Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
7.5.2007 | 03:26
Góður sigur hjá Sarkozy
Frakkar skila góðri og afgerandi niðurstöðu. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá hve kjörsóknin er góð, það þýðir að Frakkar létu sig málið varða.
En Sarkozy bíður mikið starf, það veitir ekki af að taka til hendinni í Frakklandi og hann þarf að halda rétt á spöðunum og vinna að góðri niðurstöðu fyrir hægri blokkina í þingkosningunum í júní. Þessi úrslit ættu að gefa þeim nokkurn byr í seglin.
Ekki tóku allir vinstrimenn ósigrinum með stillingu, uppþot urðu bæði í París og Lyon og beitti lögreglan bæði vatnsbyssum og táragasi, m.a. á Bastillutorginu í París, en þar höfðu, ef marka má fréttir, safnast saman ungir sósialistar og köstuðu flöskum, grjóti og öðru lauslegu. Einhver meiðsl urðu á fólki, en aðallega lögreglumönnum.
Einhverjir bílabrunar voru í úthverfum, en það getur varla talist til sérstakra tíðinda.
Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2007 | 03:06
Vistvænustu flokkarnir?
Fékk nokkuð langan tölvupóst frá kunningja mínum í dag. Hann fór vítt og breytt yfir kosningarnar. Í endann lagði hann fram þá kenningu að vistvænustu flokkarnir væru Íslandshreyfingin og Frjálslyndir.
Hann vildi meina að þessir flokkar væru til fyrirmyndar hvað varðar endurvinnslu. Þetta væru þeir flokkar sem notuðu mest af "notuðum" stjórnmálamönnum og fallkandídötum annara flokka.
Með þessu ynnist tvennt sagði hann. Í fyrsta lagi tækju stjórnmálin þá ekki duglegt fólk frá atvinnulífinu. Í öðru lagi sagði hann væri þetta afar tímasparandi fyrir kjósendur, þar sem þeir könnuðust við "kónana" og þyrftu ekki að hafa fyrir því að kynna sér frambjóðendurna, þeir hefðu í flestum tilfellum hafnað þeim áður.
5.5.2007 | 20:45
Skynsamir Frakkar
Það lítur út fyrir að Frakkar ætli að vera skynsamir og kjósa Sarkozy sem forseta og hafna sósíalistanum. Mér finnst það reyndar ákaflega rökrétt að forskot Sarkozy aukist eftir yfirlýsingu Royal í þá átt að hætta sé á óeirðum ef hún sé ekki kjörin.
Franskir kjósendur eru líklega of skynsamir til að slíkar hótanir hrífi á þá. Ég er reyndar þeirrar skoðunar, eins og ég hef bloggað um áður, að sú yfirlýsinga Royal hafi verið ákaflega vanhugsuð og sé líkleg til að hafa af henni fylgi.
En nú er bara að bíða og sjá, það styttist í niðurstöðurnar.
Sarkozy eykur enn forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 14:29
Auðvitað kaus ég rétt
Ég slengdi mér í próf sem ég rakst á hjá púkanum, sem bloggar hér á Moggablogginu. Þó að ég hafi þegar greitt atkvæði, þá þurfti ég auðvitað að athuga hvort ég hefði nokkuð verið að gera einhverja vitleysu.
En niðurstaðan tók af allan vafa, atkvæðið fór á réttan stað, en prófið sagði mér eftirfarandi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 50%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 38%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 0%
Stuðningur við Samfylkinguna: 0%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 0%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 0%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 0%
4.5.2007 | 17:11
Ótrúlegt taktleysi
Mig setur eiginlega hljóðan þegar ég les svona yfirlýsingar frá frambjóðendum. Hvað er konan að gefa í skyn? Að stuðningsmenn hennar séu "einhver skríll" sem líklegt sé að grípi til ofbeldis ef að hún sé ekki kosin?
Ég get ekki annað sagt en ég vona að Frakkar sýni henni hug sinn og hafni henni afdráttarlaust.
Aukin sósíalismi er ekki það sem Frakkland þarfnast. Stjórnmálamenn sem gefa undarlegar yfirlýsingar ekki heldur.
Royal varar við ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 05:18
Jafnaðarmenn, bankar, Össur og Chavez
Hún getur verið býsna merkileg sú árátta Íslenskra stjórnmálamanna að tengja sig við erlenda sigurvegara. Telja þá samherja sína, telja sigur þeirra hafa þýðingu í Íslenskum stjórnmálum.
Það er líka merkileg árátta "jafnaðarmanna" víða um lönd að telja það vænlegt á atkvæðaveiðum að ráðast að bankastofnunum, telja þá vera höfuðandstæðinga "jöfnuðarins". Í því sambandi er auðvitað skemmst að minnast ummæla Ögmundar Jónassonar um "silkifataliðið" sem geta varla verið skilin á annan veg heldur en hann teldi enga eftisjá, þó að það hyrfi úr landi. En það eru fleiri Íslenskir stjórnmálamenn sem kenna sig við jöfnuð, og virðast horfa aðdáunaraugum á skringilega staði, og hafa sömuleiðis horn í síðu bankanna.
"Það eru mikil tíðindi að gerast í og við Suður-Ameríku, álfu hjarta míns. Daníel Ortega vann um daginn sigur í forsetakosningunum í Níkaragva, byltingarhetjan og verkalýðsforinginn Lúla var nýlega endurkjörinn í Brasilíu, Evó Mórales vann í Bólivíu og strigakjafturinn með stálhnefana, Hugó Chavez, stýrir Venesúelu.
Þarmeð má segja að við jafnaðarmenn séum búnir meira og minna að leggja undir okkur Suður-Ameríku. "
Össur Skarphéðinsson, 28. nóvember 2006
"... og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt."
Össur Skarphéðinsson 17. febrúar 2007
"Private banks have to give priority to financing the industrial sectors of Venezuela at low cost. If banks don't agree with this, it's better that they go, that they turn over the banks to me, that we nationalize them and get all the banks to work for the development of the country and not to speculate and produce huge profits."
Hugo Chavez 4. maí 2007
Chavez hótar að þjóðnýta banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 18:41
Ber er hver að baki
Það er sjálfsagt að fagna þessari yfirlýsingu frá NATO.
Framkoma Rússa í A-Evrópu hefur að ýmsu marki verið undarleg á undanförnum misserum og það verður að teljast skrýtið að þeir virðast gjarna vilja líta á sig sem sjálfsagðan arftaka Sovétríkjanna sálugu, frekar en að nota tækifærið og hefja samskipti við ríkin á svæðinu á nýjum, ferskum og jafnræðisgrunni.
Það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni ef sendiráð og starfsmenn þeirra fá ekki starfsfrið, en slíkt er grunnur skynsamlegra samskipta.
En þettar sýnir líka hve skynsamlegt það var af Eistlendingum að sækjast eftir aðild að NATO, enda þekkja þeir nágranna sinn og það ekki endilega af góðu.
Þetta sýnir líka hvað NATO getur gert fyrir smáríki, og hvers virði aðild þeirra að samtökunum getur verið. Sýnir sömuleiðis að það þarf ekki að horfa ófriðlega til að það geti borgað sig að vera aðili að NATO, eða hyggja að vörnum sínum.
Það er ekki skynsamlegt að bíða með slíkt þangað til þörf er á því.
NATO varar Rússa við vegna minnisvarðadeilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 18:23
Búinn að kjósa
Fór í gær í Íslenska konsulatið hér í "downtown" Toronto, hitti þar fyrir ræðismanninn Jón Ragnar Johnson og naut þar fyrirgreiðslu til að leggja atkvæði mitt á vogarskálar áframhaldandi velferðar og uppbyggingar á Íslandi.
Fór svo á pósthúsið í morgun og slengdi atkvæðinu mínu í póst til kjörstjórnar í SuðVestur via Valhöll.
Það verða ekki veitt nein verðlaun fyrir að giska á að ég hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn.
1.5.2007 | 03:56
Tilviljanir í draumalandi flatneskjunnar
Það er skemmtileg tilviljun hvernig kröfur verkalýðshreyfingarinnar stemma við kröfur sumra stjórnmálaflokka, aðallega þó með þvi að vera í raun algerlega óframkvæmanlegar og krefjast þess að komið verði á þjóðfélagi flatneskjunnar á Íslandi.
Það er ekki ógöfugt markmið að útrýma fátækt á Íslandi, en ef miða á við hlutflall af meðaltali eða miðgildi launa eins og gert er í þeim tölum sem vitnað er í þeirri frétt sem hér er tengd við, sér flest skynssamt fólk að það er varla gerlegt. Aðeins með einu móti er það hægt, með því að koma á þjóðfélagi flatneskjunnar. Þar sem því sem næst allir hafa laun á svipuðu róli.
Hvort þykir mönnum líklegt að það myndi nást með því að flestir yrðu hækkaðir í launum, eða með því að lækka hærri launin?
Ef þeir betur launuðu (til dæmis vel launað starfsfólk fjármálageirans) yrðu hraktir úr landi, þá ykist jöfnuðurinn og þá líklega minnkaði fátæktin, eða hvað?
Þetta er skelfilegur málflutningur og í raun ekki sæmandi verkalýðsfélögunum á Íslandi, þar ættu menn að vita betur.
Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2007 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)