Getur verðbólga verið hærri með euro en krónu?

Getur það verið að land sem hefur euro fyrir gjaldmiðil búi við hærri verðbólgu en Ísland með sína krónu?

Já, í Eistlandi hefur verðbólgan verið 3.9% undanfarið ár, á meðan hún hefur verið 3.8% á Íslandi.  Ekki hægt að segja að munurinn sé mikill, en sá litli sem er, er Íslandi í hag.

Allt tal um meðaltal á eurosvæðinu, eða í "Sambandinu" er ákaflega villandi.  Vissulega er það til bóta að uppgangur sé í Þýskalandi og nokkrum öðrum ríkjum, en því miður kemur það atvinnuleysingjum í Gríkklandi eða á t.d. á Spáni að frekar litlum notum.

Þó að meðaltalsverðbólgan á eurosvæðinu sé 1.6%, þá er verðhjöðnum í Grikklandi, en eins og áður sagði er verðbólga nær 4% í Eistlandi.

Er þá eitthvað sem segir að verðbólga á Íslandi væri lægri en þau 3.8% sem hún er nú, ef gjaldmiðillinn væri euro?

Ég held að það sé ákaflega erfitt að færa sannfærandi rök fyrir því.

En þetta er eitt af því sem eilíflega er klifað á.

P.S.  Getur einhver sagt mér hvað tvær setningarnar í fréttinni þýða?

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1,6% í júlí á evrusvæðinu. Verðbólgan var sú sama að meðaltali í þeim sautján ríkjum sem tilheyra evrópska myntbandalaginu.

 

P.S.S.  Hér er stöplarit yfir verðbólgu í "Sambandslöndunum".

inflation EU july 2013

 


mbl.is Verðbólgan 1,6% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband