Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
12.3.2013 | 04:38
Sigur skynseminnar
Það er sterk trú víða um lönd, alla vegna að virðist meðal stjórnmálastéttarinnar, að með því að setja lög megi útrýma ýmsum neyslu vandamálum.
Oftast er það þó svo að það dugar skammt.
Vissulega er óhóflegt gosþamb ekki til fyrirmyndar, en hvort að það réttlæti að banna stór glös held ég að rétt sé að draga í efa.
Ég held t.d. að banna stórar flöskur af áfengi, myndi lítið hafa að segja í að draga úr neyslu þess.
Þegar haft er í huga að hin stóru gosglös eru gjarna framreidd með stórum skömmtum af matvælum og svo hitt að margir veitingastaðir á því markaðsvæði sem um ræðir bjóða fría áfyllingu á gosið, þá hygg ég að flestir geri sér grein fyrir því að áhrifin af lagasetningu sem þessari, yrðu í besta falli takmörkuð.
Þess má einnig geta í þessu sambandi að sé áfengi blandað út í gosdrykkina, náð þau lög sem rætt er um, ekki yfir slík "glös".
En þetta sýnir ef til vill hve langt "velmeinandi" stjórnmálamenn eru reiðubúnir til þess að teygja sig í lagasetningum.
Þetta sýnir ef til vill einnig, hversu hinir sömu "velmeinandi" stjórnmálamenn eru áhrifamiklir og stjórna miklu í "land of the free".
P.S. Spurningin er auðvitað hvort ekki komi að því fljótlega, einvhersstaðar, að offitu verði útrýmt með lagasetningu. Það er að setja að offita verði bönnuð, að viðurlögðum sektum.
Stöðvaði gildistöku laga um gosdrykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 12:46
Vont hlutskipti, en verra gæti það verið
Það má vissulega taka undir það að það sé vont hlutskipti fyrir stjórnarandstöðuna að styðja við vantrauststillögu Þórs Saari.
Það má líka rökstyðja að það sé órökrétt að stjórnarandstaðan styðji vantrauststillögu sem er lögð fram vegna frumvarpsins um stjórnarskrárbreytingar.
Það er í raun ekki hægt að hugsa sér öllu verra hlutskipti nema þá eitt.
Það væri að styðja áframhaldandi setu núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.
Ósammála Þór en styðja vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meirihluti áfram andsnúinn aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
9.3.2013 | 08:31
Best að gera ekkert
Því meira sem ég heyri og les af stjórnarskrámálinu, þá verð ég glaðari með þá staðreynd hvað erfitt er að breyta stjórnarskránni.
Ég er orðinn alfarið á móti því að samþykkt verði að gera það ferli einfaldara.
Líklega væri affarasælast að gera það erfiðara.
Mér þykir það vond staðreynd hvað margir virðast vera þeirra skoðunar að rétt sé að "keyra" stjórnarskrárbreytingar í gegn, jafnvel með minnsta hugsanlega meirihluta.
Mér þykir það vond staðreynd að margir virðast telja að það þurfi ekki að taka mark á þeirri stjórnarskrá sem er í gildi, til þess að koma nýrri í gildi.
Eins og staðan er nú, er líklega best að engu verði breytt.
Taka málið upp á næsta kjörtímabili.
Í millitíðinni kveða kjósendur upp dóm.
Lúðvík sagði sig frá málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2013 | 11:30
Vondu karlarnir og góðu konurnar. Hefnd og eignarhald
Hér og þar um netið hefur mátt sjá óánægju með nýlegar breytingar á ritstjórn Fréttablaðsins.
Bæði er fullyrt að um sé að ræða hefnd Jóns Ásgeirs og svo hitt líka að um sé að ræða að kynjamismunun eina ferðina enn.
Auðvitað veit ég ekki hvað býr að baki breytingunum á ritstjórn Fréttablaðsins frekar en flestir aðrir. Einhvern veginn leyfi ég mér þó að efa að um jafnréttismál sé að ræða. Auðvitað er það svo að ef vilji er fyrir því að hrista upp í ritstjórn þá liggur ekki beinast við að hækka þá í tign sem hafa starfað lengi. Að hafa unnið á fjölmiðli frá stofnun er ekki kostur í öllum tilfellum þó að stundum geti svo verið.
En hvað um "vondu kallana" sem stjórna 365 miðlum?
Staðreyndin er sú að "vondu köllunum" er stjórnað af konum. Meirihluti, eða 66.6% af stjórn fyrirtækisins er skipaður konum. Meirihlutaeigandi í fyrirtækinu er kona.
Auðvitað getur það verið að mörgum hafi fundist sá dagur þegar Ingibjörg Pálmadóttir tók við sem stjórnarformaður 365 miðla, af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, einn af merkisdögum Íslenskrar jafnréttisbaráttu, að þar hafi enn eitt "glerþakið" verið brotið. Ég er ekki einn af þeim.
Ég sá einfaldlega einn eiganda taka við af öðrum, eins og rétt og eðlilegt er. Það er einmitt þess vegna sem kynjakvóti í fyrirtækjum er ekki að óeðlilegur, heldur er verið að taka sjálfsagðan rétt af þeim sem hætta fé sínu í fyrirtækjarekstri. Það stríðir gegn lýðræði og á ekkert skylt við jafnrétti.
En hvað um hefndina?
Nú ætla ég ekki að fullyrða um hvort sé að ræða hefnd eður ei. Hitt er þó að þessar breytingar koma stuttu á eftir frægum greinaskrifum.
En er ekki nóg að setja lög um sjálfstæði ritstjórna? Hafa Íslenskir vinstrisinnaðir stjórnamálamenn klifað á því í allnokkur ár? Skyldi verða reynt að láta reyna á slíkt sjálfstæði í þessu tilfelli?
Svarið liggur í augum upp. Auðvitað ekki.
Það liggur í augum úti (svo vitnað sé sé í stjórnmálamann og músikkant) að eignarhald á fjölmiðlum skiptir máli og það er notað til áhrifa.
Íslenskir vinstrimenn hafa þó barist ötullega gegna því að slíku yrðu reistar skorður. Gjarna með þeim rökum að það sé þakkarvert að einhver skuli vilja reka blessaða fjölmiðlana.
En svo vitnað sé í annan músíkalskan stjórnmálamamann: "Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir."
6.3.2013 | 11:58
"Fjölmiðlafrumvörpin"
Það er mikið til í þessu hjá Óla Birni. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna virðist hafa lagt gríðarlega áherslu á að leggja inn á Alþingi fjölda frumvarpa sem allir gera sér grein fyrir að verða ekki rædd eða afgreidd fyir þinglok.
Það er að segja þau verða ekki rædd nema í fjölmiðlum.
Því má ef til vill kalla þau "fjölmiðlafrumvörp". Ekki þykir ríkisstjórnarþingmönnum það verra ef hægt er að fullyrða í fjölmiðlum að það sé hin "hræðilega stjórnarandstaða" sem hafi komið í veg fyrir samþykkt umræddra frumvarpa.
Hugmyndin um núverandi þing, geti á einhvern hátt bundið hendur ókosins þings, er síðan svo fáranleg að það tekur engu tali.
Slíkt tal vekur ef til vill minni undrun þegar það kemur frá stjórnmálamönnum sem tala um að "keyra" nýja stjórnarskrá í gegn.
En þörfin á því að skipta um ríkisstjórn er flestum ljós, það sýna skoðanakannanir sem hafa birst nýverið. En sjálfsagt gefst ráðherrum tími til að leggja fram nokkur frumvarp til viðbótar, en hvað mörg þeirra verða samþykkt er önnur saga.
Loforð sem öðrum er ætlað að efna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2013 | 07:44
Á dánardægri Stalíns
Það er á engan hátt hægt að líkja þeim Stalín og Hugo Chavez saman, þó að þeir hafi báðir verið sósíalistar.
Veldi Stalíns byggði enda á liklega mestu ógnarstjórn sem þekkst hefur á friðartímum. Þó að hann keppi þar við ýmsa sósíalíska starfsbræður sína, þá er Chavez ekki einn af þeim.
En það óneitanlega eftirtektarverð tilviljun að Chavez, einn af stóru leiðtogum sósíalismans í nútímanum, skuli látast á 60 ára dánarafmæli Stalíns.
Þegar Stalín lést fyrir 60 árum mátti lesa eftirfarandi í Íslensku dagblaði:
Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts. sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt.
Gagnvart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfinguna og sósíalismann, í djúpri samúð við flokk hans og alþýðu Sovétríkjanna.
Eitthvað segir mér að eftirmælin um Chavez verði ekki jafn lofsamleg.
En það segir ekkert um Chavez, eða Stalín. Heldur meira um mismunandi tíðaranda og mismunandi fjölmiðlun.
En Chavez hefur verið sterkur, en gríðarlega umdeildur leiðtogi. Það er óskandi að valdaskiptin í Venezuvela fari fram með friðsamlegum hætti og lýðræðið þar vaxi og styrkist í sessi.
Hugo Chavez látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2013 | 14:08
Þverklofinn, einangraður, harðlínuflokkur?
Það hefur verið nokkuð merkilegt að fylgjast með fjölmiðlaumræðunni þessa daga sem hafa liðið frá því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn.
Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun er Sjálfstæðisflokkurinn þverklofinn, einangraður harðlínuflokkur.
Það er reyndar nokkuð merkilegt að mun meira hefur farið fyrir Evrópusambandssinnuðum Sjálfstæðismönnum í fjölmiðlum, en þeim sem eru andsnúnir "Sambandsaðild".
Þó var það svo að ályktun þar sem "Sambandsaðild" var hafnað, var samþykkt með yfirburðum á landsfundi og í síðustu könnun sem ég hef séð, voru það rétt ríflega 7% af þeim sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem voru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu.
Samt er umfjöllun margra fjölmiðla eins og það sé lýðræðislegt hneyksli að ekki skuli tekið meira tillit til "Sambandssinna" innan Sjálfstæðisflokksins.
Þess má til gamans geta að í sömu könnun, voru rétt tæp 16% kjósenda Samfylkingar andsnúin "Sambandsaðild" og hlutfallið var um 32% hjá Bjartri framtíð.
Skyldu fjölmiðlar gera kröfu um að þeir flokkar komi á einhvern hátt til móts við þá kjósendur?
Sumir "virtir" fjölmiðlamenn eru með slíka rörsýn í þessu máli að þeir telja að nú sé Vg orðin frjálslyndari flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn, allt vegna þess að flokkurinn er hrifnari af "Sambandsaðild". Það er merkileg skilgreining á frjálslyndi.
Könnunin sýndi ennfremur að u.þ.b. 2/3 hlutar kjósenda er andsnúin "Sambandsaðild", en u.þ.b. 1/4 er hlynntur aðild.
En sá flokkur sem hafnar aðild er talinn "einangraður". Hvernig má það vera? Er það svo slæmt hlutskipti að ríflegur meirihluti kjósenda sé sömu skoðunar og flokkurinn í þessu stóra máli?
Loks er það málið með "Evrópu(sambands)stofu". Það þykir mörgum manninum það sýna hrikalega harðlínustefnu að óskað sé eftir því að henni sé lokað.
Egill Helgason sagði í Silfri Egils á sunnudaginn var, eitthvað í þá áttina að hann þekkti ekki mikið til hennar, en þetta væri eitthvað svona sem flest mætti finna á internetinu. Er þá að vera á móti "Evrópu(sambands)stofu", svipað og að vilja loka internetinu?
Nei, auðvitað ekki og líklega þætti mörgum það skrýtið að "Sambandið" væri að eyða á Íslandi á 3ja hundrað milljónir, til þess að kynna eitthvað sem hægt er að finna á internetinu.
Hvað er það sem "Evrópu(sambands)stofu" er ætlað að gera á Íslandi, sem fjölmörgum samtökum "Sambandssinna" er ekki treystandi fyrir að gera?
Aðrir vilja líkja "Evrópu(sambands)stofu" við Goethe stofnunin eða Menningarstofnum Bandaríkjanna. Hafa þær farið með fundaherferðum um Ísland og hvatt Íslendinga til þess að ganga í sambandsríkið Þýskaland, eða að verða ríki í Bandaríkjum N-Ameríku?
Reyndar er það svo að menningaráætlun Evrópusambandsins rekur sína eigin skrifstofu í Reykjavík á Hverfisgötu og hefur sína eigin vefsíðu.
Sumir grípa til vísvitandi rangfærslna, eins og lesa má hér. Þar er haft eftir Benedikt Jóhannessyni:
"En að Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið hefur stærsti flokkurinn, sé að samþykkja þetta um sendiráð vinaþjóða finnst mér flokknum til mikillar skammar," segir Benedikt.
Var eitthvað ályktað um sendiráð, eða lokun þeirra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Ef svo er hefur það farið alveg fram hjá mér. "Evrópu(sambands)stofa" er ekki það sama og sendiráð Evrópusambandsins.
Það er auðvitað engin harðlínustefna að vilja að loka skrifstofu sem er rekin af erlendum aðilum i þeim eina tilgangi að reka áróður fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það hittir "Sambandssinna" beint í "hjartastað". Fylgi við inngöngu Ísland er rétt um 25% og virðist ekki fara vaxandi.
Eini vettvangurinn þar sem þeir njóta yfirburða er í áróðrinum. Hann vilja þeir ekki gefa eftir.
Nú er rétt að það komi fram að ég hef í sjálfu sér enga hugmynd um hvað fram fór á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þetta árið, en mér þykir ljóst að flokkurinn hefur tapað þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun frá honum.
4.3.2013 | 18:27
Fasismi gegn fyrirtækjarekstri
Auðvitað á ekki að fresta gildistöku laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða, það á að afnema lögin.
Þess í stað væri nær að setja lög þar sem öllum meðlimum lífeyrissjóðs væri gert kleyft að kjósa stjórnarmenn, í samræmi við eignarhlut, en óháð kyni, bæði þeirra sem kjósa og þeirra sem kosið yrði um.
Það er lýðræði.
Lög sem ráðast á þá sem eiga hluti hlutafélögum og skylda þá til að skipa stjórnir með lögbundnum kynjahlutföllum, eru hinsvegar ekki lýðræði.
Þau eru ákveðin tegund fasisma sem ræðst gegn því lýðræði sem ríkt hefur við skipan stjórnarmanna í hlutafélögum.
Þegar svo hótanirnar eru komnar á það stig, að ef fyrirtækjaeigendur hlýða ekki stjórnmálamönnunum, þá verði fyrirtækin þeirra leyst upp, er fasisminn farinn að taka á sig þær myndir sem þekkjast frá 4ja áratug síðustu aldar.
Þið megið eiga fyrirtækin, ef þið stjórnið þeim eins og við höfum ákveðið, annars ekki.
Þetta á ekkert skylt við jafnrétti, þetta er hrein og klár stjórnlyndisstefna, stefna sem stendur nær fasisma en jafnrétti, jafnaðarstefnu eða lýðræði.
Það færi vel á að stjórnmálaflokkar sem aðhyllast lýðræði lofuðu að afnema þessi lög.
P.S. Annað gildir um þau fyrirtæki, eða stofnanir þar sem skipað er í stjórn. Þar sem lögmál lýðræðis ná ekki til val á stjórnarmönnum, er sjálfsagt að önnur lögmál gildi, og þar geta kynjakvótar vel komið til greina.
Hitt væri þó vissulega vert að skoða, hvort að koma mætti á beinum kosningum, til í að minnsta sumra opinberra fyrirtækja.
Engin ástæða til að fresta kynjakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2013 | 13:02
Verðugur friðarverðlaunahafi
Ég hygg að nefnd sú sem veitir Friðarverðlaun Nóbels þurfi ekki að leita lengra en til Malala Yourafzai til að finna verðugan verðlaunahafa.
Það kann ef til vill ekki að virðast að Malala sé verðug þess mikla heiðurs að hljóta Friðarverðlaun Nóbels, alla vegna ekki við fyrstu sýn.
En barátta hennar fyrir menntun til handa sér og stallsystrum hennar er merkilegt framtak og mun stuðla að friði og framförum, ekki í dag, ekki á morgun, en í framtíðinni sem skiptir ekki minna máli en dagurinn í dag.
Aukin menntun og aukin tækifæri til að njóta menntunar, bæði fyrir stúlkur og drengi, er mikilvægur grundvöllur framfara og eykur möguleika friðar og velmegunar.
Þess vegna er áríðandi að baráttufólk, eins og Malala, njóti stuðnings og viðurkenningar. Vissulega vekja aðgerðir þeirra og barátta upp obeldi og óeirðir, jafnvel með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
En það má ekki draga úr stuðningi við réttindabaráttu þeirra og stuðning við mannréttindi og mál og skoðanafrelsi. Við megum ekki falla í þá gryfju að kaupa friðinn með því að fórna tjáningarfrelsi eða hverfa frá stuðning við baráttu einstaklinga eins og Malölu.
Friður sem keyptur er með þögn eða undanlátssemi, er falskur friður og gjarna skammlífur.
259 tilnefningar til friðarverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |