Á sama tíma fyrir ári

Það er hægt að taka undir með Bernie.  Það verður að segjast eins og er að Hamilton hefur bestu stöðuna, nú þegar aðeins 4. keppnir eru eftir.

Ekki aðeins það að hann er efstur í keppni ökumanna, þó að þar muni aðeins einu stigi (svo á eftir að sjá hvernig dómsmálið fer, en eins og staðan er nú, reikna ég meða að ákvörðun dómaranna haldi), heldur virðist "mómentið" vera með honum.

Ferrari ökumennirnir hafa ekki náð að notfæra sér þau tilvik sem Hamilton og McLaren hafa gefið höggstað á sér.  Það sást hvað best í Monza um síðustu helgi.

Þrátt fyrir að hefja aksturinn í 15. sæti náði Hamilton að vinna sig upp í það 7., en Massa hóf keppni í 6. sæti og endaði þar sömuleiðis.  Alls ekki viðunandi úrslit.

Staðan hefði verið allt önnur, ekki síst sálfræðilega ef Massa væri nú með nokkurra stiga forskot, áður en haldið er í "úti" keppnirnar.

Á hitt ber þó að líta að á sama tíma fyrir ári síðan hefðu flestir líklega talið það væri aðeins spurning hvor McLaren ökuþórinn, Hamilton eða Alonso bæri sigur úr býtum, en öllum að óvörum náði Raikkonen að kreysta fram sigur á síðustu metrunum.

Það er lang líklegast að svipað verði upp á teningnum í ár, það verði ekki ljóst fyrr en á síðustu metrunum hver verður heimsmeistari, Hamilton eða Massa, ég held að aðrir eigi ekki raunhæfa möguleika í ár.

En til að Massa nái titlinum, þarf Ferrari að þétta skipið, útrýma mistökum, bæta keppnisáætlanir og Massa þarf að sýna meiri grimmd og hörku í akstrinum.

En það er hægt.


mbl.is Bernie veðjar á Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband