Ber er hver að baki

Það er sjálfsagt að fagna þessari yfirlýsingu frá NATO. 

Framkoma Rússa í A-Evrópu hefur að ýmsu marki verið undarleg á undanförnum misserum og það verður að teljast skrýtið að þeir virðast gjarna vilja líta á sig sem sjálfsagðan arftaka Sovétríkjanna sálugu, frekar en að nota tækifærið og hefja samskipti við ríkin á svæðinu á nýjum, ferskum og jafnræðisgrunni.

Það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni ef sendiráð og starfsmenn þeirra fá ekki starfsfrið, en slíkt er grunnur skynsamlegra samskipta.

En þettar sýnir líka hve skynsamlegt það var af Eistlendingum að sækjast eftir aðild að NATO, enda þekkja þeir nágranna sinn og það ekki endilega af góðu.

Þetta sýnir líka hvað NATO getur gert fyrir smáríki, og hvers virði aðild þeirra að samtökunum getur verið.  Sýnir sömuleiðis að það þarf ekki að horfa ófriðlega til að það geti borgað sig að vera aðili að NATO, eða hyggja að vörnum sínum.

Það er ekki skynsamlegt að bíða með slíkt þangað til þörf er á því.


mbl.is NATO varar Rússa við vegna minnisvarðadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband