í greinum Evu sem þér þykir ólíklegt að sé satt?

Ég bloggaði nú um "sannleiksstofuna" fyrir einhverjum árum. https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2229613/

Ef til vill er glittir í hana, því ég ef enga trú á öðru en að þróttmikið starf muni fara fram í nefndinni og yfigripsmiklar tillögur verði lagðar fram.

Slíkar tillögur gætu verið hluti þess að vernda almenning fyrir Kórónuveirunni, ef hún geysar lengi. 

Hver getur verið á móti svoleiðis tillögum?

G. Tómas Gunnarsson, 23.4.2020 kl. 05:12

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Alsír vísar veginn fram á við.

https://www.ruv.is/frett/2020/04/23/falsfrettir-verda-refsiverdar-i-alsir

"Alsírskir þingmenn samþykktu að gera fréttaflutning falskra frétta sem taldar eru stefna öryggi almennings og ríkisins í hættu refsiverðan. Lögin voru lögð fyrir þingið í morgun, og umræðum og atkvæðagreiðslu um þau lauk fyrir hádegi, hefur AFP fréttastofan eftir ríkisfréttastofu Alsírs. Á sama fundi voru samþykkt lög um refsingar fyrir mismunun og hatursorðræðu."

Af vef ruv.is, en leturbreytingin er mín.

G. Tómas Gunnarsson, 23.4.2020 kl. 06:47

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei, Tommi, það er ekkert sérstakt í skrifum Evu sem ég dreg í efa. Það vill nú svo til að núna er ég sama sinnis og þið Þorsteinn. Eins og ég sagði held ég að þessi nefnd sé bara eitthvað til málamynda - af hverju hún er skipuð veit ég sosum ekki.

Fyrir ekki löngu var skipu einhver nefnd sem átti að vera þingmönnum eða ríkisstjórn til trausts og halds í siðferðismálum og liður í að auka traust almennings á þingheimi. Það hefur ekkert heyrst frá þeirri nefnd, enda frekar hallærislegt að skipa hana.

Held að fari eins með þessa nefnd. Eða vinnuhóp, eins og nefndir heita núna. Ég held við ættum ekki að missa mikinn svefn yfir þessu sem Elfa segir, eða lista hennar yfir fólk sem kann að segja sannleikann. Þetta er voða hallærislegt hjá henni.

Kristján G. Arngrímsson, 23.4.2020 kl. 09:24

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég sef eins og engill.  Það er þegar ég er vakandi sem ég hef áhyggjur.  lol

En það sem ég hef áhyggjur af er að er það má sjá þetta sama "trend" mjög víða. Innan "Sambandsins" er t.d. talað mikið að að auka þessa baráttu. Enn sem komið er hefur baráttan hvað helst verið í því formi að snúa upp á hendur samfélagsmiðla.

Ég er ekki að segja að engar áhyggjur þurfi að hafa af falsfréttum. En það gildir það sama og víða annars staðar að "lækningin má ekki vera verri en meinið".

Að mínu mati er eina leiðin til að sigra í þeirri baráttu meiri upplýsingar, opnara stjórnkerfi og heilbrigð skoðanaskipti.

En rétt eins og engin leið virðist vera til að útrýma "Nígeríusvindli" (ég vona að það sé ekki ólöglegt enn að "shama" svona eina þjóð með þessu nafni), þá held ég að "falsfréttir" verði með okkur um ókomna tíð.

G. Tómas Gunnarsson, 23.4.2020 kl. 10:34

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er náttúrulega ótækt að opinber nefnd (afsakið, vinnuhópur) sjái um að gæta okkar fyrir falsfréttum. 

Og auðvitað hafa falsfréttir alltaf verið til, dæmi um fræga slíka falsfrétt er hugsanlega að nafnið "Jack the Ripper" á frægasta raðmorðingja sögunnar hafi verið búið til af blaðamanni sem var að lífga upp á slakan fréttadag. 

En þetta er óstaðfest. cool Skv. hefðbundinni sögu skrifaði nauðgarinn þetta sjálfur undir bréf til lögreglunnar.

Kristján G. Arngrímsson, 23.4.2020 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband