Hvenær verða Íslendingar upplýstir um samningsmarkmiðin?

Hvenær skyldu Íslendingar fá að vita samningsmarkmið Íslendinga?  Hvenær skyldi Íslendingum verða sagt hvað ríkisstjórnarflokkunum þykir ásættanleg niðurstaða úr viðræðunum?  Hvenær skyldu þeir stjórnmálamenn sem eru áfram um inngöngu í "Sambandið", eða að leiða viðræðurnar til lykta, segja Íslendingum frá því hverju þeir vilja ná fram, hvað þeir telja að lágmarki að Íslendingar verði að ná fram?

Er einhver leynd yfir því?  Er ekki ástæða til þess að birta það opinberlega?  Lifa Íslendingar ekki tíma þar sem allt er gegnsætt og upp í borðum?  Eða hentar sú stefna ekki þegar sótt er um aðild að "Bakherbergjabandalaginu" sem Eiríkur Bergmann lýsti í Silfri Egils á Sunnudaginn?

Eða má engu uppljóstra vegna þess að samningsmarkmiðið er aðeins eitt, að ganga í "Sambandið"?

Má ekki upplýsa Íslendinga um samningsmarkmiðin þannig að þeir geti ekki séð hvað samningnefndin fékk og fékk ekki áorkað, ef eða þegar samningur liggur fyrir?  Myndi það koma í veg fyrir að hægt verði að segja Íslendingum að samninganefndin hafi komið heim með glæsilega niðurstöðu?

Fyrir nokkurn veginn 5. mánuðum birtust fréttir um að Jóhanna Sigurðardóttir hefði kynnt samningsmarkmið Íslands fyrir Angelu Merkel. 

Er ekki tími til kominn að Íslendingar verði upplýstir um eigin málefni?

P.S.  Ef Össur er enn þeirrar skoðunar að umsókn Íslands veiti "Sambandinu" heilbrigðisvottorð, er ljóst að "Sambandið" þarf á því að halda nú sem aldrei fyrr.


mbl.is Skref áfram í viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér í öllu. Það er eins og okkur Þjóðinni komi ekki við örlög framtíðar okkar.

Þetta er Ríkisstjórn sem lofaði öllu upp á borðið og ég held svei mér þá að það hafi aldrei verið eins mikil spilling í stjórnmálum eins og núna í boði vinstrimanna.

Svo toppar Össur vittleysuna í sjálfum sér með þeim orðum að það sé óábyrgt að hætta við samningsferlið núna... 

Það var óábyrgt í upphafi að fara af stað í þessar viðræður án þess að hafa samþykki Þjóðarinnar fyrir því segi ég...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.12.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góður nafni,

Ingibjörg Sólrún lagði á það mikla áherslu að S-fylkingin setti sér samningsmarkmið og ætlaði hún að setja á stofn nefnd innan þeirra raða sem átti að koma með tillögur að slíkum markmiðum svo hægt yrði að leggja á borð fyrir hinn almenna kjósenda fyrir kosningar 2007.  Þegar kom að þingkosningum bólaði ekkert á þessum markmiðum og eins og þú réttilega bendir á þá veit almenningur ekkert um hvað er verið að semja.  Ég efast meira að segja að hinn almenni S-fylkingarmaður viti nokkuð um hvað málið snýst annað en bara að ganga í ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2011 kl. 16:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samningsmarkmiðin eru afar einföld; BARA AÐ FARA INN SAMA HVERJU SEM ÞARF AÐ FÓRNA.........................

Jóhann Elíasson, 12.12.2011 kl. 16:51

4 Smámynd: Hannes Rúnar Richardsson

Það verður held ég seint talið gáfulegt að upplýsa mótaðilann um samningsmarkmið áður en samingum lýkur.

Hannes Rúnar Richardsson, 12.12.2011 kl. 18:53

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hannes Rúnar.  Ertu að segja að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið trúnað, sé ef til vill sek um landráð?  LOL  Ef þú hefur lesið bloggið kemur fram í því og tengill á frétt RUV þar sem kemur fram að hún hafi kynnt samningsmarkmið Íslands fyrir Angelu Merkel.

Persónulega sé ég ekkert rangt við það hjá Jóhönnu, en ég held að Íslendingar eigi fullan rétt á þvi að vera upplýstir um samningsmarkmið.

Íslendingar vita samningsmarkmið "Sambandsins" og það er ekkert óeðlilegt að Íslendingar setji sín markmið fram.  Það er líka ljóst að þau hafa verið sett niður, alla vegna ræddi Jóhanna þau á fundinum með Merkel.

En ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna virðist telja að almenningi komi þau ekki við.   Það er ekki sjónarmið sem ég tek undir.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2011 kl. 20:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þingið hefur ekki einu sinni verið upplýst um samningsmarkmiðin eða fengið að segj nokkuð um mótun þeirra. Þetta er einhver prívatdíll. Hvað á að gefa mikið eftir? Hvað er óásættanlegt og hvaðer ásættanlegt? Er framsal yfirráða yfir auðlindum eða framsal valds yfir skattlagningu og fjárlögum innifalið í þessum markmiðum? Stangast einhver þessara markmiða á við núverandi stjórnarskrá?

Á að selja okkur upp lækinn án þess að við höfum neitt um það að segja? Nú er talað um allskonar afslætti og undanþágur, (sem ekki eru varanlegar). Hvað ef þessir afslættir og undanþágur fást ekki? Hvað ef þær eru ekki varanlegar? Verður þá hætt við? Hvar draga þau línuna?

Ég tel þau vera brotleg við lög og stjórnarskrá með því að gera þessi markmið ekki opinber. Samningurinn verður umboðslaus og ólöglegur fyrir vikið.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband