Konurnar sem var hafnað

Það er dálítið merkilegt að lesa svona ályktanir.  Sögulegt tækifæri, kjósum konu sem forsætisráðherra og svo framvegis.

Vissulega er möguleiki á því að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor.  Sömuleiðis hlýtur að teljast að möguleikarnir á því hafi verið þó nokkrir fyrir síðustu kosningar, en fyrir þær var hún yfirlýst forsætisráðherraefni flokksins. 

Að flestu leyti verður að teljast að möguleikarnir á því að hún verði forsætisráðherra nú séu mun minni heldur en fyrir 4 árum, vegna þess hve staða Samfylkingarinn (í skoðanakönnunum) er miklu mun verri en var þá. 

Það má því segja að ef fram heldur sem horfir, þá hafni kjósendur þessum kosti.

En auðvitað er ekkert gefið þegar er komið út í viðræður og tilboð um stjórnarmyndanir.  Það sást auðvitað vel, þegar þáverandi formaður Samfylkingarinnar var reiðubúinn að gefa forsætisráðherrastólinn til Framsóknarflokks.

En það sama gæti auðvitað orðið uppi á teningnum eftir næstu kosningar, eða ætlar Samfylkingin að lýsa því yfir að hún verði ekki í ríkisstjórn nema undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar?

Það fer svo auðvitað vel á því að til forystu í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, skuli veljast kona sem kjósendur í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar höfnuðu að gera að leiðtogaefni flokksins. 

Líklega hafa þeir misst af nokkuð sögulegu tækifæri þar?


mbl.is Segir sögulegt tækifæri gefast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Arnardóttir

Landslagið í pólitíkinni er allt annað í vor en það var fyrir 4 árum.  Þá hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum og blágræna bandalagið hélt.  Það var löngu vitað að ef ríkisstjórnin félli ekki myndu ríkisstjórnarflokkarnir halda samstarfi sínu áfram.  Davíð hafnaði þá sætustu stelpunni og fór heim með Halldóri sínum.

Núna er útlit fyrir að ríkisstjórnin falli í vor með fylgishruni Framsóknar.  Þá verður fróðlegt að vita hvaða stelpu Geir tekur með heim af ballinu .... hann hefur nú lýst því yfir að það þurfi ekkert endilega að vera sætasta stelpan, hinar gera sama gagn

Guðríður Arnardóttir, 26.2.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já landslagið var töluvert annað fyrir 4 árum.  Þá var Samfylkingin í sókn, nú er hún að dala. 

Jafnvel þó að Samfylkingin kæmist í ríkisstjórn með VG og Framsókn eða Frjálslyndum er auðvitað ekkert sjálfgefið að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra.  Þú mannst ef til vill hvað gerðist eftir kosningasigur A-flokkanna 1978?

Líkast til verður það eins og þú talar um, kjölfestan í næstu ríkisstjórn verður Sjálfstæðisflokkurinn, en það er ekkert gefið.

Það er heldur ekki sjálfgefið að færa þessi orð sem Geir lét falla um varnarmál yfir á stjórnarmyndunarviðræður, það má líklega taka undir það að Samfylkingin lítur ekki of vel út þessa dagana, en það er líklega rétt að efast sömuleiðis um hvort hún geri eitthvað gagn.

G. Tómas Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband