Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Evru og vaxtaumræða, enn af 3% vöxtum

Það er oft skringilegt að lesa fréttir af umræðum á Alþingi.  Of virðast alþingismenn tala í "kross" og vonlítið er fyrir almenning að vita hvort það sem þeir segja er rétt eður ei.

Vegna þess að ég hef skrifað hér mikið um vaxtamál, þá tók ég sérstaklega eftir ummælum Björgvins Sigurðssonar, en í fréttinni sem hér er tengd við er haft eftir honum eftirfarandi:

"Björgvin sagði, að það sem væri þó mest sláandi snéri að unga fólkinu og húsnæðiskaupum. Sagði Björgvin, að sá sem tæki 15 milljóna króna lán til 40 ár á Evrópuvaxtakjörum greiddi 24 milljónir til baka þegar upp var staðið en íslenski lánþeginn greiddi 74 milljónir á 40 árum. Þetta væri verðbólguskatturinn sem íslenskir fasteignakaupendur greiddu."

Þetta er samsvarandi við það sem lesa hefur mátt í blaðgreinum eftir hann og á heimasíðu þingmannsins.  Sjá til dæmis hér.

Ég hef áður bloggað um þessar fullyrðingar Björgvins, og má sjá það hér, hér og hér.

Nú ætla ég ekki frekar en áður að mótmæla þeirri staðreynd að víðast hvar eru vextir til húsnæðiskaupa lægri en á Íslandi, en ég hef hvergi getað fundið á Evrusvæðinu vexti sem eru 3% eða lægri.

Ég vil því enn og aftur auglýsa eftir tenglum á heimasíður þar sem slíkir vextir eru í boði.

En þetta er enn eitt dæmið um að það er erfitt að sannreyna það sem stjórnmálmenn eru að segja, vegna þess að þeir nefna ekki nein dæmi (t.d. nafn á banka, eða þó ekki væri nema landi, í þessu tilviki) máli sínu til stuðnings. 

Fullyrðingarnar eru einfaldlega settar fram án þess að nokkuð fylgi þeim.  Þó að það kunni að vera óhentugt í ræðustól, ætti það að vera auðvelt í blaðagreinum og þó sérstaklega á heimasíðum.

 


mbl.is Kaupmáttaraukning eða verðbólguskattar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Æjatolla" Steingrímur og gullið í Silfrinu

Eins og áður var sagt hér á blogginu, horfði ég á Silfur Egils í dag.  Þar kom meðal annara Steingrímur J. Sigfússon.  Mælskur var Steingrímur eins og endranær, en eins og oft áður var ýmislegt í málflutningi hans sem mér féll ekki í geð.

Meðal annars talaði Steingrímur um að það yrði að hækka fjármagnstekjuskattinn.  Hann talaði um að VG væri þeirrar skoðunar að rétt væri að skattleggja fjármagnstekjur jafn hátt og tekjuskatt fyrirtækja eða 18% (hér er rétt að hafa í huga að hann virðist þó ekki vera þeirrar skoðunar að skattleggja eigi fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur almennings, eða að hækka þurfi tekjuskatt fyrirtækja og ber að fagna því).

Steingrímur sagðist þó vilja taka þetta í áföngum og hækka í 14-15% til að byrja með.  Hann bætti því við að "almennur sparnaður" yrði undanþeginn fjármagnsskatti ef VG fengi að ráða, svona eins og 120.000 sem yrðu skattfrjálsar vaxtatekjur.

Það má sem sé eiga eins og eina milljón á bankabók, án þess að Steingrímur og félagar vilji fara að taka af viðkomandi fjármagnstekjuskatta.  Það er allt og sumt.

En í sama þætti sagði Steingrímur að hann væri fylgjandi hátekjusköttum sem byrjuðu í um það bil 1.200.000 fyrir hjón, ef ég skyldi rétt.

Það er sem sé allt í lagi að hafa ágætis tekjur, en það er sjálfsagt að refsa þeim sem spara, mér fannst alla vegna ekki hægt að skilja þetta öðruvísi. 

Ef einhver á til dæmis að safna sér fyrir útborgun í íbúð, þá þykir Steingrími og félögum sjálfsagt að hækka á hann skattana.

Er ekki réttara að hafa einfalda á lága álagningu á fjármagnstekjur og hvetja til sparnaðar?

Sömuleiðis þykir Steingrími ekkert tiltökumál að taka það vald af eigendum hlutabréfa að kjósa þann sem þeir treysta best til að sitja í stjórnum fyrirtækja.  Þar vill hann að hið opinbera setji lög, sem leyfi þeim sem atkvæðisrétt hafa í fyrirtækjum aðeins að kjósa þann sem þeir vilja, ef vilji þeirra fer saman við vilja Steingríms og skoðanbræðra um að helmingur sem kosinn sé af hvoru kyni.

Sömuleiðis virðist Steingrímur vilja skerða lýðræðisréttinn að sama marki í almennum kosningum.

Svo vill Steingrímur, rétt eins og "æjatollarnir" koma á fót internetlögreglu. 

Ég segi bara púff, og ætla rétt að vona að Íslendingar hafi í stórum hópum snúið baki við VG í dag.


Konurnar sem var hafnað

Það er dálítið merkilegt að lesa svona ályktanir.  Sögulegt tækifæri, kjósum konu sem forsætisráðherra og svo framvegis.

Vissulega er möguleiki á því að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor.  Sömuleiðis hlýtur að teljast að möguleikarnir á því hafi verið þó nokkrir fyrir síðustu kosningar, en fyrir þær var hún yfirlýst forsætisráðherraefni flokksins. 

Að flestu leyti verður að teljast að möguleikarnir á því að hún verði forsætisráðherra nú séu mun minni heldur en fyrir 4 árum, vegna þess hve staða Samfylkingarinn (í skoðanakönnunum) er miklu mun verri en var þá. 

Það má því segja að ef fram heldur sem horfir, þá hafni kjósendur þessum kosti.

En auðvitað er ekkert gefið þegar er komið út í viðræður og tilboð um stjórnarmyndanir.  Það sást auðvitað vel, þegar þáverandi formaður Samfylkingarinnar var reiðubúinn að gefa forsætisráðherrastólinn til Framsóknarflokks.

En það sama gæti auðvitað orðið uppi á teningnum eftir næstu kosningar, eða ætlar Samfylkingin að lýsa því yfir að hún verði ekki í ríkisstjórn nema undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar?

Það fer svo auðvitað vel á því að til forystu í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, skuli veljast kona sem kjósendur í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar höfnuðu að gera að leiðtogaefni flokksins. 

Líklega hafa þeir misst af nokkuð sögulegu tækifæri þar?


mbl.is Segir sögulegt tækifæri gefast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver næst?

Eins og svo marga sunnudagsmorgna er ég að horfa á Silfur Egils á netinu, það er venjulega ágætis skemmtun. 

Það virðist vera að komast á hefð að í þáttinn komi Samfylkingarmenn og gefi yfirlýsingar um að þeir séu búinir að segja sig úr flokknum.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér, hver verður næstur?


Byltingin byrjar heima fyrir

Þessi niðurstaða óformlegar könnunar á landsfundi Vinstri grænna þarf ekki að koma neinum á óvart.  Þó að fordæmingar á "einkabílismanum" séu hvergi háværari en í þeim flokki, þó er þeir sem sækja landsfund flokksins líklega eins og flestir aðrir Íslendingar.  Gjarna að flýta sér, þurfa að komast hratt og örugglega á milli staða og þeim verður líklega kalt og blotna jafn auðveldlega og aðrir Íslendingar.  Það er nefnilega ekkert sérlega auðvelt eða þægilegt að ferðast á hjóli íklæddur dragt eða jakkafötum, svo dæmi séu tekin, hvort sem verið er með bindi eður ei.

En vissuleg er blessaður strætisvagninn eftir.  En enginn af þíngfulltrúunum virðist hafa ferðast með þeim kosti heldur.

En það er auðvitað auðveldara að mæla fram "grænkuna" en lifa eftir henni.

Hvernig hljómar annars texti Spilverksins.... "Setjið nú upp húfurnar, því hún er farin út um þúfurnar. Græna........

En það er auðvitað affarasælast að byltingin byrji heima fyrir, en "einkabílisminn" er sterkur, svo sterkur að hann leggur Vinstri græn að velli sem aðra.

Er ekki bara að bíða eftir ályktun frá þinginu um nauðsyn þess að stórauka gatnaframkvæmdir til að greiða höfuðborgarbúum leið, eða skyldi ennþá verða lögð áhersla á hjólreiðastíga og almenningssamgöngur?

Ég bíð spenntur.


mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af síðustu útvörðum sósíalismans

Þegar ég var að þvælast um netið, fór á vefsíðu The Times sem oftar, rakst ég á þessa grein um Ísraelsku samyrkjubúin.  Samyrkjubúin sem eru mikið eldri en Ísraelsríki sjálft, hafa verið útverðir bæði sósialismans og Ísraelsríkis.  En svo bregðast "krosstré" sem önnur og nú er víst farið að slaka á sósíalismanum, kapítalisminn er kominn á kibbutzin, til að vera.

Þó að sjálfur hafi ég aldrei á kibbutz komið, þá hafa kunningar mínir sumir haft þar viðdvöl, flestir borið þeim góða sögu. En þetta er merkilegur hluti af sögunni, en þarna sem annars staðar lætur sósialisminn undan síga, það virðist óumflýjanlegt.  En samyrkjubúin hafa vissulega markað djúp spor í sögu Ísraels, eru samofin sögu ríkisins og munu verða, í það minnsta eitthvað áfram.

Smá bútar úr greininni:

"When Eliezer Gal arrived at Israel’s first kibbutz he had already served in the Red Army as a platoon tank commander at the siege of Leningrad, escaped to West Berlin after being marked down by Stalin for the labour camps and been turned away by the British when he arrived in Palestine aboard the Jewish refugee ship Exodus.

Mr Gal took a lowly job in the cow shed for 18 years and married Michal, a daughter of the kibbutz’s founders, raising his family in the pastoral version of Zionist communism.

Now, aged 82, he is living one final adventure, which he and the other members of Degania call Shinui (The Change). The kibbutz has just voted to privatise itself and assume the trappings of capitalism.

His verdict? “It’s a lot more comfortable. We get a lot more independence, both economically and generally.

“I have seen the other world, I was born in a different world. When I came here it was the real, pure communism. But I knew then that it couldn’t survive forever because people abused it.

“I’m only surprised that it survived for so long. I came from the Great Mother of Communism and she only lasted 70 years. We made it to nearly a hundred.” "

"“When the poor, new immigrants began arriving, the kibbutzniks became objects of hatred, and when the movement began to collapse there was not much sympathy. But Degania is like a first child: when it became vulnerable like the rest of us we could finally afford to have some sympathy. It is a symbol of a simpler time, of what Israel once was.”

Degania’s members insist that they are still proud socialists. “As silly as it may sound we remain one big family,” said Ze’ev Bar-Gal, Mr Gal’s 43-year-old son-in-law, whose monthly income has doubled as the kibbutz’s computer services manager.

“What used to bother many of us was that some members were putting a lot of money into the pot and there were others giving nothing and still receiving more than the big contributors,” he said.

Degania was founded in 1910 when ten men and two women rode on horseback across the River Jordan and established a camp at Umm Juni on land purchased by the Jewish National Fund.

The pioneers built a defensive quadrangle of work buildings from locally quarried basalt. At the time they wrote: “We came to establish an independent settlement of Hebrew labourers, on national land, a collective settlement with neither exploiters nor exploited — a commune”.

Its 320 members paid their salaries into a communal account and received an allowance based on need.

A year ago the kibbutz quietly transferred to a trial system where members were paid according to ability and allowed to keep their earnings. In return, they paid for services and a “progressive” income tax destined to support the elderly and less well-off.

Now The Change has been confirmed as permanent by the votes of 85 per cent of the kibbutz, an improvement on the 66 per cent who gave their consent for the one-year trial.

“We have only privatised the service side, not the businesses,” explained Mr Bar-Gal. “It’s more a change of mentality than anything else and it has put social responsibility into people’s heads.” "

Greinina má finna í heild sinni hér.


Laukrétt, það er um að gera að æfa

Ég held að það sé einmitt lykilatriði, að æfa gráa flykkið eins mikið og mögulegt er.

Allra handa æfingar koma sér vel, þrautir, krossgátur, ný tungumál.  Því meiri sem vangavelturnar eru, því fleiri hugsanir sem þjóta um kollinn, því betra.

Eitt af því sem gera má til að halda sér í þjálfun er svo að blogga, alls ekki það sísta til verksins.  Ein meginástæða þess að ég ákvað að reyna að skrifa eitthvað hér á hverjum degi, er einmitt sú, að ég taldi mig þurfa vettvang, þar sem ég notaði Íslensku á hverjum degi.  Að ég hefði gott af því að hugsa og skrifa á Íslensku, að halda huganum við, þjálfa hugann, fylgjast með helstu málum "heima" og þar fram eftir götunum.

Það borgar sig ekki að láta heilann safna "spiki", af tvennu illu er betra að vera með smá "kúlu" framan á sér. 

 


mbl.is Mikilvægir hlutar heilabúsins halda áfram að bæta við sig fram eftir aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snæfinnur í stutta heimsókn að Bjórá

Það snjóaði hressilega hér í gærmorgun, þessi líka fíni byggingasnjór.  Það var svolítið misjafnt hvernig fólkið tók þessu hér að Bjórá, en Foringinn var himinlifandi og sagð:  Pabbi, það er gott að það er að snjóa, þá getum við farið út að moka.

Það var auðvitað ekki undan því vikist, og þegar mokstrinum var lokið var lagt í einn snjókall.  En endalok "Snæfinns" urðu þó heldur dapurleg, því hann féll saman strax seinnipartinn, því hlýindin ágerðust.

En nærvera hans var honum til mikils sóma, á meðan var.


Ekkert hvalræði?

Það vakti þó nokkuð umtal fyrir fáum vikum þegar Whole Foods hætti að "hampa" Íslenskum vörum.  Það mikla athygli að ýmsir menn sem hafa áhuga á þingsetu töldu málið allt líklegt til snúast á versta veg og kosta Íslensku þjóðina háar upphæðir.

Það virðist sem svo að Whole Foods hafi fyrst og fremst þurft á frekari stuðningi Íslensku þjóðarinnar til markaðsetningar.

Skyldi einhver stjórnmálamaðurinn eða þingsetu áhugamaður spyrja um kostnaðinn við það?

Það kom í ljós að lambakjöt hafði verið selt í Whole Foods með tapi Íslenskra framleiðenda.  Það væri óskandi að það kæmi í ljós hver raunverulegur ávinngur er af annari sölu í verslunarkeðjunni, sérstaklega þegar tekið væri tillit til kostnaðar við markaðssetninguna?


mbl.is Íslenskar afurðir í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst? Fyrirbyggjandi fangelsanir?

Hún getur tekið á sig ýmsar myndir múgæsingin. Eftir að hafa haft lítinn tíma til að lesa Íslenskar fréttir í nokkra daga er ég aftur kominn að tölvunni.

Lykilorðið er klám, þá á ég ekki við lykilorðið mitt sem mbl.is opinberaði stutta stund fyrir alþjóð, heldur þá múgæsingu sem tröllreið umræðu á Íslandi í nokkra daga vegna þess að til stóð að halda kaupstefnu þar sem framleiðendur klámefnis hugðust halda á landinu.

Það er sem sé ekki æskilegt að tala um klám á Íslandi, alla vegna ekki á ráðstefnum.  Þeir sem slíkt ætla að gera eru ekki velkomnir til Íslands og það sem meira er, bændasamtökin hýsa ekki slíkt fólk.

Gamla "slagorðið" að allir sé saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, á ekki við lengur.  Það er best að banna þeim sem hugsanlega gætu brotið af sér að koma til landsins.  Það virðist sem svo að það sé ekki lengur nauðsynlegt að brjóta af sér, það nægir að vera "líklegur" til að brjóta af sér.  Fljótlega verður ef til vill farið að mæla með "fyrirbyggjandi fangelsunum".

Hvað ætli gerðist á Íslandi ef Saab verksmiðjurnar skipuleggðu hvataferð til Íslands?

Sagði einhver "Bleikt og Blátt", eða "Falon Gong"?


mbl.is Ómögulegt að flokka ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband