Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015
21.8.2015 | 09:59
Fyrir 24. árum
Í gær fögnuðu Eistlendingar því að 24. ár eru liðin frá því að þeim tókst að endurheimta sjálfstæði sitt og föðurlands síns úr klóm Sovétríkjanna/Rússa.
Í ríflega 50 ár hafði landið og fólkið mátt þola hersetu.
Lengst af af hendi Sovétsins/Rússa, en Þjóðverjar höfðu einnig hersetið landið af mikilli hörku um hríð.
Hildarleikur seinni heimstyrjaldar hersetan kostaði tugi þúsunda Eistlendinga lífið. Fjölmargir dóu í styrjöldinni og þúsundir á þúsundir ofan voru fluttir á brott í lestum gripaflutningavagna.
Oftar en ekki beið þeirra ómerkt gröf í Síberíu.
Það má segja að Eistlendingar eigi sér tvo þjóðhátíðardaga, 24. febrúar, daginn sem landið varð sjálfstætt og svo aftur gærdagurinn 20. ágúst, þegar landið endurheimti það.
En það eru líka 24. ár síðan Ísland viðurkenndi fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og tók upp formlegt stjórnmálasamaband við þau. Fyrir 24. árum viðurkenndi Ísland, fyrst allra ríkja, Eistland sem sjálfstætt ríki á ný.
Eistlendingar fundu að einhver stóð með þeim. Íslendingar höfðu hugrekki til að standa með Eistlendingum og viðurkenna rétt þeirra til að ráða eigin landi og örlögum.
Ég hef ekki tölu á því hve oft mér hefur verið þakkað fyrir þennan stuðning Íslendinga. Nú síðast í gær.
Það hefur margoft komið fram í fréttum að þessi viðurkenning og stuðningur Íslendinga var í óþökk Sovétsins/Rússa "harkalegum gagnaðgerðum" var hótað. Svo fór að sendiherra þeirra var "kallaður heim" um hríð.
Vissulega höfðu Íslendingar margvísleg viðskipti við Rússa þá sem nú. En Íslenskum stjórnvöldum varð ekki haggað.
Í dag er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að Íslensk stjórnvöld myndu sýna sama hugrekkið nú?
Hefðu þau hugrekki og þor til að standa eins að málum?
Eða kysu þau að líta í "hina áttina" því það getur verið svo erfitt að selja makríl?
P.S. Myndirnar sýna ástandið við Sjónvarpsturninn í Tallinn þann 20.ágúst 1991. En turninn er einmitt einn af þeim stöðum þar sem Eistlendingar fögnðuð í gær.
Þegar reynt er að finna réttlætingu fyrir yfirgangi Rússa gagnvart nágrönnum sínum, er oft fullyrt að Sovétríkin hafi fengið loforð fyrir því að NATO myndi aldrei verða stækkað til austurs.
Það sé því að því er margir virðast telja, nokkuð sjálfsagt og eðlilegt að Rússar beiti nágrannalönd sín ofbeldi og yfirgangi til að tryggja hagsmuni sína.
Reyndar er það svo að finna má misvísandi heimildir um hvort að umrætt loforð hafi nokkru sinni verið gefið, og það virðist vera alveg ljóst að það varð aldrei hluti af neinum samningum.
Gorbachev, síðasti forseti Sovétríkjanna virðist ekki muna eftir slíku loforði, á síðasta ári svaraði hann spurningu þar að lútandi með eftirfarandi hætti í viðtali:
RBTH: One of the key issues that has arisen in connection with the events in Ukraine is NATO expansion into the East. Do you get the feeling that your Western partners lied to you when they were developing their future plans in Eastern Europe? Why didnt you insist that the promises made to you particularly U.S. Secretary of State James Bakers promise that NATO would not expand into the East be legally encoded? I will quote Baker: NATO will not move one inch further east.
M.G.: The topic of NATO expansion was not discussed at all, and it wasnt brought up in those years. I say this with full responsibility. Not a singe Eastern European country raised the issue, not even after the Warsaw Pact ceased to exist in 1991. Western leaders didnt bring it up, either. Another issue we brought up was discussed: making sure that NATOs military structures would not advance and that additional armed forces from the alliance would not be deployed on the territory of the then-GDR after German reunification. Bakers statement, mentioned in your question, was made in that context. Kohl and [German Vice Chancellor Hans-Dietrich] Genscher talked about it.
Everything that could have been and needed to be done to solidify that political obligation was done. And fulfilled. The agreement on a final settlement with Germany said that no new military structures would be created in the eastern part of the country; no additional troops would be deployed; no weapons of mass destruction would be placed there. It has been observed all these years. So dont portray Gorbachev and the then-Soviet authorities as naïve people who were wrapped around the Wests finger. If there was naïveté, it was later, when the issue arose. Russia at first did not object.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2015 | 10:02
Verðlaunum við þjóðernishreinsanir?
Viðskiptaþvinganir sem Rússar hafa nú beitt gegn Íslendingum (og öðrum þjóðum) hafa sem von er vakið mikla athygli og umræður.
Eins og eðlilegt er um mál sem þetta og mikla hagsmuni eru skiptar skoðanir um hvernig standa ber að málum.
Persónulega þykir mér þó mörg þau rök sem hafa komið fram um hvaða afstöðu Íslendingar ættu að hafa til yfirgangs Rússa í Ukraínu, undarleg og jafnframt sum hver nokkuð ógeðfelld.
Ýmsir tala eins og Rússar hafi verið í fullum rétti til að "taka" Krím hérað. Það hafi lengi tilheyrt þeim, og þar að auki sé meirihluti íbúanna af Rússneskum uppruna og tali Rússnesku.
Þetta er vissulega rétt.
En þeir hinir sömu horfa framhjá sögunni, sem mig grunar þó að mörgum þeirra sé vel kunn.
Vissulega náðu Rússar að sölsa undir sig Krímskaga á keisaratímanum. En eftir byltinguna 1917, lýsti Krím yfir sjálfstæði sínu. En kommúnistarnir náðu þó að sölsa landið undir sig að nýju, en það var "sjálfstætt" Sovétlýðveldi, þó að vissulega hljómi það sem nokkurs konar þversögn.
Það var svo ekki fyrr en árið 1945, sem það var flutt undir Rússland að nýju. Þá eftir að meirihluti íbúanna hafði verið myrtur eða fluttur í útlegð af Sovétinu. Talið er að um helmingur þeirra hafi látist í þeim aðförum. Þar var um að ræða Tatara, og íbúa af Grískum, Armenskum og Búlgörskum uppruna.
Það er vegna morða og brottflutnings á íbúum Krímskaga sem Rússar eru þar í meirihluta.
Er æskilegt að verðlauna slíkar þjóðernishreinsanir?
Eigum við að líta svo á að ekkert sé sjálfsagðara en undir slíkum formerkjum ákveði landssvæði að vilja tilheyra þeim sem frömdu þjóðernishreinsanirnar?
Það sama gildir um héruðin í A-Ukraínu. Þar hafa fjöldamorð Sovétsins og Þýskalands (fyrir, í og eftir síðari heimstyrjöld) breytt íbúasamsetningunni, þannig að Rússar eru þar í meirihluta.
En gefur það þeim rétt til að reyna að innlima landsvæðin?
Þó að sterk rök liggi fyrir því að sjálfsákvörðunarréttur íbúa afmarkaðra landsvæða sé virtur, er að mínu mati nauðsynlegt að líta til sögunnar einnig.
Slíkur réttur hlýtur að vera mjög takmarkaður, ef nokkur, ef staðan er afleiðing þjóðernishreinsana.
Því miður er það svo að fullyrðingar Rússa um nauðsyn þess að "vernda" íbúa Ukraínu sem eru af Rússneskum uppruna, eru óþægilegt bergmál frá liðnum tíma. Tilraunir til að sameina þá í einu ríki eru það sömuleiðis.
Eins og áður sagði var Krímskagi "sjálfstætt Sovétlýðveldi", þar til það var innlimað í Rússland, árið 1945, eftir brottfluttning stórs hluta íbúanna, það var síðan "flutt" til Ukraínu árið 1954.
En þetta voru langt í frá einu breytingarnar sem gerðar voru á milli "Sovétlýðvelda".
Tekin voru landsvæði af bæði Eistlandi og Lettlandi svo dæmi séu tekin.
Það er engin áhugi á því á meðal Rússa að slíkt gangi til baka, og hinir smáu nágrannar þeirra gera sér grein fyrir því að ómögulegt er að sækja slíkt.
P.S. Að sumu leyti má segja að áframhald á þessu eigi sér stað í A-Ukraínu nú. Auðvitað flýtja flestir þeir sem vilja að Ukraína sé óbreytt, og halli sér til vesturs.
Eftir sitja "litlu grænu karlarnir hans Putins" og þeir sem vilja að héruðin tilheyri Rússlandi. Þannig styrkist meirihluti þeirra svo um munar.
Ólíklegt er að þeir sem flúið hafa snúi aftur.
Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2015 | 17:53
Höfðingleg gjöf
Það er engin leið að segja annað en að gjöf Íslenskrar erfðagreiningar á jáeindaskanna sé höfðingleg.
Líklega er þetta með stærstu gjöfum einkaaðilia til Íslensk heilbrigðiskerfis, ef ekki sú stærsta, í það minnst þegar fjallað er um einstaka gjöf.
Það er óskandi að önnur fyrirtæki sem njóta mikils hagnaðar fylgi þessu fordæmi, þó í minnu verði.
En þó að það sé ekki alfarið sanngjarnt að draga "banka allra landsmanna" inn í þessa umræðu, er það heldur ekki alfarið út í hött.
Upphæðin sem umræddur jáeindaskanni og höfðingleg gjöf Íslenskrar erfðagreiningar kostar, er ef ég man rétt heldur lægri en verð lóðar þeirra sem bankinn hyggst reisa höfuðstöðvar sínar á.
En auðvitað "skuldar" bankinn Íslendingum ekki neitt. Hann er jú í eigu þeirra.
15.8.2015 | 17:47
Að neita að líta í eigin barm
Það er ekkert nýtt að stjórnmálaflokkar og forystumenn þeirra, vilji leita að orsökum vesældarlegs gengis þeirra hjá flestum öðrum en þeim sjálfum eða flokknum.
En sú "list" náði þó nýjum hæðum, þegar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill kenna stjórnarflokknum um slæmt gengi flokks síns (og hans sjálfs) í stjórnarandstöðu.
Líklega verður veruleikafirringin ekki öllu sterkari.
7.8.2015 | 18:27
Viðskipti - hvar sem er - við hvern sem er?
Mér hefur fundist nokkuð fróðlegt að fylgjast með umræðum um hvort að Íslendingar eigi að draga til baka viðskiptaþvinganir sem þeir hafa sett á Rússland, í samfloti við aðrar Vestrænar þjóðir.
Eins og oft áður er málið ekki svart og hvítt og hafa báðir málsaðilar rök sem eru ágæt.
Viðskiptabönn eru tvíbennt tæki og oft bitna þau harðast á almennum borgurum. Því verður þó varla haldið fram hvað varðar þau höft sem Vesturlönd hafa sett á Rússland, því þau beinast fyrst og fremst gegn forkólfum í stjórnmála og viðskiptalífi, sem og reyndar olíufyrirtækjum.
Að mörgu leyti völdu Vesturlönd auðveldustu leiðina, enda ekkert sett á bannlista sem kæmi þeim sjálfum illa, enda halda þau áfram að kaupa olíu og gas af Rússum og vilja selja þangað matvæli og bíla svo dæmi séu nefnd.
Þannig kaupa lönd Evrópusambandsins ennþá stóran part af olíu og gasi sem þau þarfnast frá Rússlandi, og engin vandamál eru að kaupa Mercedesa, BMWaffa eða Audia í Rússlandi (fyrir þá sem eiga nóg af aurum).
Reyndar munu Rússar hafa velt fyrir sér að banna influtning á bílum frá þeim löndum sem hafa beitt þá viðskiptaþvingunum, en ekkert hefur orðið af því. En sala á lúxusbílum hefur þó skroppið verulega saman, í réttu samhengi við samdrátt í efnahag Rússa.
En það er sá samdráttur í efnahag Rússa, samhliða þeim viðskiptahömlum sem Rússar sjálfir hafa ákveðið að svara með, sem segja má að hitti Rússnesskan almenning fyrir, sem og Íslensk fyrirtæki.
Það er reyndar ekki óeðlilegt að ætla að minnkandi kaupmáttur Rússnesks almennings, og því samhliða minnkandi greiðslugeta Rússneskra fyrirtækja sem sé jafn mikil eða meiri ógn Íslenskum útflutningshagsmunum, eins og hugsanleg innflutningshöft.
En hvoru tveggja á sér fyrst og fremst skýringar í Rússneskri innanlandspólítík.
En hvers vegna eru Íslendingar þátttakendur í þeim viðskiptahömlum sem ýmis Vesturlönd hafa sett á Rússa?
Hafa þeir gert eitthvað sem klagar upp á Íslendinga?
Vissulega má halda því fram að Íslendingar séu og hafi verið í viðskiptum við lönd sem síður hafi verið eða sé ástæða til þess að vera í viðskiptum við en Rússa.
Það þarf ekki að leita langt yfir skammt.
Íslendingar áttu um áratuga skeið viðskiptasambandi (sem þótti ágætt) við forvera Rússa, Sovétríkin, sem ef eitthvað er átti enn verri sögu hvað varðaði mannréttindi og yfirgang gegn nágrannaríkum sínum.
Það er heldur ekki langt síðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna undirritaði (með stuðningi allra stjórnmálaflokka ef ég man rétt) fríverslunarsamning við Kína, sem seint mun þykja kyndilberi mannréttinda eða umburðarlyndis, hvað þá að þeim þyki sjálfsagt að nágrannaríki þeirra eins og Tíbet, njóti sjálfstæðis.
Það er því ekkert sjálfgefið, eða svart og hvítt í þessum efnum.
En það er heldur ekki hægt að segja að Íslendingar eða Vesturlönd hafi gripið til verulega harkalegra aðgera gegn Rússlandi, þó að mótaðgerðir Rússa hafi komið nokkuð harkalega við nokkur Vesturlanda og komi hugsanlega til að gera það fyrir Ísland.
En það verður ekki hjá því komist að líta á framferði Rússlands alvarlegum augum (svo notað sé vinsælt stjórmála orðalag frá síðustu öld). Þeir réðust með hervaldi gegn nágrannaríki og notuðu vald til að breyta landamærum sem voru alþjóðlega samþykkt.
Valdbeiting þeirra stendur enn yfir og síauknar ögranir þeirra gegn grannríkjum eiga sér stað á hverjum degi.
Er það eitthvað sem skiptir Íslendinga engu máli?
Enn sem komið er hafa þeir aðeins ráðist gegn Georgíu og Ukraínu. En hvað ef Rússar ráðast gegn Lettlandi, Litháen, Eistlandi, nú eða Finnlandi með sama hætti?
Myndu það ekki breyta neinu fyrir Íslendinga? Myndu þeir einfaldlega halda áfram að selja Rússum síld og makríl, en geta skipað upp í Tallinn, Riga og Helsinki?
Eiga Ukraínumenn síður stuðning skilið?
Stundum verður að taka afstöðu, jafnvel þó að hún kosti.
Engar þjóðir eiga meira undir því en smáþjóðir, að alþjóða samningar og landamæri séu virt, en ekki háð hervaldi.
Ísland móti sína eigin stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2015 | 20:15
Kynlegar kvikmyndir
I fjölmiðlum hefur undanfarna daga mátt lesa ákall ýmissa frammámanna um kynjakvóta hvað varðar úthlutun hjá Kvikmyndasjóði Íslands (ég vona að þetta sé rétt nafn).
Vissulega hljómar þetta nokkuð göfugmannlega, og er látið líta út eins og spor í átt til jafnréttis, og komandi frá "stútungsköllum", er varla vogandi að andmæla þessu.
En krafa um kynjakvóta vekur þó vissulega upp ýmsar spurningar.
Það er vissulega möguleiki að ég hafi eitthvað miskilið tilganginn með Kvikmyndasjóði (ég á stundum nokkuð erfitt með að skilja tilgang ýmissa opinberra styrktarsjóða), en ég hef staðið í þeirri meiningu að honum væri ætlað að styðja við vænlegar (til vinsælda) Íslenskar kvikmyndir, og jafnvel myndir sem styrktu á beinan eða óbeinan hátt, Íslenska menningu.
Vissulega eru slík markmið óviss og teigjanleg, og lengi má deila um hvaða leið sé best að þeim.
En eru þeir sem kalla á eftir kynjakvóta að segja að slík markmið hafi verið hundsuð, vegna þess að hallað hefur á konur í úthlutunum?
Hafa "síðri myndir" orðið fyrir valinu, til þess að koma körlum að?
Hefur "Sjóðurinn" ekki staðið sig sem skyldi þegar styrkþegar hafa verið valdir, og eitthvert annað sjónarmið en "kvikmyndalegt" verið haft að leiðarljósi?
Eða er hlutverk Kvikmyndasjóðs eitthað allt annað en að styrkja "vænlegar kvikmyndir"?
P.S. Mega Íslendingar vænta þess að "kynjakvóti" verði settur á forlög í bókaútgáfu og gallerí sem sýna myndlist?
P.S.S. Hefur einhver skoðað hlutfall kynjanna sem umsækjenda um styrki frá Kvikmyndasjóði, og hvert ef til vill sé fylgni á milli umsókna og styrkveitinga, frá "kynlegu" sjónarmiði?