Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
28.6.2007 | 01:33
Að endurrita söguna
Þegar ég sat á skólabekk vandist ég því að sagan væri "ein og rétt". Alla vegna þýddi ekki að koma með neina "varíanta" af henni þegar prófað var, þar gilti að koma með rétt svör, samkvæmt "bókinni".
Það var ekki fyrr en síðar að ég fór að velta því fyrir mér hvernig saga verður til. Hvernig hún er rituð, af hverjum og fór að sjá að menn eru aldeilis ekki á sama máli þegar saga er skrifuð.
Þeir sem fylgjast með fréttum hafa eflaust lesið um væringar þær sem hafa verið á milli Eistlands og Rússlands, en þær væringar snúast ekki hvað síst um sögu og mismunandi sjónarhorn á hana.
Ég vil því nota tækifærið og vekja athygli á góðu viðtali sem birtist á vef Spiegel, við forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves (með minni takmörkuðu Eistnesku kunnáttu, myndi ég snara þessu yfir á það ilhýra, sem Tómas Hinrik Gaupa, en verð þó að taka það fram að ég er almennt ekki hlynntur þeirri áráttu Íslendinga að Íslenska mannanöfn, og er ekki að mæla með þessari "snörun" við Ríkisútvarpið) .
En Toomas er fæddur í Svíþjóð (foreldrar hans voru Eistneskir flóttamenn) og uppalinn í Bandaríkjunum. Fyrir áhugamenn um hálstau, má geta þess að hann er einn af þeim stjórnmálamönnum sem sjaldan sést án þess að hafa slaufu um hálsinn.
En hér er viðtalið við hann í Spiegel og hér á eftir nokkur "korn" úr því. Toomas talar tæpitungulaust og gefur hrein og bein svör við spurningunum.
"Ilves: Sometimes we need someone to hate, a concept of an enemy. A year ago it was Latvia, nine months ago they deported hundreds of Georgians from Moscow and searched for schoolchildren with Georgian names, and now it's our turn. Why? The fear is that true democracies will show the Russians that the philosophy of a "guided" democracy is wrong. If Western democracy, with freedom of the press and the rule of law, functions in Estonia, Ukraine and Georgia, then the argument that it cannot function in Russia, merely because they supposedly have a different culture, simply doesn't hold water.
SPIEGEL: The dispute was triggered by a simple bronze memorial ...
Ilves: I thought it wasn't a good idea to move the statue. The matter was not important enough for Estonia to gamble away political capital. The real issue was public safety, because the monument developed into a place where anti-Estonian demonstrations were held, where Estonian flags were torn out of people's hands and where some people held up slogans calling for the reestablishment of the Soviet Union. This angered Estonians. The Russians, for their part, insisted that this was a holy place and that any change would be blasphemy."
"Ilves: Moscow lacks the will to really come to terms with the past. The Russians were prepared to open their archives 10 years ago, but not today. If you wish to build your new self-image solely on the basis of nationalism and glorifying the Soviet Union, then the crimes committed by Soviet troops are not something you want to see integrated into that picture.
SPIEGEL: Is that the reason no one in Russia talks about the occupation of the Baltic states in 1940?
Ilves: Moscow has returned to the old way of looking at things, according to which the Baltic states joined the Soviet Union voluntarily, that is, were not occupied. But this ignores the fact that in 1989 (former Soviet President Mikhail) Gorbachev admitted to the existence of the secret protocols of the Molotov-Ribbentrop Pact.
SPIEGEL: Putin sees this completely differently. He accuses you of rewriting history and speaks of an "ideology of extremism" comparable to that of the Third Reich.
Ilves: Yes, in fact we do want to rewrite history. We want to rewrite Soviet history books. We want to fill in the gaps. Soviet history books contain just a single line about the Gulags, stating only that the camps were abolished. This means that the deportation of 30,000 Estonians to the Soviet Union on a single day in 1941 is being deliberately suppressed."
"Ilves: One can disagree about the interpretation of history, but it's very difficult to argue about crimes against humanity, mass graves and thousands of people who were shot. It is a fact that the Soviet Union committed massive crimes against humanity in the Baltic states and did not behave like a liberator. I think it's offensive to accuse us of being fascists when we talk about Soviet crimes against humanity.
SPIEGEL: Germans are perplexed by the view of many people in the Baltic states that the Nazi occupation was not much worse than that of the Soviets.
Ilves: If you tell me that the Nazis were worse, then I would say to you that you are comparing the culinary habits of cannibals. I will not say who was worse. When it comes to the number of people murdered, I believe that the communists killed more people. Some say the Nazis were worse because the ideology behind their murders was worse. But for Estonians, our people were not murdered by communists or Nazis, but by Germans and Russians. The question of which ideology the murderers had is irrelevant to us."
"SPIEGEL: But there is an ongoing dispute over why Russian is not an official language in Estonia.
Ilves: Why should it be?
SPIEGEL: Because at least a quarter of the population are Russians.
Ilves: They're welcome to speak Russian. But in light of the experiences we had during the occupation -- when Russian was the official language and there were no doctors or civil servants who spoke Estonian -- not a single Estonian would vote for a government that plans to change this. In this context, I'd like to mention a speech recently given by (German Chancellor Angela) Merkel. She said that everyone in Germany should learn and speak German, not only so that they can understand their teachers, but also so they can have an economic future in Germany. That's what the German chancellor said.
SPIEGEL: But many Russians in Estonia feel like second-class citizens because, without a passport, they don't even have the right to vote in parliamentary elections.
Ilves: They have more rights than non-citizens in most other countries. First of all, because they can vote in local elections. And secondly, because -- if they truly want to vote -- it's very easy to become an Estonian citizen. We have much more liberal citizenship laws than Germany, Finland, Sweden and Denmark -- not to mention Switzerland and Austria."
"SPIEGEL: Are you under the impression that the new EU countries with their unique historical experiences are not taken seriously in Western Europe?
Ilves: Yes. One cannot simply extinguish people's memories in these countries. A common trait among the new EU countries is their pro-American stance, which results from their fear of Russia. It generates great resentment when people who don't know Russia try to tell people who have experienced Russia at first hand what Russia and the Russians are like."
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2007 | 05:59
Að upplifa "sósíalismann" - í örfáa daga.
Það er einhvern veginn svo að eftir hæfilega langan tíma virðist allt verða að "nostalgíu", ef til vill ekki alveg allt, en þó um flest.
Á vef Spiegel hef ég fundið nokkur margar greinar um "nostalgíu" eftir "gömlu góðu" dögunum þegar sósialisminn réði ríkjum í A-Evrópu.
Nú er hægt að gista á hóteli sem býður upp á "Austur Þýsk" herbergi, Trabantinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga, og alls kyns vörur frá mótorhjólum, til þvottaefnis og kóladrykkja frá "sælutíð sósíalismans" nýtur nú vaxandi vinsælda.
Þessi "nostalgía" teygir arma sína alla leið hingað að Bjórá, því konan er einmitt alin upp í einu af þeim ríkjum sem þá töldust til "sæluríkja sósíalismans". Þess vegna færist oft yfir hana bros þegar hún sér sumt af því sælgæti sem á boðstólum er í Pólsku, Rússnesku eða Úkraínsku verslunum hér.
Bragð af uppvextinum er alltaf vel þegið.
En þetta er auðvitað jákvætt, enda engin ástæða til að þessi tími gleymist, þvert á móti. Sagan er alltaf þess virði að gefa henni gaum og halda henni til haga.
Þessum svæðum flestum veitir heldur ekki af atvinnu og auknum túrisma.
Svo gæti auðvitað farið svo að þetta gæti "læknað" einhverja.
27.6.2007 | 02:13
Heitt og sveitt
Það hefur verið heitt og sveitt andrúmsloftið að Bjórá í dag. Hitinn kominn í um 30°C kl. 9 í morgun og hafði ekki náðst niður fyrir það nú ríflega 9 í kvöld. Um miðjan daginn var hitinn hér í borginni því sem næst óbærilegur.
Ég heyrði það enda í útvarpinu að með rakanum væri hitinn sambærilegur við u.þ.b. 41°C. Úff.
Þetta er ekki veðrátta fyrir nábleika Íslendinga eins og mig. En það er einmitt fyrir daga sem þennan sem bjórinn var fundinn upp.
Framan af degi var þó eingöngu þambað vatn, enda leyfa Íslensk gen enga uppgjöf, og var ekið vítt og breitt um borgina, komið við í hinum ýmsu verslunum og dæst af ákefð, þá vegalengd sem þurfti að ganga á milli loftkælds bílsins og loftkældra verslana.
En bjórinn um 6 leytið var óneitanlega góður og svalaði eins til var ætlast og bætti sömuleiðis geðið. Góður Slóvenskur bjór gerir það yfirleitt.
Grillaður lax úr Kopará (Copper River) bætti geðið enn frekar, einstaklega ljúfur matur.
Vonandi kólnar vel með kvöldinu, þannig að hægt verði að opna glugga.
26.6.2007 | 05:09
Jafnað á Bakka
Rakst á þessa frétt á ruv.is.
"Álver við Húsavík yrði kolefnisjafnað
Kolefnisjafna á hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík, með því að gróðursetja plöntur. Áætlaður kostnaður er um 3 miljarðar króna. Þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði gert hér á landi.
Árleg losun koltvísýrings frá álverinu yrði um 365.000 tonn og er landsvæðið sem um ræðir, Norðurþing og Þingeyjasýslurnar, um 18.300 ferkílómetrar eða tæplega 18% af heildarflatarmáli Íslands og er ætlunin að gróðursetja á því svæði, samtals á um 500-800 ferkílómetra svæði á næstu 30-40 árum. Til samanburðar yrði það svæði a.m.k. jafn stórt og Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnafjörður samanlagt."
Finnst þetta merkileg frétt, en það sem helst vantar þó í hana er hver það er sem gefur þá yfirlýsingu að álver við Húsavík verði kolefnisjafnað, ef af yrði.
En þetta er engin smá skógrækt, 5 til 800 ferkílómetrar.
En það er jákvætt að álver á Bakka sé í umræðunni og að hún sé frá sem flestum hliðum. Þetta er vissulega ein þeirra.
26.6.2007 | 02:37
Réttlætið
Það er ekki ofsögum sagt að réttlætið getur verið misjafnt og oft er leiðin að því ekki greið. Á mbl.is las ég núna rétt áðan tvær fréttir um Bandarískt réttarfar.
Önnur er fréttin sem hér er til hliðar og sýnir að réttlætið hefur sigur, en jafnframt eina verstu hlið þarlensks réttarkerfis, en það eru skaðabótamálin sem tröllríða kerfinu þar og eru oft hin skrautlegustu.
Að dómari skuli hafa verið sækjandinn í málinu segir ef til vill sína sögu. En það væri fróðlegt að vita hvað þetta allt saman hefur kostað þvottahússeigendurna, því að þó að málskostnaður falli á sækjanda, er líklegt að verjendur hafi samt sem áður haft að málinu verulegan kostnað, bæði beinan og óbeinan.
Hin fréttin er svo um dóm um réttmæti þess að skóli reki nemanda sinn tímabundið frá námi, vegna borða þar sem tvinnað er saman neyslu kannabiss og Jesús. Vissulega skrýtin blanda, en málið allt enn skrýtnara.
Það vantar hins vegar í fréttina að atburðurinn gerðist þegar börnunum var hleypt út úr skólananum, til að fylgjast með þegar hlaupið var með Olympíueldinn fram hjá skólanum. Röksemdin er því að nemandinn hafi verið að hvetja til eiturlyfjaneyslu í skólanum.
Mér finnst langt seilst að reka nemandann úr skóla í 10 daga fyrir þetta "prakkarastrik", persónulega finnst mér að tjáningarfrelsið eigi að hafa forgang.
En við þá sem finnst þetta gott dæmi um vitleysuna sem veður uppi í Bandaríkjunum, segi ég að þeir ættu að skoða þau lög sem eru í gildi á Íslandi, t.d. um tóbak og hvernig má skrifa um það.
Vitleysan veður nefnilega svo víða uppi.
Fær ekki 3,4 milljarða í bætur fyrir horfnar buxur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 03:52
... og "bagguettið" er ekki einu sinni Franskt!
Það er oft sem ég verð fróðari þegar ég þvælist um á netinu, sérstaklega þegar ég ætti í raun að vera farinn að sofa, en þessi tíma þegar "ómegðin" er komin í háttinn er oft einstaklega þægilegur sem svona "prívat quality time" sem nú á dögum þýðir yfirleitt að ég er að lesa eða þvælast um á netinu.
Ég hafði til dæmi ekki hugmynd um að "Baguettið" væri ekki Franskt fyrr en ég las það á vef The Times nú í kvöld.
"Baguettið" sem ásamt osti og rauðvíni er Frakkland holdi klætt.
"Baguettið" sem var á morgunverðarborðinu því sem næst á hverjum degi á meðan ég bjó þar.
En svo kemur upp úr dúrnum að fyrirbærið er Austurískur innflutningur.
Í sömu grein komst ég að því að brauð er "Fedexað" frá Frakklandi til Bandaríkjanna á hverjum degi.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. En í sjálfu sér kom það ekki á óvart að vinsældir "baguettsins" mætti rekja til lagasetninga og verkalýðsfélaga, Franskara gerist það ekki.
En hér er greinin, og hér eru smá bútar úr henni:
"The head of Frances most celebrated dynasty of bakers has urged her countrymen to end their love affair with the baguette and revert to what she says is the traditional Gallic loaf.
Apollonia Poilâne, who took over the family bakery at the age of 18 after the death of her parents in 2002, said that the French stick was not French at all, and that her business refused to sell it. "
"It was imported from Austria in the late 19th century, said Miss Poilâne, who wants her compatriots to return to the wholemeal bread she said they ate beforehand. She said that it was healthier, tastier and longer lasting"
"The speciality is le pain Poilâne, a 1.9kg (4lb) round loaf made from grey flour, sea salt and dough left over from the previous batch. It sells for about 8 (£5) and is widely regarded as Frances finest bread.
Customers include Catherine Deneuve and Jacques Chirac in France and Robert de Niro and Steven Spielberg in the US, where it is transported by FedEx and sold for $40 (£20)."
"Stick to the facts
The word baguette literally means little rod, and is derived from Latin baculum stick or staff.
A popular but inaccurate belief holds that baguettes were invented during Napoleons Russian campaign when he ordered a new shape of bread to fit down his soldiers trouser legs.
They were invented by Viennese bakers in the 19th century, using a new steam-injected oven.
The baguette became dominant when a French law in the 1920s banned bakers from working before 4am. The traditional boule took a long time to prepare but the baguette would be ready by breakfast. "
Það er ljóst að hangs mitt fyrir framan tölvuna er aldeilis ekki til einskis, heldur færir heim að Bjórá hafsjó af fróðleik.
25.6.2007 | 03:23
Fram yfir þjóðhátíð
Það er alltof hátt hlutfall að hið opinbera taki til sín 47% af landsframleiðslunni. Því sem næst helmingur er of stór hluti til handa hinu opinbera.
Það sem þarf núna eru skattalækkanir. Lækka tekjuskatt, lækka tolla, lækka vörugjöld.
Þetta ætti að vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni, leyfa þeim sem vinna sér inn fé að halda eftir stærri hluta þess en nú er.
En því miður er engin ástæða til bjartsýni hvað það varðar, og enn síður að sveitafélög lækki álögur sínar.
Skattstofnarnir hafa blásið út, launatekjur, fjármagnstekjur, og neyslan skilar gríðarlegum tekjum af neyslusköttum. Verðmæti húsnæðis hefur margfaldast og þar með fasteignaskattar, án þess að eigendur þeirra hafi af þeim meiri not, eða fái meiri þjónustu.
Sumpart hefur þessu aukna fé sem hið opinbera hefur yfir að ráða verið notað af skynsemi, s.s. niðugreiðslu á skattálagningu fyrri ára (skuldum), en útgjaldaaukningin hefur verið gríðarleg og oft af lítilli skynsemi, að mér finnst.
En að Íslendingar skuli í vinna fram yfir þjóðhátíð (þó að þetta séu ekki gallalausir útreikningar) er hryggileg staðreynd.
Hvernig væri að setja markmiðið á páskana?
Andríki: Landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til 21. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 01:08
Kirsuber
Netin voru tekin niður að Bjórá í dag. Kirsuberjatréð afhjúpað að nýju. Baráttunni er lokið og uppskeran í húsi.
Undanfarna daga hefur baráttan verið í hámarki. Íkornar hafa sótt hart að netunum og jafnvel fundið á þeim glufur sem rumpað hefur verið saman jafn óðum og þær uppgötvast. Fuglar himins hafa sömuleiðis gert tilkall til hluta af uppskerunni. Síðastliðna nótt bætist svo svangur þvottabjörn í hóp þeirra sem ætluðu sér af fitna af kirsuberjum.
Því var ákveðið að nú væri þetta orðið gott og berin klippt af trénu og borin í hús. Líklega hefðu þau batnað við að vera einn eða tvo daga til viðbótar, en baráttan var orðin það hörð að það þótti ekki borga sig að bíða. Öll voru þau líka klippt af með stönglinum, en mér fróðari menn segja að það sé algert skilyrði til að berin haldi áfram að þroskast, en það eiga þau víst að geta í nokkra daga, efti að þau koma af trénu.
En þetta eina tré gaf af sér fjögur og hálft kíló af berjum, þannig að það var ekki til einskis barist. Líklega höfum við þó "gefið" með okkur allt að kíló, en auðvitað verða allir að fá eitthvað.
Foringinn var hrifinn af kirsuberjunum og heimasætunni fannst þessir rauðu "boltar" líka áhugaverðir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 05:56
Heitasta auðlindin
Ég man vel eftir því þgar ég var lítill og við höfðum olíukyndingu. Heita vatnið kom úr ca 400 lítra hitavatnstanki og skipuleggja þurfti baðferðir fjölskyldunnar til að allir hefðu einhvern yl á vatninu.
Olíubíllinn kom svo með reglulegu millibili og fyllti á stóran tankinn.
Það var gjörbylting þegar hitaveitan kom. Endalaust heitt vatn.
Jarðhitinn er gríðarleg auðlind, án efa "heitasta" auðlind Íslendinga. Hitar upp megnið af húsum landsmanna, tryggir "endalaust" heitt vatn úr krananum og framleiðir rafmagn í sívaxandi mæli.
Allt á vistvænan máta.
Vissulega er jarðrask af framkvæmdum og alltaf spillist náttúra, bæði af framkvæmdum sem og byggingum, rafmagnslínum, heitavatnspípum og svo framvegis. Sjónmengun er af þessu sömuleiðis.
En þetta eru ómetanlegar auðlindir og spara þjóðarbúinu gríðarlegan innflutning, tryggir betri lífskjör og skapar gríðarleg verðmæti og þekkingu.
Sjálfur bý ég svo aftur við þau kjör, að hafa eingöngu úr "einum hitavatnstanki" að spila nú hitaðan upp með jarðgasi. Ég sakna því Íslenska hitaveituvatnsins, á hverjum degi, þegar ég fer í sturtu eða bað.
BBC fjallar um íslenska jarðhitann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2007 | 05:19
Skringilegt
Mér þykir það alltaf skringilegt þegar talað er um stafræn eða "digital" heimili. Ég fer alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég búi þá á "analogue" heimilim eða hvaða orð skyldi nú lýsa best þessum "gamaldags" heimilum?
Hér að Bjórá eru allir veggir úr timbri og múrsteinum eða steinsteypu. Hér þarf heimilisfólkið að kveikja og slökkva "handvirkt" á ljósum og þar fram eftir götunum.
En hér er þó mikið af stafrænu "dóti". Fyrst skal nefna tölvuna, svo er það myndvélin, forritanlegi hitastillirinn (sem stjórnar miðstöðinni og loftkælingunni), þvottavélin er orðin stafræn að mestu leyti, geislaspilarinn, DVD spilarinn, síminn og sitthvað fleira mætti líklega til telja.
Ekki má heldur gleyma öllu stafrænu leikföngunum sem yngri kynslóðinni hér hefur áskotnast.
En öll þessi tæki eru "sjálfstæð" en ekki miðstýrð. Vissulega væri ég til að að "miðstýra" heimilinu í auknu mæli, það eru ótvíræð þægindi.
En í mínum huga er heimilið ekki græjurnar, heldur húsakynnin sem ég reikna ekki með að verði "stafræn" á mínu æviskeiði. En tölvuvæðing heimila og heimilistækja mun án efa halda áfram.
Ég held að tölvuvædd, miðstýrð og stafræn" "heimilistæki" séu því skemmtileg, en mér þykir skringilegt að tala um "stafræn heimili".
Verslun fyrir stafræn heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)