Ætlar þú að kjósa flokkana sem reyndu að keyra IceSave 1 (Svavarssamninginn ) samninginn í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju að sjá hann?

Það er margt rifjað upp fyrir þessar kosningar.  Því ekki hið eina snúast þessar kosningar um næstu 4. árin og framtíðina, heldur er einnig rifjað upp það sem gerst hefur á síðastliðnum árum, og stundum leitað aftur um áratugi.

En kosningar snúast ekki hvað síst um það sem kjósendur vilja að sé gert og að kjósendur vilja gefa ríkjandi ríkisstjórn einkunn, þá ýmist falleinkunn, að þeir ráða hana til vinnu á næsta kjörtímabili.

Það bendir allt til þess að núvarndi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fái afgerandi falleinkunn. Það verður ekki ljóst með afgerandi hætti fyrr en talið verður upp úr kjörkössunum, en það er óhætt að segja að flest bendir til þess.

Það er í sjálfu sér ekki að undra.

Það er margt sem hefur gerst á kjörtímabilinu sem hvetur kjósenda til að gefa núverandi ríkisstjórn.  Ég mundi vilja nefna nokkur dæmi.

Núverandi stjórnarflokkar reyndu að keyra IceSave 1 (Svavarssamningurinn) í gegnum Alþingi án þess að þingmenn fengju að sjá samninginn.  Það er rétt að halda því til haga að þingmönnum Samfylkingar fannst þetta eðlileg afgreiðsla og flestir þingmenn Vinstri grænna fannst það sömuleiðis.  Sem betur fer var þetta stöðvað. Umræður hófust og miklar breytingar voru gerðar á samningnum.

Þáverandi formenn stjórnarflokkana ákváðu að sniðganga fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var á lýðveldistímanum.  Líklega er það einsdæmi  að forystumenn ríkisstjórnar sniðgangi lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tvisvar sýndu kjósendur að ríkisstjórnin gekk ekki í takt við vilja þeirra.  Tvisvar höfnuðu kjósendur samningum sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga.

Ríkisstjórnin stefndi á umbyltingu í sjávarútvegsmálum, mikilvægastu útflutningsgrein Íslendinga.  Frumvarp var lagt fram, sem síðar hlaut þá einkunn hjá Össuri Skarphéðinssyni, að það hefði verið eins og "bílslys".

Ríkistjórnin ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu snemma á kjörtímabilinu.  Það skipti VG engu máli að í kosningabaráttunni hafði flokkurinn þvertekið fyrir slíkt.

Við sama tækfæri höfnuðu stjórnarþingmenn að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skyldi sækja um.  Þeir treystu ekki kjósendum til þess að ákveða það.

Við fjölda mörg önnur tækifæri hafa sömu aðilar lýst yfir "ást" sinni á þjóðaratkvæðagreiðslum.  En bara þegar það "hentar mér".

Fyrstu pólítísku réttarhöldin voru haldin á Íslandi.  Einn einstaklingur var látin svara til saka. Geir H. Haarde.  Aldrei hygg ég að Íslensk stjórnmál hafi sokkið lægra en með þeirri atkvæðagreiðslu á Alþingi.  Vonandi verður slík hneysa aldrei endurtekin.

Endalausar skattabreytingar og hækkanir.  Líklega lætur nærri að skatti hafi verið breytt og hækkað að meðaltali einu sinni í viku, allt kjörtímabilið.  En það er líklega liður í "stöðugleika" ríkisstjórnarinnar.

Forsetisráðherra ríkisstjórnarinnar hefur alltaf verið eindregin stuðningmenneskja þess að jafnréttislögum væri framfylgt.  Þangað til hún komst upp á kant við þau.  Þá talaði hún um að ef til vill þyrfti að fara að huga að breytingum á jafnréttislögunum.  Líklega eru þau "barn síns tíma" að hennar mati.

Þetta eru nú bara örfá atriði sem komu mér í hug á meðan ég var að skrifa þennan stutta pistil.  Það má sjálfsagt lengi bæta við þennan lista og er öllum frjálst að gera það hér í athugasemdum hér að neðan.

Ég hvet alla til þess að sýna núverandi ríkisstjórn rauða spjaldið.  

Hún hefur "skjaldborgina" sér til varnar.  Það ætti ekki að vera kjósendum mikil fyristaða.

 

 


mbl.is „Það má ekki gerast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lengi lifi sjóræningjar!

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.4.2013 kl. 15:54

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég kýs sf eða bf vegna esb - annað skiptir mig ekki máli

Rafn Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 18:20

3 identicon

við þennan lista má bæta að heilbrigðiskerfið er kominn á heljarþröm

þar hangir allt á langlundargeði starfsmanna og límböndum útslitinna

tækja. Svo er það mikill óheiðarleiki að segja að lága atvinnuleysið sé

þeim að þakka, það er fólksflótti sem skýrir þær tölur. Nákvæmlega

ekkert hefur gerst í atvinnumálum fá hruni. Skjaldborgin er svo

bara lélegur brandari, útrásarvíkingar hafa fengið ævintýralegar afskriftir og

aðrir sem fóru glannalega í fjármálum, þeir sem borguðu af samvisku sín

verðtryggðu lán hafa ekki fengið krónu afskrifaða. Hvernig er hægt að

taka það alvarlega þegar menn vilja efla atvinnu en á sama tíma

er atvinnulífið kæft með ofursköttum og höggvið er í grunnatvinnuveg þjóðarinnar,

sjávarútveginn. Þar eru sumir aðilar farnir að borga með rekstrinum!

Icesave er svo hámark ósvífninnar, þrisvar á að reka ofan í þjóðina

reikning sem hún átti enga ábyrgð á.

gunnar (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 18:38

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Svanur.  Sögulega séð hafa sjóræningar ekki náð háum aldri, endar starf þeirra gjarna hættulegra en pólítik.  En mér list ekki illa á Píratana, þó að mér finnist þeir reyndar hafa gert allt of mikið til að samsama sig hinum flokkunum.  En af nýju framboðunum finnst mér þeir langbestir.  En ég kaus þá ekki.

@Rafn.  Það er nokkuð augljóst.  Þú gætir ekki verið að kjósa þá út af neinu öðru, enda hafa þeir ekkert meira fram að færa, eða leggja til umræðunnar.

@gunnar.  Það má líklega lengi halda áfram, enda ríkisstjórninni verulega mislagðar hendur.

En persónulega finnst mér þrennt standa uppúr.

Að reyna að keyra "Svavarssamnginn" óséðan í gegnum þingið.  Það er heiftúðug og vísvitandi árás á lýðræðið.  Hvernig ríkisstjórnin höndlaði alla IceSave deiluna, er henni stil skammar.

Pólítísk réttarhöld.  Það er einflaldlega hræðilegt að það skuli átt sér stað á okkar tímum.

Að hafa ekki pólítískt hugrekki til að setja ESB umsóknina í þjóðaratkvæði.  Ég er auðvitað ekki sáttur við að sótt hafi verið um, en ef málið hefði verið sett í þjóðaratkvæði, hefði undirbygging málsins í það minnsta verið ásættanleg og friður getað skapast, á hvorn veginn sem atkvæði hefðu fallið.

En þegar ég byrja að skrifa þetta finnst mér ég geta haldið lengi áfram, en það er best að ég hætti nú....

Hvet alla til að kjósa.....   Líka þá sem kjósa "ranga" flokka..  lol

G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2013 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband