Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Að horfast í augu við raunveruleikann

Það er vissulega fagnaðarefni að þeim stjórnmálamönnum sem kjósa að horfast í augu við raunveruleikann í stjórnarskrármálinu, fer fjölgandi.

Auðvitað blasir það við að það er engin leið að klára málið á þessu kjörtímabili.  Það blasir líka við að það er engin skynsem að leggja fram tillögur stjórnlagaráðs án þess að stórfelldar breytingar verði gerðar án þeim.

Það þýðir ekki að þær tillögur geti ekki verið lagðar til grundvallar þeirra breytinga sem verða gerðar.

Þær geta verið umræðugrundvöllur.

En sem stjórnarskrá eru þær að mínu mati gersamlega ótækar.

Það að keyra málið áfram kann að hafa framlengt líf núverandi ríkisstjórnar um nokkra mánuði, jafnvel alla leið fram til kosninga í apríl.

Það ætti þá líklega að bætast við þann óhóflega kostnað sem þetta ferli hefur kostað Íslensku þjóðina.

P.S.  Nú kemur formaður Samfylkingarinnar fram og segir að vonlaust sé að klára málið á þessu kjörtímabili.  Skyldi forsætisráðherra Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir lýsa því yfir á morgun, eða mánudag, að ekkert sé því til fyrirstöðu að klára málið?

 


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varasöm áform um stóraukna matvælaframleiðslu

Það er vissulega svo að Íslenskur landbúnaður getur framleitt mun meira en gert er í dag.  Spurningin sem verður hins vegar að velta fyrir sér, er hvort að hann geti gert það á samkeppnishæfu verði?

Það er auðvitað rétt að um þó nokkurn framleiðsluslaka er að ræða í Íslenskum landbúnaði, en það gildir reyndar um fjölmörg önnur lönd. Líkast til um flest lönd í hinum vestræna heimi, og margra utan hans.

Það sem verður líka að hafa í huga er hvort að Íslendingar geti flutt út landbúnaðarafurðir í stórum stíl án þess að niðurgreiðslur komi til?

Hvað flytja Íslendingar út miikið af óniðurgreiddum landbúnaðarafurðum?

Stendur hugur Framsóknarmanna ef til vil til þess að klippa landbúnaðinn alfarið af ríkisspenanum, jafnhliða því að framleiðslan verði stóraukin?

Framsóknarflokkurinn verður að gera sér grein fyrir því, að þótt að hann mælist nú með fylgistölur sem hafa ekki sést síðan á áttunda áratugnum, þá er það ekki landbúnaðarstefna þess tíma sem kjósendur eru að kalla eftir.  Ekki heldur endurlífgun SÍS.

P.S.  Ef til vill er það raunhæfara of göfugra markmaið að berjast fyrir aukinni notkun Íslenskra landbúnaðarafurða i Íslenskum matvælaiðnaði.

 

 

 


mbl.is Vilja stóraukna matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami taktur og í öðrum könnunum

Þjóðarpúls Gallup rennir stoðum undir þær kannanir sem hafa birst undanfarna daga.  Fylgisaukning Framsóknar er ekki jafn mikil, og tap annara flokka er heldur minna, en það er freistandi að álykta að það sé vegna þess að hún er unnin á lengri tíma.

"Spot" kannanirnar sýna líklega stöðuna nær þvi sem hún er akkúrat núna.

Þegar við bætist yfirburðastaða Sigmundar Davíðs, hvað varðar traust almennings til stjórnmálaleiðtoga, þarf engin að efast um hve sterk staða Framsóknarflokksins er akkúrat nú.

Þær eru ekki lengi að gerast breytingarnar í pólítík.

Fyrir til þess að gera fáum vikum var staðan allt önnur og ýmsir Framsóknarmenn í NorðAusturkjördæmi (aðallega í kringum Akureyri) gerðu sitt besta til þess að fella formann sinn í prófkjöri og setja þar með pólítíska framtíð hans í uppnám.

Þeir eru líklega flestir fegnir því nú að sú áætlun gekk ekki upp.

En á næstu vikum koma líklega flest spjót til með að standa á Framsóknarflokknum, og stóra spurningin er hvort að honum takist að halda dampi allt til kjördags.

En meginlinurnar í öllum könnunum er sterk staða Framsóknarflokks og hræðileg staða ríkisstjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna.  

Nýjustu fylgishreyfingar benda til þess að Björt framtíð verði langt frá því nógu stór til að verða þriðja hjólið undir ríkisstjórnarvagninum.

Þeir flokkar sem leggja áherslu á áframhaldandi viðræður við "Sambandið", eru ekki að ná til sín fylgi.


mbl.is Framsókn ekki stærri síðan 1996
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3. þingmenn sem greiddu atkvæði um bjórinn enn á þingi

Ef ég man rétt, eru enn á Alþingi 3. þingmenn sem greiddu atkvæði um bjórfrumvarpið svokallaða árið 1988.

Þeir eru:  Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra sem sagði já.  Steingrímur J. Sigfússon, núverand allsherjarráðherra, sem sagði Nei.  Og Einar Kr. Guðfinnsson, sem sagði já.  Ef ég man rétt sat hann sem varaþingmaður er atkvæðagreiðslan fór fram.

Atkvæði skiptust á já og nei, algerlega óháð stjórnmálaskoðunum, fyrir utan ef mig misminnir ekki að allir þingmenn Alþýðubandalagsins sáluga sögðu nei. 

Merkilegt nokk, held ég að allir ráðherrar núverandi (og Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar) ríkisstjórnar, að Jóhönnu Sigurðardóttur undanskilinni,  hafi hafið pólítísk afskipti sín í því sama Alþýðubandalagi.


mbl.is Bjóða þingmönnum einn ískaldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

24. ár

Í dag eru liðin 24. ár síðan bjór með meiri styrkleika en 2.25% var leyfður á Íslandi. 

24. almenningi á Íslandi var treyst til þess að umgangast áfengt öl.  Allar fyrri tilraunir til þess að fá bjórbanninu aflétt höfðu reynst árangurslausar.

Þingmenn vissu betur, þeir töldu sig þess umkomna að ákveða hvers kyns áfengi væri á boðstólum á Íslandi.

Auðvitað var bjór til á Íslandi fyrir þennan dag fyrir 24. árum.  En sá bjór hafði annað hvort verið smyglað til landsins, eða komið með ferðamönnum, sem nutu forréttinda á þessu sviði eins og mörgum öðrum og gera það á sumum sviðum enn.

Það vantaði ekki dómsdagsspámennina þá frekar en nú.  Engin talaði um "Kúbu norðursins", en sviðsmyndirnar sem dregnar voru upp af væntanlegum drykkjuskap Íslendinga voru ekki fagrar.

Fullyrðingar í þá veru að auðvitað treystu menn sér sjálfir til að umgangast bjór, en því miður væri það ekki svo um aðra, voru býsna algengar.

Það er rétt að hafa í huga að fáum árum áður stóð yfir hörku barátta til þess að starfrækja mætti útvarps- og sjónvarpsstöðvar sem ekki væru reknar af ríkinu.

Það hafðist í gegn árið 1986.

Myndi einhver vilja hverfa aftur til þess tíma?

Fyrir þá sem hafa aldur til, er hægt að gera margt verra á þessu komandi föstudagskvöldi, en að fá sér "einn kaldan" og hugsa um hvers vegna svo mörgum virðist umhugað að banna flest það sem banna má, og finnst einstaklingarnir vera gersamlega vanhæfir um að taka eigin ákvarðanir og stjórna eigin lífi.

P.S. Tilvalið er að hlusta á hið klassíska lag Fræbbblanna, Bjór á meðan þess "kalda" er notið.

Það stendur í lögum.
Það stendur hér.
Að þeir eigi að hafa vit fyrir mér.
Þeir slefa út ræðum.
Þeir jarma í kór.
Þeir segja að ég verði slæmur af bjór. 

 


Staðfestir sterka stöðu Framsóknarflokks

Þó að þessi könnun sé all nokkuð frábrugðin könnun MMR sem birtist fyrir fáum dögum, staðfestir hún stórsókn Framsóknarflokksins.

Hún staðfestir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn er í verulegum vandræðum og sömuleiðis Samfylkingin.

Hún bendir til þess að fylgistap Bjartrar framtíðar sem kom í könnun MMR haldi áfram.  

Hún bendir einnig til þess að Vinstri græn séu á hægri en öruggri uppleið.

Þessi könnun, svo og flestar aðrar bendir til þess að það verði (eins og oft áður) 5 flokkar sem eigi þingmenn á Alþingi.

Persónulega tel ég að ef niðurstöðurnar yrðu sem þessar, ykjust líkur á því að Framsókn myndaði stjórn til vinstri, með Samfylkingu og Vinstri grænum.  Þessir þrír flokkar hefðu u.þ.b. 36 þingmenn og því nokkuð öruggan meirihluta.

En það er ekki ólíklegt að nú fari að færast fjör í kosningabaráttuna.  Flokkar eins og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru að sjá algerlega óviðunandi tölur úr könnunum.  Það má því búast við að þeir sæki hart fram.

Þar má jú finna tvær öflugustu kosningamaskínur á Íslandi.

En auðvitað er þetta bara könnun, það er enn býsna langt til kosninga. 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóráfall fyrir Íhaldsflokkinn í aukakosningum, endar í þriðja sæti á eftir Frjálslyndum og Sjálfstæðiflokki Bretlands

Eastleigh byelection

Það er ekki hægt að segja annað en að úrslitin í aukakosningum í Eastleigh kjördæmi í Englandi, séu áfall fyrir Íhaldsflokkinn.

Flokkurinn hlýtur aðeins 25% atkvæða, sem gerir hann að 3ja stærsta flokknum í kjördæminu.  Frjálslyndir demókratar vinna sigur og halda sæti sínu með 32%, en Sjálfstæðisflokkur Bretlands (UKIP) er næststærstur með 28% atkvæða.  Verkamannaflokkurinn er með 10%.

Þetta er nákvæmlega sú niðurstaða sem Íhaldsmenn sjá í martröðum sínum, hvað varðar úrslit næstu kosninga.

Ekki endilega að þeir séu í þriðja sæti, heldur að UKIP taki af þeim næg atkvæði, til að Frjálslyndir og Verkamannaflokkurinn nái að sigra í mörgum kjördæmum.

 Og vegna einmenningskjördæmafyrirkomulagsins, myndi það þýða mun færri þingmenn fyrir Íhaldsflokkinn, jafnvel þó að UKIP fái engan.

Jafnvel þó að stærstur hluti kjósenda verði frá miðjunni og til hægri, vinni Verkamannaflokkurinn stórsigur vegna dreifingar atkvæða.

Það er ef til vill full djúpt í árina tekið að segja að UKIP sé einsmálsflokkur, en það verður ekki horft fram hjá því að þungi málflutnings hans hefur falist í gagnrýni á Evrópusambandið og að Bretlandi sé fyrir bestu að yfirgefa "Sambandið".

Skýringar Íhaldsflokksins í þá veru að kjósendur séu fyrst og fremst að láta í ljós óánægju, kann auðvitað að vera rétt, en flokkurinn ætti þá að hafa í huga hverju kjósendur eru að mótmæla.

Reyndar má sjá það víða um heim að kjósendur virðast þreyttir á hefðbundnum stjórnmálaflokkum og "hefðbundnum lausnum" þeirra.   Sú þreyta virðist þó ekki hvað síst vera innan "Sambandsins", þar sem kjósendur virðast vera orðnir þreyttir á því að eina lausnin sem má nefna í sambandi við vandræði "Sambandsins", er meira samband.

 

P.S.  Myndin er frá Eastleigh, þar sem gætti vaxandi þreytu á áróðri frá flokkum og frambjóðendum.

 


mbl.is Frjálslyndi flokkurinn sigraði í aukakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband