Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Euro gröf á BBC

Labour cost 1999 = 2011BBC (ég vona að mér sé fyrirgefið að nota skammstöfun um jafn virðulega stofnun) birtir nú á vefsíðu sinni gröf sem spekingar úr hagfræðistétt hafa valið og þykja athygliverð.

Ég er einn af þeim sem þykja "skemmtileg" gröf alltaf áhugaverð og fannst því skyggnurnar hjá BBC verulega athygliverðar.

Set hér inn 2 gröf sem mér þótti athygliverðust og ég held að lýsi að miklu leyti miðpunkti "eurokrísunar".  Það er segja hvernig samkeppnisstaða euroríkjanna hefur breyst innbyrðis og eyðilagt samkeppnisgrundvöll sumra þeirra.  Gengislæsingin gerir það að verkum að fátt er til ráða nema stórfelldar kauplækkanir, export exchange rate....niðurskurður að aðrar aðhaldsaðgerðir.  Hættan á því að það skapi stóran "samdráttarsvelg eða hringiðu" er því miður mikil og líklega er við þegar farin að sjá slíkt í Grikklandi.

 


Hvers vegna ráða fjármálamarkaðirnir ferðinni?

Það hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna hið opinbera þurfi allta að vera að púkka upp á þessa fjármálamarkaði.  Hvers vegna er endalaust verið að taka fé af almenningi til þess að troða niður í einhverja bankahít?

Eru banksterarnir búnir að kaupa alla stjórnmálamennina?

Ætli ástæðan sé ekki frekar að stjórnmálamennirnir eru búnir að veðsetja bankamönnum æði mörg af stærstu ríkjum heims.  Ef fjármálamarkaðarnir kaupa ekki ríkisskuldabréf fara flest stærstu ríki heim á höfuðið á skömmum tíma.

Eða öllu heldur að seðlabankarnir yrðu að prenta peninga til að borga allar skuldirnar.  Það myndi þó líklega hafa svipaðar afleiðingar í för með sér.

Þegar við lesum að að ríki skuldi u.þ.b. 80% af þjóðarframleiðslu sinni þýðir það yfirleitt að það skuldi  allar tekjur sínar í ríflega tvö ár.  Allar.

Þessi ríki verða því að selja skuldabréf til þess að borga skuldabréf, annars er voðinn vís. 

Það voru stjórnmálamenn með fulltingi kjósenda sem komu ríkjunum í þessi skuldavandræði.  Stjórnmálamenn lofuðu og kjósendur trúðu að það væri hægt að lifa um efni fram ár eftir ár.

Skuldavanda Bandaríkjanna hafa líklega flestir heyrt tala um og "krísuna" sem varð þegar þarlendir gátu ekki komið sé saman heimild til að auka skuldirnar.  Enginn talar af krafti fyrir því að það verði og borga hann niður.

Frakkland hefur ekki skilað fjárlögum réttu megin við strikið í bráðum 40 ár.   Það er alltaf halli.  Það er ekki lengur verið að senda reikningin til barnanna, heldur er komið að barnabörnunum.

Svona mætti telja áfram.  Af 27 ríkum sem eru á eurosvæðinu er 1. sem er með skuldahlutfallið undir 10%.  Það er fátækasta ríkið Eistland.  14. þeirra eru yfir því  60% skuldahlutfalli sem er skilyrði fyrir því að fá að taka upp euroið.

Æ fleiri ríki ofurselja sig valdi fjármálamarkaðanna, án þeirra hrynja fjármál þeirra til grunna. 

En það er líka einfalt reiknisdæmi að ef ríki tekur segjum 40 þjóðarframleiðslunnar í skatta, en skuldar tvöfallt meira og borgar 3.25% í vexti að meðaltali, fara 7% skatttekjanna til skuldabréfaeigendanna.  En ef sama ríki skuldar 120%, eins og Ítalíu gerir og þarf að borga um 7% vexti, þá fara u.b.b. 21% skatttekjanna til skuldabréfaeigendanna.

Sem betur fer eru þó ekki allar skuldirnar með svo hárri vaxtaprósentu, en háir gjalddagar eru á næsta ári hjá Ítalíu

Svo má víðast um lönd bæta við í skuldasúpuna sveitarfélögum og ýmis konar opinberum og hálfopinberum fyrirtækkjum og stofnunum.

Ef ríki ætla að standa upp í hárinu á fjármálamörkuðum verða þau að greiða niður skuldir sínar.

P.S. Hér er sjónarhornið ákaflega einfalt.  Það er ekkert litið til þess hve mörgum fjármálamarkaðarnir veita atvinnu, eða hve miklar tekjur opinberir aðilar hafa af þeim.  Né heldur hvernig þræðir þeirra ná til flestra fyrirtækja í gegnum lánveitingar og þjónustu.  En það er ljóst að því skuldsettari sem þjóðfélög eru, því meira er vald fjármálafyrirtækjanna.


Tannfall í morgun

Sá stóri atburður gerðist hér í morgun að Jóhanna Sigrún Sóley missti sína fyrstu tönn.  Þau gerast ekki öllu stærri tíðindin á þriðjudagsmorgni.

Tennur eru dýrmætar, ekki síst þær sem dottnar eru út. Tannálfar eru með stöndugri álfum hér í Kanada og er algengt að þeir greiði 5 dollara fyrir fallegar tennur.

Tannfé er undanþegið skatti hér í Kanada.  Ég verð að viðurkenna að ég fylgist ekki nógu vel með skattabreytingum á Íslandi til að fullyrða að svo sé enn þar.

Að eiga svo von á því að jólasveinn og tannálfur komi báðir um sömu nóttina, er svo nokkurn veginn nóg til að ræna hvert barn svefni.


Hvenær verða Íslendingar upplýstir um samningsmarkmiðin?

Hvenær skyldu Íslendingar fá að vita samningsmarkmið Íslendinga?  Hvenær skyldi Íslendingum verða sagt hvað ríkisstjórnarflokkunum þykir ásættanleg niðurstaða úr viðræðunum?  Hvenær skyldu þeir stjórnmálamenn sem eru áfram um inngöngu í "Sambandið", eða að leiða viðræðurnar til lykta, segja Íslendingum frá því hverju þeir vilja ná fram, hvað þeir telja að lágmarki að Íslendingar verði að ná fram?

Er einhver leynd yfir því?  Er ekki ástæða til þess að birta það opinberlega?  Lifa Íslendingar ekki tíma þar sem allt er gegnsætt og upp í borðum?  Eða hentar sú stefna ekki þegar sótt er um aðild að "Bakherbergjabandalaginu" sem Eiríkur Bergmann lýsti í Silfri Egils á Sunnudaginn?

Eða má engu uppljóstra vegna þess að samningsmarkmiðið er aðeins eitt, að ganga í "Sambandið"?

Má ekki upplýsa Íslendinga um samningsmarkmiðin þannig að þeir geti ekki séð hvað samningnefndin fékk og fékk ekki áorkað, ef eða þegar samningur liggur fyrir?  Myndi það koma í veg fyrir að hægt verði að segja Íslendingum að samninganefndin hafi komið heim með glæsilega niðurstöðu?

Fyrir nokkurn veginn 5. mánuðum birtust fréttir um að Jóhanna Sigurðardóttir hefði kynnt samningsmarkmið Íslands fyrir Angelu Merkel. 

Er ekki tími til kominn að Íslendingar verði upplýstir um eigin málefni?

P.S.  Ef Össur er enn þeirrar skoðunar að umsókn Íslands veiti "Sambandinu" heilbrigðisvottorð, er ljóst að "Sambandið" þarf á því að halda nú sem aldrei fyrr.


mbl.is Skref áfram í viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi eykst samhliða auknum brottflutningi

Það eru slæmar fregnir fyrir Íslendinga að atvinnuleysi skuli aukast um leið og brottflutningur frá Íslandi hefur ekki verið meiri síðan um og fyrir þarsíðustu aldamót.

Það bendir ekki til þess að landið sé tekið að rísa, þvert á móti.  Það undirstrikar enn eina ferðina nauðsyn þess að stjórnvöld reyni að búa í haginn fyrir atvinnusköpun, fyrir fjárfestingu, fyrir hagvöxt.

Sífelldar skattahækkanir, skattabreytingar og hugmyndir að skattahækkunum (sem hafa sem betur fer ekki allar orðið að veruleika) búa ekki til hagkvæmt umhverfi.

Það er mikil hætta á því að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast á nýju ári, og að óbreyttu gildir það sama um brottflutninginn.

Það breyta um gír, það þarf að breyta um hugsunarhátt, líklega þarf að skipta um ríkisstjórn.

 

 

 


mbl.is Atvinnuleysi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stekkjastaur er útrásarvíkingur

Hann, ásamt bræðrum sínum hefur komið við hér í Kanada undanfarin ár við mikinn fögnð innfæddra hér að Bjórá.  Hér fá allir íbúar litlar gjafir í skó eða glugga ef hegðun þeirra hefur verið með ágætum.

Sem reyndist niðurstaðan í morgun.


mbl.is Stekkjarstaur kominn til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa rétt fyrir sér er engin afsökun?

Það er merkilegt að fylgjast með viðbrögðum við nei-i Breta hér og þar í Evrópu.  Viðbrögðin ná yfir allan skalann, menn eru undrandi, reiðir, sárir, glaðir, telja þetta glapræði, fagnaðarefni og svo framvegis.

Ég hló upphátt þegar ég las eftirfarandi klausu á vef Þýska blaðsins Der Spiegel:

Great Britain is an EU member that never truly wanted to be part of the club. It was more of an observer than a contributor and it always had one eye on Washington. Indeed, it is telling that the country never joined the border-free travel regime known as Schengen -- Britain still checks everybody who enters the country from the other side of the Channel. The political establishment was likewise extremely skeptical of the common currency from the very beginning.

It is true that much of the criticism was spot on, which is why the euro zone is now in crisis and in need of repair. But it wasn't really the design shortcomings which led the British to stay out of the euro zone. Rather, it was their independence -- one could say currency nationalism -- which led to the country remaining on the outside.

Það að Breska stjórnmálastéttin hafi verið skeptísk á euroið frá upphafi er ábyggilega rétt mat hjá greinarhöfundi.  Það að gagnrýni Breta hafi að mestu leyti verið rétt (og vegna þeirra galla sem Bretar bentu á, sé eurosvæðið nú í miklum vandræðum), stöðvar hann hins vegar ekki í því að telja að ákvörðun þeirra hafi verið röng.  Tekin á röngum forsendum, þeir látið sjálfstæði sitt leiða sig í gönur og stjórnist af einhverri "gjaldmiðils þjóðernisstefnu", sem valdi því að þeir hafi ákveðið að standa utan eurosvæðisins.

Væri ekki nær að velta því fyrir sér hvers vegna hinar þjóðirnar hlustuðu ekki á varnaðarorð Breta þegar þeir vöruðu við euroina?  Ef til vill væru euroþjóðirnar ekki í þeirri krísu sem nú skekur þær, ef það hefði verið gert. 

En það að hafa haft rétt fyrir sér er auðvitað engin afsökun fyrir því að standa utan eurosvæðisins.

Í upphafi skyldi endinn skoða segir Íslenskt máltæki.  Það hefði verið betra ef sú hugsun hefði ráðið ferðinnii þegar euroinu var komið á fót.

Það væri líka betra ef Íslendingar hefðu það í huga þegar þeir velta fyrir sér aðildarumsókn sinni að Evrópusambandinu.  Þá komast líklega flestir þeirra á þá skoðun að það sé best að setja umsóknina á ís, eða draga hana til baka.


En hvað um Íslenska fræðimenn?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur gengið á ýmsu hjá "Sambandinu" og euroinu undanfarin misseri.  Flestir eru sammála um að euroið sé í verulegum vandræðum sem ekki sjái endann fyrir.

Einhversstaðar sá ég umfjöllun á þeim nótunum að svartsýnismenn byggju sig undir hrun eurosins en bjartsýnismenn neituðu að horfast í augu við raunveruleikann.  En ég held að það sé að mála ástandið í of sterkum litum.  En það þýðir ekki að ástandið sé gott.

Ég hygg að flestir séu sammála um að gallar eurosins hafi komið betur í ljós með hverjum mánuðinum sem hefur liðið.  Líklega eru þeir flestir sjáanlegir nú um stundir og líklega sömuleiðis flestum sjáanlegir, en þar verður þó að undirstrika orðið flestum, því um það ríkir ekki eining frekar en í "Sambandinu" sjálfu.

En þegar "faðir eurosins", Jacques Delors segir að gallar eurosins hafi verið ljósir frá upphafi og að stjórnmálamenn hafi neitað að horfast í augu við þá, hvað þá að gera nokkuð í þeim, hygg ég að margir hafi lagt við hlustir.

Að mörgu leyti má segj að umræðan um galla eurosins hafi flust frá fræðimönnum og "sérvitringum" (þar sem hún hefur verið til staðar frá því að fyrst var byrjað að tala um euroið) og yfir til almennings, eða "mainstream" umræðu

En hvað um Íslenska umræðu?  Hafa Íslenskir fræðimenn fjallað um galla euroisins og bent Íslenskri stjórnmálastétt og almenningi á gallana og þær hættur sem euroið ber með sér?  Nú standa Íslenskir skattgreiðendur straum af rekstri margra háskóla og ýmissa fræðasetra þannig að einhver gæti leyft sér að ætla að þróttmikið starf og rannsóknarvinna gæfi Íslendingum tækifæri til að kynna sér bæði kosti og galla jafn mikilvægs málefnis og eurosins.  Hafa þeir gallar sem Jacques Dolors sér á eruoinu almennt verið til umræðu á Íslandi?

Hafa Háskóli Ísland eða Evrópufræðasetur (sem ætti auðvitað að heita Evrópusambandsfræðasetur, nafngiftin segir ef vil vill eitthvað um hlutleysið) uppfrætt Íslendinga um þá galla og þær hættur sem euroið hefur innbyggt?

Eða eru Íslenskar fræðastofnanir sekar um sömu vanrækslur og ritstjóri Fréttablaðsins eignaði stjórnmálamönnum Evrópusambandsins, þegar hann sagði þá hafa farið offari við að selja kosti eurosins og hafa gleymst að minnast á gallana?

Er ef til vill lítill eða engin munur á helstu fræðimönnum Íslendinga í "Evrópusambandsfræðum" og stjórnmálamönnum?  Er "fræðimennskan" byggð á stjórnmálaskoðunum?

Eru Íslenskir "fræðimenn" yfirleitt ekki pólítískt séð hlutlausir?


Hvar sem tveir peningar koma saman, þar eru Steingrímur og Jóhanna - og vilja helst fá annan þeirra

Það hefur verið alveg ljóst síðan "hreina tæra vinstristjórnin" tók við völdum á Íslandi að stefnan hefur verið að skattleggja flest það sem hægt er að skattleggja.  Hækka gildandi skatta, endurvekja niðurlagða og finna upp nýja.

Eignir landsmanna hafa sérstaklega þótt gott skotmark og inneign í lífeyrisjóðum flokkast auðvitað þar undir og þar að auki eignir sem engin leið er að færa undan skattagömmunum og liggja þannig vel við höggi.

Ef Steingrímur fengi að ráða yrðu allir dagar að skattadögum.  Tæplega helmingur er ekki nóg.

Hafa verður í huga slagorð Steingríms "you aint seen nothing yet", á við hér sem annarsstaðar.  (Það er eiginlega hálf óhugnanlegt hvað margir Íslenskir vinstri menn velja að nota þetta slagorð, Össur, Ólafur Ragnar og Steingrímur, hvers eiga BTO að gjalda að lenda í þessum félagsskap?).

Það að skattheimtan auki á mismun þeirra sem vinna á almennum vinnumarkaði gegn opinberum starfsmönnum er eitthvað sem Jóhönna og Steingrímur láta sér í léttu rúmi liggja.  Þetta rímar við stefna þeirra að skera hvað minnst niður í stjórnkerfinu, enda ríkisstarfsmenn þeirra ær og kýr í fleiri en einum skilningi.

Íslendingar eiga betra skilið, það þarf að skipta um ríkisstjórn.  Ísland þarf kosningar.


mbl.is Skerðast lífeyrisgreiðslur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæp 14% segjast ætla að kjósa ríkisstjórnarflokkana

Ég reiknaði það lauslega út að u.þ.b.  22% hafi sagst ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæp. 8% Framsóknarflokk, tæp 8% Samfylkinguna og tæp 6% Vinstri græna.  Aðrir flokkar næðu ekki á þing samkvæmt þessari könnun.

Það sem vekur mesta athygli er hve fáir svara eða taka afstöðu, en að því slepptu vekur hroðaleg útkoma ríkisstjórnarflokkana mesta athygli.  Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meira fylgis í þessari könnun en hinir þrír flokkarnir til samans.  Það vekur líka athygli að Framóknarflokkurinn hefur ámóta fylgi og Samfylkingin.

En auðvitað verður að fara varlega í að draga stórar ályktanir af könnun sem þessari.  Þegar upp er staðið er mjög líklegt að óákveðnir fari frekar til vinstri flokkanna, enda hefð fyrir því að lausung sé meiri á fylgi á þeim væng stjórnmálanna.  Aðrar kannanir hafa líka sýnt að nýjir flokkar (s.s. framboð Guðmdundar Steingrímssonar) eiga mestan möguleika á því að ná fylgi á þeim slóðum.

En þegar talað er um hve margir taka ekki afstöðu, er rétt að hafa í huga að í kosningum er það venjulega á bilinu 15 til 20% sem gera slíkt, þ.e.a.s. mæta ekki á kjörstað eða skila auðu.  Í síðustu Alþingiskosningum var kjörsókn að mig minnir um 85%. Síðustu sveitastjórnarkosningar einkenndust nokkuð af slakri kjörsókn og sáust víða tölur í stórum sveitarfélögum undir 75% og allt niður að 66% minnir mig.  Ef til vill eru kannanir sem þessi því hættumerki um að kjörsókn geti fallið verulega ef ekkert verður til að auka áhuga almennings.

En könnunin undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn er lang öflugasti flokkur landsins, með traustasta fylgið.  Framsóknarflokkurinn virðist heldur vera að bæta sína stöðu (það er líka býsna sterk hefð fyrir því að hann sé sterkari í kosningum en í könnunum) en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera í verulegum vandræðum. 

P.S.  Bendir þessi könnun ekki til að, Jón Bjarnason með stuðning upp á 37% í könnun hjá sömu aðilum,  megi vel við una, þegar Samfylkingin er með 8% (17%) og Vinstri grænir 6% (13%). 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband