Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Þörf áminning

Það er þarft að minna á hve rík boð og bönn virðast vera á enn þann dag í dag á Íslandi.  Hve sjálfsagt mörgum þykir að athafnir eins og að spila Poker séu bannaðar.

Ég hef oft sagt að það er of algengt að fólk hafi megnar áhyggjur af því hvað aðrir aðhafast, en væri oft hollara að láta sér nægja að stjórna og hafa áhyggjur af sínu eigin.

Það væri óskandi að hin nýja ríkisstjórn gæfi sér svolítin tíma til að huga að auknu frjálsræði á Íslandi.

 


mbl.is SUS segir stjórnvöld þvinga siðferðismati upp á samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem eyjan rís

Að sjálfsögðu leit ég á eyjuna.  Líst ágætlega á hana við fyrstu sýn, þó að hún sé þó nokkuð öðruvísi en ég átti von á og vonaðist eftir. 

Ég hélt að þetta yrði meiri "fréttavefur", minni "blogvefur", en það sem ég sá var ágætt.  Margir ágætis bloggarar hafa fært sig yfir.

En Róm var ekki byggð á einum degi að sagt er og eyjur rísa ekki heldur á slíkum tíma.  Það verður gaman að fylgjast með hvernig eyjan á eftir að þróast og auðvitað mun ég fyrst og fremst dæma hana eftir því hvort hún nær að festast í "rúntinum" mínum eða ekki.

Ef til vill má segja að vefurinn sé óskilgetið afkvæmi Moggablogsins, ég held að það hafi fyrst fært Íslendingum sanninn um hve blog getur verið öflugur fjölmiðill.  Það er alla vegna mín tilfinning, en hitt getur þó líka verið að það sé einfaldlega ég sem hafi ekki gert mér grein fyrir því hve öflugur miðillinn er fyrr en nú.  En ég hef á tilfinningunni að aðsóknartölur líkt og þær sem sést hafa á einstökum Moggabloggum hafi ekki sést á Íslandi áður, alla vegna ekki viku eftir viku.

En það er auðvitað við hæfi að óska "eyjamönnum" til hamingju með "landrisið".


mbl.is Nýr fjölmiðill tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogar Alcan sér

Það er gott að fólkið í Vogum er jákvætt.  Það verður fróðlegt að fylgjast með staðarvali Alcan en þeir virðast eiga betri möguleika víðast hvar annars staðar en í Hafnarfirði.

Uppbygging á landfyllingu í Hafnarfirði þykir mér ekki líkleg, en ber vott um nokkra örvæntingu af hálfu Samfylkingarmeirihlutans þar.

Þó að vissulega muni það kosta Alcan meira að loka og byggja annars staðar, heldur en uppbygging í Hafnarfirði kostar, kann það að vera mun fýsilegri kostur til lengri tíma litið, enda vilji fyrirtæki yfirleitt vera þar sem íbúar jafnt sem stjórnendur bæjarfélaga eru jákvæðir gagnvart starfsemi þeirra og hefta ekki stækkunarmöguleika þeirra.

Í ljósi þess má álykta að bæði Vogar og Þorlákshöfn séu álitlegri fyrir Alcan en Hafnarfjörður.


mbl.is Borgarafundur í Vogum veitir bæjarstjórn umboð til viðræðna við Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að sameina?

Persónulega sé ég ekki þörf fyrir að byggja upp stórskipahöfn í Kópavogi, þó að þar sé sjálfsagt ágætis aðstæður til slíks.

En það má ef til vill velta því fyrir sér hvort að þörf sé á stórskipahöfn í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu?  Eða hér um bil.

Er ekki í þessu sambandi eins og mörgum öðrum betra að hafa hafnirnar færri og stærri?

Er ef til vill þörf á því að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þannig að betri nýting og samvinna verði þar á milli?  Eða í það minnsta að gera eitt heildarskipulag fyrir svæðið?

Einhversstaðar þætti 150.000 manna sveitarfélag ekki ýkja stórt.


mbl.is Hafnarsvæði mótmælt með borða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Ég er sammála því að kvóti er engan veginn trygging fyrir því að bæjir við sjávarsíðuna dafni og þar sé blómlegt mannlíf.

Það er heldur ekki eingöngu á Íslandi þar sem smærri bæir eiga undir högg að sækja.  Sú þróun á sér stað um allan heim og hefur átt um alllangt skeið.  Það er að mínu mati mikill misskilningur að þeirri þróun verði snúið við eða hún stöðvuð.  Með kvóta eða án.

Nútíma samfélag er mikið flóknara en svo að næg atvinna eða kvóti séu nóg til að fólk sé um kyrrt, eða flyti í til bæjarfélaga.

Hafa enda ekki margar Íslenskar sjávarbyggðir byggt á erlendu vinnuafli?  Sumir hafa sest að, aðrir stoppa í stuttan tíma.  Íslendingarnir hafa flutt á brott.

Þessi staðreynd ein og sér ætti að duga til að sýna að kvóti er ekki nóg.

 


mbl.is Nægur kvóti í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt og rangt eða rangt og rangt?

Égefast ekkert um að úrskurður siðanefndar Blaðamannafélagsins sé réttur, enda þekkja nefndarmenn ábyggilega þau lög sem lögð eru til grundvallar, mun betur en ég.

En það má ekki rugla því saman að þó að siðanefndin telji umfjöllunina ámælisverða, er það enginn dómur á málið sjálft, enda Blaðamannafélagið ekki umsagnaraðili þar um.  Það að umfjöllunin sé ámælisverð, segir ekkert um það hvort að eðlilega hafi verið staðið að málum varðandi veitingu ríkisborgarétts til handa tengdadóttur Jónínu.

Ég sagði í pistli hér í maí, að ég væri ekki trúaður á tilviljanir, ekki hvað varðaði veitingu umrædds ríkisborgaréttar, eða því hvernig og hvenær þetta mál komst í hámæli.

Sú skoðun mín hefur ekkert breyst.

En rétt eins og ég sagði þá, þá liggur ábyrgðin í þessu máli hjá þáverandi þingmönnum, það voru jú þeir sem samþykktu títtnefndan ríkisborgararétt.  Enginn þeirra sagði nei.

 


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyllt upp í íbúalýðræðið? - Fagra landfylling

Hún er býsna merkileg þessi endurtekna umræða á Íslandi um landfyllingar, rétt eins og eitt helsta vandamál landsins sé landþrengsli.

En það er líka merkilegt til þess að hugsa ef að þessi breyting á skipulagi í Hafnarfirði, eða telst landfylling ekki nokkur stór breyting, þarf ekki að fara í íbúakosningu?

Þetta endurspeglar þau vandræði sem Samfylkingin í Hafnarfirði og flokkurinn í heild er í, varðandi álverið í Straumsvík.

En það bendir margt til þess að bæjarstjórinn telji að stækkun álversins og sú landfylling sem hér er um rætt þurfi ekki að fara í íbúakosningu, alla vegna er hann kominn hættulega nærri því að hafa skoðun á málinu.


mbl.is Álver á landfyllingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt hús

Mér þykir það undarlegt að mót sem þetta sé stöðvað.  Ég held að lögreglan hafi hæpnar lagaheimildir á bak við sig í þessu sambandi.

Ekki er verið að spila upp á peninga í hefðbundnum skilningi þeirra orða.

Það tíðkast í mörgum íþróttum (t.d. golfi) að þátttakendur borgi þátttökugjöld.  Verðlaun eru síðan af ýmsu tagi, utanlandsferðir, jafnvel bílar, en einnig þekkist að veitt hafi verið peningaverðlaun í íþróttum, t.d. í skák að ég held.

En þetta er enn eitt dæmið um þann tvískinnung sem því miður er svo algengur á Íslandi. 

Það væri vissulega þarft verk að fækka boðum og bönnum á "landinu bláa".

 


mbl.is Pókermót stöðvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Titanic

Fjölskyldan öll skellti sér í dag í Vísindamiðstöðina hér í Toronto (Ontario Science Center) og sáum þar sýningu sem byggist upp á munum sem bjargað hefur verið Titanic.

Það var fróðlegt að sjá munina og sömuleiðis stuttar kvikmyndir sem útskýrðu hvernig skipið sökk og hvernig staðið var að björguninni.

Enn og aftur beindist hugurinn að þessum harmleik og öllum þeim sem létu lífið.  Við innganginn fékk hver gestur í hendur miða, þar sem hann var boðinn velkominn um borði í Titanic og var letrað á miðann nafn eins af þeim farþegum sem fór með Titanic í þessa ferð.  Við útganginn er síðan spjald með nöfnum allra farþega og áhafnarmeðlima og hvort þeir björguðust eða fórust.

Sjálfur fékk ég miða með nafni 2. farrýmis farþega, Mr. Albert Francis Caldwell, sem bjargaðist giftusamlega.  Mamma og Foringinn voru sömuleiðis með farþega á sínum miðum sem björguðust, en konan fékk hins vegar nafn Mrs Isidor Straus (Rosalie Ida Blun), en hún fórst eftir að hafa snúið við úr björgunarbát, með þeim að orðum að hún og maður hennar myndu deyja eins og þau hefðu lifað, saman.

Eftir að hafa skoðað sýninguna, var slegið á léttari strengi og Foringjanum sleppt lausum í hin ýmsu leiktæki og þrautir sem finna má í öðrum sölum miðstöðvarinnar.


Afurðastríðið

Það er ekki einfalt mál að skella sér í ræktunina.  Eftir að hafa hlýtt leiðsögn konunnar í margar vikur, gróðursett, vökvað, sett upp stuðningskerfi og sitt hvað fleira er farinn að sjást einhver árangur.

En þá fyrst upphefst stríðið.  Þeir ferfætlingar sem deila með okkur garðinum hér að Bjórá, þ.e.a.s. íkornar og þvottabirnir telja að sjálfsögðu að allt þetta strit sé gert þeim til hagsbóta.  Fiðurfénaðurinn virðist sömuleiðis vera á þeirri skoðun.

Það er því skollið á hálfgert stríð að Bjórá.

Fyrsta skrefið var að setja upp net yfir kirsuberjatréð.  Það sljákkaði nokkuð í andstæðingunum við það.  En eingöngu í stutta stund.  Þeir hefndu sín með því að éta stóran part af laukunum, og skildu afganginn eftir ofanjarðar, eftir að hafa grafið hann upp.

Spurningin er hvort við þurfum að huga að alvarlegum aðgerðum.

Svo eru auðvitað blessuð skordýrin, þau snæða drjúgt og spurningin hvort að þurfi að huga að eitri?

Það er ekki auðvelt að vera með græna fingur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband