Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sambandsparadísin hans Árna Páls - þriðji hluti

Ég hef bloggað hér nokkuð um ástandið í Eystrasaltslöndunum, eftir að Árni Páll Árnason lét hafa eftir sér að að lýsa yfir því að Íslendingar stefndu að "Sambandsaðild" og euroupptöku, væri töfralausn.  Lausn sem hefði gert kraftaverk fyrir Eystrasaltslöndin.

Fyrri bloggin má finna hér og hér.

Nú er byrjað að vitna í trúnaðarskýrslu frá "Sambandinu" sjálfu, sem spáir Eystrasaltslöndunum löngum og sársaukafullum efnahagssamdrætti.

Hlutabréfamarkaðir í löndunum hafa hrunið, farið niður um 64.3% Í Litháen, 63.5% í Eistlandi og 46.5 í Lettlandi.  Þó hefur bankar ekki verið að hrynja í þessum löndum, þó að vissulega hafi Lettnesk stjórnvöld þurft að taka yfir 51% af einum stærsta banka landsins, Parex Bank.

Verðbólga hefur verið há, í tveggja stafa tölu, hæst í Lettlandi í u.þ.b. 18% en er nú að hjaðna aftur.

Það er ljóst að "Sambandsaðild" og ERM2 hefur langt frá því náð að tryggja stöðugleika í Eystrasaltslöndunum.

Bloomberg hefur komið höndum yfir skýrsluna og segir í frétt sinni m.a.:

"Estonia, Latvia and Lithuania may undergo a “protracted and painful” economic slump because the governments of the Baltic states failed to contain runaway credit and inflation, a European Commission report says.

“Risks of a disruptive correction persist,” according to an Oct. 10 draft document obtained by Bloomberg News. “A return to the previous pattern of high growth rates driven by easy access to credit seems unlikely in the foreseeable future.”

The former communist region faces a prolonged recession after an expansion triggered by low borrowing costs, increased budget spending and a property price boom that followed entry into the European Union in 2004, SEB AB and Nordea AB said this week. The global slowdown and a credit squeeze have erased prospects of a fast recovery and early euro-adoption plans, they said.

“Policy responses to rising imbalances and vulnerabilities have on the whole been insufficient,” says the confidential report, titled Recent Economic and Policy Developments in ERM II Member States. “Policies were not clearly geared at containing imbalances and minimizing vulnerabilities at times of high growth, which may hamper the ability to manage the adjustment process.” "

"The costs of protecting against a default of Latvian debt declined on Nov. 26 to 850.8 points after reaching a record 1,000 points on Oct. 23, the threshold for debt regarded by investors as “distressed,” according to Bloomberg data. Lithuanian credit- default swaps declined to 510 points on Nov. 26, while Estonia’s fell to 516.7 points.

Credit-default swaps are financial instruments based on bonds and loans that are used to speculate on a country’s ability to repay debt.

Lithuania’s benchmark Vilnius OMX stock index has slumped 64.3 percent since the start of the year. Latvia’s Riga OMX index is down 46.5 and Estonia’s main index plunged 63.5 percent.

Budget Spending

Latvia and Lithuania ran up budget deficits as economic growth averaged more than 7.5 percent over the past three years. An earlier tightening of budget spending in Estonia, which ran surpluses during the economic boom, would have helped prevent overheating, the commission’s report says.

Anti-inflation plans by all three governments failed to produce results, the report says.

The Latvian inflation rate, the highest in the EU, fell to 13.8 percent in October from a peak of 17.9 percent in May. Estonian inflation slowed to 9.8 percent in October from 11.4 percent in June. Lithuania’s rate peaked at 12.5 percent in June before falling to 10.5 percent in October.

Credit growth in Latvia accelerated about 60 percent in June 2007, before slowing to a 17.6 percent rate in September 2008. Lithuanian credit growth slowed to an annual 28.5 percent in the third quarter, compared with 47 percent growth for all of 2007.

The Latvian economy shrank 4.3 percent in the third quarter, while Estonia contracted 3.3 percent, the worst performances in the EU. The Lithuanian economy grew 3.1 percent in the same period, compared with 5.2 percent in the second quarter."

"SEB said on Nov. 25 that Estonian gross domestic product may shrink 4 percent next year and 1 percent in 2010. Latvia may contract 5 percent in 2009 and 1 percent in 2010, the bank said, while Lithuania will shrink 2 percent in both years. Nordea sees a 4.2 percent contraction for Latvia next.

Restoring competitiveness and slowing wage growth closer to productivity is a “key challenge” for the economies, the European Commission report says.

The states also risk “an external financing squeeze with adverse effects on the smooth functioning of ERM II,” it says.

The report highlighted the risks that about 80 percent of the Baltic banking system are owned by foreigners, with the biggest bank in the region being Stockholm-based Swedbank AB. The Scandinavian banks have been putting aside provisions for bad loans and have had ratings outlook cuts mainly because of their Baltic business.

“Swedish parent banks have become subject to increased investor concerns in view of their Baltic exposure, as reflected in adverse developments in share prices and funding conditions,” the report said. “High creditor concentration accentuates risks of intra-Baltic contagion, should economic and financial conditions in one country deteriorate. Sound policies are therefore in the joint interest of all Baltic economies.” "

Þessu til viðbótar má svo benda á frétt Bloomberg, þess efnis að Sænski bankinn SEB, sem er líklega stærsti bankinn í Eystrasaltslöndunum, er undir vaxandi þrýstingi, hlutabréfa verð hans fellur hratt og honum er spáð frekar illa.

Hlutabréf í bankanum hafa fallið rétt tæplega 70%, það sem af er árinu.

 


IceSave - enn og aftur

Á fimmtudaginn bloggaði ég um IceSave, og hve mér þótti umræðan um eignir Landsbankans og skuldbindingar vegna reikninganna skrýtin.  Mér fannst þær tölur sem Ingibjörg Sólrún nefndi ekki ganga upp.

Bloggið er hér:

Það hlýtur að vanta frekari upplýsingar í þessa frétt.

Talað er um að eignir Landsbankans séu á bilinu 800 til 1200 milljarðar.  Það væri vissulega gott að fram kæmi hvenær það verðmat var gert.  Var það í vor, sumar, haust, eða eftir "hrun"?

IceSave skuldbindingin er sögð 625 milljarðar.

Samt er reiknað með að 140 til 160 milljarðar falli á ríkið.

Er þá reiknað með að 465 til 485 milljarðar fáist fyrir eignir sem lægra verðmat á er 800 milljarðar?

Það er engu líkara en að Ingibjörg sé að miða við ríflega 1100 milljarðar skuldbindingu.  1000 milljarða eignir, en samt þurfi að leggja til 140 til 160 milljarða.

Nú þætti mér fengur í því að fá frekari fréttir.

Sömuleiðis væri fengur í því að birt yrði hver eignastaða/skuldbindingastaða Landsbankans var á Íslandi.

Ég hef verið að bíða eftir því að sjá eitthvað frekara um þessa útreikninga og skuldbindingar í fjölmiðlum, en annað hvort sinna fjölmiðlar þessu ekki, eða ég hef misst af umfjölluninni.

Ef einhver getur bent mér á umfjöllun um þetta atriði er það vel þegið.


Verður mynduð minnihluta samsteypustjórn í Kanada?

Eins og hefur komið fram í fréttum og þessu bloggi, er pólítíkin með líflegast móti hér í Kanada þessa dagana.

Þegar "áfangaskýrsla" í fjármálum var lögð fyrir þingið, varð skrattinn laus.  Íhaldsflokkurinn lagði það til að fjármögnun hins opinbera á stjórnmálaflokkum yrði lögð af.  En Íhaldsflokkurinn, þó stærstur sé er aðeins í minnihlutastjórn og brást því meirihluta þingsins ókvæða við þessum tillögum.

Að sjálfsögðu sögðu þeir ekki að þeir væru sárir vegna afnáms styrkjanna, heldur töldu stjórnina ekki gera nóg til að efla efnahaginn.

Í stjórnarandstöðu eru þrír flokkar, Frjálslyndi flokkurinn, Nýi Lýðræðis flokkurinn og Quebec flokkurinn.  Frjálslyndi flokkurinn og Nýi lýðræðisflokkurinn hófu þegar umleitanir um myndum minnihluta samsteypustjórnar með stuðning/hlutleysi Quebec flokksins.  Quebec flokkurinn hefur nefnilega engan áhuga á því að stjórna Kanada, heldur frekar að leysa það upp.  Það rýrir þó ekki áhuga flokksins á því að fá greitt úr sameiginlegum sjóðum og sitja á "hliðarlínunni" og "selja" atkvæði.

Nú hefur hins vegar Íhaldsflokkurinn gert sig líklegan til þess að draga tillögur sínar til baka en ýmsir telja þó að það sé um seinan, viðræðurnar hafi gengið það vel.  Það yrði fyrsta samsteypustjórn í Kanada síðan í fyrri heimstyrjöldinni.

Einhver helsti ásteitingarsteinninn kunni þó að vera hver eigi að vera forsætisráðherra, því Frjálslyndi flokkurinn, sem næsta örugglega fengi forsætisráðuneytið í sinn hlut, er í þeirri aðstöðu að formaður hans er búinn að segja af sér, en ekki er búið að velja formann.  Tveir hafa lýst yfir framboði og er einhver flóknasta úrlausnin vera sú, hver af þeim þremur yrði forsætisráðherra.  Fæstir hafa áhuga á sitjandi formanni, sem skilaða flokknum í sögulegu lágmarki í síðustu kosningum.

En það er enn mánuðir þangað til flokksþing á að ákveða hver tekur við. 

Það er því útlit fyrir líflega tíma í Kanadískum stjórnmálum á næstu vikum.

Þeir sem hafa áhuga á frekari fréttum geta fundið þær hér, hér, hér, hér, og hér.


Málið gerist "stímugra"

Það er ágætt að fá þessa yfirlýsingu, en gallinn við hana er sá að hún vekur frekar upp spurningar en að svara þeim.

Að fá lista yfir "litlu" hluthafana er ágætt, svo langt sem það nær.

Stærsta spurningin hlýtur að vera vera varðandi félag sem er ekki nafngreint en á ráðandi hlut í félaginu, 32.5%.  Félagið er eins og áður sagði ekki nafngreint, en sagt stofnað af Glitni, með endursölu í huga.  Frekar loðið.

Er það sem sagt tilfellið að Glitnir stofnaði hlutafélag til að stofna hlutafélag til að kaupa (og væntanlega halda uppi eða hækka verðið) hlutabréf í sjálfum sér og FL Group?

Og lánar félagi sem félag í eigu Glitnis á ráðandi hlut í, risaupphæðir.

Gat einhver innan Glitnis stofnað hlutafélög í nafni Glitnis án þess að um það væri fjallað af stjórn fyrirtækisins?

Er þetta ekki eitthvert skýlausasta dæmið um stórskringileg viðskipti sem heyrst hefur? 

Hvernig væri að krefja stjórnarmenn og forstjóra Glitnis um svör hvað þennan gjörning varðar. Var þetta félag stofnað með þeirri vitneskju, eða fyrir þeirra tilstuðlan? 

Er það þetta félag sem Glitnir hefur stofnað, það sem Fjármálaeftirlitið hefur verið að skoða svo mánuðum skiptir, án þess að komast að niðurstöðu?

P.S.  Það væri auðvitað æskilegt að nefna nafnið á hlutafélaginu sem Glitnir stofnaði, til að eiga í Stími.  En Jakobi Valgeir hefur líklega ekki verið treyst fyrir slíkum upplýsingum, hann er ekki það "stór" hluthafi.

 


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem vantar í fréttina - "follow the money".

Stjórnmálin eru með líflegasta móti í Kanada þessa dagana, eins og víðar.  Kosið var fyrir rétt rúmum mánuði.  Þær kosningar styrktu minnihlutastjórn Íhaldsflokksins lítillega en færðu ekki mikil tíðindi, nema helst hve Frjálslyndi flokkurinn seig niður og er í sögulegu lágmarki nú um stundir.

En það sem vantar í þessa frétt er það sem er líklegra en annað til þess að fá flokkana á vinstri væng Kanadískra stjórnmála til þess að mynda samsteypustjórn.

Það er ekki minnst á tillögu ríkisstjórnarinnar um að fella niður opinber framlög til stjórnmálaflokkanna.  (sjá blogg um þá tillögu fyrir nokkrum dögum)

Eða eins og segir í frétt frá AP:

The opposition has also objected to Harper's plans to scrap public subsidies for political parties. The opposition relies on the subsidies far more than Harper's Conservatives, who have raised twice as much in donations as the three opposition parties combined.

Aðra frétt frá AP, sem segir svipað má finna hér.

Hér er ágætis frétt í Globe and Mail um málið, þar segir m.a.:

Another New Democrat said there is much enthusiasm within the party for finding a way to bring down the Tories — enthusiasm that was heightened by Conservative proposals to end government subsidies to political parties for every vote they earn.

But it is the lack of movement on the economic front that both New Democrats and Liberals cited as the real impetus behind the decision to hold coalition talks. And neither party, they said, would be willing to back down unless the Conservatives do something dramatic in terms of economic stimulus — specifically help for the auto sector — over the next few days.

Hér og hér má sjá dálkahöfunda í National Post fjalla um málið á frjálslegri nótum.  Hér geta menn leyft sér að vera frjálslegri en í fréttum og lesa má setningar eins og þessar:

No one knows who might blink as the Conservatives fearlessly and foolishly bait their opponents, seemingly eager to be dragged down to defeat over their plan to eliminate a $1.95-per-vote annual tax subsidy for political parties. The plan would all but cripple the opposition, while saving the treasury a paltry $30-million.

A prime minister leading a governing party that had just hit a historic low in voter support? International leaders would call him the punchline to an election joke. Finance Minister Jack Layton? Watch the TSX reaction to that.

Gilles Duceppe said on Friday that he has no ambitions to run Canada — no surprise, given his stated ambition is to dismantle it. But he did say he was talking to the other parties and would support any coalition that introduced policies that were good for Quebec.

Mr. Harper reacted like the boy who pokes the dog with a stick and then complains about being bitten. “The Opposition is working on an agreement in back corridors to reverse the result of the last election, without the consent of voters...They want to put in place as prime minister someone [Stéphane Dion] who was rejected by the voters of Canada only six weeks ago.”  

Whatever their protestations, there’s a good rule of thumb that says when an MP tells you it’s not about the money, it’s about the principle, then it’s really about the money. The government has already said that it will bring down a budget within a matter of weeks and that there will be fiscal stimulus in that budget. Quite how a period of political instability, perhaps including a general election, would expedite that process remains unclear.

Það er hiti í stjórnmálamönnunum, enda ekki á hverjum degi sem talað er um að fella niður stuðning til flokkanna.  Hitinn er svo mikill að það er talinn raunverulegur möguleiki á því að mynduð verði samsteypustjórn, en eftir því sem ég kemst næst hefur það ekki gerst í Kanada síðan í fyrri heimstyrjöld.

Það kemur þó fram í fréttum að von sé á "aðgerðapakka" í fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórnin leggur fram í febrúar (það sem nú er til umræðu er nokkurs konar áfangatillögur).  Sumir vilja meina að það sé of seint, en aðrir segja að það sé best að bíða eftir því að Obama taki við sunnan við landamærin, þar sem efnahagur Kanada og Bandaríkjanna sé það samtvinnaður.  T.d. eru bæði ríkin að reyna að ákveða hvað eigi að gera í málefnum bílaframleiðenda.  Á hitt beri svo að líta að Kanada standi vel og hafi ekki orðið illa úti í alþjóðakreppunni.

En þetta gæti orðið sögulegt.  Stóra spurningin er auðvitað hvort að myndum verði minnihluta samsteypustjórn Frjálslynda flokksins (Liberal Party) og Nýja Lýðræðisflokksins (New Democratic Party).  Quebec flokkurinn (Bloc Québécoise) hefur líklega lítinn áhuga á að sitja í stjórn, en getur vel hugsað sér að sitja á "hliðarlínunni" og styðja hvað sem þeim þykir álitlegt fyrir Quebec.

Spurningin sem margir velta fyrir sér er hvað slík stjórn myndi endasta lengi og hve stórt skref til vinstri hún tæki.  Ýmsir hafa velt því upp að ekkert gæti orðið betra fyrir Íhaldsflokkinn en að Frjálslyndi flokkurinn færðist til vinstri og gæfi eftir miðjuna sem Íhaldsflokkurinn gæti sótt inn á.

En líklega er best að afgreiða þetta með "klisjunni", þetta eru spennandi tímar.  Svo spennandi tímar að meira að segja Kanadísk stjórnmál sem hafa gjarna þótt frekar bragðdauf, eru á suðupunkti.


mbl.is Hóta að steypa kanadísku stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland/Ísland

Það hafa allir heyrt af undraverðri uppsveiflu Írsks efnahags, oft var vitnað til hans sem fyrirmyndar hvað varðaði uppganginn í "Sambandinu" og hve aðildin hafi skilað Írum miklu.

Nú er ástandið því miður dökkt, efnahagurinn á hraðri niðurleið og erfið ár framundan, nýlega mátti lesa ágætis grein í Globe and Mail þar sem Írland var umfjöllunarefnið.

Rétt eins og á Íslandi og Eystrasaltslöndunum virðist sem svo að "kraftaverkið" hafi verið tekið að að láni.  Þegar erfiðara varð um lánsfé og húsnæðismarkaðurinn og byggingariðnaðurinn gaf eftir, þá fór allt á verri veg.

Það er margt í greininni sem minnir á "Íslenska efnahagsundrið".  Ef til vill hefði einhver þurft að telja byggingakranana í Dublin.

En í greininni má m.a. lesa eftirfarandi, það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að margt af þessu hljómar kunnuglega:

"But Ireland cannot blame outsiders for the entire mess. "This is a home-made crisis made worse by the international crisis," said Constantin Gurdgiev, the research director in Dublin at NCB Stockbrokers and an economist at Trinity College. "This is the most indebted country in the whole European Union."

The economic numbers are grim. The 6-per-cent unemployment rate is expected to rise to 8 per cent next year, Ireland's Economic and Social Research Institute said last week. Mr. Gurdgiev and other economists think low double digits are possible. In the past year, 100,000 jobs have disappeared. By his calculations, total debt held by financial and non-financial institutions, plus credit to private households, is a staggering 265 per cent of GDP.

A few kilometres away from the Cruises, in the more modest Roseberry estate, Martin Ennis, 34, bought a townhouse seven months ago for €350,000. Too bad he didn't wait. "Prices are definitely going down," he said. "We've dropped to €300,000."

House prices are down 30 per cent from their peak and some real estate professionals said the number is close to 50 per cent in the hardest-hit parts of the county. The Irish Banking Federation says only 27,000 mortgages were written in the third quarter, down from 120,000 in the same quarter a year ago. House construction has utterly collapsed. Ditto car sales, which were down 54 per cent in October. "We are so conditioned to living in the boom years that we're having trouble adapting to this new reality," said Pat Farrell, chief executive officer of the Irish Banking Federation."

Greed, easy credit, immigration, massive foreign investment inflows and government spending certainly fuelled the boom. Membership in the European Union and the euro zone added muscle to Paddy Power. But Ireland is learning the hard way that euro zone membership doesn't necessarily work as well on the way down as it did on the way up. Ireland would like far lower interest rates and a devalued currency to cushion its fall. Too bad it has no control over these economic levers. The European Central Bank sets the monetary agenda.

"IBEC first warned of the potential dangers of the construction and government spending free-for-all in 2002, to no avail. The per-capita rate of house construction, at its peak, was about 20 times the British rate.

The government funded a staggering array of infrastructure projects while not forgetting to take care of itself. In this decade alone, the number of public servants soared by 80,000 to 370,000.

Easy credit, driven by low euro zone interest rates, took the balloon to bursting point. Banks competed among each other to make mortgages easier to obtain. The 20-per-cent down payment rule went out the window. Many mortgages required no down payment, effectively giving Ireland a U.S.-style subprime market of its own. The number of licensed estate agent companies (also known as auctioneers) doubled to 2,400.

Even at the peak, few Irish thought the boom had gone too far. The optimists felt that Ireland was still catching up with the rest of Western Europe. Immigration, rising employment and salaries would keep the good times rolling. "We felt we were not the typical growth economy heading towards a bubble," said Alan Cooke, the CEO of the Irish Auctioneers & Valuers Institute.

In truth, the Irish property market peaked in 2006, more than a year before the U.S. subprime mortgage mess ushered in the global financial crisis. Worse, there is a sense neither the Irish government, with its widening deficit, nor the European Union can do much to help. "The ECB rates were high and designed to placate German fears of inflation," said Mr. Gurdgiev, the Trinity College economist. "Now they're too high for Ireland."

In central Dublin itself, the streets are still lively but the signs of the downturn are ubiquitous. There is more than a whiff of Iceland in Ireland."

Allar feitletranir eru blogghöfundar.

 


Böstaður með marijuna, 2700 árum síðar

Ég hálf hló innra með mér þegar ég sat við tölvun og sötraði smá "hákon" og fann þessa skemmtilegu frásögn af marijunanotkun í Kína.  Ekki í sjálfu "alþýðulýðveldinu", heldur fyrir u.þ.b. 2700 árum síðan.  Og einstaklingurinn er "böstaður" með ekkert smá magn, heldur hátt í kíló.

Frásögn af þessum einstaka eiturlyfjafundi má lesa á vef The Globe and Mail.

Í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:

"Researchers say they have located the world's oldest stash of marijuana, in a tomb in a remote part of China.

The cache of cannabis is about 2,700 years old and was clearly “cultivated for psychoactive purposes,” rather than as fibre for clothing or as food, says a research paper in the Journal of Experimental Botany.

The 789 grams of dried cannabis was buried alongside a light-haired, blue-eyed Caucasian man, likely a shaman of the Gushi culture, near Turpan in northwestern China.

The extremely dry conditions and alkaline soil acted as preservatives, allowing a team of scientists to carefully analyze the stash, which still looked green though it had lost its distinctive odour."

"The marijuana was found to have a relatively high content of THC, the main active ingredient in cannabis, but the sample was too old to determine a precise percentage.

Researchers also could not determine whether the cannabis was smoked or ingested, as there were no pipes or other clues in the tomb of the shaman, who was about 45 years old.

The large cache was contained in a leather basket and in a wooden bowl, and was likely meant to be used by the shaman in the afterlife.

“This materially is unequivocally cannabis, and no material has previously had this degree of analysis possible,” Dr. Russo said in an interview from Missoula, Mont.

“It was common practice in burials to provide materials needed for the afterlife. No hemp or seeds were provided for fabric or food. Rather, cannabis as medicine or for visionary purposes was supplied.”

The tomb also contained bridles, archery equipment and a harp, confirming the man's high social standing."

"The substance has been found in two of the 500 Gushi tombs excavated so far in northwestern China, indicating that cannabis was either restricted for use by a few individuals or was administered as a medicine to others through shamans, Russo said.

“It certainly does indicate that cannabis has been used by man for a variety of purposes for thousands of years.”

Dr. Russo, who had a neurology practice for 20 years, has previously published studies examining the history of cannabis.

“I hope we can avoid some of the political liabilities of the issue,” he said, referring to his latest paper.

The region of China where the tomb is located, Xinjiang, is considered an original source of many cannabis strains worldwide."


IceSave - skrýtnir útreikningar

Það hlýtur að vanta frekari upplýsingar í þessa frétt.

Talað er um að eignir Landsbankans séu á bilinu 800 til 1200 milljarðar.  Það væri vissulega gott að fram kæmi hvenær það verðmat var gert.  Var það í vor, sumar, haust, eða eftir "hrun"?

IceSave skuldbindingin er sögð 625 milljarðar.

Samt er reiknað með að 140 til 160 milljarðar falli á ríkið.

Er þá reiknað með að 465 til 485 milljarðar fáist fyrir eignir sem lægra verðmat á er 800 milljarðar?

Það er engu líkara en að Ingibjörg sé að miða við ríflega 1100 milljarðar skuldbindingu.  1000 milljarða eignir, en samt þurfi að leggja til 140 til 160 milljarða.

Nú þætti mér fengur í því að fá frekari fréttir.

Sömuleiðis væri fengur í því að birt yrði hver eignastaða/skuldbindingastaða Landsbankans var á Íslandi.


mbl.is Eignir Landsbanka duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er lítið land

Það er skrýtið að lesa að Kaldbakur vilji kaupa Tryggingarmiðstöðina, sérstaklega þegar ég les að þeir vilji greiða mikið yfirverð fyrir fyrirtækið.  Í sumum blöðum má lesa að tilboð þeirra sé þrefallt það sem þyki eðlilegt.  Ég ætla ekki að dæma um það, en þó er vert að hafa í huga að það er engin nýlunda að þeir sem tengjast FL Group/Stoðum, sjái meiri verðmæti í fyrirtækjum en öðrum þykir skynsamlegt.

En það er líka athyglivert að bera saman greiðslustöðvanir hjá t.d. Stoðum og Samson.  Hjá Samson var greiðslustöðvunin stutt.  Þýski Commerz bankinn lýsti andstöðu sinni við framlengingu hennar og í framhaldinu óskaði Samson eftir gjaldþrotaskiptum. 

 Hvað varðar greiðslustöðvun hjá Stoðum þá virðist sem svo að Íslensku bönkunum þyki ekkert eðlilegra en að hún sé framlengd.  Það má vissulega deila um hversu eðlilegt það sé, og hvort ekki væri eðlilegra að sala fyrirtækja út úr fyrirtækinu færi fram fyrir "opnum tjöldum" og á jafnréttisgrundvelli, því það hlýtur aðallega að vera á valdi bankanna, hverjir geta keypt, það virðist alla vegna vera skoðun Þorsteins Baldvinssonar.

Það hlýtur líka að vekja athygli að þegar Héraðsdómur Reykjavíkur skipar fyrirtækinu aðstoðarmann á greiðslustöðvunartímanum, er það Jakob Möller.  Síðast þegar ég man eftir að hafa lesið um hann í fjölmiðlum var þegar hann var einn af verjendunum í "Baugsmálinu" svokallaða.

Þá var hann verjandi Tryggva Jónssonar, sem nú er sagður starfa í Landsbankanum (en það er bankinn sem Þorsteinn Baldvinsson segir að kaupin á TM séu í höndunum á) og sé að greiða úr erfiðum lánum (þetta hef ég alla vegna lesið í fjölmiðlum).

Ísland er svo sannarlega lítið land.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Pólítísk handsprengja", verður opinberri kostun stjórnmálaflokka í Kanada hætt?

Ég minntist á það í bloggi um daginn, að við ættum ekki eftir að sjá tillögur um að framlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna yrðu skorin niður.  Þá var ég að skrifa um Ísland.

Ég átti í sjálfu sér ekki von á því að það gerðist hér í Kanada heldur, en hér greiðir alríkisstjórnin flokkunum $1.95 fyrir hvert atkvæði sem þeir hljóta.  Það fyrirkomulag hefur verið í gildi í u.þ.b. 6. ár, en nú hefur ríkisstjórn Íhaldsflokksins í hyggju að afnema greiðslurnar, ef marka má frétt The Globe and Mail.  Þessar greiðslur til flokkanna hafa numið u.þ.b. 30. milljónum kanadadollara.

Í fréttinni segir m.a.:

Symbolic cuts to politicians' perks, temporary relief for pension plans and a political grenade – ending the $30-million public subsidy to parties – are expected highlights of Thursday federal economic statement.

"Such a measure would cost the cash-strapped Liberals $7.7-million, the NDP $4.9-million, while the Bloc Québécois would take a $2.6-million hit and the fledgling Green party would be out $1.8-million."

Stephen Harper's Conservatives, who won the most votes, stand to lose $10-million."

"But proportional to revenues raised last year, the taxpayer subsidy represents 37 per cent of the totals raised by the Tories. That's far less than the 63 per cent chop for Liberal coffers, 86 per cent for the Bloc and 57 per cent for the NDP. The Greens stand to lose 65 per cent of total revenues."


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband