Atvinnuleysi hrjáir þau lönd sem tapað hafa samkeppnishæfni á vettvangi eurosins

27.2% atvinnuleysi er geigvænlegt.  Það er ekki hægt að nota neitt annað orð yfir það.  Þrátt fyrir að mikið af innflytjendum og ungu fólki hafi yfirgefið Spán, er hátt hefur atvinnuleysið ekki gert neitt nema að aukast.

Það sem hrjáir Spán er ekki skuldakreppa per se, þó að vissulega væri það gott ef skuldir hins opinbera væru minni.  Hið opinbera á Spáni skuldar mun lægra hlutfall af landsframleiðslu en mörg önnur ríki, sem glíma þó ekki við vandamál af sömu stærðargráðu og Spánn.

Eins og sjá má á stöplaritinu hér, eru skuldir Spánar sem hlutfalla af landsframleiðslu, t.d. lægri en skudlir Bretlands, Frakklands og Þýskalands.  (Ath. ekki er um splunkunýjar tölur að ræða, heldur frá 3ja fjórðungi 2012). Árið 2007 voru skuldir Spánar aðeins um 36% af landsframleiðslu.  Miklu lægri en t.d. hjá Þýskalandi.

EU public debt GDP

 

 

 

 

 

 

 

 

En til viðbótar þessum skuldum  koma síðan skuldir héraðanna, en það er ekkert sem er ekki einnig annarsstaðar, svo sem í sambandslýðveldinu Þýskalandi.

En út af hverju er þá Spánn í svona miklum vandræðum?  Þeir skulda minna en mörg önnur ríki.

Það er vegna þess að í grunninn er ekki um skuldakreppu að ræða, þó að sjálfsögðu sé háar skuldir ekki til hjálpar, frekar en nokkru sinni.

Spánn fór í gegnum gríðarlegar fasteignabólu.  Lágir vextir sem euroið bauð upp á, kynnti upp fasteignabólu sem síðan sprakk með látum.  Um langa hríð voru neikvæðir raunvextir á Spáni, þökk sé euroinu.

Þegar vextir fóru að hækka og eurokrísan fór að herja á önnur lönd "Sambandsins" varð algert hrun á fasteignamarkaðinum.  Fjöldi Spánverja réð ekki við afborganir og útlendingar héldu að sér höndum í fasteignakaupu.  Það er rétt að hafa það í huga að á Spáni var hluti byggingariðnaðarins ígildi útflutningsiðnaðar.

Nú er talað um að fast að 2. milljónir íbúða vanti kaupendur á Spáni.  Bankarnir eru í vandræðum og Spánverjar eru unnvörpum bornir út.

Launa hafa lækkað, húsnæðisverð hefur hrunið, bætur og heilbrigðisþjónusta hefur verið skorin niður. 

Atvinnuleysi er gríðarlegt eins og kemur fram í fréttinni og eykst með hverjum mánuðinum.  Í bólunni sem euroið skapaði, jókst launakostnaður á Spáni um 40% umfram það sem varð í Þýskalandi.

Þá töluðu allir um hvað miklar framfarir hefðu orðið á Spáni fyrir tilstilli "Sambandsins" og eurosins.

Nú, er allt sem aflaga hefur farið Spánverjum að kenna. 

Spánverjar eru læstir inn í því hálfbyggða húsi sem euroið er.

Þegar ríflega 27% atvinnufærra íbúa ríkis ganga atvinnulausir, verður eitthvað undan að láta.

Slíkt ástand getur ekki varað til langframa án þess að upp úr sjóði.  

Hvað skyldi verða undan að láta á Spáni?

 


mbl.is Metatvinnuleysi á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband