Tilviljanir í draumalandi flatneskjunnar

Það er skemmtileg tilviljun hvernig kröfur verkalýðshreyfingarinnar stemma við kröfur sumra stjórnmálaflokka, aðallega þó með þvi að vera í raun algerlega óframkvæmanlegar og krefjast þess að komið verði á þjóðfélagi flatneskjunnar á Íslandi.

Það er ekki ógöfugt markmið að útrýma fátækt á Íslandi, en ef miða á við hlutflall af  meðaltali eða miðgildi launa eins og gert er í þeim tölum sem vitnað er í þeirri frétt sem hér er tengd við, sér  flest skynssamt fólk að það er varla gerlegt.  Aðeins með einu móti er það hægt, með því að koma á þjóðfélagi flatneskjunnar.  Þar sem því sem næst allir hafa laun á svipuðu róli.

Hvort þykir mönnum líklegt að það myndi nást með því að flestir yrðu hækkaðir í launum, eða með því að lækka hærri launin?

Ef þeir betur launuðu (til dæmis vel launað starfsfólk fjármálageirans) yrðu hraktir úr landi, þá ykist jöfnuðurinn og þá líklega minnkaði fátæktin, eða hvað?

Þetta er skelfilegur málflutningur og í raun ekki sæmandi verkalýðsfélögunum á Íslandi, þar ættu menn að vita betur.

 


mbl.is Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband