Varasöm áform um stóraukna matvælaframleiðslu

Það er vissulega svo að Íslenskur landbúnaður getur framleitt mun meira en gert er í dag.  Spurningin sem verður hins vegar að velta fyrir sér, er hvort að hann geti gert það á samkeppnishæfu verði?

Það er auðvitað rétt að um þó nokkurn framleiðsluslaka er að ræða í Íslenskum landbúnaði, en það gildir reyndar um fjölmörg önnur lönd. Líkast til um flest lönd í hinum vestræna heimi, og margra utan hans.

Það sem verður líka að hafa í huga er hvort að Íslendingar geti flutt út landbúnaðarafurðir í stórum stíl án þess að niðurgreiðslur komi til?

Hvað flytja Íslendingar út miikið af óniðurgreiddum landbúnaðarafurðum?

Stendur hugur Framsóknarmanna ef til vil til þess að klippa landbúnaðinn alfarið af ríkisspenanum, jafnhliða því að framleiðslan verði stóraukin?

Framsóknarflokkurinn verður að gera sér grein fyrir því, að þótt að hann mælist nú með fylgistölur sem hafa ekki sést síðan á áttunda áratugnum, þá er það ekki landbúnaðarstefna þess tíma sem kjósendur eru að kalla eftir.  Ekki heldur endurlífgun SÍS.

P.S.  Ef til vill er það raunhæfara of göfugra markmaið að berjast fyrir aukinni notkun Íslenskra landbúnaðarafurða i Íslenskum matvælaiðnaði.

 

 

 


mbl.is Vilja stóraukna matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sammála - en ég er viss um að xB menn vilji fekar meiri pening frá okkur en að klippa landbúnaðinn af ríkisspenanum.

Rafn Guðmundsson, 2.3.2013 kl. 17:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er það ekki svipað og "Sambandssinnar" eru að boða fyrir bændur?

Betri afkoma bænda, þrátt fyir minni framleiðslu vegna aukins innflutnings?

Meiri styrkir, vegna þess hve "harbýlt" Ísland er?

Þegar litið er til þess að allir eru sammála um að Íslendingar muni borga meira til "Sambandsins", en það sem mun koma til baka sem styrkir, er augljóst frá hverjum þeir styrkir eiga að koma.

Íslenskum almenning.

Minni Íslensk framleiðsla, meiri innflutningur, meiri styrkir til landbúnaðar.  Það er "Sambandið".

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2013 kl. 17:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Öllum spurningum varðandi íslenska matvælaframleiðslu mætti svara á stuttum tíma með því að leggja hana alfarið niður og setja svo niðurstöðurnar upp í excel ríkisins eftir tvo mánuði eða þrjá.

Helst ekki fyrr, því  bændur og búalið þurfa nokkrar vikur til þess að pakka saman eigum sínum og tækjum og koma sér úr landi.  Bændur í Zimbabve fengu engan frest...

Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 18:35

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bændur og búalið gætu í sjálfu sér tekið það upp hjá sjálfum sér að fara úr landi, ef þeir eru svo óánægðir með þann aðbúnað og stuðning sem þeir hljóta á Íslandi.

Norræna getur líklega tekið dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki svo þeir þyrftu ekki að skilja þau eftir.  Það er bara fyrir þá að panta far.

En það er auðvitað tvennt ólikt að styðja matvælaframleiðslu til innlendrar neyslu, eða að stefna á stórfellda aukningu og stefna á stóraukin útflutning.

Þeir sem endilega vilja niðurgreiða matvæli fyrir erlenda markaði, eru að mínu viti á kolröngu róli.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2013 kl. 18:48

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að mínu mati snýst ekki umræðan um innlenda landbúnaðarframleiðslu til útflutnings, heldur til neyslu innanlands til gjaldeyrissparnaðar.  Það dettur ekki nokkrum manni í hug að 10 þúsund manns eða svo í öllu vinnsluferlinu verði kleift að flytja út nokkuð sem skiptir máli fyrir erlenda markaði.

En ef opinbera stefnan yrði sú að flytja inn matvælin þá kostar það gjaldeyri. 

Bændur myndu þá einungis framleiða til fjölskyldunota.  Slíkt þarf ekki að niðurgreiða. 

Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 19:45

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Lestu fréttina sem færslan er tengd við.  Þar er ekki eingöngu verið að tala um framleiðslu fyrir innanlandsmarkað, alla vegna ekki eins og ég skil hana.

Hitt er svo að það er líka alfarið óraunhæft að ætla að metta innanlandsmarkað fyrir matvæli með innanlands framleiðslu.

Ég get raunar ekki séð a hún verði aukin svo nokkru nemi, nema samsvarandi fólksfjölda.

Ég hef raunar trú á því að á næstu áratugum verði landbúnaðarframleiðsla á heimsvísu að miklu leyti breytt frá því sem nú er, með fríverslunarsamningum.

Vilji Íslendingar taka þátt í þeirri þróun, verður að gjörbreyta landbúnaðarstefnunni.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2013 kl. 19:52

7 identicon

Öllum spurningum varðandi íslenska bananaframleiðslu mætti svara á stuttum tíma með því að leggja hana alfarið niður og setja svo niðurstöðurnar upp í excel ríkisins eftir tvo mánuði eða þrjá.

Helst ekki fyrr, því bananabændur og búalið þurfa nokkrar vikur til þess að pakka saman eigum sínum og tækjum og koma sér í gjaldeyrisskapandi vinnu.

Spurningin er hvað borgar sig að framleiða. Á að niðurgreiða bananaframleiðslu til að spara gjaldeyri? Lambakjöt? Mjólk? Er hægt að framleiða eitthvað sem skilar okkur alvöru hagnaði frekar en að framleiða eitthvað sem bara takmarkar tap? Á Íslenskur landbúnaður áfram að vera niðurgreidd atvinnubótavinna þar sem fjöldinn lítur á bændur sem þurfalinga?

Nonni (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 20:19

8 Smámynd: Sigurður Baldursson

Hver er aðal söluvaran sem heillar erlenda ferðamenn. ?? Ullarvörur !!, og hvaðan koma þær?  Það er fleira landbúnaður en matvælaframleiðsla. Það væri nú glæsilegt fyrir ferðamenn að keyra um auðar sveitir og og dauð þorp hringinn í kring um landið. Ætli Ísland væri ekki fljótt að missa sjarmann ef sveitirnar dæju út.  Af hverju er ylrækt að greiða hærra verð fyrir raforkuna heldur en heimili í þéttbýli. ?? Af hverju kostar mjólkurlíterinn út úr búð hér minna en á Norðurlöndunum.  Árið 2011 var verðmætasköpunin í Íslenskum landbúnaði 52 milljarðar samkvæmt tölum hagstofunnar  Eru þið virkilega að tala af einhverri ábyrgð eða er þessi umræða bara enn eitt upphrópunarbullið.

Sigurður Baldursson, 2.3.2013 kl. 21:15

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tómas, íslendingar munu seint verða þess megnugir að taka þátt í landbúnaðarframleiðslu á þá heimsvísu sem þú nefnir.  Hvort sem fríverslun eða annað verður í boði.

Í fyrsta lagi er starfsstéttin of fámenn og í öðru lagi er ræktunarlandið erfitt.

Við megum bara þakka fyrir að hafa nóg af mjólk, kjöti og grænmeti sem stendur, á meðan vel árar.   Að minnsta kosti þurfum við ekki lengur að senda bestu bitana sem skattgjald til danska kóngsins.

Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 21:36

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála því að Íslendingar munu seint verða þess megnugir að láta tíl sín taka í landbúnaðarframleiðslu á heimsvísu.  Þess vegna er ég að vara við þeim hugmyndum sem koma fram í fréttinni um að stórauka landbúnarframleiðslu.  Ég sé ekki að það sé heillavænleg leið fyrrir Íslandinga.

Hvað varðar ferðaþjónustuna, þá hef ég ekki heyrt af því að ferðamönnum til Íslands hafi fækkað, þau að bændum og búaliði og sveitabýlum hafi fækkað.

Það hefur ekki haldist í hendur.

Vissulega heyrist af fleiri og fleiri bændum sem hafa hætt búskap og farið alfarið í ferðaþjónustu.  Ég tel ekki að slíkt grafi undan grundvelli aukningar í ferðaþjónustu.

Hitt er svo að ef svo gríðarleg eftirspurn er eftir framleiðslu bænda, þá líklega hækka þeir verðið og geta afþakkað ríkisstyrki. 

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2013 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband