Að gera slæman hlut verri

Ég bloggaði hér fyrir stuttu um að mér finndist ekki hafa verið vel staðið að ráðningu forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Ég er ennþá þeirrar skoðunar.

Ekki vegna þess að forstjórinn sé framsóknarmaður, ekki vegna þess að hann þekki Valgerði Sverrisdóttur eða Finn Ingólfsson, ekki vegna þess að hann starfaði með Röskvu í háskólapólítíkinni, ekki vegna þess að hann sé giftur fyrrverandi formanni Ungra Jafnaðarmanna eða vegna þess að hann býr í Kópavogi.

Mér fannst hins vegar einhvern veginn að það væri eðlilegt að finna í starfið einhvern sem hefði reynslu og þekkti vel til í bankaheiminum.  Mér fannst guðfræðingur ekki vera alveg það sem vantaði, jafnvel þó að nám í stjórnsýslufræðum væri til viðbótar.

Ég skil því vel að það sé mikil óánægja með ráðninguna.

En það er að fara úr öskunni í eldinn ef að þingmenn stjórnarflokkanna ætla að rísa upp og krefjast þess að ráðningin verði endurskoðuð.

Annað hvort tekur Bankasýslan "sjálfstæðar" ákvarðanir eða ekki.  Ákvarðanir hennar geta ekki bara verið "sjálfstæðar" þegar og ef þingmönnum stjórnarflokkanna þóknast þær og eru þeim sammála.

Svo má auðvitað deila um það hvort að "faglegar" ráðningar sem fara í "ferli" og allt það breyti einhverju á Íslandi.

Ja, nema því ef til vill að viðkomandi ráðherra er "stikkfrír" og almenningur hefur enga leið til að "refsa" þeim sem stendur að ráðningunni í kosningum.

Er það ekki "brilljant"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband