Að tapa peningum

Þegar ég var að skondra hér á Moggablogginu, vakti færsla á bloggsíðunni Góðar fréttir athygli mína á þessari frétt á vef Ruv.

Eins og bloggsíðan vekur réttilega athygli á er fréttin að ýmsu leiti nokkuð skringileg.  En þar segir m.a.:

"Líffræðingurinn Steven Dillingham var einn þeirra sem vann að skýrslunni fyrir Samtök líftæknifyrirtækja. Fram kom í máli hans að til að líftækniiðnaður á Íslandi verði samkeppnishæfur og að lokum arðbær þurfi mun meira fjármagn en nú er lagt í greinina. Það þurfi að koma frá ríkinu enda sé erfitt fyrir fjárfesta að veðja á einstök líftæknifyrirtæki. Því fylgi mikil áhætta enda geti liðið allt að 15 ár frá því líftæknifyrirtæki er stofnað og þangað til það verður arðbært.

Mörg líftæknifyrirtæki muni ekki lifa af og því geti fjarfestar ekki sett stórar upphæðir í slík fyrirtæki, upp á von og óvon. Það sé hlutverk stjórnvalda að fjármagna rannsóknir í líftækni sem nýtist fyrirtækjunum. Enda geti þjóðhagslegur ávinningur af einu aðbæru líftæknifyrirtæki orðið mikill."

Þetta er auðvitað stórmerkileg niðurstaða.  Þar sem fjárfestar eiga á hættu að tapa fé sínu er rétt að ríkið stórauki framlög sín.

Nú er ég með ýmsar stórgóðar hugmyndir (þó ekki í líftæknigeiranum) sem geta ef vel tekst til skapað mikil verðmæti og fjölmörg störf.  Hinu ber þó ekki að leyna að þær eru áhættusamar og gæti jafnvel talist líklegra en ekki að þær myndu aðeins brenna upp fé.  Sumar þeirra gætu þó komist á legg.

En spurningin er hvar hjá hinu opinbera ég get sótt fé?  Eða finnst einhverjum ef til vill betra að markaðurinn sé látin dæma hugmyndirnar? 

Persónulega finnst mér ég heyra röksemdina að það þurfi aðeins að koma atvinnugrein á ríkisstyrki til að hún skili stórum ávinningi fyrir þjóðarbúið, einum og oft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband