Fyrirheitna landið

Það er ekkert nýtt að mikið sé reynt og lagt á sig til þess að komast til Kanada.  Hingað kemur enda drjúgur fjöldi ólöglegra innflytjenda á ári hverju, og er talið að í landinu séu nokkrir tugir þúsunda ólöglegra innflytjenda, sumar ágiskanir telja þá á annað hundrað þúsund.

Löglegir innflytjendur eru einnig margir, árið 2007 komu ríflega 230.000 löglegir innflytjendur til Kanada, að stærstum hluta frá Asíu, en umtalsverðir hópar frá öðrum svæðum, s.s. Bandaríkjunum og Bretlandi.

Um alllangt árabil hefur fjöldi innflytjenda verið svipaður, þ.e. í kringum 250.000 einstaklinga.

Hér ríkir almenn sátt um þessa innflytjendastefnu.  Ef ég man rétt eru yfir 30 hópar innflytjenda sem telja yfir 100.000 einstaklinga og hafa 10 þeirra yfir 1.000.000 í sínum hóp.  Ríflega 13% Kanadabúa koma úr svokolluðum "visible minorities" hópum.

Fáar ef nokkrar þjóðir hafa á undanförnum árum tekið við hlutfallslega fleiri innflytjendum en Kanada.

En hvers vegna vill allt þetta fólk koma til Kanada?

Auðvitað á opin innflytjendastefna sinn þátt í því, en auðvitað spilar margt annað þar inn í.  Gott almennt atvinnuástand, raunar vinnuaflsskortur á sumum svæðum, margir eiga annað hvort vini eða ættingja sem búa þegar í Kanada, erfitt ástand heima fyrir og von um betri lífskjör spila líklega stærstan partinn.

En þó að almenn sátt ríki um innflytjendastefnuna þýðir það ekki að ólöglegir innflytjendur séu velkomnir.  Reglulega má lesa um brottvísanir og handtökur, jafnvel stórra hópa.  Oft eiga hinir ólöglegu sér þó einhverja "málsvara" og jafnvel kemur til mótmæla.  Heyrast þá oft rök eins og að þeir séu í vinnu, Kanada hvetur innflytjendur til að koma hér, og svo framvegis.

Mótrökin eru þau, að allir eiga að sitja við sama borð, allir eiga að koma löglega.  Undantekningar frá því eiga ekki rétt á sér.

 

 


mbl.is Fangaklefar fullir af fólki með fölsuð vegabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband