Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Skrípaleikur í kringum sölu og innflutning á áfengi

Það mega allir (eftir því sem ég kemst næst) sem hafa náð löglegum aldri flytja inn áfengi til Íslands. Þeir borga af því tilskilin gjöld til hins opinbera og mega síðan glaðir drekka sitt og bjóða gestum.

En þeir mega ekki selja það í verslunum sem þeir kunna að eiga.

Sömuleiðis er allt áfengi sem selt er á Íslandi flutt inn eða framleitt af einkaaðilum. Þeir borga af því til lögboðin gjöld til hins opinbera og dreifa því svo til veitingahúsa, ÁTVR og Fríhafnarinnar.

Það er því allt eins líklegt að áfengið sem einstaklingar drekka á veitinga- eða öldurhúsum hafi aldrei farið um hendur hins opinbera (þ.e. ef litið er fram hjá tollafgreiðslu).

En líklega hefur mest af söluaukningu á áfengi undanfarin ár einmitt átt sér stað á veitingahúsunum, líklega mest vegna fjölgunar erlendra ferðamanna.

Ég hef enga trú á því að ÁTVR (og þar með ríkissjóður) hafi misst nokkurn spón úr aski sínum þegar dreifing til veitingahúsa var færð yfir til einkaaðila. Líklega hefur fyrirtækið frekar sparað við þá breytingu.

Ég hef heldur ekki heyrt af því að verð til veitingahúsa hafi hækkað, eða þjónusta minnkað, en get vissulega ekkert fullyrt um slíkt.

En eftir stendur að ótrúlega stór hópur er þess fullviss að engum sé treystandi fyrir því að selja einstaklingum áfengi nema ríkinu, þ.e.a.s ef það er ekki á veitingahúsi.

Ja nema auðvitað ef einkaaðilinn er í útlöndum  og nýtur milligöngu póstfyrirtækja.

Þá er hættan af sölu einkaaðila líklega úr sögunni, eða hvað?

Væri netverslunin íslensk, væri líklega voðinn vís.


mbl.is Vínáhugamenn panta í gegnum netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju tímariti andstæðu euroinu hleypt af stokkunum

Anti Euro Mag   New DirectonÚt er komið nýtt tímarit sem fjallar um galla eurosins hefur verið hleypt af stokkunum,og má m.a. finna það á netinu.

Tímaritið sem er gefið út af "þankatanknum" New Direction, sem er stútfullt af áhugaverðum greinum, má hlaða niður án endurgjalds (PDF).


Athyglisvert

Þessi nýjung í húsagerðarlist er athyglisverð. Plast og vinylklæðningar hafa verið notaðar víða um lönd og hafa reynst vel, þó að þær hafi ef til vill ekki þótt "móðins".

En þetta plasthús lítur ljómandi vel út, en ég velti þó fyrir mér hvernig burðurinn er fengið, og hvernig þakið er?

Einnig hvort að möguleiki væri að setja einingarnar utan á "grind", eða steyptan "kjarna", þannig að húsin gætu verið á nokkrum hæðum.

En það er alltaf þörf á einstaklingum sem eru færir um að hugsa "út fyrir kassann".

Ég óska Fíbru alls góðs í þessum leiðangri.

 


mbl.is Hús framtíðarinnar úr plasti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það kostar lítið meira en tvo farseðla að þagga niður í minnihlutanum

Það er eiginlega með eindæmum að lesa um að borgarstjón Reykjavíkur leggi í þann kostnað að senda 12 fulltrúa á loftlagsráðstefnuna í París.  Kostnaðurinn mun vera ríflega 3. milljónir, ef ég hef skilið rétt.

Nú er óþarfi að halda því fram að 3. milljónir sé risavaxin upphæð, en eins og oft áður er það í raun ekki upphæðin sem skiptir meginmáli, heldur "prinsippið". Vissulega eru 3. milljónir barnaleikur á við það sem hefur verið eytt í þrengingar, málningu og fuglahús við ákveðnar götur.

En hvernig getur borg sem er rekin með myljandi tapi og kvartar undan því að tekjustofnar dugi ekki, réttlætt að eyða 3. milljónum í að senda 12 manna sendinefnd til Parísar?

Og það leiðir auðvitað hugann að því, hvað skyldi mörgum milljónum vera eytt í álíka þarflaus verkefni?

Mér skilst að um 40.000 einstaklingar muni sækja ráðstefnuna í París. Gerir það ekki eitthvað tæplega 1 fulltrúa fyrir u.þ.b 190.000 af jarðarbúum?

Það er því varla hægt að neita því að Reykvíkingar eru vel "mannaðir" þarna. Hvað skyldu annars margir fulltrúar fara frá Íslandi?

Ef marka má fordæmi Reykjavíkurborgar, hljóta að eiginlega öll sveitarfélög á Íslandi að senda sinn fulltrúa.

Eða er þetta annað dæmi, eftir viðskiptabannið á Ísrael, um sjálfstæða utanríkisstefnu Reykjavíkurborgar?

Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum Parísarráðstefnunnar og án efa munu koma ítarlegar fréttir af mikilvægu framlagi fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Það mun líklega ekki veita af þeirra famlagi, ef tekið er mið af nýlegum ummælum Segolene Royal, umhverfis og orkumálaráðherra Frakklands, en hún var einmitt í heimsókn á Íslandi nýlega, ef ég man rétt.

Þegar talað var um að banna dísilbíla, vegna hættulegrar mengunar, sagði Royal:

""Ban diesels? You can’t be serious,” Ségolène Royal, the French environment and energy minister, said recently, responding to a suggestion by a member of the Green Party. “We can’t treat problems of this gravity with ideological slogans at the expense of French interests,” Ms. Royal said, noting that more than half the cars on French roads were diesels."

Franskir hagsmunir verða að sjálfsögðu að hafa forgang, eða hvað, loftlagsráðstefna í París breytir litlu þar um.

En ef til vill er það sárgrætilegasta þegar horft er til þessarar óþarfa eyðslu, er sú staðreynd að gjarna er reiknað með því að minnihluti veiti meirahluta aðhald í sveitarstjórnum, rétt eins og stjórnarandstaða ríkisstjórn.

En það virðist vera nóg að "henda" tveimur farseðlum í minnihlutann til að "þagga niður í honum".

Þegar slík er raunin, eiga skattgreiðendur ekki von á góðu.

P.S. Hvað skyldi vera losað mikið af "gróðurhúsalofttegundum", til þess að koma öllum þessum fjölda til Parísar.  Skyldi það allt verða "kolefnisjafnað"?

 


Neyslustýringar hins opinbera geta skapað stórhættu

Dísilbílar eiga ekki góða daga nú um stundir. Kröfur um að þeir verði bannaðir, eða í það minnsta reynt að draga úr fjölda þeirra heyrast úr mörgum áttum. Það eru ekki síst stjórnmálamenn í ýmsum löndum sem beita sér í málinu, en segja má að það sé ekki síst vegna stjórnmálamanna (ekki þeirra sömu þó) sem vandamálið er jafn stórt og raun ber vitni.

Undanfarnna 3. áratugi eða svo hafa margir evrópskir stjórnmálamenn gert sitt ítrasta til að fjölga dísilbílum. Skattaafslættir og ýmis forréttindi hafa verið notaðir til að ýta undir kaup almennngs á dísilbílum.

Afleiðingar þeirrar stefnu blasa nú við. Sívaxandi loftmengun víða um lönd og stjórnmálamenn sem krefjast "útrýmingar" á dísilbílum.

En þó að öll þessi dísilást hafi verið sýnd í þágu "græna hagkerfisins" og umhyggju fyrir umhverfinu, bjó þó í raun ekki síður viðleitni til þess að hyggla evrópskum iðnaði, enda stóð hann nokkuð sterkum fótum í díselnum.

Ég vil vekja athygli á góðri grein á vefsíðunni Vox, eftir Brad Plumer. Fyrirsögnin er: Europe's love affair with diesel cars has been a disaster

Í greininni er m.a. rakin þróun og ástæða þess að dísilbílar urðu svo vinsælir og segir m.a.:

"But starting in the 1980s, French and German automakers began showing more interest in developing diesel cars. The reasons why have always been a little murky, although Cames and Helmers suggest it traces back to the OPEC oil crises of the 1970s. After global crude prices spiked, France decided to swear off using diesel for electricity and built a fleet of nuclear plants. Germany, similarly, switched from oil to natural gas for heating. When the crisis subsided, Europe's refiners were still producing lots of diesel with no buyers. So governments began urging automakers like Peugeot to look into diesel-powered vehicles.

...

At the time, there were lots of different paths Europe's automakers could have taken to green itself. They could've pursued direct injection technology for gasoline vehicles, making those engines more fuel-efficient. They could've ramped up development of hybrid-electric cars, as Toyota was doing in Japan. But European companies like Peugeot and Volkswagen and BMW had already been making big investments in diesel, and they wanted a climate policy that would help those bets to pay off.

Europe's policymakers obliged. The EU agreed to a voluntary CO2 target for vehicles that was largely in line with what diesel technology could meet. As researcher Sarah Keay-Bright later noted, these standards were crafted so as not to force Europe's automakers to develop hybrids, electric vehicles, or other advanced powertrains.

Meanwhile, European nations — including Britain, France, Germany, Italy, Spain, and Austria — had been cutting taxes on diesel car purchases and diesel fuel to promote sales, all in the name of thwarting climate change. Diesel sales soared. Back in 1990, just 10 percent of new car registrations in Europe had run on diesel. By 2011, that had climbed to nearly 60 percent."

Og nú er svo komið segir í greinni að dísilbílar eru orðnir að alvarlegu heilsufarsvandamáli:

"Diesel engines do have one notable pitfall. They may be more fuel-efficient and emit less CO2 than gasoline engines, but they also tend to emit higher levels of other nasty air pollutants, including soot, particulates, and nitrogen oxides (NOx). Heavy exposure to these pollutants can exacerbate heart and lung disease, trigger asthma attacks, and even cause premature death.

This was largely known back in the 1990s. Europe's policymakers simply considered the trade-off acceptable. "At the time, the prevailing belief was that climate change was the really hard problem and should be the priority, whereas we'd had experience improving air quality, so everyone assumed we could easily fix that issue later," explains Martin Williams, an air pollution researcher at King's College London who previously worked for Britain's environmental agency.

That assumption turned out to be wrong. When European regulators later moved to clamp down on NOx and other conventional air pollution from diesel vehicles, they failed badly."

Og niðurstaðan í greininni er einnig að allt "dísilfárið" hafi ekkert gert til að draga úr "gróðurhúsaáhrifum".:

"If Europe's diesel surge over the last 20 years had helped mitigate climate change, then maybe (just maybe) you could argue that all this extra air pollution was worth it. Except here's a depressing plot twist: The climate benefits appear to have been negligible, at least so far.

In their 2013 paper, Cames and Helmers argued that Europe may well be worse off today, from a global warming perspective, than it would have been if automakers had just focused on improving gasoline-powered cars all along. And it's arguably much worse off than it would have been if automakers had started investing in hybrid-electric technology back in the 1990s.

The authors start with the chart below, showing that Europe's diesel cars may have once had a sizable CO2 advantage over traditional gasoline vehicles. But today that gap has narrowed considerably, as various technological advances have made modern gasoline engines nearly as efficient as diesel cars:"

Það er því ef til vill ekki að ástæðulausu að greinarhöfundur varar við opinberri neyslustýringu í þessum efnum og hvetur frekar til þess að hið opinbera setji markmið, sem markaðsöfl keppi um að leysa:

"So one approach here might be to pursue technology-neutral policies focused on preferred outcomes — say, tightly enforced standards that require lower emissions — rather than favoring specific industries and technologies just because they happen to seem promising at that moment in time.

This conundrum is likely to come up again and again. For years, governments have been laying down big bets on emerging clean energy technologies. France did it with nuclear power in the 1970s and '80s. Germany did it with wind and solar power in the 2000s, through feed-in tariffs. The United States has done it with corn ethanol in the past decade.

Done right, this sort of government support can be valuable, helping useful new energy options break into the mainstream against entrenched competition. But there's also a huge risk that governments will end up gambling on badly flawed technologies that then become the entrenched competition — and prove impossible to get rid of. The US arguably made that mistake with ethanol, which has had unintended ripple effects on the food supply and deforestation that are proving politically difficult to untangle. The drive for diesel looks like it belongs in that category, too. It's not a story we'd like to keep repeating."

En ég hvet alla til að lesa greinina í heild sinni.

 

 

 


mbl.is Vilja banna dísilbíla í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru neikvæðir stýrivextir og massív peningaprentun það sem þarf á Íslandi?

Enn á ný virðist umræða um upptöku euros aukast aftur á Íslandi. Að sumu leyti er það skiljanlegt, vegna þess að auðvelt er að setja upp nokkuð sláandi dæmi um mismun á vaxtakjörum sem bjóðast á landinu bláa og sumum ríkjum á Eurosvæðinu.

En það fylgir sjaldnast sögunni hvers vegna vaxtamunurinn er svo hár nú um stundir.

Stýrivextir Seðlabanka Eurosvæðisins, sem og Danmerkur og Svíþjóðar hafa undanfarna mánuði verið neikvæðir. Svo mikið hefur legið við að reyna að hrista "líf" í efnahag Eurosvæðisins, og að keyra niður gengi gjaldmiðils þess sem og Danmerkur og Svíþjóðar (sem er er jú aðallega til að hindra "flóttafólk" úr euroinu að koma þangað).

Samhliða þessu hefur farið fram massív peningaprentun.

Á sama tíma á Íslandi hefur mátt heyra hver varnaðarorðin á fætur öðrum, um að nú verði að fara varlega svo að efnahagslífið ofhitni ekki og hvatt hefur verið til þess að "kippa úr umferð" fjármagni og reyna að slá á þennslu.

Það hefur því vantað algerlega í umræðuna af hálfu "Sambandssinna" sem endilega vilja taka upp euro, hvernig massív peningaprentun og neikvæðir stýrivextir myndu hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf og hvers vegna það er einmitt það sem íslendingar þarfnast nú.

En massív peningaprentun og neikvæðir stýrivextir væru einmitt raunveruleikinn á Íslandi í dag, ef euro væri gjaldmiðillinn.

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband