Lofuðu Vesturveldin Sovétríkjunum að NATO myndi aldrei stækka til austurs?

Þegar reynt er að finna réttlætingu fyrir yfirgangi Rússa gagnvart nágrönnum sínum, er oft fullyrt að Sovétríkin hafi fengið loforð fyrir því að NATO myndi aldrei verða stækkað til austurs.

Það sé því að því er margir virðast telja, nokkuð sjálfsagt og eðlilegt að Rússar beiti nágrannalönd sín ofbeldi og yfirgangi til að tryggja hagsmuni sína.

Reyndar er það svo að finna má misvísandi heimildir um hvort að umrætt loforð hafi nokkru sinni verið gefið, og það virðist vera alveg ljóst að það varð aldrei hluti af neinum samningum.

Gorbachev, síðasti forseti Sovétríkjanna virðist ekki muna eftir slíku loforði, á síðasta ári svaraði hann spurningu þar að lútandi með eftirfarandi hætti í viðtali:

RBTH: One of the key issues that has arisen in connection with the events in Ukraine is NATO expansion into the East. Do you get the feeling that your Western partners lied to you when they were developing their future plans in Eastern Europe? Why didn’t you insist that the promises made to you – particularly U.S. Secretary of State James Baker’s promise that NATO would not expand into the East – be legally encoded? I will quote Baker: “NATO will not move one inch further east.”

M.G.: The topic of “NATO expansion” was not discussed at all, and it wasn’t brought up in those years. I say this with full responsibility. Not a singe Eastern European country raised the issue, not even after the Warsaw Pact ceased to exist in 1991. Western leaders didn’t bring it up, either. Another issue we brought up was discussed: making sure that NATO’s military structures would not advance and that additional armed forces from the alliance would not be deployed on the territory of the then-GDR after German reunification. Baker’s statement, mentioned in your question, was made in that context. Kohl and [German Vice Chancellor Hans-Dietrich] Genscher talked about it.

Everything that could have been and needed to be done to solidify that political obligation was done. And fulfilled. The agreement on a final settlement with Germany said that no new military structures would be created in the eastern part of the country; no additional troops would be deployed; no weapons of mass destruction would be placed there. It has been observed all these years. So don’t portray Gorbachev and the then-Soviet authorities as naïve people who were wrapped around the West’s finger. If there was naïveté, it was later, when the issue arose. Russia at first did not object.

The decision for the U.S. and its allies to expand NATO into the east was decisively made in 1993. I called this a big mistake from the very beginning. It was definitely a violation of the spirit of the statements and assurances made to us in 1990. With regards to Germany, they were legally enshrined and are being observed.
 
Það virðist því líklegra en ekki að ekkert slíkt loforð hafi verið gefið. Líklegt er hins vegar að talað hafi verið um að NATO byggði ekki upp hernaðarmannvirki, eða flytti kjarnorkuvopn til "austurs", og virðist ekki síst vera í merkingunni það landsvæði sem var A-Þýskaland.
 
Það er þó einnig vert að hafa í huga að fyrir hernað Rússa í Ukraínu, var enginn herafli, eða hergögn sem vert er að minnast á í ríkjum A-Evróu á vegum NATO. Hvernig háttar í austurhluta Þýskalands þekki ég þó ekki til.
 
En eðlilega hefur hann aukist hröðum skrefum, í takt við ógnanir Rússa í garð nágrannaríkja.
 
En það er rétt að það komi fram að vissulega má finna aragrúa af misvísandi heimildum í þessu efni.
 
Grein úr Spiegel má finna hérForeign Affairs og góða grein eftir Steven Pifer hér. Ótölulegan fjöld sem styður sitthvort sjónarmiðið má svo finna á netinu.
 
Það er ætti svo öllum að vera ljóst, að Rússum stendur engin ógn af hernaðarmætti nágranna sinna, sú ógn er öll á hinn veginn.
 
Það er einnig ljóst að hernaðarlega er Evrópusambandið engin ógn. Herir ríkja þess eru smáir og fjárhagslega sveltir. Flestir fréttir af þeim undanfarin misseri hafa verið þeim til háðungar, enda ástand flugvéla þeirra og annars vopnabúnaðar vægast sagt hörmulegur.
 
En innrás Rússa í Ukraínu og annar yfirgangur þeirra hefur að einhverju marki ýtt við sumum "Sambandsþjóðum", en þó ekki svo að fjárútlát hafi verið aukin. Ef ég man rétt, er það aðeins Grikkland og Eistland (af "Sambandsþjóðum" sem hafa eytt þeim 2% af þjóðarframleiðslu, sem NATO vill að miðað sé við.  Hvorug þjóðin hefur þó umtalsverða hernaðargetu.
 
NATO aðild þjóða A-Evrópu hefur hins vegar gert þau öruggari og sjálfstæðari gagnvart Rússum, og "Sambandsaðild" hefur fært efnahagstengsl þeirra vestur á bóginn.
 
Það er nokkuð sem Rússar eiga erfitt með að sætta sig við sem "fyrrverandi heimsveldi".
 
En svo vikið sé aftur að þeirri spurningu hvort að Rússar telji sig hafa fengið loforð fyrir því að NATO myndi aldrei stækka til austurs, þó að slíkt sé ólíklegt, þá eiga auðvitað ríkin sjálf að ráða sinni utanríkisstefnu, án þess að þurfa að bera hana undir Rússa.
 
Sumir vilja meina að Kohl Þýskalandskanslari hafi svo gott sem lofað slíku (munnlega), en það er rétt að hafa í huga að allt tal um leynilega samninga stórvelda, svo ekki sé minnst á Þýskalands og Sovétríkjanna/Rússlands, um skipan mála í A-Evrópu, vekur upp óþægilegar minningar, svo ekki sé sterkara að orði komist.
 
Það er eðlilegt að ríki mið og A-Evrópu hafi laðast að Vesturveldunum, NATO og Evrópusambandinu. Sé slíkur kostur borinn saman við nánara samstarf og samvinnu við Rússa, sjá flestir að valið er einfalt.
 
Rússar hafa einfaldega ekkert upp á að bjóða, nema gas,olíu, yfirgang og ofbeldi, ríkin þekkja það af fyrri reynslu.
 
Og þau þekkja það líka að það er ekki alltaf í þessari röð.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju breytir það hvort þeir hafi fengið loforð eða ekki. NATO hefur sífellt verið að þrengja að Rússum, sem hlýtur að teljast ógnun gagnvart Rússum. Ég tala nú ekki um valdarán Bandaríkjanna í Úkraínu þar sem nokkrir nýir ráðherrar í ríkisstjórn úkraínu voru ekki einu sinni með úkraínskt ríkisfang. 

Fjandinn hefur verið laus Síðan Putin losaði sig við Oligarkana, sem keyptu upp verðmætustu eignir Rússa á tombóluverði með aðstoð strengjabrúðunnar, Jeltsíns og fjármagns frá vesturlöndum. Það eru vesturlönd sem hafa rangt við en ekki Rússar. 

Og segðu mér hvar er réttlæti vesturvelda þegar kemur að viðskiptabanni á ísrael eða Bandaríkin. Hræsnin öskrar á mann.

Benni (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 17:11

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Benni Þakka þér fyrir þetta. Það skiptir vissulega máli, hvort að Rússar/Sovétmenn hafi fengið slíkt loforð eða ekki. Þetta er ein af þeim röksemdum sem oft er sett fram til að réttlæta yfirgang Rússa.

Á hvaða hátt hefur vera t.d. Eystrasaltsríkjanna eða Póllands verið ógn við Rússa?

Er ekki nær að tala um hvaða ógn Rússar hafa verið þessum ríkjum, bæði nú og svo í gegnum t.d. sögu 20. aldar?

Það var ekki framið neitt valdarán í Ukraínu, heldur var það þingið sem tók í raun völdin, og forsetinn ákvað að flýja land. Ég geri ekki kröfu um að teljast sérfræðingur í Ukraínskum stjórnskipunarrétti, en þetta hlýtur að vera með mest "löglegu valdaránum" sem um getur.

Það er enginn skortur á "olígörkum" í Rússlandi nú, frekar en endranær. Eini munurinn er nú að þeir sem nú eru til staðar, eru allir Putins megin, ef svo má að orði komast.

Út af hverju ætti að setja viðskiptabann á Bandaríkin? Þetta er undarleg röksemdafærslu.

Hvað Ísrael varðar þá hefur þess reyndar oft verið krafist. En ef sagan er skoðuð, þá hygg ég að hún sýni að Ísrael hefur þurft að búa við fleiri árásir af hendi nágranna sinna en þeir af hendi Israel. Það hefur sömuleiðis líklega oftar vantað upp á sáttaviljann af hendi nágrannanna en Israelsmanna.

G. Tómas Gunnarsson, 18.8.2015 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband