Last Night A DJ Saved My Life... - Ríkisútvarpið með "stórum staf".

Þeir gerast ekki öllu þekktari útvarps "dídjeyarnnir" en Hugo Chavez.  En eftir því sem fréttir herma er hann með daglegan þátt í ríkisútvarpinu í Venezuvela, "Aló Presidente", eða "Halló forseti".

En eins og hefur komið fram víða, vakti það mikla athygli þegar Fidel Castro hrindi inn í þáttinn "í beinni".

Þeir félagar spjölluðu víst góða stund, Castro sagðist vera hress, þeir tóku "rant" á Bush, spjölluðu um ethanólframleiðslu, byltinguna á Kúbu og fall fjármálamarkaða sem Castro sagði víst bera siðferðislegum yfirburðum sósíalismans vitni.

Þáttur Chavezar var víst 7 tíma sjónvarpsþáttur hvern sunnudag, en fyrir u.þ.b. mánuði breytti hann þáttinum yfir í daglegan útvarpsþátt., en er með 90 mínútna sjónvarpsþátt á fimmtudögum.

Einhvern veginn gefur þetta orðinu "ríkisútvarp" nýja og dýpri merkingu.

Það er spurning hvort við megum ekki eiga von á grein í Lesbókinni, um hvernig Chavez sé að færa ríkisútvarpið í Venezuvela til betri vegar?  En aðdáendur Chavezar á meðal Íslenskra stjórnmálamanna hljóta altént að vera að undirbúa breytingartillögur hvað varðar Íslenska ríkisútvarpið og mun þá Kanadíska hljómsveitin Bachman Turner Overdrive hljóma nokkuð reglulega.  Ekki skemmir að sveitin er frá "Íslendingaborginni" Winnipeg.

En hér má lesa frétt á vef The Times um útvarpsþátt Chavezar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband