Landamæraveggur hér og landamæraveggur þar

Þó að vissulega séu áform DJ Trump um byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó nokkuð stórkarlaleg og deila megi um hvort að þörf sé að vegg eður ei, finnst mér óumdeilanlegt að ríki eiga fullan og óskoraðan rétt til þess að stjórna hverjir koma til landins. 

Hvort að til þess þurfi vegg eða girðingu er annar handleggur og vissulega er ekki óeðlilegt að um slíkt séu skiptar skoðanir.  Ég ætla ekki að dæma um þörfina á landamærum Mexikó og Bandaríkjanna, enda þekki ég ekki nógu og vel til.

En hitt er ótvírætt í mínum huga að engin réttindi eru tekin af Mexíkóbúum, öðrum íbúum S-Ameríku eða nokkrum öðrum, þó að reistur sé múr eða veggur á landamærunum.

Engin á rétt á því að fara þá leið til Bandaríkjanna.

Ceuta borderEn það virðist ekki vera sama hvar landamæraveggir eru.  Víða eru þeir til staðar án þess að "heimspressan" eða nokkur annar hamri á tilvist þeirra.

Hér til hliðar má t.d. sjá mynd frá landamærum eins af ríkjum Evrópusambandins.

Eðlilega er passað vel upp á landamærin, enda á enginn rétt á því að fara þar yfir án tilskyldar heimildar.

 

 

Hér til hliðar er svo önnur mynd af öðrum stað á landamærum sama ríkis.  Alls ekki melilla   border fenceminni viðbúnaður þar.

Þessum landamæragirðingum er ætla að hindra að fólk komi til landsins.  Eftir sem áður er öllum frjálst að yfirgefa landið, rétt eins og tilfellið er í Bandaríkjunum.  En það á sömuleiðis að fara fram á viðurkenndum stöðum, en ekki með því að skjótast leynilega yfir landamærin.

Þessar girðingar (eða múrar) eiga því ekkert sameiginlegt með "Berlínarmúrnum", eða þeim víggirðingum sem komið hefur verið upp á landamærum N-Koreu. Þar var og er ætlunin að hindra íbúana að yfirgefa landið.  Landinu hefur verið breytt í fangelsi.

Það er grundvallaratriði að gera greinarmun á slíku.

En hvers vegna skyldi svona fáum þykja það alger ósvinna af Spáni að hafa byggt slíka landamæraveggi?

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef að Trump lofaði múr fyrir kosningar og var kosinn, þá eru þeir sem vilja stoppa múrbyggingu ekki lýðræðissinnar.  Ég ber virðingu fyrir stjórnmála mönnum sem vilja treysta landamæri og hafa þar reglu.

 Því miður þá eigum við enga þannig stjórnmála menn og undarlegt er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera orðinn helsti krataflokkurinn. 

Þess vegna þarf að skipta þar algerlega um áhöfn svo að grundvallar stefnuskrá flokksins verði aftur virt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins, til að við gamlir Sjálfstæðismenn getum farið að kjósa hann aftur.  

 

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 7.1.2019 kl. 20:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Tómas Gunnarsson, ég gleymdi að þakka þér fyrir góða ábendingu um landamæra vegg í Evrópusambandsríki.  Takk fyrir Tómas og hafðu gott ár, hér er allt autt fyrir austan og hefur verið dimmt en nú lengir daginn hratt.   Kveðja Hrólfur.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.1.2019 kl. 21:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þakka þér einnig Tómas! En heyrði í erlendum fréttum á ÚS.þar sem Guðmundur Franklin benti einmitt á þessa staðreynd.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2019 kl. 02:04

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir þetta Hrólfur.  Það er alveg rétt að DJ Trump lofaði múr fyrir kosningar, þó að hver ætti að greiða fyrir hann hafi verið heldur loðnara.  Og vissulega vann hann, það verður ekki frá honum tekið.

Og það er lofsvert að ætla að standa við kosningaloforð.

En það er engin ástæða til þess fyrir andstæðinga hans að hætta að berjast gegn áformum hans svo lengi sem þau eru ekki komin í framkvæmd og ekkert ólýðræðislegt við það.

Þeir sömu andstæðingar geta jafnvel geta jafnvel lofað að rífa múrinn, komist þeir til valda, ef hann verður byggður.

En það er reyndar nú þegar "veggur" á all löngum köflum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og ég hef aldrei skilið hvers vegna má ekki "klára dæmið", ja nema auðvitað vegna hugsanlegs kostnaðar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur megnið af sinni tíð komið fram sem nokkurs konar "Kristilegur demókrataflokkur", með all nokkrum íhaldskeim.  Frjálshyggja átti á tímabili nokkur ítök í flokknum, en er varla merkjanleg lengur.

Að því leyti til hefur hann nær alltaf verið "krataflokkur", en samt sem áður skársti kosturinn í markaði Íslenskrar pólítíkur.  Það að vera örlítið lengra til hægri en aðrir flokkar, gerir flokk ekki að hægri flokki og allt tal um "öfgafrjálshyggju", er eingöngu ódýrt slagorð pólítískra andstæðinga.

Það er gott að heyra að færðin er góð fyrir austan, ég þyrfti að komast þangað fljótlega, alltaf gott að koma þangað, en verður þó varla af því í bráð.

Óska þér alls hins besta á nýja árinu og þakka kveðjuna.

Þakka þér fyrir þetta Helga.  Þetta er velþekkt staðreynd en einhverra hluta vegna "æsir" þetta ekki upp "heimsbyggðina" líkt og "veggur Trumps".

G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2019 kl. 06:46

5 identicon

Í kjölfar þessa pistils tók ég mig til og las það sem ég komst yfir um "Border fences" vítt og breitt um heimin. Niðurstaðan kom á óvart. Segir sína sögu um hvernig fréttir og upplýsingar eru matreidd fyrir okkur fávísa.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 8.1.2019 kl. 08:52

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Sigurður Þakka þér fyrir þetta.  Já, það er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hvernig staðið er að "matreiðslu" frétta og hvað býr að baki.  Ekki vera að leita á náðir "hr. Google" og leita sér frekari upplýsinga og annara sjónarhorna.

En þessi staðreynd er velþekkt.  Ég bloggaði nokkrum sinnum á þessum nótum fyrir u.þ.b. 2. árum, eins og má lesa t.d. hér:

https://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/2191420/

En þetta blog er einmitt hengt við prýðilega frétt sem birtist á mbl.is og lesa má hér:

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/02/27/landamaeraveggir_vida_um_heim/

En það eru ýmsir, jafnvel "virtir", fjölmiðlar sem hafa séð í þessu ljómandi tækifæri til að "berja" á Bandaríkjunm og svo auðvitað Trump. Hans framganga er svo oft með þeim hætti að hann beinlínis býður upp á það.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að bygging veggsins sem hann vill reisa, brýtur ekki á réttindum neins.

G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2019 kl. 11:54

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í þriðju setningu, fyrstu málsgreinar var pínleg villa, þar vantaði 'R'.  Átti að vera "Ekki verra", en er ekki vera.. 

Pínleg villa og breytir merkingunni, þó vissulega megi giska á hver ásetningurinn var.

G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2019 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband