Faglega ráðningin verður að skila einhverjum sem við getum sætt okkur við

Ég er búinn að skrifa áður um Bankasýsluna, þá stuttu pistla má lesa hér og hér.

Þær skoðanir sem þar koma fram hafa ekki breyst. 

En það eru margar spurningar sem vakna, þegar þetta mál veltist um í huganum.

Hvenær er ráðning fagleg og hvenær er ráðning ekki fagleg, hver er hæfur til að skera þar úr um? 

Ef nauðsyn er að friður og "sátt" ríki um stofnanir eins og Bankasýsuna, er þó nóg að ónægja komi upp á Alþingi og í fjömiðlum til að ráðningum opinberra stofnana verði rift eða skipt um stjórnendur í þeim?

En auðvitað gera sér flestir grein fyrir því hvernig er í pottinn búið.  Það verður að vera sátt á ríkisstjórnarheimilinu um hver fær starfið.  Eða reiknar einhver með að núverandi niðurstaða væri til komin, ef einungis stjórnarandstöðuþingmenn hefðu verið óánægðir með verðandi forstjóra?

Hverju breytir margumtöluð "armslengdin"?  Líklega engu, því auðvitað er það sem er aðeins armslegd í burtu í seilingarfjarlægð, sem er jú nákvæmlega það sem er að gerast hér, það var gripið í stjórn BR og hún kaus að segja af sér frekar en að bogna.

Eftir stendur að athafnir stjórnar BR, eru eftir sem áður á ábyrgði fjármálaráðherra.  Það það stendur líka eftir að þvert á það sem tæknikratar halda oft fram, en þeir eru sem kunnugt er sterkir í núverandi ríkisstjórn, gengur illa að forrita Excel skjal til að fá réttar ákvarðanir í mannaráðningum.

Excel ræður nefnilega illa við mannlega þáttinn sem alltaf kemur býsna sterkt fram.  En mannlegi þátturinn hefur alltaf verið óþæg stærð í sæluríkjum sósíalistanna.  Ef til vill skrifa ég meira um það síðar.

 

 


mbl.is Þarf að endurreisa trúverðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband