24. ár

Í dag eru liðin 24. ár síðan bjór með meiri styrkleika en 2.25% var leyfður á Íslandi. 

24. almenningi á Íslandi var treyst til þess að umgangast áfengt öl.  Allar fyrri tilraunir til þess að fá bjórbanninu aflétt höfðu reynst árangurslausar.

Þingmenn vissu betur, þeir töldu sig þess umkomna að ákveða hvers kyns áfengi væri á boðstólum á Íslandi.

Auðvitað var bjór til á Íslandi fyrir þennan dag fyrir 24. árum.  En sá bjór hafði annað hvort verið smyglað til landsins, eða komið með ferðamönnum, sem nutu forréttinda á þessu sviði eins og mörgum öðrum og gera það á sumum sviðum enn.

Það vantaði ekki dómsdagsspámennina þá frekar en nú.  Engin talaði um "Kúbu norðursins", en sviðsmyndirnar sem dregnar voru upp af væntanlegum drykkjuskap Íslendinga voru ekki fagrar.

Fullyrðingar í þá veru að auðvitað treystu menn sér sjálfir til að umgangast bjór, en því miður væri það ekki svo um aðra, voru býsna algengar.

Það er rétt að hafa í huga að fáum árum áður stóð yfir hörku barátta til þess að starfrækja mætti útvarps- og sjónvarpsstöðvar sem ekki væru reknar af ríkinu.

Það hafðist í gegn árið 1986.

Myndi einhver vilja hverfa aftur til þess tíma?

Fyrir þá sem hafa aldur til, er hægt að gera margt verra á þessu komandi föstudagskvöldi, en að fá sér "einn kaldan" og hugsa um hvers vegna svo mörgum virðist umhugað að banna flest það sem banna má, og finnst einstaklingarnir vera gersamlega vanhæfir um að taka eigin ákvarðanir og stjórna eigin lífi.

P.S. Tilvalið er að hlusta á hið klassíska lag Fræbbblanna, Bjór á meðan þess "kalda" er notið.

Það stendur í lögum.
Það stendur hér.
Að þeir eigi að hafa vit fyrir mér.
Þeir slefa út ræðum.
Þeir jarma í kór.
Þeir segja að ég verði slæmur af bjór. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband