"Sambandssinnar" geta ekki sætt sig við ósigurinn

Ég held að það sé sama hvernig á það er litið, "Sambandssinnar" biðu herfilegan ósigur í Alþingiskosningunum síðastliðið vor.  Hvort sem litið er til herfilegrar útreiðar helsta flokks "Sambandsssinna", Samfylkingarinnar, gengi þeirrar ríkisstjórnar sem sótt hafði um "Sambandsaðild, eða fjölda Alþingismanna sem hlynntir eru aðild að Evrópusambandinu, þá höfðu andstæðingar "Sambandsaðildar" alls staðar sigur.

Núverandi stjórnarflokkar höfðu það á stefnuskrá sinni (sérstaklega vert að skoða Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins) að hætta viðræðum við "Sambandið".  Tekið var fram að þær yrðu ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er einmitt í þann farveg sem málið stefnir.

Það má hins vegar gagnrýna núverandi stjórnvöld að nokkru fyrir það hvernig málið hefur verið rekið áfram.

Auðvitað þarf stórmál sem "umsóknin" er að koma til kasta Alþingis.

Það má síðan færa fyrir því rök að best færi á að málið komi til kasta þjóðarinnar á einhverjum tímapunkti. 

Þá er réttast að spyrja kjósendur hvort að þeir vilji ganga í Evrópusambandið eður ei.  Það þarf að afhjúpa endanlega blekkingarleikinn um að "kíkja í pakkann".  Því eins og Þorsteinn Pálsson kemst réttilega að orði á Vísi um síðustu helgi:

Staðreyndin er sú að blekkingarleikir, villandi upplýsingar og staðhæfinar Samfylkingar og Vinstri grænna (sem og annarra "Sambandssinna) komum málinu í það öngstræti þar sem það er nú statt.

Það væri því best að Alþingi taki af skarið og samþykki viðræðuslit snemma á haustdögum.

 

 

 

 


mbl.is Stefna flokkanna alltaf verið skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband