Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
26.10.2011 | 03:34
Bannað að borða hákarl
Nú er búið að samþykkja bann við neyslu, sölu og vörslu á hákarlsuggum hér í Toronto. Bannið tekur gildi í september 2012.
Toronto fylgir hér í kjölfarið á nágrannaborgum s.s. Mississauga, Oakville og Brantford. Ef ég skil fréttirnar rétt þá nær bannið að því er virðist vera ekki til annara hluta hákarlsins en ugganna. Ef til vill er það vegna þess að enginn hefur gert sér grein fyrir því að aðrir hlutar hákarls séu etnir, en hvað veit ég.
En bannið kemur víst til út af mikilli ásókn Kínverskra íbúa Toronto í hákarlsuggasúpu. Svo mikil er eftirspurnin eftir uggum, og það vel borgað fyrir þá, að fullyrt er að hákarlar séu veiddir í stórum stíl, uggarnir skornir af og síðan mestum hluta þeirra varpað í hafið aftur. Fullyrt er að hákarlar séu í útrýmingarhættu vegna þessa og er fullyrt að allt að 70. milljónir hákarla sé slátrað árlega til að seðja uggasúpu aðdáendur. Kemur sömuleiðis fram í fréttum að 1 pund af þurrkuðum hákarlsuggum seljist fyrir u.þ.b. 300 dollara.
Sekt við sölu, neyslu eða vörslu á hákarlsuggum getur varðað allt að 100.000 dollara sekt (u.þ.b. 11.5 milljónir Íslenskra króna).
3 eða 4 borgarfulltrúar greiddu atkvæði á móti tillögunni og einnig borgarstjórinn og borgarlögmaðurinn Anna Kinastowski (no pun) lagðist gegn tillögunni á lögfræðilegum forsendum og taldi að lögin gætu skapað borginni skaðabótaskyldu.
Það má líklega segja að sveitarfélög séu að fara inn á nokkuð ótroðnar slóðir með lagasetningu sem þessari, lög sem þessi hafa yfirleitt frekar verið talin á verksviði ríkja og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þróunin verður í þessum efnum.
Þetta gefur bæjar og borgarfulltrúum alveg nýja vídd í hugsanlegum kosningaloforðum. Hugsanlegt verður að lofa að banna næstum því hvað sem er innan bæjar eða borgarmarka. Hugmyndaflugið verður eina hindrun "frjálslyndra stjórnmálamanna" í leitinni að nýjum hlutum sem setja má skorður eða banna.
Líklega er þetta ekki réttinn tíminn til að útskýra fyrir Torontobúum hvað Þorrablót eru.
Hér má sjá frétt National Post um bannið og hér frétt í Globe and Mail
P.S. Ljótt að segja frá því, en í huganum sá ég auðvitað strax forríka Kínverjas gúffa í sig hákarlauggasúpu og hvala sashimi á lúxusveitingastað hótelsins á Grímsstöðum á fjöllum. Það er að segja ef að hreppstjórnin verður ekki búinn að banna að hákarlauggar séu í eða fluttir um hreppinn þegar og ef það hótel rís.
25.10.2011 | 23:26
Aus Der Europische Hitparade. Papandreou: Athenian Rhapsody Auf Dem Hit-Album Collapse
Ég birti hér fyrr í dag texta lagsins I Will Delay, eignuðu Angelu Merkel. Kunningi minn sendi mér tölvupóst um hæl og sagði að ég hlyti að hafa misst af "hittaranum" hans Papandreou, en hann mun hafa gert nýjan texta við hið magnaða lag Queen, Bohemian Rhapsody.
Eins og áður fann ég karaoki útgáfu af laginu, ef lesendum langar til að spreyta sig á söngnum.
Athenian Rhapsody (The Ballad of Papandreou)
Is this our real debt?
Is this just fantasy?
Won in a landslide
Now Im facing austerity
I opened the books
And said are you kidding me?
Did what we did to get into the Eurozone
So there was never a need to grow
Euros high, rates stayed low
Anything to enter, didnt really matter to Greece, to Greece
Papa, just told the truth
No ones paying any tax
And my colleagues here are hacks
Papa, Greece had everything
But the bankers came and took it all away
Papa, ooh ooh ooh ooh
Goldman told us it would work
and now I sit here like a jerk
They were wrong, they were wrong, that swap illusions shattered
Too late, the market crashed
My countrys on the brink
And my bond spreads really stink
Goodbye to the good life its got to go
I never thought our bonds could trade so low
Papa, ooh ooh ooh ooh (anyway my yields go)
No one wants to buy
And some folks wish they never had bought at all
We need some euros need some euros very fast
Mykonos, Skiathos, you can sell them to China
DSK and Regling say our debt is frightening Hey,
Papandreou, Papandreou,
Papandreou, Papandreou,
Papandreou runs the show hes out of dough oh oh oh
Hes a professor from Minnesota
Hes a professor leading his country
Found that the Greeks had been cooking the books
Bail in bail out will you bail us out?
ECB. Nein! We will not bail you out
Bail us out
IMF. We will not bail you out
Bail us out PSI. We will not bail you out
Bail us out
Will not bail you out
Bail us out (never)
Never bail you out
Bail us out
Never bail you out ooh ooh ooh
Nein, nein nein nein nein nein nein!
Oh mama Merkel, mama Merkel, mama Merkel well default
The Bundestag has no package set aside for Greece
For Greece
For Greece
China: So you think you can stiff me and just say goodbye?
So you think Ill just hold and continue to buy?
Youll pay us well want more than Piraeus Ships, airports and banks, as for your unions, no thanks!
Ooh yeah, ooh yeah
Once we had an empire
That is history How did this transpire? back to Minnesota for me.
Goodbye to the Euro
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2011 | 19:38
Hvað er armslengd?
Nokkur virðist hafa borið á því að Íslendingar misskilji hugtakið armslengd. Armslengd hefur verið nokkuð í umræðunni varðandi samskipti ríkisstjórnar, Alþingis og ríkisstofnana og sömuleiðis hvað varðar samskipti banka og fyrirtækja í þeirra eigu og umsjá.
Margir hafa staðið í þeirri meiningu að armslengd væri þýðing á enska hugtakinu "at arm´s length" sem almenn skilgreining hljóðar upp á "framkvæmd eða samband, þar sem engin aðili hefur vald eða áhrif yfir öðrum! (ensk þýðing á: "A transaction or relationship where there is an absence of control of one over the other.").
Þetta er hinsvegar á misskilningi byggt. Á Íslandi hefur þetta einfaldlega vísað til lengd handleggs. Það er að segja að að stjórnendur búi við ákveðið frelsi, en megi ekki ganga of langt, því þá verði gripið í öxlina á þeim. Að stjórnendur geri sér grein fyrir því hverjir fara með völdin og þeir nái til þeirra hvenær sem er. Að stjórnendur séu innan armslengdar.
Það er von síðunnar að þetta verði til að auka skilning almennings á stjórnmála og fjármálaumræðu á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2011 | 18:21
I Will Delay - From The Album: Angela Merkel: The Euro Years
Þessi dægurlagatexti var að detta inn í pósthólfið mitt. Hér "syngur" Angela Merkel þekkt lag Gloriu Gaynor, með nýjum texta. Eftir því sem ég kemst næst útgáfudagur ekki ljós, en þeir sem vilja spreyta sig í söngnum, er bent á karaoki útgáfu sem hægt er að nota sem undirspil og ég hef sett hér með.
I Will Delay (from Angela Merkel: The Euro Years)
First I was angstvoll, I was petrified
Greece looking like defaulting, Ireland on the slide
I spent oh so many years with the euro much too strong
Now its not even clear, which countries should belong
And so were back
At the Council
With Nicolas, and Enda, and Silvio as well
We should have tightened up the rulebook
For the single currency
If wed known for just one second
Wed fund this facility
Go on now go, down to Brussels
Well fly over and talk some more, while the market sells
They want a big bazooka, a comprehensive fix,
An ECB-backed bailout fund, but well give them nix.
Its all okay! We can delay!
Well have a weekend summit
And another one Wednesday
Theres a G-20 coming up
For the Greeks its just tough luck
Lets just delay
Til someone pays
And then cross-border banks started to fall apart
Talk of haircuts and big writedowns nearly broke my heart
I spent oh so many nights in the Justus Lipsius
Talking late
Til we said just make them wait!
You see these bonds
Theyre something new,
Fudge them with the ESM, it might just get us through
Markets in a tailspin, spreads about to burst
I wish wed kept our promise from July the twenty-first
Call the BRICs and Jean-Claude Trichet, hope that we can cheat our fate
And maybe in the meantime lets just name another date?
Come on again, down to Brussels
Well work on technicalities while the true Finns yell,
Markets may be seized up, theres no liquidity,
But well create distraction by chastising Italy,
Its all okay! We can delay!
Well have a weekend summit
And another one Wednesday
Theres a G-20 coming up
For the Greeks its just tough luck
Lets just delay
Til someone pays
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2011 | 15:04
Faglega ráðningin verður að skila einhverjum sem við getum sætt okkur við
Ég er búinn að skrifa áður um Bankasýsluna, þá stuttu pistla má lesa hér og hér.
Þær skoðanir sem þar koma fram hafa ekki breyst.
En það eru margar spurningar sem vakna, þegar þetta mál veltist um í huganum.
Hvenær er ráðning fagleg og hvenær er ráðning ekki fagleg, hver er hæfur til að skera þar úr um?
Ef nauðsyn er að friður og "sátt" ríki um stofnanir eins og Bankasýsuna, er þó nóg að ónægja komi upp á Alþingi og í fjömiðlum til að ráðningum opinberra stofnana verði rift eða skipt um stjórnendur í þeim?
En auðvitað gera sér flestir grein fyrir því hvernig er í pottinn búið. Það verður að vera sátt á ríkisstjórnarheimilinu um hver fær starfið. Eða reiknar einhver með að núverandi niðurstaða væri til komin, ef einungis stjórnarandstöðuþingmenn hefðu verið óánægðir með verðandi forstjóra?
Hverju breytir margumtöluð "armslengdin"? Líklega engu, því auðvitað er það sem er aðeins armslegd í burtu í seilingarfjarlægð, sem er jú nákvæmlega það sem er að gerast hér, það var gripið í stjórn BR og hún kaus að segja af sér frekar en að bogna.
Eftir stendur að athafnir stjórnar BR, eru eftir sem áður á ábyrgði fjármálaráðherra. Það það stendur líka eftir að þvert á það sem tæknikratar halda oft fram, en þeir eru sem kunnugt er sterkir í núverandi ríkisstjórn, gengur illa að forrita Excel skjal til að fá réttar ákvarðanir í mannaráðningum.
Excel ræður nefnilega illa við mannlega þáttinn sem alltaf kemur býsna sterkt fram. En mannlegi þátturinn hefur alltaf verið óþæg stærð í sæluríkjum sósíalistanna. Ef til vill skrifa ég meira um það síðar.
Þarf að endurreisa trúverðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2011 | 12:52
Eðlilega treysta fáir Landsdómi
Það getur varla komið á óvart að fáir treysti Landsdómi. Uppvakning hans var með þeim hætti.
Almennt traust til stjórnmálastéttarinnar er ekki hátt á Íslandi þessa dagana. Það er því eðlilegt að dómstóll sem uppvakinn var af núverandi ríkisstjórn með fulltyngi naums meirihluta á Alþingi og er ætlað að útdeila pólítískri hefnd, njóti ekki mikils trausts.
Skömm þeirra sem að stóðu er mikil og fyrnist seint.
Fáir segjast treysta landsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2011 | 15:53
Innanflokksfréttabréf Samfylkingarinnar?
Ég var að þvælast um á Eyjunni nú í morgun, hef haft fyrir sið að koma þar við annað slagið í langan tíma.
Þar má oft rekast á ýmislegt athyglivert og vakin er athygli á fréttum úr fjölmiðlum sem hafa farið fram hjá mér, stundum úr miðlum sem ég vissi varla að væru til.
En nú upp á síðkastið finnst mér stundum eins og ég hafi óvart farið að lesa innanflokksfréttabréf Samfylkingarinnar, en það er, ef það er til, vissulega eitt af þessum miðlum sem fara fram hjá mér og telst það ekki óviljaverk.
Gott dæmi um slíkan fréttabréfastil (eða ef til vill frekar innanflokksnetkork), er þessi "frétt" sem birtist undir dálknum "Orðið á götunni". Fréttin heitir "Sterk undiralda á landsfundi Samfylkingar". Athugasemdirnar sem þar birtast fyrir neðan eru hver annari "heimilislegri".
24.10.2011 | 01:43
Er ekki óþarfi að vera að kjósa aftur?
Það er nú meira en skrýtið að Samfylkingarfólki þyki ástæða til að kjósa aftur í flokkstjórn þó að kosningin sé ekki alveg eftir bókinni. Varla ástæða til að æsa sig yfir smáatriðum.
Það kemur fram í frétt á Eyjunni, að ekki leiki grunur að neinn hafi verið að reyna að hafa áhrif á kosninguna, bara smávægilegir hnökrar í framvkvæmdinni.
Getur Jóhanna ekki bara skipað flokksstjórnarnefnd, sem gerir sama gagn?
En vissulega gæti verið betra að kjósa aftur, þetta er jú alvörumál, flokkstjórn Samfylkingarinnar. Það er ekki eins og þetta sé einhver ómerkileg nefnd sem eigi að breyta stjórnarskrá Íslands.
Kosning til flokksstjórnar ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2011 | 21:30
Það er bara einn flokkur á Íslandi
Það er bara einn flokkur á Íslandi sem getur látið Jóhönnu Sigurðardóttir líta út fyrir að vera fremsta á meðal jafninga og valið hana sem formann mótatkvæðalaust.
Samfylkingin.
En að öllu gamni slepptu, þá getur Samfylkingin ekki skipt út forsætisráðherranum. Fyrst að þjóðin þarf að þola hana sem sinn valdamesta hæstsetta mann, þá er ekki nema sanngjarnt að Samfylkingarfólk þurfi að gera það líka.
Stolt af því að vera formaður áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2011 | 12:24
Vinstri vísindamenn og forsetinn
Ég veit ekki nákvæmlega af hverju, en þegar ég hef fylgst með væringum vinstri manna á Íslandi og forsetans undanfarnar vikur dettur mér æ oftar í hug kvikmyndir.
Þessar gömlu góðu vísindaskáldsögur oft kenndar við Frankenstein, þar sem "brjálaði" vísindamaðurinn hefur misst allt vald yfir sköpunarverki sínu og horfir örvinglaður á "skrýmslið" vaða um þorpið, ógnandi og hótandi eyðileggingu.
Það gæti hins vegar verið vikið frá "handritinu" og að það yrði ekki neinn "happy ending".
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)