Verður mynduð minnihluta samsteypustjórn í Kanada?

Eins og hefur komið fram í fréttum og þessu bloggi, er pólítíkin með líflegast móti hér í Kanada þessa dagana.

Þegar "áfangaskýrsla" í fjármálum var lögð fyrir þingið, varð skrattinn laus.  Íhaldsflokkurinn lagði það til að fjármögnun hins opinbera á stjórnmálaflokkum yrði lögð af.  En Íhaldsflokkurinn, þó stærstur sé er aðeins í minnihlutastjórn og brást því meirihluta þingsins ókvæða við þessum tillögum.

Að sjálfsögðu sögðu þeir ekki að þeir væru sárir vegna afnáms styrkjanna, heldur töldu stjórnina ekki gera nóg til að efla efnahaginn.

Í stjórnarandstöðu eru þrír flokkar, Frjálslyndi flokkurinn, Nýi Lýðræðis flokkurinn og Quebec flokkurinn.  Frjálslyndi flokkurinn og Nýi lýðræðisflokkurinn hófu þegar umleitanir um myndum minnihluta samsteypustjórnar með stuðning/hlutleysi Quebec flokksins.  Quebec flokkurinn hefur nefnilega engan áhuga á því að stjórna Kanada, heldur frekar að leysa það upp.  Það rýrir þó ekki áhuga flokksins á því að fá greitt úr sameiginlegum sjóðum og sitja á "hliðarlínunni" og "selja" atkvæði.

Nú hefur hins vegar Íhaldsflokkurinn gert sig líklegan til þess að draga tillögur sínar til baka en ýmsir telja þó að það sé um seinan, viðræðurnar hafi gengið það vel.  Það yrði fyrsta samsteypustjórn í Kanada síðan í fyrri heimstyrjöldinni.

Einhver helsti ásteitingarsteinninn kunni þó að vera hver eigi að vera forsætisráðherra, því Frjálslyndi flokkurinn, sem næsta örugglega fengi forsætisráðuneytið í sinn hlut, er í þeirri aðstöðu að formaður hans er búinn að segja af sér, en ekki er búið að velja formann.  Tveir hafa lýst yfir framboði og er einhver flóknasta úrlausnin vera sú, hver af þeim þremur yrði forsætisráðherra.  Fæstir hafa áhuga á sitjandi formanni, sem skilaða flokknum í sögulegu lágmarki í síðustu kosningum.

En það er enn mánuðir þangað til flokksþing á að ákveða hver tekur við. 

Það er því útlit fyrir líflega tíma í Kanadískum stjórnmálum á næstu vikum.

Þeir sem hafa áhuga á frekari fréttum geta fundið þær hér, hér, hér, hér, og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband