Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
10.10.2008 | 23:36
Skuldir og innlán
Nú er ég búinn að horfa tvisvar á viðtal Sigmars Guðmundssonar við Davíð Oddsson í Kastljósinu.
Þar talar hann um að Íslendingar (eða Íslenska ríkisstjórnin) ætli ekki að taka ábyrgð á skuldum Íslensku bankanna. Ég held að það hafi verið ágætt að tala tæpitungulaust um það. Til lengri tíma litið held ég að það sé betra að kveða upp úr með það, frekar en að reyna að halda uppi þeirri blekkingu að Íslendingar ætluðu að gera það. Það er betra að horfast í augu við það að Íslendingar ráða ekki við það.
Ég hef hins vegar alltaf litið svo á að mikill munur sé á skuldum og innlánum. Leggi ég 1000 kall inn í bankann, skuldar bankinn mér ekki 1000 kall, heldur á ég 1000 kall í inneign hjá bankanum.
Þess vegna held ég að sú yfirlýsing um að Íslendingar ætluðu sér ekki að greiða lán bankanna, nái ekki yfir inneignir. Þvert á móti lít ég svo á að lagabreyting sú sem Íslensk stjórnvöld stóðu að, þess efnis að inneignir væru forgangskröfur, hafi sýnt vilja Íslendinga til þess að vernda sparifjáreigendur, þá sem eiga inneignir, á kostnað þeirra sem höfðu lánað bönkunum.
Eftir því sem ég kemst næst, þá var t.d. ICEsave rekið samkvæmt Íslenskum lögum, og ætti því fyrrnefnd lagabreyting að ná yfir þá starfsemi.
Það er ofar mínum skilningi, hvernig menn sem eru fjármálaráðherra og forsætisráðherra Bretlands, virðast hafa ruglað þessu tvennu saman. Það er að segja innlánum og skuldum. (Hér verð ég að taka fram að ég get ekki sagt um hvað þeim Darling og Árna Matt fór á milli).
Nema að Brown, hafi fyrst og fremst ætlað að verja hagsmuni einhverra annarra en sparifjáreigenda, t.d. einhverra Breskra fyrirtækja, sem kunna að hafa lánað Íslensku bönkunum fé.
P.S. Kunningi minn sagði við mig í dag, að þótt að Íslenskir bankamenn standist ef til vill ekki erlendum kollegum sínum snúning og Íslenskir stjórnmálamenn þættu ekki merkilegir, þá væru þeir í alþjóðlegum samanburði hátíð á við Íslenska fjölmiðlamenn og álitsgjafa. Ég held að það sé nokkuð til í því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2008 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2008 | 19:02
Hverjum er um að kenna? - Leitin að sökudólgunum
Í fjölmiðlum á Íslandis virðist leit að sökudólgunum, þeim sem eiga sök á fjármálastorminum sem skekur Ísland standa yfir að fullum krafti.
Lýðskrumarar og "töfralausnamenn" búsúna um að það sé þessi eða hinn, þetta eða eða hitt sem ekki var gert og/eða ofgert og þeim hefur fjölgað dag frá degi sem sáu þetta allt fyrir.
Fljótlega munu þeir spretta fram sem vöruðu við þátttöku Íslendinga í Evrópska efnahagssvæðinu, enda er það á grundvelli þess sem Íslensk fjármálafyrirtæki störfuðu erlendis að stóru leyti. Áður en EES kom til sögunnar, hefðu fjármálafyrirtæki þurft að kaupa þarlend fyrirtæki, eða stofna dótturfyrirtæki, en ekki getað stofnað útibú frá sinni Íslensku starfsemi.
Það var eftir lögum "Sambandsins" sem hinir Íslensku bankar störfuðu. Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til þess hvernig ábyrgð á eftirliti er skipt á milli, heimalandsins og "gestalandsins", en verð að viðurkenna að mér þykir skrýtið ef fjármálafyrirtæki geta starfað óáreitt, án þess að fjármálaeftirlit viðkomandi "gestalands" hafi með því eftirlit og fylgis með starfsemi þess.
Auðvitað er aðild Íslands að EES ekki rót vandans, ekki frekar en svo margt annað sem bent hefur verið á undanfarna daga. Þetta er reyndar ekki verri sökudólgur en hvað annað.
10.10.2008 | 18:23
Á hraðri leið til....
Það er hálf súrelaískt að fylgjast með fréttum þessa dagana. Ekki bara af Íslandi, heldur víðast hvar um heimsbyggðina. Fjármálakerfið er í molum, enginn treystir neinum og það virðist vera nokk sama hvað svartsýnir eða fáranlegir spádómar kunna að koma fram, að nokkrum dögum liðnum rætast þeir.
Fjármálastofnanir með aldarhefð á bakvið sig hafa horfið, 3. stærstu bankarnir á Íslandi hafa verið ríkisvæddir og sama má segja um tugi eða hundruði banka hér og þar um heiminn.
Það er ekki það að nægir peningar séu ekki til, heldur sitja þeir sem eiga þá, á þeim sem fastast og vilja ekki lána. Það sem er grundvöllur allra viðskipta er ekki til staðar lengur, traust.
Þegar kreppunni lýkur mun umhverfið líklega verða allt annað heldur en við höfum þekkt. Það verða önnur fyrirtæki sem verða áberandi en eru nú. Ekki er heldur ólíklegt að einhver umskipti verði á áhrifum á milli ríkja.
En það er ekki bara fjármálaheimurinn sem kemur til með að breytast. Stormurinn kemur til með að fara yfir alla flóruna. Fjölmiðlaheimurinn kemur til með að breytast, enda verður auglýsingamarkaðurinn erfiður á næstunni. Nú þegar hafa fjölmiðlar horfið og líklegt er að fleiri eigi eftir að geyspa golunni.
"Almenn" fyrirtæki verða líka fyrir skakkaföllum og mörg eiga eftir að hellast úr lestinni, ekki er heldur ótrúlegt að mörg þeirra hreinlega megi hverfa, hafi verið ofaukið. En það verða þau sterkari sem lifa.
Menning og listir, íþróttir og annað slíkt verður heldur ekki samt eftir að stormurinn gengur niður. Fé til þeirra starfsemi verður minna en verið hefur og samkeppnin um það harðari. Ekki er ólíklegt að ýmis félög í þeim geirum verði gjaldþrota, en önnur verði að draga saman seglin, launalækkanir verði boðorð dagsins.
En margir tala eins og kapitalisminn hafi beðið skipbrot, sé að hverfa, það held ég að sé ofmælt. Kapitalisminn er ennþá að störfum í verslunum, verksmiðjum, frystihúsum, togurum, kaffihúsum, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Fjármálageirinn er aðeins partur kapítalismans, og líklega sá hluti atvinnulífsins sem hvað stærstu og umsvifamestu lagabálkarnir hafa verið samdir um. Lagasetningarnar duga skammt þegar á reynir.
9.10.2008 | 16:35
En hvað gerir það svo traust?
Auðvitað er ánægjulegt að lesa að bankakerfið hér sé traust og að þeir peningar sem við fólkið að Bjórá hefur tekist að nurla saman séu nokkuð öruggir. Þó er nokkuð ljóst að bankakerfið hér í Kanada hefur orðið fyrir höggi, og á líklega eftir að taka þau fleiri áður en yfir lýkur. Það er sömuleiðis rétt að hafa í huga að hér er um að ræða könnun, en ekki mælingu.
En hvers vegna kemur bankakerfið hér í Kanada svona vel út?
Hér eru stórir og öflugir bankar sem ná yfir allt sviðið, þeir eru innlánsstofnanir, fjárfestingarbankar, hlutabréfamiðlarar og svo framvegis. Þetta eru stórar stofnanir sem hafa getu til að standa af sér högg, rétt eins og sumir þeirra hafa þurft að gera vegna Bandarískra undirmálslána.
Kanadísk lög hafa ennfremur verið þeirrar gerðar að þau hafa gert erlendri samkeppni erfiðar fyrir (en ekki ómögulegt að starfa hér) og gefið heimabönkunum nokkuð forskot.
En efnahagur Kanada hefur verið traustur undanfarin ár, og eftir að landið náði sér upp úr skuldafeni Trudeau áranna (þá var landið hugsanlega talið stefna í gjaldþrot), hafa ríkisfjármálin verið afar traust og lagt grunninn að þeirri stöðu sem Kanadamenn búa við nú.
Kanada er ríkt af auðlindum og má segja að flestar þær auðlindir sem hægt er að nefna sé hér að finna. Olía, gull, demantar og svo má lengi áfram telja. Landbúnaður er hér gríðarlegur (ríkisstyrktur og verndaður svo mörgum þykir nóg um) og stendur nokkuð sterkum fótum þó að vissulega hafi hann oft átt erfiða tíma. Fiskiðnaðurinn á Austurströndinni má hins vegar muna sinn fífil fegri, enda hrundu fiskistofnarnir þar, eins og flestir kannast við.
Þessar auðlindir hafa keyrt hlutabréfamarkaðinn upp, á meðan hrávöru og olíubólan æddi áfram, og eru að keyra hann niður núna, en undirstöðurnar eru samt nokkuð áreiðanlegar. Það að bankarnir séu traustir breytir því ekki að margir eru að tapa háum fjárhæðum á hlutabréfum og hlutabréfasjóðum. Slíkar fjárfestingar eru algengar hér sem lífeyrissparnaður, enda ellilífeyrir og lífeyrissjóðir ekki jafn öflugir og á Íslandi, með örfáum undantekningum. Vextir á sparisjóðsreikingum enda afar lágir hér, bankinn minn býður mér best 2.25% á óbundnum reikningi, það þótt verðbólgan sé á milli 3 og 4%. "Spre
Húsnæðismarkaðurinn hér er sömuleiðis nokkuð traustur, þó að flestir séu farnir að reikna með því að húsnæði komi til með að lækka í verði á næstu mánuðum. Þegar hafa orðið lækkanir á sumum svæðum, s.s. í kringum olíusvæðin í Alberta, en þar hafði það hækkað gríðarlega og langt yfir landsmeðaltal.
En húsnæðislán eru byggð upp á annan máta hér en t.d. á Íslandi. Hér eru öll húsnæðislán lánuð af einkaaðilum. Lánstími er yfirleitt 25. ár. Ef lántakendur greiða ekki með eigin fé í það minnsta 25% af verði eignarinnar, þá verður að kaupa greiðslutryggingu. Þar kemur hið opinbera hinsvegar til skjalanna og rekur CMCH, ríkisstofnun sem selur greiðslutryggingar, stighækkandi í verði, til þeirra sem þurfa að taka hærri lán en nemur 75% af kaupverði. Lengi vel var ekki hægt að kaupa tryggingar fyrir lengri lánstíma en 25. ár. Því var síðan breytt og CMCH leyft að selja tryggingar fyrir lán allt að 40. árum.
Þá ritaði Dodge, þáverandi seðlabankastjóri Kanada bréf þar sem hann sagði m.a.:
Particularly disturbing to me is the rationale you gave that 'these innovative solutions will allow more Canadians to buy homes and to do so sooner.' " The corporation's actions are likely to drive up house prices and make homes less affordable, not more.
Dodge sagði ennfremur nýlega í viðtali:
It was very hard to get reform because there was the perception that if you make mortgages more accessible, you are helping homeowners, but what you're really doing is driving up home prices.
Nýlega var svo þessi heimild felld niður og breytt til fyrra horfs. Það kemur engum á óvart að þau lán sem gefin var út trygging fyrir og eru til lengri tíma en 25. ára, eru talin þau húsnæðislán hér í Kanada sem líklegast eru til þess að falla í vanskil og til greiðslutryggingar þurfi að koma.
Hér er aðeins tæpt á nokkrum atriðum, ekkert kemur í staðinn fyrir góða og ráðvanda stjórnun. Það skiptir líka máli að stjórnvöld blási ekki upp bólur, heldur reyni frekar að hleypa loftinu úr þeim.
![]() |
Kanadíska bankakerfið það traustasta í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 13:12
Áhyggjur af Öryggisráðinu
Það blæs ekki byrlega fyrir Íslandi þessa dagana. Ekkert virðist ganga upp, allt stefnir niður og enginn vill lána Íslendingum fé. Smá von virðist þó að Rússar kunni að lána okkur nokkur milljón euro.
Eins og við manninn mælt spruttu upp álitsgjafar hér og þar um landið og lýstu yfir með áhyggjufullri röddu að þetta gæti skaðað framboð okkar til Öryggisráðs SÞ.
Já, hvílíkt og annað eins. Að einhver skuli voga sér að stefna framboðinu í voða.
Auðvitað eiga Íslendingar að lýsa því yfir að við þeir sækist ekki lengur eftir sætinu. Hefðum betur aldrei fengið þessa flugu í höfuðið.
Þjóð sem varla ræður við sjálfa sig, á ekkert erindi í Öryggisráðið. Þjóðin hefur líka annað við peninginn að gera.
Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn að taka til í ríkisrekstrinum.
7.10.2008 | 22:09
Spakmæli dagsins
Spakmæli dagsins er eignað Charles de Gaulle, fyrrverandi forseta Frakklands. En margir hafa látið sér svipað um munn fara.
Ríki eiga enga vini, aðeins hagsmuni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.10.2008 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2008 | 20:59
Sambandsparadís Árna Páls
Það er ótrólegt að lesa að til skuli vera þingmenn sem trúi á töfralausnir. Mér þykir það líka ótrúlegt að lesa að Árni Páll skuli halda því fram að efnahagslegur stöðugleiki ríki í Eystrasaltsríkjunum. Það er eitthvað annað en ég er að lesa í fréttum þaðan. Sjálfur reyni ég að fylgjast með fréttum frá Eistlandi, en þekki minna til í Lettlandi og Litháen, en er þó sagt að ástandið sé svipað í löndunum þrem, þó að vissulega megi ekki tala um þau sem eitt.
En stöðugleikinn í Eistlandi er sá að gjaldmiðillinn, Eistneska krónan, er tengd euroinu. Stöðugleikinn jókst þó ekki við inngöngu Eistlands í "Sambandið", því krónan var með fast gengi gegn euro áður, og fyrir upptöku euro, var krónan fasttengd Þýska markinu. Breytingin á þessu sviði við inngöngu, eða yfirlýsingu um vilja þess efnis var engin.
Stöðugleikinn hefur reyndar ekki verið meiri en svo að Baltnesku þjóðirnar hafa þurft að fresta upptökur eurosins í tvígang. Nú er talið að þeir eigi í fyrsta lagi möguleika á euro upptöku árið 2012, nb, í fyrsta lagi.
En stöðugleikinn í Eistlandi er slíkur að nú segir í fréttum að efnahagsástandið hafi ekki verið bágbornara í 16. ár. Það er síðan 1992.
Verðbólga hefur á þessu ári verið í tveggja stafa tölu í löndunum öllum, hæst í Lettlandi um 16%. Þó er útlit fyrir að hún sé á hraðri niðurleið með snöggkólnun hagkerfanna.
Atvinnuleysi hefur verið að aukast í Eistlandi og er nú komið yfir 5%. Þetta mikla atvinnuleysi (sem er þó lægra en víða í "Sambandinu", hefur verið að aukast, þrátt fyrir að tugir þúsunda ungra Eistlendinga hafi haldið á brott til að leita atvinnu annarsstaðar. Vissulega má segja að sú staðreynd að þeir geti það (vegna "Sambands" aðildar,) sé af hinu góða, en til framtíðar er það ekki góð músík.
Fasteignamarkaðurinn er í algeru uppnámi og hefur fasteignaverð í Tallinn fallið um ca. 25% síðastliðið ár. Í nágrannabæjum hefur fallið jafnvel verið meira.
Hlutabréfamarkaðurinn í Eystrasaltslöndunum hefur eins og alls staðar annarsstaðar verið á hraðri niðurleið. Þannig féll vístalan í Eistlandi um 3.3% í dag, ríflega 5% í Lettlandi og hátt í 9% í Litháen í dag. Þetta er rétt eins og annarsstaðar viðbót við fall undanfarinna vikna og í takt við það sem gerist með fjármálafyrirtæki annarsstaðar, hvort sem þau eru rekin í löndum sem eru í "Sambandinu" eður ei. Hér er má sjá viðskipti í Kauphöllinni í Eystrasaltsríkjunum.
Fitch lækkaði nýverið einkunnir sínar fyrir öll Eystrasaltslöndin. Umsögnin var sem hér segir:
Estonia:
Long-term foreign currency IDR: downgraded to 'A-' (A minus) from 'A'. Outlook remains Negative
Long-term local currency IDR: downgraded to 'A' from 'A+'. Outlook remains Negative
Short-term foreign currency IDR: affirmed at 'F1'
Country Ceiling: downgraded to 'AA-' (AA minus) from 'AA'Latvia:
Long-term foreign currency IDR: downgraded to 'BBB' from 'BBB+'. Outlook remains Negative
Long-term local currency IDR: downgraded to 'BBB+' from 'A-' (A minus). Outlook remains Negative
Short-term foreign currency IDR: downgraded to 'F3' from 'F2'
Country Ceiling: downgraded to 'A' from 'A+'Lithuania:
Long-term foreign currency IDR: downgraded to 'A-' (A minus) from 'A'. Outlook remains Negative
Long-term local currency IDR: downgraded to 'A' from 'A+'. Outlook remains Negative
Short-term foreign currency IDR: affirmed at 'F1'
Country Ceiling: downgraded to 'AA-' (AA minus) from 'AA'
Framtíðarhorfur fyrir öll löndin fá neikvæða einkunn. Er þetta ekki nokkuð svipað og er að gerast með Ísland? Það virðist ekki allur munur á hvort að ríki séu innan "Sambandsins" eða utan.
Það er hinsvegar eitt sem er gríðarlegur munur Eistlandi í hag, þegar borið er saman við Ísland.
Eftir því sem ég kemst næst er enginn banki sem starfar í Eistlandi í Eistneskri eigu lengur. Það kann að hafa verið talinn galli fyrir nokkrum misserum, en er ótrúlegur og ótvíræður kostur í dag. Þó að húsnæðisbólan sé sprungin, og útlán hafi verið ógætileg er eignarhald bankanna ekki innlent.
Einn af umsvifamestu bönkum í Eistlandi hefur verið Swedbank, en hann keypti Hansabank af innlendum eigendum. Fyrir ekki svo löngu síðan var svo Hansabank lagður formlega niður og nafninu breytt í Swedbank. Orðrómur hefur verið uppi undanfarna daga um vandræði Swedbank, m.a. vegna ógætilegra lána í Eystrasaltslöndunum, en þau vandamál verða á könnu seðlabanka Svía, en ekki Eistlendinga. Hér má sjá þróun hlutabréfaverðs í Swedbank. Hlutabréf bankans eru ekki í Baltnesku kauphöllinni.
Staðreyndin er sú að uppgangurinn í Eystrasaltslöndunum er ekki aðild að "Sambandinu" að þakka. Uppgangur á Íslandi er heldur ekki því að þakka að Ísland hefur staðið utan þess. Uppgangurinn var í báðum tilfellum að þakka aðgang að ódýru lánsfé. Aðgang sem er ekki til staðar lengur.
Þessi aðgangur var notaður til að byggja upp fyrirtæki, en ekki síður til þess að fjármagna gríðarlega aukningu í einkaneyslu.
Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir aukningu skulda heimilanna í Lettlandi. Ég hef því miður ekki sambærileg línurit yfir Eistland eða Ísland, en líklega væru þau ekki svo mjög frábrugðin.
Það eru ekki til neinar töfralausnir. Því fyrr sem alþingismenn og Íslendingar gera sér grein fyrir því, því betra. Það er engin önnur lausn til en að vinna sig út úr vandanum.
Framleiða meira, flytja meira út, eyða minna og slá minni lán (nokkuð sjálfgert þessa dagana). Reyna að auka erlenda fjárfestingu og ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Það er það eina sem dugar nú um stundir, nýta auðlindir og búa til verðmæti.
En Eistlenskir stjórnmálamenn hafa líka brugðist við á annan hátt en Íslenskir. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að það þarf að draga saman seglin og að það gildi um hið opinbera eins og aðra. Lagt var upp með að samdráttur á rekstri hins opinbera yrði 8%, og er hið opinbera þar þó ekki eins bólgið og það Íslenska.
En Eistnesk ráðuneyti hafa verið að spara, segja upp fólki, um það má lesa t.d. hér, hér, hér og hér.
Þetta mættu Íslenskir ráðamenn taka sér til fyrirmyndar og skera hraustlega niður hjá hinu opinbera.
Líklega hafa sjaldan eða aldrei meiri erfiðleikar verið framundan á Íslandi en nú. Það er ótrúlegt að það skuli vera til alþingismenn sem boða að til séu töfralausnir. Slíkir menn eiga að mínu mati ekkert erindi á Alþingi.
P.S. Segir þessi frétt ekki allt sem segja þarf um hversu mikið haldreipi "Sambandið" verður Eistlendingum, eða yrði Íslendingum þegar stormurinn geysar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 14:46
Lengi er von á smá útrás
Það var næstum eins og bergmál frá liðnum tíma þegar ég rakst á þessa litlu frétt í morgun. Ég athugaði dagsetninguna á fréttinni tvisvar sinnum til þess að vera alveg viss.
Það er líklega ekki seinna vænna fyrir SPRON að hefja sókn sína á erlendum mörkuðum.
En fréttin er svohljóðandi:
Iceland"s financial brokerage company Spron will purchase a holding of 51% in the Lithuanian financial brokerage company Finhill. It is currently owned by the investment company ZIA Valda.The Lithuanian Securities Commission considered the Icelanders" application and decided that due to the change in the shareholders of Finhill transparent and trustworthy management of the brokerage company will be ensured, therefore the application of Spron was satisfied.
5.10.2008 | 14:39
Hvað er rangt og hvað er rétt, hvað fráleitt og hvað er frétt?
Eitt af því sem er hvað mest áberandi í núverandi ástandi, er hvað það er í raun erfitt fyrir almenning að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast. Gengið á yfirlýsingum virðist ekki vera hátt og vísa gjarna í sitthvora áttina.
Ég efast ekki um að Dr. Portes er hinn mætasti maður og ágætis hagfræðingur. Einhvern veginn efast ég þó um að hann hafi allar upplýsingar við hendina til að tala jafn afdráttarlaust og hann gerir nú um Glitni. En auðvitað hef ég það ekki heldur.
En ekki man ég betur en að Northern Rock bankinn í Bretlandi, hafi fengið lán til þrautavara, áður en hann var svo endanlega ríkisvæddur. Sjálfsagt hefur einhverjum þótt það fráleitt nokkru áður.
Á vef RUV má lesa eftirfarandi frétt:
"Þýskur stórbanki á barmi gjaldþrots
Þýski fasteignalánabankinn Hypo Real Estate rambar á barmi gjaldþrots eftir að sameiginlegar björgunaraðgerðir þýska ríkisins, banka og tryggingafélaga fóru út um þúfur.
Þýska stjórnin stóð fyrir aðgerðunum. Samkomulag náðist með miklum erfiðsmunum að morgni föstudags um að veita HRE-bankanum lánalínur upp á 35 miljarða evra, eða um 5500 miljarða króna, en það reyndist ekki nóg. Að sögn tímaritsins Spiegel komst Deutsche Bank að því að lánaþörf HRE-bankans væri mun meiri eða allt að 10 miljaðrar evra.
HRE-bankinn sagði í stuttorðri tilkynningu í gærkvöld að verið væri að kanna aðra möguleika og að stærstu hluthafarnir styddu bankann. Formælandi þýska fjármálaráðuneytisins sagði að fregnin kæmi á óvart og að málið yrði skoðað nánar í dag. HRE-bankinn er ein stærsta lánastofnun Evrópu. Angela merkel, kanslari Þýskalands, ætlar síðar í dag að tjá sig um framtíð bankans."
Sjálfsagt hefði einhverjum þótt þetta fráleitt, fyrir viku, eða 10 dögum síðan.
En það kostar ekki mikið að mæla fram stórkarlalegar yfirlýsingar, eða hafa þær eftir. Þær geta þó kostað mikið áður en yfir lýkur.
![]() |
Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |