Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Þetta tengist ekki islam

Það að ljóðskáld skuli vera dæmt til dauða tengist auðvitað ekki islam. Hver sem heldur því fram fer auðvitað villu vegar.

Þó hann hafi verið handtekinn af trúarlögreglunni, þá tengist það að sjálfsögðu ekkert islam, heldur einhverjum skrýtnum og undarlega þenkjandi einstaklingum sem lítið eða ekkert þekkja til islam. 

Þó að þetta gerist í landi Mekka og Medina, hljóta allir þenkjandi einstaklingar að sjá að þetta tengist ekki islam á nokkurn hátt.

Islam er trú friðar, umburðarlyndis og fyrirgefningar.

Þeir sem halda því fram að nokkuð sem þetta hafi eitthvað með islam að gera halda því líklega fram næst það að trúarleiðtogi sem neitar að taka í hönd á kvenkyns blaðamanni hafi eitthvað með islam að gera.

Nú eða það að fylgi Samfylkingarinnar hafi eitthvað að gera með að hún hafi lélegan formann eða skrýtna stefnu í mörgum málum.+

Orsakasamhengi er ofmetið.

 


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir trúleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróf einföldun. Verðsamsetning er flókið fyrirbæri

Það er gott að fylgst er með verðlagi, það gefur aðhald og miðlar upplsýsingum til neytenda.

En það verður að vanda til verka og var sig á því að draga of stórar ályktanir án þess að heildardæmið sé reiknað.

Hér er fjallað um afnám sykurskatts og hvernig það hefur skilað sér til neytenda.

Jafnvel þegar fjallað er um jafn einfaldan hlut og hreinan strásykur, er fjöldi þeirra atriða sem sem hefur áhrif á verð hans svo mikill að erfitt er að greina hvort að skatturinn hafi raunverulega skilað sér til neytenda.

Fyrst þarf auðvitað að athuga heimsmarkaðsverð á sykri. Þrátt fyrir nokkuð skarpa hækkun síðustu þrjá mánuði eða svo, er það lægra nú en það var í upphafi ársins. En það er mælt í dollurum, þannig að styrking hans hefur vegið upp á móti lækkuninni. Því má reikna með að innkaupsverð sykurs sé eitthvað hærra í íslenskum krónum en var í upphafi árs. Síðan þarf að huga að þáttum eins og flutningskostnaði, launakostnaði, húsnæðiskostnaði, orkukostnaði o.s.frv. Ég reikna ekki með að þessi listi sé tæmandi.

Það er einfaldlega svo margt sem spilar inn í verðmyndun að þó að einn þáttur (sykurskattur) breytist er ekki víst að lækkun, nú eða hækkun verði samsvarandi.

Þegar kemur svo að sælgæti bætast enn fleiri þættir við, t.d. heimsmarkaðsverð á kakóbaunum, sem hefur hækkað verulega það sem af er ári. Eins og sykurinn er það mælt í dollurum og hefur því hækkað enn frekar í íslenskum krónum.

Sælgæti og ýmsar aðrar vörur sem innihalda sykur eru svo mis vinnuaflsfrekar, það sama gildir um orkunotkun, húsnæðis og tækjaþörf o.s.frv.

Þess vegna er samanburður sem þessi mjög erfiður og næstum ómögulegur, án þess að hafa aðgang að framlegðartölum fyrir eintaka vörutegundir.

Það breytir því ekki að verðsamanburður og miðlun verðbreytinga er þörf og góð, en það verður alltaf að varast að draga of stórar og eindregnar ályktanir af þeim.

Mér sýnist þó að þarna komi fram að lækkun vörugjalda sé að skila sér til neytenda, þó að ómögulegt sé að segja til um hvort að það sé nákvæmlega í hlutfalli við vörugjaldslækkun.

 

 

 

 


mbl.is Hefur afnám sykurskatts skilað sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andri og Björk að berja á ríkisstjórninni með baráttumáli Samfylkingarinnar?

Þeir sem hafa lesið þetta blogg í gegnum tíðina er líklega ljóst að ég hef ekki verið hrifinn af því að lagður yrði raforkustrengur á milli Íslands og Bretlands. Þó hef ég ekki lagst eindregið á móti rannsóknum þess efnis, enda upplýsingar í eðli sínu oftast af hinu góða. 

Bloggið hér á undan er ágætis dæmi um það.

En mér fannst samt sem áður nokkuð merkilegt að lesa um blaðamannafund Andra Snæs og Bjarkar.  Sérstaklega vakti athygli mína herkvöð þeirra gegn ríkisstjórninni.

Það kemur mér ekki á óvart að Andri Snær og Björk séu andstæðingar lagningar sæstrengs til raforkuflutnings frá Íslandi til Bretlands, ekki síst vegna þess að mér þykir nokkuð einsýnt að til að slíkt eigi möguleika á því að bera sig, þurfi til frekari virkjanir.

En að leggja dæmið upp eins og fyrst og fremst sé þörf á að berja á og berjast gegn núverandi ríkisstjórn fannst mér nokkuð langt til seilst og raunar gefa herferð þeirra nokkuð flokkspólítískan blæ.

Því það er langt í frá að núverandi stjórnarflokkar hafi barist hart fyrir lagningu sæstrengs, eða að það geti kallast þeirra baráttumál.

Núverandi ríkisstjórn hefur frekar verið legið á hálsi fyrir að draga lappirnar í málinu.

Staðreyndin er auðvitað sú að utan Landsvirkjunar (og reyndar að hluta til einnig þar) hefur málið fyrst og fremst verið keyrt áfram af liðsmönnum Samfylkingarinnar.

Fyrrverandi ráðherrar, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Oddný Harðardóttir eru þau sem fyrst og fremst börðust og töluðu fyrir sæstreng.

Ég minnist ekki að Andri Snær og Björk hafi barist hart á móti þeim áformum þegar þau voru á forsjá ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar.

En auðvitað hefði verið best að berjast gegn þeim frá upphafi.

Sumir þeirra höfðu í huga tröllsleg áform um að sæstrengi og orkusölu frá Grænlandi, um Ísland, til Evrópu.

Hér er Össur í ham og ræðri við orkumálastjóra "Sambandsins" um leiðir til að flytja íslenska jarðhitaorku til Evrópu.

Hér talar Katrín Júlíusdóttir um "að mikil orka væri til í landinu sem hægt væri að nýta og þjóð sem væri rík að auðlindum ætti að kanna öll þau tækifæri sem gefast til að nýta þær auðlindir og auka hagsæld í landinu. Þannig væri t.d. nauðsynlegt að kanna möguleika þess að leggja sæstreng til að selja orku úr landi, en sú vinna er nú þegar hafin."

Í þessari frétt er Oddný Harðardóttir að dásama möguleika sæstrengs á ársfundi Landsvirkjunar.

Hér er Oddný svo að skora að núverandi iðnaðarráðherra að keyra málið áfram.

Hér lýsir Katrín Júlíusdóttir yfir fyllsta stuðningi ríkisstjórna Samfylkingar og Vinstri grænna við kannanir Landsvirkjunar varðandi sæstreng.

Hér er fyrirsögnin: Íslensk stjórnvöld íhuga að leggja sæstreng til Skotlands. Með er mynd af Katrínu Júlíusdóttur og vitnað í hana.

Hér  má lesa (og horfa á) umræður á Alþingi um sæstreng.  Hér er svo skýrslan sem lögð var fram á Alþingi í oct 2013.

Það er því óneitanlega sérstakt að mínu mati að lesa um að Björk Guðmdundsdóttir biðji um stuðning gegn núverandi ríkisstjórn.

Nær hefði verið að biðja um stuðning gegn Alþingi, eða hreinlega íslensku stjórnmálastéttinni, því málið getur á engan hátt talist sem baráttumál núverandi ríkisstjórnar, þó að hún hafi vissulega komið að því.  Líklega verður þó Samfylkingin að teljast drifkrafturinn í málinu.

Vinstri græn hafa verið meira efins og beggja megin girðingar, ef svo má að orði komast, og hefur Steingrímur J. Sigfússon alls ekki viljað útiloka stuðning við sæstreng, rétt eins og lesa má í þessari frétt. Þar er haft eftir Steingrími: "... að ein rök með sæstreng væru hámarksnýting á orkunni í stað þess að geyma forða til vara fyrir stóriðjurnar í öryggisskyni vegna t.d. álframleiðslu, orku sem annars lægi dauð í kerfinu.“Þetta eru langsterkustu rökin fyrir sæstreng. Umhverfisflokkar í Evrópu, græn samtök í t.d. Hollandi og Bretlandi styðja sæstreng af því að það bæti nýtingu orku og minnki notkun á kolum og kjarnorku. Ísland býr þó ekki við sambærilegar aðstæður."

Steingrímur verður enda líklega að teljast einn af sporförunum í umræðunni um sæstreng, ásamt Svavari Gestssyni, en þeir félagar lögðu fram þingályktunartillögu um að slíkur kostur yrði athugaður árið 1992.

Það var þegar þeir félagar voru ennþá rauðir í gegn og höfðu enga græna skel.

Hér má lesa frétt um tillöguna frá þessum tíma.

 

En ég er ekkert hissa á því að Andri Snær og Björk kjósi að berjast á móti sæstreng til Bretlands. Sjálfur er ég fullur efasemda um slíka framkvæmd og finnst umræðan um hana fyrst og fremst hafa snúist um mögulegan ofsagróða.  Ég er þó líklega ekki skoðanabróðir þeirra hvað varðar virkjanir, ef góð not eru fyrir orkuna.

En mér finnst framsetning þeirra skrýtin og hvernig þau kjósa að setja málið fram eins og málið hverfist um núverandi stjórnarflokka og það ríði á að koma þeim frá.

Það má leiða rökum að því að ef til dæmis Samfylkingin kæmist í stjórn yrði það sæstrengsmálinu til framdráttar og aukin kraftur mynid færast í það. Sagan segir okkur svo að Vinstri græn myndu ekki kæra sig um, eða megna að standa á mót málinu í ríkisstjórn með Samfylkingu. Það var alla vegna ekki raunin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.

Mig rekur heldur ekki minni til annars en að Björt framtíð hafi verið frekar áfram um sæstreng, en afstöðu Pírata þekki ég ekki.

Það má því segja að Björk og Andri hafi sett undarlega flokkspólítískan blæ á málið með því að beina baráttu sinni fyrst og fremst gegn núverandi stjórnarflokkum.

Það setur undarlegan vinkil á blaðamannafund þeirra.

Kom mér all nokkuð á óvart og mér þykir þau bæði setja verulega niður fyrir vikið.

 


mbl.is „Það er ekki til nein álfaorka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leiða ljós til Bretlands?

Hugsanlegur rafmagnssæstrengur frá Íslandi til Bretlands hefur verið allnokkuð í umræðunni undanfarið og sitt sýnst hverjum.

Ég hef skrifað um þær vangaveltur áður og ávallt verið skeptískur á slíkar áætlanir, en ekki lokað á frekari athuganir eða staðreyndasöfnun.

En í íslenskum fjölmiðlum hefur reglulega mátt lesa fréttir um hve háar niðurgreiðslur breta á endurnýjanlegum orkugjöfum séu og hve hagnaðarvon íslendinga sé gríðarleg.  Jafnframt hefur verið fjallað um yfirvofandi orkuskort í Bretlandi og hve mikil búbót sæstrengur gæti orðið í þeim efnum.

Enn fremur hefur mátt lesa hve gríðarlega styrki bretar muni veita fyrirhuguðu kjarnorkuveri sem frakkar og kínverjar hyggjast reisa. Sá styrkur, ef ég hef skilið rétt er fyrst og fremst í formi tryggingar á verulega háu rafmagnsverði.

Það er alveg rétt að bretar hafa í vaxandi mæli áhyggjur af háu raforkuverði og orkuskorti. En fréttirnar í Bretlandi undanfarna daga hafa aðallega snúist um hvernig draga eigi úr niðurgreiðslum á endurnýjanlegri orku og vinda ofan af því kerfi.

Meginstefnan eigi að vera að niðurgreiðslur séu tímabundnar.

Hvað varðar verðtryggingu til kjarnorkuvers, sem er verulega há, hef ég alltaf skilið það svo, að það sé gert vegna þess að kjarnorkuverið geti það sem endurnýjanlegir orkugjafar og sæstrengur geta ekki lofað, boðið upp á trygga og stöðuga orkuafhendingu.

Persónulega get ég því ekki séð að framtíðarhorfur fyrir íslenska orkusölu, um sæstreng til Bretlands yrði jafn gjöfular og góð og margir vilja meina.

Hitt er svo að mér hefur þótt vanta í umræðuna um sæstreng hvar og hvernig eigi að virkja til að selja orku. Því þótt að margir láti í veðri vaka að íslendingar eigi umframorku sem væri einmitt það sem nota á fyrir strenginn, þá þykir mér ekki trúlegt að nokkur fjárfesti í streng á milli Íslands og Bretlands með því fororði að einungis umframorka fari um strenginn.  Það þýddi þá að í slæmu árferði og aukinni orkunotkun á Íslandi væri jafn líklegt og ekki að ekkert rafmagn væri flutt um strenginn.

Slíkt hljómar ekki sem vænlegur fjárfestingarkostur í mínum eyrum.

Það þarf að ræða málið í heild sinni og ekki láta nægja að hlusta á hvað hagnaðurinn "geti" orðið gríðarlegur.

En það má líka velta því fyrir sér, ef að útlit er fyrir að íslendingar vilji virkja frekar og útlit er fyrir að raforka verði umfram eftirspurn á Íslandi, hvort að ekki sé margir aðrir leikir í stöðunni.

Væri til dæmis ekki tilvalið fyrir Landsvirkjun, í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila að fera í kynningarherferð miðaða á lítil og miðlungsstór iðnfyrirtæki í Bretlandi og annars staðar í Evrópu, þar sem lögð er áhersla á lágt rafmagnsverð á Íslandi og afhendingaröryggi.

Sé raunveruleg hætta á orkuskorti í Bretlandi, jafnframt því að orkuverð sé verulega lægra á Íslandi, ætti slíkt að vera kostur sem ýmis fyrirtæki myndu í það minnsta velta fyrir sér.  Vissulega er rafmagn misjafnlega hátt kostnaðarhlutfall, þannig að finna þyrfti geira með hlutfallsega mikla rafmagnsnotkun.  Afhendingaröryggið ætti svo að vera trompið.

Því eftir sem mér skilst, er raforkuverð í Bretlandi ekki það hæsta í Evrópu, þó að það sé vissulega hátt.

industrial electricity prices including taxes

 

 

 

 

 

electricity prices including taxes extra large

 

 

 

 

 

Stöplaritin eru fengin héðan.

P.S. Allar svona vangaveltur verða hins vegar hálf hjákátlegar þegar lesnar eru fréttir um að Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna um skerðingu á orkuafhendingu (sem líkega verður þó ekkert af) og að iðnfyrirtæki hér og þar um landið (millistór fyrirtæki) geti ekki fengið þá orku sem þau vilja.

Slíkt ætti auðvitað að vera brýnasta verkefni Landsvirkjunar og Landsnets.

 


"Samband" með "Bene(lux)fits"

Á undanförnum árum hefur all mikið verið rætt um svokölluð skattaskjól á meðal Íslendinga og reyndar víðar um veröldina. Mest og hæst hefur umræðan verið um Tortola.

En skattaskjólin eru mun nær Íslandi.

Beneluxlöndin ásamt Írlandi hafa myndað "skattaskjólbeltið" í Evrópusambandinu. Þarlend stjórnvöld hafa gert afar hagstæða skattasamninga við alþjóðleg fyrirtæki og þannig flutt skatttekjur til sín, en jafnframt "rænt" önnur lönd Evrópska efnahagssvæðisins tekjum. Þó þannnig að alþjóðafyrirtækin hafa sparað sér fjallháar upphæðir í skattagreiðslum.

Íslendingum er þetta all kunnugt, enda ef til vill ekki einleikið hvað mörg íslensk fyrirtæki kusu að starfa í Luxemburg og Hollandi á árunum fyrir hrun. Ég veit ekki hvort að líta þarf á mikinn útflutning Íslendinga til Hollands nú, að hluta til sömu augum.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að að það að flytja fé í skattaskjól þarf ekki á nokkurn hátt að vera ólöglegt. Það er líka vert að hafa í huga að það er tvennt ólíkt hvort að ríki hefur lága skattprósentu, sem gildir þá fyrir öll fyrirtæki, eða hvort það gerir sérstaka samninga við einstaka fyrirtæki.

Það fannst því mörgum ótrúlegt að heyra Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (og fyrrum forsætisráðherra Luxemburgar) að "Sambandið" væri í forystu fyrir því að afnema skaðlega "skattasamkeppni" og skoraði á ríki heims að fylgja fordæmi þess.

Mörgum fannst það stórt upp í sig tekið, því "Luxleaks" er flestum enn í fersku minni.

Nýleg grein í Der Spiegel sýnir hvernig Benelux löndin buðu stórfyritækjum gríðarlega hagstæða skattasamninga og stóðu í vegi fyrir breytingum á löggjöf "Sambandsins" sem hefði getað svipt þau þessum miklu aukaskatttekjum.

Það þarf ekki að undra að mörg nágrannaríkjanna telja að þær hafi verið á sinn kostnað.

Í grein Der Spiegel segir m.a.:

"Representatives of the other EU member states knew very well what was going on. The German representative in the Working Group on Tax Questions, for example, filed a cable to Berlin in March 2013 in which he noted there had been repeated "doubts about the harmlessness" of a few of the tax models, "mostly having to do with the license box rules of LUX and NDL," the abbreviations being references to Luxembourg and the Netherlands.

But nothing was done about it for years. Each time the Working Group on Tax Questions proposed changes, Luxembourg, Belgium and the Netherlands warded them off successfully. It's no wonder, either, given that representatives of the Benelux countries regularly coordinated their decisions in advance at their own meetings.

Stonewalling and other Tactics

Working in close collaboration, Luxembourg and the Netherlands refused to reveal information about tax rulings for major corporations as far back as 2010, four years prior to the LuxLeaks scandal.

The new revelations are highly sensitive. It's not just European Commission President Juncker whose past as the leader of the tax-haven Luxembourg is catching up to him. Another important man at the top of an EU institution also now has some uncomfortable questions to answer: Dutch Finance Minister Jeroen Dijsselbloem. Even after ascending to his current position as head of the Euro Group, his country continued to block every call for change."

Greinin lýsir nánar hvernig Benelux löndin soguðu til sín skatttekjur, með einstökum samningum niður í 1% skattprósentu fyrir fyrirtæki.

Og allir vita hvað hefur verið gert og hvað þarf að gera, en ekkert geristm nema að nefndirnar funda, það gerist varla meira "Evrópusambandslegra" en það:

When it comes to EU tax issues, not much can be done without consensus, a reality that also applies to the Code of Conduct Group. The group has been meeting four to six times a year since 1998 and for at least the last half decade, no issue has been as controversially discussed as that of the patent box. But nothing has been done. In the EU, tax-code compliance is treated not unlike age-limits for movies: It is largely voluntary.

Joining Forces

That was the situation back in March 2013 when tax experts met to discuss possible future guidelines to address problematic tax practices. "A taxation provision can be harmful," read a statement prepared prior to the meeting, "if its intention is not that of serving the economic targets of a member state, for example that of stimulating the economy or innovation." It is really quite a banal sentence: Tax rebates only make sense when the country offering them benefits as well.

But the Benelux countries immediately understood that the sentence took direct aim at their patent box and, as usual, they joined forces in an effort to have it removed. It would be best, they demanded, were the Code of Conduct Group to no longer focus on harmful practices that had already been implemented. "BEL, NDL, LUX demanded that certain, not-yet-evaluated, potentially harmful regimes could only be evaluated by way of a formal revision," the German group member reported to Berlin. That is akin to allowing criminals to decide when their crimes fall under the statute of limitations.

The timing of the meeting was sensitive for another reason: In March 2013, Dijsselbloem was no longer simply finance minister of the Netherlands. By then, he had already been named head of the Euro Group, the body of EU finance ministers that coordinates finance and tax policy with the common currency member states. It is the Euro Group that helps make important decisions on aid packages for Greece and other euro-zone member states.

But when it comes to the patent box, the Netherlands was not first and foremost concerned about the integrity of the common currency union. Rather, the country's own national interests were in the foreground. That can be seen in the Dutch response to a compromise proposal put forward by Germany and the United Kingdom. Even though the compromise plan was approved by tax experts from the OECD, the Netherlands entered a "reservation of political nature." The rest of the group resolved that changes to the existing patent box guidelines "must be introduced by the middle of 2015."

Stalling Tactic

So far, though, almost nothing has happened. And Luxembourg has continued its efforts to block any changes. After experts from all member states, following years of debate, finally managed to arrive at a cautiously critical appraisal of the tax-rebate model, "LUX requested a written evaluation from the Council's legal services," a German EU diplomat wrote in June 2014. The move was clearly a stalling tactic.

Í lok greinarinnar (sem ég hvet alla til að lesa í heild sinni), má lesa eftirfarandi:

"Juncker's credibility has been shaken, partly because the accusations aren't just about tax law. They also call into question the image that Juncker has for years been portraying of himself, that of the model European. Now, he stands accused of being the architect of a business model that is based on the extremely un-European principle of steering tax flows away from neighboring countries into Luxembourg's coffers. As Commission president, he demands EU solidarity almost daily when it comes to the refugee crisis. But how credible can he be after years of promoting policies that can accurately be described by the term "tax dumping?""

Það þarf engan að undra þó að hrikti í "Sambandinu", í góðsemi vega þeir hver annan á þeim "Glæsivöllum".

 


Hryðjuverkin í Frakklandi eiga sér rætur í islam

Það er engin leið til þess að líta fram hjá því að hryðjuverkin í París í gær og fjöldi annara hryðjuverka undanfarin ár eiga sér rætur í islam.

Ekki frekar en það er hægt að líta fram hjá því að ýmis hryðjuverk,stríð, krossferðir, Spænski rannsóknarrétturinn og gyðingahatur eiga sér rætur í kristni (og auðvitað er íslam ekki saklaust hvað varðar gyðingahatrið).

Trúarbrögð hafa í gegnum söguna, og eru enn, notuð sem réttlæting fyrir hryllings og ofbeldisverkum oftar en tölu verður á komið. Saga trúarbragða er langt í frá saga kærleika, friðar og umburðarlyndis, þó að þeir þættir sér þar vissulega líka.

Þetta þýðir ekki að allir þeir sem beygja sig í átt til Mekka séu hryðjuverkamenn eða styðji ógnarverk þeirra, né að allir kristnir menn séu gyðingahatarar. Það leikur enginn vafi á því að stærstur hluti hvors hóps um sig, hefur lítt með þetta allt að gera og hugsar fyrst og síðast um að reyna að byggja upp gott og friðsælt líf fyrir sig og sína.

En í gegnum aldirnar hafa trúarbrögð gjarna verið uppspretta haturs, ofbeldis og ógnarverka, þó að boðskapurinn sé kærleikur og mannbæting.

Trúarbrögð eru samsafn þeirra sem aðhyllast þau og boða.

Það er rétt að taka fram að kristni hefur gengið þokkalega að hrista af sér miðaldahugsunarháttinn, þróast fram á við og segja skilið við mestu vitleysuna jafnframt því að boðskapur bíblíunnar (orð guðs?) hefur verið endurskoðaður .

Fylgjendum islams hefur gengið það mun síður.

En islam, rétt eins og kristindómurinn hefur marga anga og rangala.

Og í býsna mörgum röngölunum má finna einstaklinga sem predika ofbeldi og hryðjuverk í nafni islam.

Margar skoðanakannanir hafa sýnt að öfgasamtök á borð við Isis njóta stuðnings hundruða þúsunda, ef ekki milljóna evrópubúa. Þúsundir þeirra hafa farið og barist með þeim undanfarin misseri.

Margir þeirra hafa síðan snúið heim til Evrópu.

Hryðjuverkmenn hafa skírskotun í  flóttamannavandamál nútímans að því leiti, að þeir eru afkomendur einstaklinga sem fluttu til Evrópu fyrir 1. til 3. kynslóðum. Þá eins og nú í leit að betri lífskjörum og stundum undan hörmungum.

En lausnin getur ekki verið að hætta að aðstoða flóttamenn, en ég held að flestir sjái (og það óskylt hryðjuverkum) að hún er heldur ekki að opna öll landamæri.

Það þykir líklegt að einn af hryðjuverkmönnunum í París hafi komið til Evrópu í gervi flóttamanns. En það er óþarfi að gera of mikið úr því. Staðreyndin er að hryðjuverkamennirnar eru fyrst og fremst heimamenn og úr nágrannalöndunum.

En það hlýtur jafnframt að vekja upp spurningar og efasemdir um hvernig innflytjendastefna undanfarinna áratuga hafi virkað og hvort þörf sé á breytingum. Ekki síst nú, þegar fjöldinn er meiri en nokkru sinni fyrr?

Molenbeek hverfið í Brussel hefur skotið upp kollinum í rannsóknum á flestum hryðjuverkum sem tengjast Isil á undanförnum árum.

Það er talið að u.þ.b. 6% af íbúum Belgíu fylgi islam. En sama hlutfall í Brussel er um 25% og í Molenbeek er það 40%. Atvinnuleysi í Belgíu er rétt undir 9%. Í Molenbeek er það 30%, og talið er að það sé enn hærri á meðal innflytjenda og afkomenda þeirra.

Í Frakklandi er talað um að hlutfall múslima sé 7 til 10% af íbúafjöldanum. Þó engar tölur liggi fyrir, vegna þess að trúarskoðanir fanga eru ekki skráðar, telja margir að þeir séu u.þ.b. 70% af þeim sem dvelja í fangelsum landsins.

Því miður verður það að teljast ólíklegt að hryðjuverkin í París auki á atvinnumöguleika ungra múslima.

Það má því leyfa sér að álykta að aðlögun þeirra að samfélögum Belgíu og Frakklands hafi ekki gengið vel.

Það er því miður engin ástæða til þess að ætla að aðlögun þeirra sem nú streyma til Evrópu gangi betur.

Mörg evrópuríki glíma við mikið atvinnuleysi og efnahagsörðugleika. Það gefur heldur ekki ástæðu til bjartsýni.

Fyrsta skrefið til að ná tökum á vandamálinu er þó að ríki eða ríkjasambönd hafi stjórn yfir ytri landamærum sínum.

Þar hefur Evrópusambandið misst tökin.

En varin landamæri leysa ekki vandamálin sem þegar eru komin til sögunnar, en slíkt er þó nauðsynlegt til framtíðar.

En það er nauðsynlegt fyrir ríki "Sambandsins" að marka sér stefnu í þessum málaflokki til framtíðar. Enn nauðsynlegra er að þeirri stefnu verði framfylgt.

En sé litið til sögunnar, er ekki hægt annað en að efast um að slíkt takist.

 

 


mbl.is „Stríðsyfirlýsing frá Ríki íslams“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vive la France

Þessum litla bút úr myndinni Casablanca hefur verið dreift víða í dag. Skírskotunin er augljós, samstaðan með Frökkum einnig.

Vive la France, lifi Frakkland.


Skrýtin frétt

Ég verð að viðurkenna að mér hefur alltaf þótt það frekar skrýtið að banna einstaklingum að hafa ranga skoðun, jafnvel á sögunni.

Þannig finnst mér einstaklingar sem afneita helförinni fyrst og fremst gera lítið úr sjálfum sér og greind sinni. Rétt eins og þeir sem afneita voðaverkum kommúnismans.

Munurinn á þessu tvennu er þó ef til vill fyrst og fremst sá að all víða er það fyrrgreinda bannað. Það seinna kann þó að vera bannað einnig á einstaka stað.

En í raun er óþarfi að mínu mati að slíkt varði við lög. Eins og áður sagði dæmir slík vitleysa sig sjálf.

Hvort að manngerð hungusneyð í Ukrainu hafi átt sér stað, eður ei, er að mínu mati engin spurning, en ekki ástæða til fangelsisvistar þó að einhver sér annarar skoðunar.

Það sama gildir um Helförina. Þar gildir engin vafi um sannleiksgildið, en vitleysingar munu alltaf verða til og afneitarar sömuleiðis.

En orðalag þessarar fréttar mbl.is vekur vissulega athygli mína.

Síðast málsgreinin vekur í raun furðu mína.

"Talið er að um 1,1 millj­ón,flest­ir evr­ópsk­ir gyðing­ar, hafi horfið á ár­un­um 1940-1945 í Auschwitz-Bir­kenau búðunum áður en þær voru her­tekn­ar af her Sov­ét­ríkj­anna."

Gyðingarnir í Auschwitz "hurfu" ekki, þeir voru myrtir. Myrtir með skipulögðum og iðnvæddum hætti.  Það var engin tilviljum og það er enginn vafi á hvernig á því stóð. Þeir hurfu ekki.

Það má síðan einnig deila um orðalagið að her Sovétríkjanna hafi hernumið búðirnarar í Auswitch. Réttara væri að segja að hann hefi frelsað þær.

Vissulega má margt misjafnt segja um framgöngu Rauða hersins á leið hans til Berlínar, en hann frelsaði vissulega stór landsvæði undan helsi nazista þó að stundum hafi hernám fylgt í kjölfarið. En ég tel ekki rétt að segja að hann hafi hernumið Auscwitch.

Þó að ef til vill sé þetta ekki stórkostlegt mistök, eru þau of stór fyrir fjölmiðil sem er vandur að virðingu sinni

P.S. Mbl.is ætti að leiðrétta þau sem fyrst.

 


mbl.is Nasista-amma afneitar helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótastjórnmál - skilyrt lýðræði?

Kynjakvótar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og all nokkuð notaðir, sumir lögfestir.

Nú sá ég svo að lagt er til í Samfylkingunni að næsta skref sé stigið. Aldurskvóti.

Auðvitað er í sjálfu sér ekki óeðlilegra að ungt fólk krefjist kvóta en konur. Þó að aldur, ólíkt kyni, sé stigvaxandi, hefur hann oft þótt skipta fólki upp í mismunandi hópa, með mismunandi skoðanir.

En hvar endar þetta?

Vissulega er allta gott ef stjórnmálin endurspegla þjóðlífið, en það er ekki gott að "skipuleggja" lýðræðið, eða er það?

Hvaða hópar þurfa kvóta?

Konur, karlar, ungt fólk, ellilífeyisþegar, "hinsegin fólk, íslendingar sem eru af erlendu bergi brotnir, bankamenn, listamenn, landsbyggðarfólk, dreifbýlisbúar og svo mætti lengi áfram telja.

Ég vil taka það fram að ég er ekki á móti kynjakvótum, þegar skipað er nefndir eða stjórnir á vegum hins opinbera.

En ég er alfarið a móti "skilyrtu lýðræði", sem er í raun ekki lýðræði. Því eru allir kvótar alfarið óþarfir þegar kosið er. Þar gilda atkvæði einstaklinga.

P.S. Að sjálfsögðu er rétt að taka það fram að mér kemur auðvitað ekkert við hvað Samfylkingin ákveður, og læt mér það í frekar léttu rúmi liggja.

En þessar hugmyndir innan hennar gáfu mér tilefni til almennra vangaveltna um þessi málefni.

 


Ekki nauðsynlega til bóta

Það hljómar vissulega nokkuð jákvætt að kjósa forseta Alþingis með auknum meirhluta. Þannig hefði hann vissulega víðari skírskotun og stæði styrkar fótum. Væri að einhverju leiti meira "allra".

En það er einnig hætta á því að fyrirkomulag sem þetta skapi upplausn og vandræði í störfum þingsins.

Þetta gæfi minnihluta þingsins möguleika á því að taka kjör forseta í "gíslingu". Þannig gæti farið að ekki væri hægt að kjósa forseta.

Og það hefur sýnt sig að fyrr eða síðar eru þau "meðul" sem hægt er að nota, notuð.

Vissulega getur meirihlutaræði verið slæmt, sérstaklega ef tæpur meirihluti keyrir fram af offorsi.  En ég hygg þó að flestir taki undir að það er bæði betra og rökréttara en að minnihlutinn ráði, svona sem "prinsipp".

Því get ég ekki séð að þetta frumvarp sé til bóta, þó að vissulega skori það hátt á "fílgúdd skalanum".

 

 

 

 


mbl.is Þingforseti þurfi aukinn meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband