Reksturinn tryggður - alveg þangað til það þarf meira fjármagn

Þessi fyrrisögn sem höfð er eftir Pétri Blöndal er skemmtilega lýsandi.  

En reyndar ekki eingöngu fyrir Hörpu, heldur svo margt í nútíma samfélögum.  Það er fátt sem einhverjir vilja ekki velta yfir á skattgreiðendur eða að þeir borgi á einn eða annan hátt.

Listinn yfir slíkt yrði langur og leiðinlegur aflestrar ef einhver tæki hann saman.

Það þarf ekki lengi að leita í fréttum, hvar sem er í heiminum, til að komast að því að þetta er, í einni eða annarri mynd, eitt af allra stærstu deilum samtímans.

Útblásin opinber rekstur og opinberar ábyrgðir hafa enda verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarin ár.

En sitt sýnist hverjum, nú sem endranær, en stórfelld vandræði í fjármálum hins opinbera víða um lönd mun án efa tryggja að deilur um "draumaverkefni" og opinberar ábyrgðir munu verða fyrirferðarmiklar um ókomna framtíð.

P.S.  Eins og sjá má í þessari frétt, reynist það stjórnmálamönnum mun auðveldara að leysa rekstrarvanda Hörpu en Landsspitaland.   Líklega hafa þeir komið heldur oftar á fyrri staðinn undanfarna mánuði.


mbl.is Draumur fárra að martröð margra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband