Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
26.4.2013 | 11:16
Ætlar þú að kjósa flokkana sem reyndu að keyra IceSave 1 (Svavarssamninginn ) samninginn í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju að sjá hann?
Það er margt rifjað upp fyrir þessar kosningar. Því ekki hið eina snúast þessar kosningar um næstu 4. árin og framtíðina, heldur er einnig rifjað upp það sem gerst hefur á síðastliðnum árum, og stundum leitað aftur um áratugi.
En kosningar snúast ekki hvað síst um það sem kjósendur vilja að sé gert og að kjósendur vilja gefa ríkjandi ríkisstjórn einkunn, þá ýmist falleinkunn, að þeir ráða hana til vinnu á næsta kjörtímabili.
Það bendir allt til þess að núvarndi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fái afgerandi falleinkunn. Það verður ekki ljóst með afgerandi hætti fyrr en talið verður upp úr kjörkössunum, en það er óhætt að segja að flest bendir til þess.
Það er í sjálfu sér ekki að undra.
Það er margt sem hefur gerst á kjörtímabilinu sem hvetur kjósenda til að gefa núverandi ríkisstjórn. Ég mundi vilja nefna nokkur dæmi.
Núverandi stjórnarflokkar reyndu að keyra IceSave 1 (Svavarssamningurinn) í gegnum Alþingi án þess að þingmenn fengju að sjá samninginn. Það er rétt að halda því til haga að þingmönnum Samfylkingar fannst þetta eðlileg afgreiðsla og flestir þingmenn Vinstri grænna fannst það sömuleiðis. Sem betur fer var þetta stöðvað. Umræður hófust og miklar breytingar voru gerðar á samningnum.
Þáverandi formenn stjórnarflokkana ákváðu að sniðganga fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var á lýðveldistímanum. Líklega er það einsdæmi að forystumenn ríkisstjórnar sniðgangi lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tvisvar sýndu kjósendur að ríkisstjórnin gekk ekki í takt við vilja þeirra. Tvisvar höfnuðu kjósendur samningum sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga.
Ríkisstjórnin stefndi á umbyltingu í sjávarútvegsmálum, mikilvægastu útflutningsgrein Íslendinga. Frumvarp var lagt fram, sem síðar hlaut þá einkunn hjá Össuri Skarphéðinssyni, að það hefði verið eins og "bílslys".
Ríkistjórnin ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu snemma á kjörtímabilinu. Það skipti VG engu máli að í kosningabaráttunni hafði flokkurinn þvertekið fyrir slíkt.
Við sama tækfæri höfnuðu stjórnarþingmenn að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skyldi sækja um. Þeir treystu ekki kjósendum til þess að ákveða það.
Við fjölda mörg önnur tækifæri hafa sömu aðilar lýst yfir "ást" sinni á þjóðaratkvæðagreiðslum. En bara þegar það "hentar mér".
Fyrstu pólítísku réttarhöldin voru haldin á Íslandi. Einn einstaklingur var látin svara til saka. Geir H. Haarde. Aldrei hygg ég að Íslensk stjórnmál hafi sokkið lægra en með þeirri atkvæðagreiðslu á Alþingi. Vonandi verður slík hneysa aldrei endurtekin.
Endalausar skattabreytingar og hækkanir. Líklega lætur nærri að skatti hafi verið breytt og hækkað að meðaltali einu sinni í viku, allt kjörtímabilið. En það er líklega liður í "stöðugleika" ríkisstjórnarinnar.
Forsetisráðherra ríkisstjórnarinnar hefur alltaf verið eindregin stuðningmenneskja þess að jafnréttislögum væri framfylgt. Þangað til hún komst upp á kant við þau. Þá talaði hún um að ef til vill þyrfti að fara að huga að breytingum á jafnréttislögunum. Líklega eru þau "barn síns tíma" að hennar mati.
Þetta eru nú bara örfá atriði sem komu mér í hug á meðan ég var að skrifa þennan stutta pistil. Það má sjálfsagt lengi bæta við þennan lista og er öllum frjálst að gera það hér í athugasemdum hér að neðan.
Ég hvet alla til þess að sýna núverandi ríkisstjórn rauða spjaldið.
Hún hefur "skjaldborgina" sér til varnar. Það ætti ekki að vera kjósendum mikil fyristaða.
Það má ekki gerast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2013 | 10:46
Sigur Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni
Persónulega finnst mér Framsóknarflokkurinn hafa unnið stóran sigur í kosningabaráttunni.
Í upphafi kosningabaráttunnar var mikið ráðist a Framsóknarflokkinn fyir að vera með óraunhæfar lausnir við svokölluðum skuldavanda. Fjöldi aðila taldi þetta eitthvað hókus pókus og Framsókn gæti ekki bent á neina fjármuni sem mætti nota í slíka aðgerð.
Nú, við lok kosningabaráttunnar, andmæla færri og færri því að fjármunirnir eru fáanlegir. Það heyrðist til dæmis skýrt í formannaumræðum formannanna á Stöð2.
Nú er hins vegar rifist um hvort að það sé skynsamlegt að nota fjármunina í þetta verkefni. Það er rifist um hvað eigi að nota fjármunina í.
Þetta er gríðarlegur sigur sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið í kosningabaráttunni. Það merkilega er að jafnhliða hefur hann tapað verulegu fylgi ef marka má skoðanakannanir.
En ég ætla ekki að dæma um hvort, hvenær eða hve mikið fjármagn getur fengist úr samningum við "hrægammasjóðina".
Nú nú er varla hægt að segja að deilt sé um að þar séu miklir möguleikar að ná í fjármagn með samningum.
26.4.2013 | 09:21
Það stefnir í sigur Framsóknarflokks og afhroð Samfylkingar
Ef við miiðum við úrslit síðustu kosninga þá benda eiginlega allar skoðanakannanir til þess að Framsóknarflokkurinn vinni góðan kosningasigur, þó ekki jafn stóran og leit út fyrir. Sömuleiðis bendir allt til þess að Samfylkingin bíð afhroð.
Vinstri græn bíða sömuleiðis afroð sé miðað við síðustu kosningar, en Sjálfstæðisflokkurinn stendur nokkurn vegin í stað.
Nýju flokkarnir, Björt framtíð og Píratar vinna ekki risavaxna sigra, en það eitt að komast á þing er gríðarlega góður árangur og sigur í sjálfu sér.
Sé hins vegar litið lengra aftur í tímann, s.s. til byrjunar þessar aldar eða svo, má segja ð Framókn vinni þokkalegan sigur, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bíði afhroð, en Vinstri græn standi nokkuð vel fyrir sínu og vinni nokkuð á.
Þannig er landslagið sem skoðanakannair spá fyrir um nú verulega breytt frá því sem verið hefur.
Persónulega ætla ég ekki að halda þvi fram að þessar breytingar séu komnar til að vera, heldur myndi ég frekar segja að breytingar séu komnar til að vera.
Það sem breyttis ekki hvað síst með efnahagsörðugleikunum og bankahruninu, var tiltrú almennings og kjósenda. Ekki bara tiltrú á stjórnmálamönnun, heldur líka tiltrú að fjölmiðlum, prófessorum og dokorum, hagfræðingum og álitsgjöfum og þar fram eftir götunum.
Það sýndi sig, að spádómar þeirra, álit og yfirlýsingar voru ekki mikils virði, ekki fyrir bankahrunið og heldur ekki eftir það.
Þess vegna leita kjósendur að hluta til að þeim sem þykir trúverðugur, að einhverjum sem "hefur haft rétt fyrir sér".
Og ríkisstjórnin? Mér þykir vinstri stjórn B, S og V ennþá verulega líklega, sömuleiðis B og D. Aðrir möguleikar eru vissulega í stöðunni, en ég held að á þá reyni ekki nema þessir tveir gangi engan veginn upp.
En eftir morgundaginn verður þetta skýrara - það skulum við alla vegna vona.
Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 05:16
Sundurlyndi og sjálfsblekking ástæða fjölda framboða? Blekking erlendra fjölmiðla?
Margir tala um það eins og að fjöldi nýrra framboða sé afrakstur af frjóu lýðræði. Persónulega er ég ekki sammála þessu, og held að "uppskeran" af þeiim "lýðræðisakri" verði rýr.
Persónulega tel ég að skýringa á fjölda framboða megi frekar leita í stífni, þvermóðsku, sundurlyndi, skort á samsarfsvilja og skilning á málamiðlunum ásamt nokkru magni af því sem í daglegu tali er oft kallað egó.
Sjálfsblekkingin spilar svo sína rullu, því allir eru þess fullvissir um að kjósendur muni flykkja sér að hinum "eina sanna málstað".
Birtingarmynd þessa má sjá meðal annars í því að sumir frambjóðendur eru að starfa með sínu öðru eða þriðja framboði. Og þá erum við eingöngu að tala um fyrir þessar kosningar.
Þetta sýnir kjósendum nákvæmlega það sem myndi gerast ef allir þessir aðilar kæmust á þing og á því hafa kjósendur ákaflega takmarkaðan áhuga.
Hvað varðar undrun erlendra blaðamanna á tómlæti kjósenda gagnvart ríkisstjórninni, er rétt að hafa í huga eftirfarandi.
Afstaða erlendra blaðamanna byggist yfirleitt ekki á "djúpum" athugunum á Íslensku þjóðlífi, heldur á skoðunum þeirra sem þeir ræða við. Hvers vegna þær skoðanir hafa gjarna verið hliðhollar Íslensku ríkisstjórninni, er vissulega rannsóknarefni, sem félagsvísindafólk gæti lagt í.
Þess vegna er það svo að margir sem ég hef heyrt í þekkja ekki Íslenskan veruleika í þeim fréttum sem stundum sjást í erlendum fjölmiðlum.
Það er skýringin á undrun erlendra fjölmiðamanna, að mínu mati.
Vantraust bakgrunnur kosninganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það virðist allt bend til þess að meginlínur séu komnar, en samt er ýmislegt sem heldur spennunni lifandi.
Hvor verður stærsti flokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur? Er möguleiki á því að Vinstri græn verði stærri en Samfylkingin?
Framsóknarflokkurinn er öruggur með góðan kosningasigur, en engan veginn með að vera stærsti flokkurinn eins og lengi leit út fyrir.
Fátt virðist vinna með Samfylingunni, innbyrðis kítur enda áberandi og ekki hægt að segja að stemmingin fylgi flokknum. Vinstri græn virðast hins vegar heldur hafa fundið viðspyrnu og sækja fram. Það er ólíklegt að þau nái að verða stærri sen Samfylkingin, en slíkt gæti þó skeð.
Þannig virðstast Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vera í kingum 50% "hólfi", Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar eru í kringum 40% "hólfi" og fast að 10% gætu fallið ónýtt.
Það verður hart barist til að ná í þau 10% þá tvo daga sem eru fram að kosningum. Þar stendur 40% hólfið líklega mun sterkar að vígi.
En auðvitað er þessi skipting veruleg einföldnu og fylgishreyfingarnar líklega mun flóknari en svo.
Eina tveggja flokka stjórnin sem þessi niðurstaða byði upp á væri Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.
En mér þætti stjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar alls ekki ólíkleg og raunar að mörgu leyti líklegri en stjórn D og B.
Nú er mikið talað um stjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Það þykir mér ólíkleg niðurstaða.
En aldrei að segja aldrei. Það er alveg ljóst að flokkarnir vilja allir komast í ríkissjtórn. Til þess að leikurinn gerður.
Það er allt til umræðu og ekkert sem er ekki umsemjanlegt. Auðvitað er þetta og hitt sagt fyrir kosningar og flokkarnir reyna að skapa sér stöðu, en reynslan sýnir að eftir kosningar eru allir til í allt með öllum.
Mælast svipað stórir í könnun MMR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2% atvinnuleysi er geigvænlegt. Það er ekki hægt að nota neitt annað orð yfir það. Þrátt fyrir að mikið af innflytjendum og ungu fólki hafi yfirgefið Spán, er hátt hefur atvinnuleysið ekki gert neitt nema að aukast.
Það sem hrjáir Spán er ekki skuldakreppa per se, þó að vissulega væri það gott ef skuldir hins opinbera væru minni. Hið opinbera á Spáni skuldar mun lægra hlutfall af landsframleiðslu en mörg önnur ríki, sem glíma þó ekki við vandamál af sömu stærðargráðu og Spánn.
Eins og sjá má á stöplaritinu hér, eru skuldir Spánar sem hlutfalla af landsframleiðslu, t.d. lægri en skudlir Bretlands, Frakklands og Þýskalands. (Ath. ekki er um splunkunýjar tölur að ræða, heldur frá 3ja fjórðungi 2012). Árið 2007 voru skuldir Spánar aðeins um 36% af landsframleiðslu. Miklu lægri en t.d. hjá Þýskalandi.
En til viðbótar þessum skuldum koma síðan skuldir héraðanna, en það er ekkert sem er ekki einnig annarsstaðar, svo sem í sambandslýðveldinu Þýskalandi.
En út af hverju er þá Spánn í svona miklum vandræðum? Þeir skulda minna en mörg önnur ríki.
Það er vegna þess að í grunninn er ekki um skuldakreppu að ræða, þó að sjálfsögðu sé háar skuldir ekki til hjálpar, frekar en nokkru sinni.
Spánn fór í gegnum gríðarlegar fasteignabólu. Lágir vextir sem euroið bauð upp á, kynnti upp fasteignabólu sem síðan sprakk með látum. Um langa hríð voru neikvæðir raunvextir á Spáni, þökk sé euroinu.
Þegar vextir fóru að hækka og eurokrísan fór að herja á önnur lönd "Sambandsins" varð algert hrun á fasteignamarkaðinum. Fjöldi Spánverja réð ekki við afborganir og útlendingar héldu að sér höndum í fasteignakaupu. Það er rétt að hafa það í huga að á Spáni var hluti byggingariðnaðarins ígildi útflutningsiðnaðar.
Nú er talað um að fast að 2. milljónir íbúða vanti kaupendur á Spáni. Bankarnir eru í vandræðum og Spánverjar eru unnvörpum bornir út.
Launa hafa lækkað, húsnæðisverð hefur hrunið, bætur og heilbrigðisþjónusta hefur verið skorin niður.
Atvinnuleysi er gríðarlegt eins og kemur fram í fréttinni og eykst með hverjum mánuðinum. Í bólunni sem euroið skapaði, jókst launakostnaður á Spáni um 40% umfram það sem varð í Þýskalandi.
Þá töluðu allir um hvað miklar framfarir hefðu orðið á Spáni fyrir tilstilli "Sambandsins" og eurosins.
Nú, er allt sem aflaga hefur farið Spánverjum að kenna.
Spánverjar eru læstir inn í því hálfbyggða húsi sem euroið er.
Þegar ríflega 27% atvinnufærra íbúa ríkis ganga atvinnulausir, verður eitthvað undan að láta.
Slíkt ástand getur ekki varað til langframa án þess að upp úr sjóði.
Hvað skyldi verða undan að láta á Spáni?
Metatvinnuleysi á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2013 | 07:47
Baráttan stendur allt til enda, hvert atkvæði telur.
Þessi könnun er mjög áþekk þeirri könnun sem birtist í gær hjá Fréttablaðinu/Stöð2. Vissulega er munur á, en ekki svo að gera mikið veður út af því.
Baráttan stendur sem fyrr á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þessi könnun á það sammerkt með könnuninni sem birtist í gær, að samanlagt fylgi þeirra eru rétt undir 50%, sem er þó nokkur lækkun frá því sem verið hefur.
Í þessari könnun er þar um að ræða fylgistap Framsóknarflokksins, sem ég held að flestir hafi átt von, þegar nær drægi kosningum.
Samfylking og Vinstri græn ná að styrkja sig lítillega og Björt framtíð og Píratar virðast nokkuð örugg á þing.
Nú verður allt reynt síðustu 2. dagana til þess að ná í atkvæði frá "litlu" framboðunum, sem skoðanakannair benda til að fái engan mann kjörin.
Þar ættu stjórnarflokkarnir að eiga nokkra möguleika og einnig Píratar og Björt framtíð. Líklega á þó Framsóknarflokkurinn meiri möguleika þar en marga grunar.
En spennan er vissulega enn til staðar.
P.S. Svo er það spurningin, ef að kosningar fara eins og skoðanakannanir benda til, hvort að ekki verði fljótlega farið að tala um Sexflokkinn á Alþingi?
Nánast jafnstórir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2013 | 07:09
Kjósendur ráða. Leggjum ekki óþarfa takmarkanir á lýðræðið
Persónulega tel ég að allir ættu að vera kjörgengir til Alþingis, óháð eldri refsidómum. Eðlilegra væri að mínu mati að leggja mörkin til dæmis við óafplánaða refsidóma.
Það sest engin á þing nema hafa til þess tilskilinn stuðning kjósenda. Ef kjósendur eru tilbúnir til að líta fram hjá refsidómu, og vilja fá viðkomandi sem sinn fulltrúa, á ekki að leggja steina í götu þeirra.
Hitt er svo hvort að rétt væri að tryggja að kjósendur hefðu allar þær upplýsingar sem þeir vilja um refsidóma þeirra sem eru í framboði. Að allt sé uppi á borðinu og gegnsætt.
Það mætti til dæmis hugsa sér að allir frambjóðendur yrðu að skila inn sakavottorði, eða undirrita skjal sem heimilaði yfirkjörstjórn að sækja það.
Það yrði síðan birt t.d. á vef yfirkjörstjórnar.
En það er engin ástæða til að svifta þá kjörgengi, sem hafa hlotið dóma, ef til vill fyrir mörgum árum.
Óflekkað mannorð þarf á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2013 | 16:31
Splundrast Eurosvæðið innan 5 ára?
"Evrópusambandið finnst mér mikilvægt, en ekki euroið. Og ég myndi gefa euroinu takmarkaða möguleika til að lifa af."
Þetta er haft eftir Dr. Kai Konrad, sem titlaður er efnahagsráðgjafi Þýskku ríkisstjórnarinnar (einn af mörgum). Þessi tilvitnun kemur úr stuttu viðtali við hann í Die Welt.
Þeir finnast ekki margir sem eru bjartsýnir fyrir hönd eurosins. Stundum finnst mér eins og bjartsýnismennirnir búi flestir á Íslandi.
Aðspurður hvort að euroið myndi endast í 5 ár, svaraði Dr. Konrad "Það er erfitt að nefna ákveðinn árafjölda, það er svo margt sem spilar inn í. En ég myndi telja 5 ár nokkuð raunsætt.
"Hin opinbera" lína Þýsku stjórnarinnar hefur undanfarið verið eins og margra annara að euroið sé ómiisandi og ef það brestur, bresti "Sambandið".
Dr. Konrad talar hins vegar um að ríki eigi að vera frjáls til að skuldsetja sig eftir eigin geðþótta, en verði jafnframt að bera ábyrgði á eigin skuldum.
Það er rétt að hafa það í huga að Dr. Konrad talar ekki í nafni Þýskalands, en það er heldur ekki hægt að segja að hann sé "einhver kall út í bæ".
Það er full ástæða fyir Íslendinga að gaumgæfa orð eins þessi. Flest bendir til þess að einingin innan Eurosvæðisins fari þverrandi.
Það er full ástæða fyrir Íslendinga að fara varlega. Ekki binda sig inn í hálfbyggðu húsi, svo vitnað sé í Jón Baldvin.
Ef einhvern tíma er rétti tíminn til að ganga í Evrópusambandið (sem ég hef ekki trú á), er það alla vegna ekki núna.
Hér má lesa viðtalið við Dr. Konrad í Die Welt.
Hér má sjá frétt unna upp úr því viðtali í The Telegraph.
Þessi skoðanakönnun sýnir að niðurstöður kosninganna eru langt í frá augljósar eða ráðnar. Enn geta orðið á breytingar.
Stóru drættirnir liggja fyrir, en enn er svigrúm fyrir "varnarsigra", eða til að sækja fram úr "erfiðri stöðu".
Stærstu tíðindin í könnunni eru að mínu mati hve samanlagt fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks minnkar. Ef ég man rétt er þetta fyrsta könnunin um all langt skeið sem sýnir fylgi þeirra samanlagt undir 50%.
Styrking Vinstri grænna er einnig athyglisverð. Það hafa ekki verið margar kannanir sem ég man eftir sem hafa sýnt VG stærri en Bjarta framtíð.
Persónulega tel ég að yrði þetta niðurstaðan hafi líkurnar á vinstri stjórn undir forystu Framsóknarflokks aukist verulega. B og D og svo aftur B, V og S, hafa því sem næst sama fylgi í prósentum og sama þingmannafjölda, þ.e.a.s 36.
Það gæti því verið verulega freistandi fyrir Framsóknarflokkinn að vera ótvíræður forystuflokkur í ríkisstjórn, þá líklega með 4. ráðherra gegn 2. hjá hinum flokkunum. Ég held að Framsókn muni lítast mun betur á að mynda stjórn til vinstri með VG, heldur en t.d. Bjartri framtíð. Þess vegna skiptir fylgisaukning VG miklu máli.
Bæði er það að Framsóknarflokki myndi líklega ekki hugnast að starfa í ríkisstjórn með 2. hreinum "Sambandsflokkum" og ég hygg að flokkurinn hafi sömuleiðis minni áhuga á því að leiða BF til áhrifa. Svo má ekki gleyma því að á milli ákveðinna hluta Framsóknarflokks og VG hefur alltaf legið "leyniþráður".
En það eru vissulega hlutir sem mæla með stjórn með Sjálfstæðisflokki fyrir Framsóknarflokkinn. 2ja flokka stjórn er traustari kostur og minni hætta á "undanhlaupum".
En það er ekkert sem sjáanlegt er sem getur komið í veg fyrir kosningasigur Framsóknarflokks. Það er eingöngu spurning um hvað stór hann verður. Það er heldur ekkert sjáanlegt sem getur komið í veg fyrir afhroð stjórnarflokkana, Samfylkingar og Vinstri grænna. En sama spurningin er þar, hvað verður það mikið?
Sjálfstæðisflokkurinn er langt í frá að ná þeim árangri sem hann vænti og vænst var af honum. Þó að hann hugsanlega vinni eitthvað á frá siðustu kosningum, er erfitt að líta framhjá því að ef úrslit verða eins og þessi könnun, jafngildir það tapi fyrir hann og að vera undir 25% jafngilcir afhroði.
Svo er það Björt framtíð og Píratar. Það verður að teljast góður árangur fyrir nýja flokka að koma mönnum á þing. Til þess er leikurinn gerður. Þó að BF hafi tapað miklu frá því að gengi þeirra var best í skoðanakönnunum, er árangur þeirra góður. Píratar hafa sömuleiðis allt að vinna.
Það verður svo fróðlegt að sjá fleiri kannanir sem vonandi koma á næstu dögum. Einhverra hluta vegna virðist gjarna vera meiri og stærri sveiflur í könnunum Fréttablaðsins/Stöðva2 en annara aðila. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að aðrar kannanir sýni öðruvísi hreyfingar.
Fylgi stóru flokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |