Baráttan stendur allt til enda, hvert atkvæði telur.

Þessi könnun er mjög áþekk þeirri könnun sem birtist í gær hjá Fréttablaðinu/Stöð2.  Vissulega er munur á, en ekki svo að gera mikið veður út af því.

Baráttan stendur sem fyrr á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þessi könnun á það sammerkt með könnuninni sem birtist í gær, að samanlagt fylgi þeirra eru rétt undir 50%, sem er þó nokkur lækkun frá því sem verið hefur.

Í þessari könnun er þar um að ræða fylgistap Framsóknarflokksins, sem ég held að flestir hafi átt von, þegar nær drægi kosningum. 

Samfylking og Vinstri græn ná að styrkja sig lítillega og Björt framtíð og Píratar virðast nokkuð örugg á þing.

Nú verður allt reynt síðustu 2. dagana til þess að ná í atkvæði frá "litlu" framboðunum, sem skoðanakannair benda til að fái engan mann kjörin.

Þar ættu stjórnarflokkarnir að eiga nokkra möguleika og einnig Píratar og Björt framtíð.  Líklega á þó Framsóknarflokkurinn meiri möguleika þar en marga grunar.

En spennan er vissulega enn til staðar.

P.S.  Svo er það spurningin, ef að kosningar fara eins og skoðanakannanir benda til, hvort að ekki verði fljótlega farið að tala um Sexflokkinn á Alþingi? 


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trixið fyrir þessar kosningar hjá Fjórflokknum er að gera kjósendur upptekna af því að slagurinn sé á milli Sjálfstæðis -og Framsóknarflokksins.

Það er svo mikið af könnunum sem kostar margar milljónir að gera. Mér finnst að það ætti að vera skylda að með hveri könnun yrða að birta spurningarnar og í þeirri röð sem þær voru lagðar fram og í framhaldinu kæmi hvað könnunin kostaði og hver borðaði reikningin

Ég fæ það á tilfinninguna fyrir þessar kosningar að kjósendur séu eins og mýs í tilraunastofu í höndum þessara afla sem eru farin að stjórna hvernig fólk á að hugsa og hvaða ákvörðun á að taka í framhaldinu,.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 08:07

2 Smámynd: rhansen

Eg vona á siðustu stundu gefi fólk XD eða XB sin atkv ...þvi eg vil sem minnst sja af Pirötum og BF fólki inná Þing !!.....EN tvo smáframboð önnur sem hefðu mátt koma manni að i staðin .....

rhansen, 25.4.2013 kl. 09:53

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað slegist yfir allt litrófið, ef svo má að orði komast.

Spurningar hvað varðar flokkana eru nokkuð ljósar og hafa komið fram víða.

Hvað varðar að "borða" reikninginn, þá borgar enginn fyrir þessar kannanir, heldur er þetta í raun auglýsing fyrir fyrirækin sem gera þær, þ.e.a.s. Gallup og MMR.  Morgunblaðið og Fréttablaðið/Stöð2 borga sínar kannanir sjálf, enda ágætlega söluvænt efni.

En það eru margir sem vanmeta kjósendur.  Vissulega geta skoðanakannanir haft áhrif, og raunar á báða vegu, jafnvel marga.

En kjósendur sýndu það með eftirminnilegum hætti í IceSave atkvæðagreiðslum, að skoðanakannanir stýra þeim ekki.

Þar komu fram ýmsar skoðanakannanir sem sýndu að meirihluti ætlaði að styðja samningana.  

En þegar á reyndi, voru kjósendur fyllilega færir um að taka ákvörðun á eigin forsendum.

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 09:53

4 identicon

Fjölmiðlarnir sem hafa efni á því að láta gera fyrir sig skoðanakannanir eru flestir hluti af trixinu.enda er þeim stjórnað af Fjórflokknum.

Já borða ha,ha, ég er svo góður í íslensku

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 10:42

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Skoðanakannanir eru ekki það dýrar að tiltölulega fámennur hópur einstaklinga geta látið framkvæma fyrir sig kannanir, eða í sjálfu sér framkvæmt þær ef vilji er fyrir hendi.

Það þarf lítið til.  Nokkurn hóp manna, nokkra síma, leggja vinnu í að semja spurningar þannig að eðlilegt megi teljast (stundum finnst mér vanta á það) og svo að hringja.  Gott er auðvitað að hafa menntaða menn og töluglögga með í ráðum.

En eins og ég sagði áður, held ég að áhrif þeirra séu ofmetin.  Kjósendur eru upp til hópa full færir um að taka skynsamlegar ákvarðanir.

Ef eitthvað væri, væri ég hræddari um áhrif annarar fjölmiðlaumfjöllunar heldur en skoðakannana.

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 12:06

6 identicon

19. apríl 1991 | Innlendar fréttir | 209 orð

Heimastjórnarsamtökin: RÚV kært fyrir að mismuna frambjóðendum

Heimastjórnarsamtökin: RÚV kært fyrir að mismuna frambjóðendum TÓMAS Gunnarsson hæstaréttarlögmaður hefur fyrir hönd Heimastjónarsamtakanna sent ríkissaksóknara kæru þar sem krafist er opinberrar rannsóknar vegna meintrar mismununar Ríkisútvarpsins við...

Heimastjórnarsamtökin: RÚV kært fyrir að mismuna frambjóðendum

TÓMAS Gunnarsson hæstaréttarlögmaður hefur fyrir hönd Heimastjónarsamtakanna sent ríkissaksóknara kæru þar sem krafist er opinberrar rannsóknar vegna meintrar mismununar Ríkisútvarpsins við kynningar á framboðum vegna alþingiskosninganna og meintra brota starfsmanna RÚV í opinberu starfi við kynningar framboða. Samtökin telja sig hafa sætt grófri mismunun við kynningar frambjóðenda í RÚV, sérstaklega í Sjónvarpinu.

Samtökin telja að almenn framkvæmd kynningar á frambjóðendum og fréttaflutnings af framboðum feli í sér mismunun og brjóti gegn ákvæðum útvarpslaga, meðal annars um óhlutdrægni. Þá segir að starfsmenn fréttastofu Sjónvarps hafi án heimildar frá Útvarpsráði og að því er virðist einnig án heimildar frá útvarpsstjóra og fjármálastjóra RÚV ráðist í að láta gera víðtæka skoðanakönnun þrátt fyrir að fundargerðir útvarpsráðs staðfesti að brotið hafi verið gegn fyrirmælum ráðsins, sem hafi ákvörðunarvald um dagskrá RÚV lögum samkvæmt. Lögmaðurinn dregur í efa að nefnd skoðanakönnun hafi verið unnin í samræmi við alþjóðareglur Gallupskoðanakannana, einkum þar sem fyrstu þættir könnunarinnar hafi verið birtir áður en þeir síðari voru unnir. Fleiri atriði eru tiltekin í kærunni.

Þá er því haldið fram að útvarpsráðsmenn hafi ekki gegnt þeim starfsskyldum sínum að fylgjast eðlilega með dagskrá Ríkisútvarpsins og að starfsmenn Sjónvarpsins hafi farið á bak við útvarpsráðsmenn við undirbúning og gerð dagskrár.

Hér kemur frétt um kæru sem ég var að finna á mbl.is

Baldvin Nielsen skipaði 5.sæti Heimastjórnasamtakanna í Reykjaneskjördæmi í alþingiskosningunum árið 1991

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 13:19

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú svo með hlutdrægni eða mismunun að það er ákaflega erfitt að mæla hana.  Vissulega má gera það í mínútum, en þá verður að horfa algerlega framhjá "fréttagildi" sem er erfiðara að festa hendur á.

En ég þekki þetta dæmi ekki.  Það væri fróðlegt að vita meira um afdrif þessa máls og hvernig niðurtöðurnar urðu.

P.S.  Það er ef til vill rétt að það komi fram að þarna hefur nafni minn Tómas Gunnarsson, hæstaréttarlögmaður staðið í ströngu, en sjálfur er ég ekki hæstaréttarlögmaður, eða hafði nokkur afskipti af þessu máli.  Hér á eftir rétt að setja broskall..   :-)

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 14:42

8 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn voru að skora rétt í þessu eru því yfiir í leiknum gegn Framsókn sjá                            

http://ruv.is/frett/sjalfstaedisflokkurinn-med-mest-fylgi-0

Já nafnar 

Baldvin Nielsen

P.S. Ef ég man rétt þá hætti Ríkisútvarpið að skilja framboð út undan ef þau buðu ekki fram í öllum kjördæmum. Heimastjórnasamtökin buðu ekki fram í Vestfjarðakjördæminu Þessi barátta Heimastjórnamanna skilaði því að framboðið fékk að koma fram í þáttum hjá Rúv þegar oddvitar flokkanna voru kallaðir til

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 16:55

9 identicon

Framsóknarmenn eru góðir komnir yfir á ný þetta er að verða eins og í enska boltanum í beini sjá

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2013/04/25/framsokn_staerst_i_konnun_stodvar_2/

Já og Stöð 2 er núna með leiðtoga sex framboða í beini sem eru líklegir að fá þingmenn kjörna samkvæmt könnunum. Gamla Ísland að skilja út undan er en við lýði hjá einkaframtakinu. Ég er mest hissa á að  Píratar skullu taka þátt í þessu með Stöð 2. Hversu aumt er ásættanlegt 

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 19:59

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega finnst mér þetta alls ekki óeðlilegt.  Tjáningarfrelsi er ekki að hver megi segja hvað sem er í fjölmiðli að eigin vali.

Persónulega hef ég ekki mikið álit á mörgum af þessum framboðum og heyri í fólki sem finnst lítið til þeirra koma.  Fáir hafa áhuga á því að kjósa til starfa fyrir sig einstaklinga sem eru að starfa fyrir framboð númer 2 eða 3 og þá er talað eingöngu fyrir þessar kosningar.

Auðvitað er sárt fyrir "egóið" að komast ekki í fjölmiðlana með þeim "stóru".  En það eitt að hafa náð því að koma saman framboðslista, er ekki og á ekki að vera "ávísun" á ótakmarkaða athygli frá fjölmiðlum.

Hvað varðar RUV er það í annari stöðu, enda rekið af almannafé.

G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2013 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband