Minna vinstri græn?

Ég hef nú ekki getað fylgst mikið með fréttum frá Íslandi síðustu vikurnar, en það hefur þó ekki farið fram hjá mér að nýr stjórnmálaflokkur er kominn fram á sjónarsviðið.

Þó að ég verði að viðurkenna að mér finnst það alltaf hálf orwellískt og um leið hjákátlegt þegar þessi leið er valin í nafngiftum (sbr. Þjóðarhreyfingin) þá er best að láta það liggja á milli hluta.

En ég get ekki gert að því að ég velti því fyrir mér þegar ég les fullyrðingar um að þetta eigi að vera flokkur hægra megin við miðju, hvaðan hægri stefnan komi í flokkinn?

Þó að vissulega sé miðjan ekki "naglföst" eða verulega vel þekkt stærð eða staðsetning í stjórnmálum verð ég að viðurkenna að Margrét Sverrisdóttir hefur aldrei komið mér fyrir sjónar sem hægri manneskja, það hefur Jakob Frímann Magnússon ekki gert heldur.

Ég hendi ekki ekki alveg reiður á pólítískri staðsetningu Ómars Ragnarssonar, ef til vill er það hann sem kemur með hægri stefnuna inn í pakkann?

Aðrir sem ég hef frétt að hafi verið á stofnfundinum hafa heldur ekki verið taldir miklir hægrimenn hingað til.

Væri ef til vill betra nafn á framboðið Minna vinstri græn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki vil ég kannast við að hafa verið að gera lítið úr VG í færslunni hér að ofan, þó að mér þyki ekki mikið til stefnumála þess flokks koma, þá gætir þess ekki í færslunni hér að ofan.

Hins vegar gerir færslan hér að ofan líklega frekar lítið úr meintri hægrimennsku Íslandshreyfingarinnar, en mín skoðun er sú að hún liggi ekki í augum uppi.

G. Tómas Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband