Verslunarrekstur ríkisins

Það hefur lengi verið deilt um sölu áfengis á Íslandi, og reyndar mikið víðar. Lengst gengu hömlur á sölu áfengis, snemma á síðustu öld, þegar sala þess var alfarið bönnuð.

Svo komu brestir í bannið hægt og rólega, sá síðasti líklega 1989, þegar loksins mátti kaupa bjór á Íslandi, án þess að hafa farið erlendis.

Það sem stendur þó eftir, er að enginn má selja áfengi til einskaklinga í verlsunum nema hið opinbera.

Stöðum sem selja áfengi hefur þó fjölgað gríðalega undanfarið, bæði verslunum hins opinbera og ekki síður veitingastöðum af alls kyns toga sem selja áfengi.

Hvergi í nágrannalöndunum eru slíkar hömlur á sölu áfengis í hefðbundnum verslunum, nema á Íslandi og ef til vill Færeyjum (ég veit ekki hvert fyrirkomulagið er á Grænlandi).

Alls staðar annars staðar er leyft að selja bjór í matvöruverslunum. Styrkleikinn er þó mismunandi, og ég held að hann sé lægstur í Svíþjóð, 3.5%.

En það er alltaf spurningin hvar á að draga mörkin?

Eru Íslendingar reiðurbúnir til að flytja áfengisverslun alfarið úr höndum ríkisins og kveðja þannig ríkisrekstur í verslun?

Eins og eðlilegt er, hafa komið fjöldinn allur af rökum, bæði með og á móti.

Persónulega finnst mér þau öll frekar léttvæg, nema sjónarmiðið um svokallaða lýðheilsu.

En þau verða þó nokkuð léttvæg í mínum huga, þegar litið er til þess að ÁTVR hefur talið sér það til tekna, og margir hrósað því fyrir hve aðgengi hefur batnað og áfengisverslunum og þar með þjónusta hefur fjölgað og aukist.

Það er samt engin ástæða til rjúka til, sjálfsagt að gefa sér tíma til ákvörðunar og jafnframt hvort að ástæða er til að taka minni skref í einu?

Meta svo framhaldið eftir 5, eða 10 ár?

Byrja til dæmis á bjór og léttvínum?

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að rétt sé að stíga skrefið til fulls, en ég get alveg skilið að ýmsum finnist skrefið stórt.

En ég get ekki séð að ríkið eigi erindi í smásöluverslun.

 

 

 

 

 


mbl.is Verslun ekki hlutverk ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur stór rök á móti því að breyta kerfinu er að verð mun hækka og úrvalið minnka.

Þetta með verðið sást vel um daginn þegar sama gerð af matreiðsluvíni var miklu hærra í Hagkaup en Ríkinu.

ls (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 12:07

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Það myndi auðvitað smellpassa við "lýðheilsurökin"..  lol

En ég hygg, þó ég vilji ekki fullyrða, að ef áfengi yrði almennt selt í matvöru, eða sérverslunum, þó yrði álagning önnur, en á flestum öðrum vöruflokkum í þeim verslunum.

Bæði er að rýrnum á áfengi, ætti að vera mjög lítil. Síðasti söludagur er ekki mikil áhætta, almennt.

Hitt er einnig að ég hygg að verslanir myndu nota þetta sem "beitu" að einhverju marki, eins og er t.d. mjög algengt í Bretlandi og jafnvel Danmörku.

Þó að bannað sé að auglýsa, þá hygg ég að fáar verslanir myndu kæra sig um að fá á sig það orð, að vínið væri mikið dýrara en annars staðar.

Það er nefnilega með vínið, eins og t.d. bensín að margir eru reiðubúnir til að leggja meira á sig, en sparnaður réttlætir til að spara á þessum vörum.

En ef ríkið getur lifað af svo mikið lægri álagningu, en einkaaðilar, er þá ekki best að það taki yfir t.d. matvörumarkaðinn?

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2015 kl. 15:20

3 identicon

Vandamálið er að hér er ekki samkeppni í matvörubransanum frekar en í bensínbransanum og því ekki alveg marktækt að bera saman við lönd þar sem er samkeppni.  Það er ekkert beint samhengi á milli kostnaðarverðs (innkaup, rýrnun o.s.frv.) og útsöluverðs, verðið er alltaf eins hátt og menn telja sig komast upp með.  Þó þú sért með lægsta verðið er ekki þar með sagt að verðið sé lágt eða álagningin lítil.  Hérna ræður einn aðili verðunum, hinir stilla sig af miðað við hann.

ls (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 16:22

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Það er reyndar alveg rétt, að það er alltaf nóg að vera með lægsta verðið.

Rétt eins og það er nóg að hlaupa hraðar en félaginn, ef þið eruð eltir af svöngum birni, það er aukaatriði að hlaupa hraðar en björninn.

En eins og fyrirkomulagið er í dag, er heldur enginn hvati í raun til að leita hagkvæmra innakaupa, eða gera í raun eitt eða neitt til þess að lækka verð.

Endar reyndar afar erfitt, eins og verðuppbygging á áfengi er á Íslandi.

Hins vegar gæti þetta breyst, og gerir það vonandi, hvort sem áfengi verður selt í matvöruverslunum, eða ekki, þegar Costco hefur starfsemi sína á Íslandi.

Ég hef enga trú á því a Costco ætli sér að taka þátt í einhverju þegjandi samkomulagi á markaðnum, og gæti einmitt verið það sem þarf til að hrista upp í markaðnum á Íslandi

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2015 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband