Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Landamæraveggur hér og landamæraveggur þar

Þó að vissulega séu áform DJ Trump um byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó nokkuð stórkarlaleg og deila megi um hvort að þörf sé að vegg eður ei, finnst mér óumdeilanlegt að ríki eiga fullan og óskoraðan rétt til þess að stjórna hverjir koma til landins. 

Hvort að til þess þurfi vegg eða girðingu er annar handleggur og vissulega er ekki óeðlilegt að um slíkt séu skiptar skoðanir.  Ég ætla ekki að dæma um þörfina á landamærum Mexikó og Bandaríkjanna, enda þekki ég ekki nógu og vel til.

En hitt er ótvírætt í mínum huga að engin réttindi eru tekin af Mexíkóbúum, öðrum íbúum S-Ameríku eða nokkrum öðrum, þó að reistur sé múr eða veggur á landamærunum.

Engin á rétt á því að fara þá leið til Bandaríkjanna.

Ceuta borderEn það virðist ekki vera sama hvar landamæraveggir eru.  Víða eru þeir til staðar án þess að "heimspressan" eða nokkur annar hamri á tilvist þeirra.

Hér til hliðar má t.d. sjá mynd frá landamærum eins af ríkjum Evrópusambandins.

Eðlilega er passað vel upp á landamærin, enda á enginn rétt á því að fara þar yfir án tilskyldar heimildar.

 

 

Hér til hliðar er svo önnur mynd af öðrum stað á landamærum sama ríkis.  Alls ekki melilla   border fenceminni viðbúnaður þar.

Þessum landamæragirðingum er ætla að hindra að fólk komi til landsins.  Eftir sem áður er öllum frjálst að yfirgefa landið, rétt eins og tilfellið er í Bandaríkjunum.  En það á sömuleiðis að fara fram á viðurkenndum stöðum, en ekki með því að skjótast leynilega yfir landamærin.

Þessar girðingar (eða múrar) eiga því ekkert sameiginlegt með "Berlínarmúrnum", eða þeim víggirðingum sem komið hefur verið upp á landamærum N-Koreu. Þar var og er ætlunin að hindra íbúana að yfirgefa landið.  Landinu hefur verið breytt í fangelsi.

Það er grundvallaratriði að gera greinarmun á slíku.

En hvers vegna skyldi svona fáum þykja það alger ósvinna af Spáni að hafa byggt slíka landamæraveggi?

 

 

 

 

 

 


Pólítík og íþróttir

Persónlulega missi ég ekki svefn yfir því að Koreuríkin sendi sameiginlegt lið til keppni, eða sé leyft að hafa fleiri leikmenn í hópnum en öðrum ríkjum.

En ég er þó þeirrar skoðunar að slíkt sé varhugavert fordæmi.

Ég er þeirrar skoðunar að í íþróttum, sem víðast annars staðar eigi aðeins einar reglur að gilda, fyrir alla þá sem þeim þurfa að hlýða.

Vissulega væri það gott og æskilegt að ríkin á Koreuskaga hefðu með sér aukið samstarf, eða sameinuðust.

En íþróttir eiga að halda sig eins langt frá pólítík og mögulegt er.

Það er enda oft inntak ræðanna sem haldnar eru við hátíðleg tækifæri.

Undanþágur sem þessar gera þann hljóm enn holari en verið hefur.

 


mbl.is Mæta á HM með fleiri leikmenn en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu allir borga í Vaðlaheiðargöngin?

Þó að ég hafi verið einn af þeim sem var ekki mjög hrifinn að undarlegum ákvörðunum varðandi Vaðlaheiðargöng og þeirri undarlegu "einkaframkvæmd" sem þau eru framkvæmd með, geri ég mér fulla grein fyrir því að tímanum verður ekki snúið við og því fagna ég göngunum sem slíkum og á án efa eftir að aka þar í gegn í framtíðinni.

Ég vona að rekstur þeirra gangi vel og verði vonandi greiddur upp fyrr en áætlanir gera ráð fyrir, þó að vissulega geti án efa brugðið til beggja vona með það.

En ég velti því fyrir mér hvernig hið nýja og tæknivædda greiðslukerfi ganganna muni virka.

Hvernig verða t.d. þeir bílar sem koma með Norrænu til landins rukkaðir, ef þeir greiða  ekki af frjálsum og fúsum vilja?

Verða eigendur þeirra eltir uppi um alla Evrópu (eða lengra) með tilheyrandi kostnaði?  Verða rútur sem oft koma með Norrænu (og sumar dvelja að mér skilst sumarlangt eða lengur) rukkaðar, og þá hvernig?

Eða verður gjaldheimtan enn eitt dæmi um að þeir sem eru innlendir og standa skilvíslega skil á sínu, standi höllum fæti í samkeppninni?

Verður öllum farartækjum sem koma á land með Norrænu (eða öðrum ferjum) gert skilt að gefa upp kreditkortanúmer sem má gjaldfæra "gangagjald" á?  Eða stríðir það gegn reglum um frjálsa för á Evrópska efnahagssvæðinu?

Ég veit ekki neitt um það, en mér þætti fróðlegt að vita hvernig Íslenskir eigendur ganganna hafa hugsað sér að standa að að þessum málum.

Ekki verður litið hjá því að slíkar lausnir verða þeim mun meira áríðandi ef viðamiklar hugsanir um vegatolla verða að veruleika.


mbl.is Sparnaður bæti fyrir gjaldtökuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit, vilji kjósenda og skoðanakannanir

Ýmsar skoðanakannanir nú um stundir gefa þær niðurstöður að meirihluti (þeirra sem afstöðu taka) vilji að Bretland hætti við útgöngu úr Evrópusambandinu.

Það gefur mörgum þeim sem hafa verið andsnúnir "Brexit", tilefni til þess að álykta að rétt sé að hætta við, eða í það minnsta að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að haldið  verði áfram með "útgönguna".

Eins og oftast er hægt að tína til rök með og á móti.

Auðvitað geta kjósendur skipt um skoðun, en í fæstum tilfellum er þeim þó gefin réttur til þess að snúa ákvörðun sinni við.  Þó að einhverjir sjái eftir að hafa gefið flokki atkvæði sitt, verða þeir að bíða eftir því að kjörtímabilinu ljúki, það er ekki hægt að taka atkvæði "til baka".

Segjum svo að hætt yrði við útgöngu úr "Sambandinu", eða annað þjóðaratkvæði haldið, í krafti skoðanakannana, ætti þá að byrja aftur að ganga úr "Sambandinu", eða halda enn eina atvæðagreiðsluna, ef skoðanakannanir breyttust á nýjan leik, segjum eftir 1. ár?

Það ber að hafa í huga að það er ekkert nýtt að meirihluti Breskra þátttakenda í skoðanakönnunum, sé þeirrar skoðunar að ekki beri að hverfa úr "Sambandinu".  Mér er nær að halda að það hafi verið svo oftar en ekki, eins og sjá má á þessari "Wikisíðu".  Ekki hvað síst í aðdragenda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Staðreyndin er auðvitað að það er varasamt að treysta á niðurstöður skoðanakannana, enda hafa kosningaúrslit oft sýnt það á undanförnum árum. 

Nægir að minna á úrslit kosninga í Bandaríkunum, Bretlandi (bæði þing og "Brexit"), Svíþjóð og víðar.

Því er rétt að spyrja, hversu mikið vægi á að gefa skoðanakönnunm í slíkum pólítískum ákvörðunum?

Engri þjóð er stjórnarð með skoðanakönnunum, né er rökrétt að slíkt sé gert.

Vangaveltur um hvort að minnandi áhugi fyrir útgöngu, sé síðan slælegri frammistöðu Breskra stjórnvalda um að kenna, er svo ástæða til frekari vangavelta.

Ef þeir "Sambandssinnar" sem fóru fyrir Bretlandi við samningagerðina stóðu sig ekki, er það ástæða fyrir því að hundsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar?

Eins og í mörgum öðrum tilfellum er (að mínu mati) ekki til rétt eða röng niðurstaða í vangaveltum sem þessum, ekki er hægt að fullyrða um niðurstöður (enda engin "hliðarniðurstaða" til sem annar möguleiki var reyndur), en mér þykir þó rökréttast að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins.

Eitt af vandamálunum við slíkt, er þó að þeir sem voru sammála um að Bretlandi væri best komið utan "Sambandsins", eru ekki sammála um hvernig beri að standa að útgöngu.

Ekki frekar en "Sambandssinnar" eru sammála um í hvaða átt "Sambandið" eigi að stefna, eða hvar það verði statt eftir fáein ár.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband