Viđskipti - hvar sem er - viđ hvern sem er?

Mér hefur fundist nokkuđ fróđlegt ađ fylgjast međ umrćđum um hvort ađ Íslendingar eigi ađ draga til baka viđskiptaţvinganir sem ţeir hafa sett á Rússland, í samfloti viđ ađrar Vestrćnar ţjóđir.

Eins og oft áđur er máliđ ekki svart og hvítt og hafa báđir málsađilar rök sem eru ágćt.

Viđskiptabönn eru tvíbennt tćki og oft bitna ţau harđast á almennum borgurum. Ţví verđur ţó varla haldiđ fram hvađ varđar ţau höft sem Vesturlönd hafa sett á Rússland, ţví ţau beinast fyrst og fremst gegn forkólfum í stjórnmála og viđskiptalífi, sem og reyndar olíufyrirtćkjum.

Ađ mörgu leyti völdu Vesturlönd auđveldustu leiđina, enda ekkert sett á bannlista sem kćmi ţeim sjálfum illa, enda halda ţau áfram ađ kaupa olíu og gas af Rússum og vilja selja ţangađ matvćli og bíla svo dćmi séu nefnd.

Ţannig kaupa lönd Evrópusambandsins ennţá stóran part af olíu og gasi sem ţau ţarfnast frá Rússlandi, og engin vandamál eru ađ kaupa Mercedesa, BMWaffa eđa Audia í Rússlandi (fyrir ţá sem eiga nóg af aurum).

Reyndar munu Rússar hafa velt fyrir sér ađ banna influtning á bílum frá ţeim löndum sem hafa beitt ţá viđskiptaţvingunum, en ekkert hefur orđiđ af ţví. En sala á lúxusbílum hefur ţó skroppiđ verulega saman, í réttu samhengi viđ samdrátt í efnahag Rússa.

En ţađ er sá samdráttur í efnahag Rússa, samhliđa ţeim viđskiptahömlum sem Rússar sjálfir hafa ákveđiđ ađ svara međ, sem segja má ađ hitti Rússnesskan almenning fyrir, sem og Íslensk fyrirtćki.

Ţađ er reyndar ekki óeđlilegt ađ ćtla ađ minnkandi kaupmáttur Rússnesks almennings, og ţví samhliđa minnkandi greiđslugeta Rússneskra fyrirtćkja sem sé jafn mikil eđa meiri ógn Íslenskum útflutningshagsmunum, eins og hugsanleg innflutningshöft.

En hvoru tveggja á sér fyrst og fremst skýringar í Rússneskri innanlandspólítík.

En hvers vegna eru Íslendingar ţátttakendur í ţeim viđskiptahömlum sem ýmis Vesturlönd hafa sett á Rússa?

Hafa ţeir gert eitthvađ sem klagar upp á Íslendinga?

Vissulega má halda ţví fram ađ Íslendingar séu og hafi veriđ í viđskiptum viđ lönd sem síđur hafi veriđ eđa sé ástćđa til ţess ađ vera í viđskiptum viđ en Rússa.

Ţađ ţarf ekki ađ leita langt yfir skammt.

Íslendingar áttu um áratuga skeiđ viđskiptasambandi (sem ţótti ágćtt) viđ forvera Rússa, Sovétríkin, sem ef eitthvađ er átti enn verri sögu hvađ varđađi mannréttindi og yfirgang gegn nágrannaríkum sínum.

Ţađ er heldur ekki langt síđan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna undirritađi (međ stuđningi allra stjórnmálaflokka ef ég man rétt) fríverslunarsamning viđ Kína, sem seint mun ţykja kyndilberi mannréttinda eđa umburđarlyndis, hvađ ţá ađ ţeim ţyki sjálfsagt ađ nágrannaríki ţeirra eins og Tíbet, njóti sjálfstćđis.

Ţađ er ţví ekkert sjálfgefiđ, eđa svart og hvítt í ţessum efnum.

En ţađ er heldur ekki hćgt ađ segja ađ Íslendingar eđa Vesturlönd hafi gripiđ til verulega harkalegra ađgera gegn Rússlandi, ţó ađ mótađgerđir Rússa hafi komiđ nokkuđ harkalega viđ nokkur Vesturlanda og komi hugsanlega til ađ gera ţađ fyrir Ísland.

En ţađ verđur ekki hjá ţví komist ađ líta á framferđi Rússlands alvarlegum augum (svo notađ sé vinsćlt stjórmála orđalag frá síđustu öld). Ţeir réđust međ hervaldi gegn nágrannaríki og notuđu vald til ađ breyta landamćrum sem voru alţjóđlega samţykkt.

Valdbeiting ţeirra stendur enn yfir og síauknar ögranir ţeirra gegn grannríkjum eiga sér stađ á hverjum degi.

Er ţađ eitthvađ sem skiptir Íslendinga engu máli?

Enn sem komiđ er hafa ţeir ađeins ráđist gegn Georgíu og Ukraínu. En hvađ ef Rússar ráđast gegn Lettlandi, Litháen, Eistlandi, nú eđa Finnlandi međ sama hćtti?

Myndu ţađ ekki breyta neinu fyrir Íslendinga? Myndu ţeir einfaldlega halda áfram ađ selja Rússum síld og makríl, en geta skipađ upp í Tallinn, Riga og Helsinki?

Eiga Ukraínumenn síđur stuđning skiliđ?

Stundum verđur ađ taka afstöđu, jafnvel ţó ađ hún kosti.

Engar ţjóđir eiga meira undir ţví en smáţjóđir, ađ alţjóđa samningar og landamćri séu virt, en ekki háđ hervaldi.

 

 


mbl.is Ísland móti sína eigin stefnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Á endanum ţarf alltaf  einhver ađ höggva á hnútinn og segja já /nei í öllum málum hveru erfiđ sem ţau eru.

Hvar er ţín stefna í málinu?

Jón Ţórhallsson, 7.8.2015 kl. 18:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Ţórhallsson Ţakka ţér fyrir ţetta. Ţađ er rétt, ađ oftast nćr ţarf ađ taka afstöđu, og ţađ sýnir ákveđiđ hugleysi ađ gera slíkt ekki.

Íslendingar hefđu getađ komist upp međ ţađ ađ taka ekki ţátt í viđskiptahömlum á Rússland, vegna yfirgangs ţeirra í Ukraínu.

En ţađ er ađ mínu mati fyllilega út í hött ađ ćtla ađ draga ţátttökuna til baka, nú ţegar Rússar sýna klćrnar lítillega.

En eins og segir í endann á upphaflega pistlinum, ţá eiga engar ţjóđir meira en smáţjóđir undir ţví ađ alţjóđlegar samţykktir og landamćri séu virt.

Persónulega styđ ég ţví ţátttöku Íslendinga í viđskiptahömlum á Rússa.

G. Tómas Gunnarsson, 7.8.2015 kl. 19:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband